Morgunblaðið - 31.05.2003, Page 36

Morgunblaðið - 31.05.2003, Page 36
UMRÆÐAN 36 LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ NOKKUR umræða hefur orðið í fjölmiðlum vegna ákvarðana um ráð- stöfun aukinna fjárveitinga ríkisins til almennra kynn- ingar- og markaðs- verkefna erlendis á sviði ferðamála. Nokkrar at- hugasemdir og ábendingar hafa komið fram sem eðli- legt er að taka til skoðunar verði framhald á slíkum samstarfsverk- efnum. Hins vegar hefur í þessari umræðu því miður gætt verulegs misskilnings, ýmislegt verið fullyrt og nokkuð um beinar rangfærslur. Nauðsynlegt er því að gera grein fyrir ferlinu öllu og leiðrétta þar sem réttu máli hefur verið hallað. Forsagan Á árunum 1999 til 2002 var ráð- stöfun þeirra fjármuna sem hið op- inbera úthlutaði í markaðs- og kynn- ingarmál erlendis í höndum Markaðsráðs ferðaþjónustunnar. Að því stóðu samgönguráðuneytið fyrir hönd hins opinbera, Samtök ferða- þjónustunnar og Reykjavíkurborg. Á vordögum 2002 lá fyrir að Mark- aðsráðið myndi ekki starfa nema til ársloka 2002 og í kjölfarið sköpuðust miklar umræður um fyrirkomulag markaðsmála ferðaþjónustunnar er- lendis og í hvaða farveg þeim málum skyldi beint. Málið var m.a. meg- inviðfangsefni aðalfundar Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) í apríl 2002 og voru stjórnvöldum kynntar hugmyndir SAF í framhaldi af því. Undirbúningur málsins Á fjárlögum fyrir árið 2003 sam- þykkti Alþingi að veita 300 milljónir króna til markaðssóknar íslenskrar ferðaþjónustu. Fjárveitingin er á fjárlagalið samgönguráðuneytisins sem fer með yfirstjórn samgöngu- mála. Í nóvember óskaði Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, eft- ir því við undirritaðan og Jakob Fal Garðarsson, aðstoðarmann sinn, að þeir ynnu fyrir sig hugmyndir að notkun þessara 300 milljóna. Í þeirri vinnu var leitað álits nokkurra starfsmanna Ferðamálaráðs í mark- aðsmálum, innanlands sem erlendis, og kynntum við okkur umræður sem skapast höfðu innan SAF og víðar í framhaldi af áðurnefndum aðalfundi. Það var m.a. gert með því að eiga fund með þáverandi formanni SAF, Steini Loga Björnssyni, þar sem tal- ið var mikilvægt að fá sem bestar upplýsingar um hugmyndir og áherslur Samtaka ferðaþjónust- unnar í þessum málaflokki. Að teknu ákveðnu tilliti til þessara hugmynda og fleiri atriða lögðu und- irritaður og aðstoðarmaður ráðherra ákveðnar hugmyndir fyrir ráðherra um notkun og fyrirkomulag þessa markaðsstarfs á árinu 2003. Þetta var rétt fyrir jól 2002. Þær tillögur tóku breytingum í meðförum ráðu- neytis og ráðherra kynnti þær svo Ferðamálaráði með bréfi dags. 17. janúar 2003. Að fengnum við- brögðum ráðsins eftir fund 31. jan- úar 2003 var enn gerð breyting í ráðuneytinu og endanleg ákvörðun tekin um fyrirkomulag og fram- kvæmd. Hinn 6. febrúar 2003 var síðan auglýst eftir samstarfsaðilum sem væru reiðubúnir að koma að al- mennri landkynningu erlendis með Ferðamálaráði. Umsóknarfrestur var upphaflega auglýstur til 21. febr- úar en vegna mistaka við auglýsingu í Evrópu, þar sem auglýstur var viku lengri frestur, var hann alls staðar framlengdur til 28. febrúar. Samstarf – ekki styrkir