Morgunblaðið - 31.05.2003, Síða 38
38 LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÁSPRESTAKALL: ÁSKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 11:00. Kór Áskirkju syngur. Org-
anisti Bjarni Jónatansson. Árni Bergur Sig-
urbjörnsson. HRAFNISTA: Guðsþjónusta
kl. 13:30. Jóhann Friðgeir Valdimarsson
syngur einsöng. Kór Áskirkju syngur. Org-
anisti Bjarni Jónatansson. Árni Bergur Sig-
urbjörnsson.
BÚSTAÐAKIRKJA: Sjómannamessa kl.
11:00. Þorvaldur Halldórsson syngur Á
sjó og fleiri sjómannalög. Minnst látinna.
Sjómenn og fjölskyldur þeirra eru sérstak-
lega boðin velkomin til messunnar. Kór
Bústaðakirkju syngur undir stjórn organ-
istans Guðmundar Sigurðssonar. Prestur
sr. Pálmi Matthíasson.
DÓMKIRKJAN: Sjómannaguðsþjónusta
kl. 11:00. Karl Sigurbjörnsson biskup Ís-
lands prédikar og minnist drukknaðra sjó-
manna. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson
þjónar fyrir altari. Sigrún Hjálmtýsdóttir
syngur einsöng. Dómkórinn og Marteinn
H. Friðriksson annast aðra tónlist. Sjó-
menn standa heiðursvörð og lesa ritning-
arlestra.
GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 11:00. Alt-
arisganga. Kirkjukór Grensáskirkju syng-
ur. Organisti Árni Arinbjarnarson. Ólafur
Jóhannsson.
GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili:
Guðsþjónusta kl. 10:15. Prestur sr.
Hreinn S. Hákonarson. Organisti Kjartan
Ólafsson.
HALLGRÍMSKIRKJA: Hátíðarmessa kl.
11:00 með sérstakri áherslu á trú, list og
börnin í messunni. Sr. Sigurður Pálsson
prédikar og þjónar fyrir altari. Barna- og
unglingakórar Hallgrímskirkju, Grafarvogs-
kirkju og Hafnarfjarðarkirkju syngja.
Stjórnendur Bjarney Ingibjörg Gunnlaugs-
dóttir, Oddný Þórhallsdóttir og Helga
Loftsdóttir. Fiðlusveit Allegro Suzukitón-
listarskólans leikur undir stjórn Lilju
Hjaltadóttur. Brúðuleiksýningin Steinn
Bollason í leikstjórn Helgu Steffensen.
Eftir messu verður útihátíð á Hallgríms-
torgi.
HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11:00. Org-
anisti Jónas Þórir. Sr. Tómas Sveinsson.
LANDSPÍTALI háskólasjúkrahús: Foss-
vogur: Guðsþjónusta kl. 10:00. Prestur
Sigfinnur Þorleifsson. Hringbraut: Helgi-
stund kl. 10:30. Rósa Kristjánsdóttir,
djákni. Landakot: Guðsþjónusta kl.
11:30. Prestur Sigfinnur Þorleifsson.
LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands
biskups. Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir
messar. Organisti Arngerður María Árna-
dóttir. Félagar úr Kór Langholtskirkju leiða
söng. Kaffisopi eftir messu.
LAUGARNESKIRKJA: Fermingarmessa kl.
11:00. Kór Laugarneskirkju syngur undir
stjórn Gunnars Gunnarssonar organista.
Sr. Bjarni Karlsson þjónar ásamt ferming-
arfræðurum vetrarins Sigurvini Jónssyni
og Sólveigu Höllu Kristjánsdóttur en Sig-
urbjörn Þorkelsson er meðhjálpari.
NESKIRKJA: Messa kl. 11:00. Kór Nes-
kirkju leiðir söng. Organisti Steingrímur
Þórhallsson. Prestur sr. Örn Bárður Jóns-
son, sem byrjar umfjöllun sína um Post-
ulasöguna og fræðir um hana í sumar. Að
lokinni messu verður tekin fyrsta skóflu-
stungan að nýju safnaðarheimili.