Hvað varðar hugmyndafræðina þá var sú leið farin að nýta 202 millj- ónir, af þeim 300 sem voru veittar af opinberri hálfu til markaðsstarfs á árinu 2003, til samstarfsverkefna í almennri kynningu erlendis. Vegna þess að margoft hefur verið rætt í fjölmiðlum undanfarið um styrki og styrkveitingar til markaðsmála skal sérstaklega undirstrikað að í um- ræddri auglýsingu var tekið fram að ekki væri um styrki að ræða. Verið var að auglýsa eftir samstarfsaðilum sem væru reiðubúnir að koma að al- mennri landkynningu erlendis með Ferðamálaráði og leggja til þess fjármuni a.m.k. jafnmikla og hið op- inbera. Hugmyndin var með öðrum orð- um sú að í stað þess að hið opinbera færi sjálft í almenn landkynning- arverkefni fyrir allt það fé sem var til ráðstöfunar væri þess freistað að nota hluta fjármunanna með nýjum hætti, þ.e. að fá fyrirtæki í greininni til að koma með jafn hátt mót- framlag í þeim tilgangi að upphæðin myndi a.m.k tvöfaldast og kynningin yrði þannig öflugri fyrir heildina. Þetta er einmitt í anda þess sem greinin hafði lagt áherslu á að yrði gert. Hugsunin var sú að fá fjár- magn frá stórum og smáum fyr- irtækjum innan greinarinnar og öðr- um sem áhuga hefðu á að ganga til samstarfs og væri það til viðbótar þeirri sérhæfðu kynningu sem aðilar sinna á sínum forsendum. Miðað við kynningu á þeirri nýju aðferð sem hér hefur verið lýst og texta auglýsingarinnar er það ill- skiljanlegt að í fjölmiðlum skuli rætt um úthlutanir og styrki til aðila í ferðaþjónustu. Afgreiðsla umsókna Að loknum umsóknarfresti voru umsóknir flokkaðar eftir markaðs- svæðunum fjórum sem miðað var við í auglýsingunni. Forstöðumaður markaðssviðs Ferðamálaráðs fór síðan yfir umsóknir með viðkomandi sérfræðingum stofnunarinnar á hverju svæði, þ.e. Bretlandi, N- Ameríku og á meginlandi Evrópu. Enginn starfsmaður er á vegum stofnunarinnar á Norðurlöndum. Eftir yfirferð þessara sérfræðinga á umsóknum og að fengnum tillögum þeirra tók undirritaður ákvörðun um til hvaða samstarfs yrði gengið á grundvelli umsókna og með vísan til texta auglýsingarinnar. Enn skal ítrekað að engum fjármunum var út- hlutað sem styrkjum heldur ákveðið að ganga til samstarfs um almenn kynningar- og markaðsverkefni þar sem báðir aðilar leggja fram fjár- magn. Niðurstöður yfirferðar um- sókna og afgreiðsla voru kynntar Ferðamálaráði á fundi 26. mars 2003 og sett á vef ráðsins samdægurs. Lokaorð Í þeim athugasemdum og ábend- ingum sem settar hafa verið fram um ákvörðun um ráðstöfun þessara fjármuna hefur verið bent á nokkur atriði sem eðlilegt er að skoða betur og er nú unnið að stefnumótun til að reyna að koma í veg fyrir þann mis- skilning sem kom upp hjá nokkrum aðilum um eðli umræddra sam- starfsverkefna. M.a verði hugað að sérstökum upplýsingafundum með væntanlegum umsækjendum og unnin verði sérstök umsókn- areyðublöð. Þá verði auglýst eftir væntanlegum samstarfsaðilum fyrr en nú var gert. Hafa verður í huga að á þessari stundu liggur ekkert fyrir hvort hlið- stæðir fjármunir verði á fjárlögum næsta árs til þessara verkefna. Þó má benda á að í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar segir orðrétt að markmið flokkanna hvað varðar ferðamál séu: „Að nýta sóknarfæri ferðaþjónustunnar eins og kostur er. Greininni verði sköpuð sambærileg rekstrarskilyrði og í samkeppn- islöndunum. Ferðamálaráð vinni ná- ið með aðilum í greininni að mark- aðsstarfi og framþróun með það að markmiði að þjónusta við ferðamenn verði heilsársatvinnugrein og skapi þannig fleiri örugg og vel launuð störf.“ Nýjar aðferðir í markaðssetningu Íslands erlendis Eftir Magnús Oddsson Höfundur er ferðamálastjóri. Þ au eru mörg fyr- irtækin sem kepp- ast við að selja okk- ur konum, og nú körlum í vaxandi mæli, snyrtivörur hvers konar og fegurðarmeðul. Það eru ekki bara meik og maskari, heldur líka hrukkubanar í formi krema eða jafnvel sprautu, litir í hár, varir og kinnar, hreinlætisvörur og ilm- efni. Allt miðar þetta að því að láta okkur líta út fyrir að vera yngri, í samræmi við æsku- dýrkunina í heiminum, og fal- legri í samræmi við staðalinn sem æ fleiri ganga æ lengra til að ná. Það eru miklir pen- ingar í feg- urðarbrans- anum. Í grein í nýj- asta tölu- blaði The Economist kemur fram að samanlögð velta fyrirtækja í þessum bransa er um 160 milljarðar bandaríkjadala á ári, sem samsvarar hátt í 12 þúsund milljörðum íslenskra króna. Þetta eru snyrtivörur, fegrunaraðgerðir, líkamsrækt- arstöðvar og megrunarvörur. Snyrtivörur, sem hér er notað sem samheiti yfir förð- unarvörur, ilmvötn, húðvörur og hárvörur, velta um 95 millj- örðum bandaríkjadala á ári skv. greiningardeild Goldman Sachs og vöxturinn er um 7% á ári. Mikil samþjöppun hefur orðið á eignarhaldi og sex al- þjóðleg stórfyrirtæki eiga 80% snyrtivörumarkaðarins. Það voru keppinautarnir Elizabeth Arden og Helena Rubinstein sem opnuðu fyrstu snyrtistof- urnar í Bandaríkjunum og gerðu fegurðarbransann að því sem hann er í dag. Báðar töldu þær að fegurð og heilsa væri nátengt og blönduðu saman húðmeðferðum, megrun og lík- amsrækt á stofunum sínum. Og fegurðarbransinn er að snúa aftur til þessarar nálgunar nú, eins og bent er á í grein Econ- omist. Skilin á milli snyrtivöru- framleiðslu og lyfjagerðar eru orðin óskýr í mörgum tilvikum. „Cosmaceuticals“ eru fram- leiðsluvörurnar sem eru þar mitt á milli, ólyfseðilsskyld lyf en um leið snyrtivörur. Snyrti- vörufyrirtækin virðast gera sem mest úr vísindalegum prófunum í markaðssetningu sinni. Japanska fyrirtækið Shiseido hefur sett á markað húðgel sem á að bræða 1,1 kg af líkamsfitu á mánuði, án þess að líkamsrækt sé stunduð. Eft- ir markaðssetninguna í Japan á síðasta ári, var keyptur brúsi af gelinu á 3,75 sekúndna fresti. Fleiri hafa róið á þessi mið og leggja áherslu á vís- indalegar rannsóknir sem liggja að baki. Slíkar rann- sóknir hafa þó verið hraktar og þessi markaðssetning þar með gagnrýnd. Ákveðið sjampó á að vera gott vegna þess að B- vítamínið smýgur inn í hárið, en raunin er að til að vítamín virki, þarf að taka þau inn. Greiningardeild Goldman Sachs hefur líka bent á að snyrtivörurfyrirtækin nota að- eins 2–3% tekna sinna í rann- sóknir og þróun en lyfjafyr- irtækin nota yfirleitt um 15%. Hins vegar nota snyrtivörufyr- irtækin 20–25% tekna sinna í auglýsingar og markaðsstarf. Og þetta hlutfall fer hækkandi vegna hinnar gríðarlegu sam- keppni. Snyrtivörufyrirtækin sjá að- allega tvö ný markaðstækifæri núna. Annars vegar í fegrunar- aðgerðum og hins vegar í heildarmeðferðum að hætti Elizabeth Arden og Helenu Rubinstein, þar sem blandað er saman snyrtistofumeð- ferðum, líkamsrækt, hollu mat- aræði og heilsulindarferðum. Þetta sprettur af því áliti að fólk sé frekar farið að leita náttúrulegra aðferða í stað lyfja eða efna. Samt sem áður eru fegrunaraðgerðir stundum hluti af heildarmeðferðinni. Fegrunaraðgerðum hefur fjölgað um 220% í Bandaríkj- unum frá árinu 1997. Fitusog, brjóstastækkanir og nef- aðgerðir eru sívinsælar að- gerðir en sprenging hefur orð- ið í botoxsprautum sem lama andlitsvöðvana sem valda hrukkum. Slíkum aðgerðum hefur fjölgað um 2.400% frá árinu 1997, að sögn Economist. Fegrunaraðgerðir eru orðn- ar almennari og viðurkenndari en áður og verðið hefur lækkað verulega. Þannig eru aðgerð- irnar á færi fleiri og 70% þeirra sem nú leggjast undir hníf lýtalæknis í Bandaríkj- unum þéna minna en 50 þús- und dali á ári, þ.e. eru með minna en 300 þúsund íslenskar krónur í mánaðarlaun. Í tengslum við það er vert að gefa gaum rannsóknum breska fræðimannsins Barry Harper hjá London Guildhall háskól- anum. Hann fann út að þeir sem eru nær fegurðarstaðl- inum fá hærri laun en hinir. Refsingin fyrir að vera óað- laðandi er 15% lægri laun hjá karlmönnum en 11% hjá kon- um. Og Economist spyr: Hver vill ekki nota fegurðarmeðul sem gefa 15% hærri laun? Í þessari fróðlegu grein er því haldið fram að allur þessi iðnaður sé drifinn áfram af kynhvöt mannfólksins og muni þess vegna vaxa og dafna áfram. Hinn fullkomni kvenlík- ami er grannur en með stór brjóst og í kjörástandi til barn- eigna. Brjóstastækkunar- aðgerðir eða aðgerðir til að lyfta rassinum eru gerðar í þeim tilgangi að láta konuna líta út eins og hún sé í kring- um tvítugt, hinn fullkomni maki, að því er fram kemur í greininni. Economist bendir á að feg- urðarfyrirtækin þurfi að passa að vera í takt við neytendur og gæta að siðferðinu. Teikn séu á lofti um að konur séu ekki lengur jafn viljugar að kaupa sér tálsýnina og fyrirtækin geti átt yfir höfði sér málaferli. Fegrunaraðgerðir unglinga eru einnig nefndar í þessu sam- bandi en brjóstastækkunum þeirra og fitusogsaðgerðum hefur fjölgað um 562% í Bandaríkjunum á milli 1994 og 2001. Réttilega er sett spurn- ingamerki við markaðssetningu á slíku gagnvart unglingum, sem og markaðssetningu á ýmsum fegrunarvörum og -þjónustu gagnvart fullorðnum. Fegurðarlyf Ákveðið sjampó á að vera gott vegna þess að B-vítamínið smýgur inn í hárið, en raunin er að til að vítamín virki, þarf að taka þau inn. VIÐHORF Eftir Steingerði Ólafsdóttur steingerdur @mbl.is EF fram heldur sem horfir munu í kringum 1000 manns láta lífið af völdum hinnar skæðu bráðalungnabólgu, sem hefur herjað á hluta heimsins síð- ustu mánuði. Rík- isstjórnir og heil- brigðisyfirvöld fjölda þjóða verja tugum milljarða til að reyna að hefta útbreiðslu lungnabólgunnar. Það er skelfilegt til þess að hugsa að fólk, sem var hugsanlega á röngum stað á röng- um tíma, skuli láta lífið sökum þessa sjúkdóms. Árið 2003 munu liðlega 600.000 manns láta lífið af völdum óbeinna reykinga í heiminum. Það eru sex hundruð sinnum fleiri en bráða- lungnabólgan leggur að velli! Engu að síður virðast ríkisstjórnir og heilbrigðisyfirvöld flestra þjóða pollróleg yfir þessari staðreynd en gera þó allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að hugsanlega einn smitist af bráðal- ungnabólgu í ,,þeirra umdæmi“. Í báðum tilvikum er blásaklaust fólk að láta lífið, langt um aldur fram sem veldur ómældri sorg aðstand- enda. Hver er ástæða þess að yf- irvöld gera ekki allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyr- ir að ,,saklaust fólk“ neyðist til að anda að sér reykmettuðu lofti sem hefur að geyma yfir 40 krabba- meinsvaldandi efni? Er það vegna þess að sígarettan varð lögleg vara löngu áður en sannleikurinn um skaðsemi hennar varð ljós? Og að þess vegna sé um ,,lögleg dauðs- föll“ að ræða. Skyldi viðkvæði þeirra sem geta snúið þessari þró- un við vera eftirfarandi: ,,Þetta hefur alltaf verið svona?“ Sígar- ettan er eina löglega varan á markaðnum sem drepur ef hún er notuð eins og til er ætlast og því er löngu tímabært að taka ábyrga afstöðu fyrir hönd þeirra sem neyðast til að anda að sér tóbaks- reyk á opinberum stöðum. Það er alkunna að tóbaks- framleiðendur eru með rík- isstjórnir nokkurra landa í vas- anum sem taka þar af leiðandi ekki ábyrga afstöðu í tóbaks- vörnum þótt hún gæti bjargað milljónum mannslífa á ári. Í þeirra augum eru peningar og völd meira virði. Ábyrg afstaða yfirvalda, hvar sem er í heiminum, er að banna reykingar á ÖLLUM op- inberum stöðum. Þá er ekki verið að skipta sér af þeim sem reykja því samkvæmt mannréttinda- sáttmála Sameinuðu þjóðanna hef- ur hver maður frelsi til að gera það sem hann langar svo fremi að hann skaðar ekki aðra. Hver og einn getur eitrað fyrir sjálfum sér. Óbeinar reykingar bana á bilinu 40-60 manns á Íslandi á hverju ári. Yfirvöld geta vitaskuld ekki bann- að reykingar á heimilum fólks en það er löngu tímabært að banna reykingar alfarið á veitinga- og skemmtistöðum, kaffihúsum og börum og í raun á öllum stöðum sem bjóða upp á þjónustu við al- menning. Næstum 80% fullorðinna Íslend- inga reykja ekki. Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er mótfall- inn reykingum á veitingahúsum og 87% fólks segjast mundu fara oft- ar eða jafn oft á veitingahús ef þau væru reyklaus. Fjöldi borga og fylkja í Banda- ríkjunum hefur bannað reykingar á öllum opinberum stöðum með þeim árangri að gestum hefur fjölgað og velta aukist. Þann 1. janúar 2004 verða reykingar alfar- ið bannaðar á veitinga- og skemmtistöðum, kaffihúsum og krám í Noregi. Fleiri þjóðir munu fara að fordæmi Norðmanna. Ís- land hefur verið fyrirmynd ann- arra landa í tóbaksvörnum síðustu ár en hefur þó ekki haft hugrekki til að stíga skrefið til fulls. Ísland á að geta staðið undir nafni sem heilbrigð þjóð með óspillta náttúru og hreint og tært loft, innan- og utanhúss. Það er ekki eftir neinu að bíða. Lögleg dauðsföll? Eftir Þorgrím Þráinsson Höfundur er framkvæmdastjóri Tóbaksvarnanefndar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.