SELTJARNARNESKIRKJA: Guðsþjónusta
kl. 11:00. Organisti Viera Manasek.
Prestur sr. María Ágústsdóttir.
FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Samveru og
söngstund í kirkjunni klukkan 20:30 Að
kvöldi sjómannadags verður söng og sam-
verustund í Fríkirkjunni í Reykjavík. Þar
munum við syngja þekkta sjómannaslag-
ara ásamt öðrum söngvum. Ragnar
Bjarnason söngvari með meiru mun leiða
sönginn ásamt tónlistarstjórum kirkjunn-
ar. Inn á milli söngva verður lesið úr hinni
helgu bók ásamt stuttri hugleiðingu. Kom-
um saman og njótum samfélags saman
Allir velkomnir
ÁRBÆJARKIRKJA: Fjölskylduguðsþjón-
usta kl.11.00. Eggert Kaaber sýnir leik-
ritið ,,Palli var einn í heiminum“. Barn bor-
ið til skírnar. Prestarnir.
BREIÐHOLTSKIRKJA: Messa kl. 11. Org-
anisti Sigrún M. Þórsteinsdóttir. Sr. Gísli
Jónasson. Minnum á sumarguðsþjónustu
eldri borgara í Reykjavíkurprófastsdæm-
um. Guðsþjónusturnar færast á milli
kirknanna í prófastsdæmunum. Fyrsta
guðsþjónustan verður í Breiðholtskirkju
miðvikudaginn 4. júní kl. 14.00. Sr. Gísli
Jónasson predikar og þjónar fyrir altari.
Sönghópur leiðir söng undir stjórn Sigrún-
ar Þórsteinsdóttur organista. Á eftir verða
kaffiveitingar í boði Breiðholtssóknar. Allir
eru velkomnir.
DIGRANESKIRKJA: Sameiginleg kvöld-
messa Digranes og Lindasókna kl.
20:30. Prestur sr. Guðmundur Karl Brynj-
arsson. Organisti Hannes Baldursson.
Kór Lindakirkju. (sjá nánar: www.digranes-
kirkja.is).
FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðsþjónusta
kl. 11:00. Sjómannadaginn. Prestur: Sr.
Svavar Stefánsson. Organisti: Lenka Má-
téová. Kór kirkjunnar syngur. Sjómenn og
sjómannafjölskyldur sérstaklega velkom-
in.
GRAFARVOGSKIRKJA: Sjómannadagur-
inn. Hátíðarguðsþjónusta kl. 11:00. Hr.
Ólafur Skúlason biskup prédikar. Séra
Vigfús Þór Árnason og séra Bjarni Þór
Bjarnason þjóna fyrir altari. Trompetleik-
ari: Eiríkur Örn Pálsson. Kór Grafarvogs-
kirkju syngur. Organisti: Hörður Bragason.
Gospeltónleikar kl. 18:00. Gospelkór frá
Keflavíkurflugvelli syngur og dansar. Guði
til dýrðar í helgidómi hans. Tónleikar fyrir
alla fjölskylduna. Allir velkomnir. Kaffi og
kökur að tónleikum loknum.
HJALLAKIRKJA: Guðsþjónusta á sjó-
mannadaginn kl. 11. Sr. Sigfús Kristjáns-
son þjónar.Félagar úr kór kirkjunnar
syngja og leiða safnaðarsöng. Organisti
Jón Ólafur Sigurðsson. Við minnum á
bæna- og kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18.
Prestarnir.
KÓPAVOGSKIRKJA: Sjómannaguðsþjón-
usta kl. 11:00. Kór Kópavogskirkju syng-
ur og leiðir safnaðarsöng. Organisti Julian
Hewlett. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson.
LINDAKIRKJA í Kópavogi: Sameiginleg
kvöldmessa Digranes og Lindasókna í
Digraneskirkju kl. 20:30. Prestur sr. Guð-
mundur Karl Brynjarsson. Organisti Hann-
es Baldursson. Kór Lindakirkju. (sjá nán-
ar: www.digraneskirkja.is).
SELJAKIRKJA: Sjómannadagur. Guðs-
þjónusta kl. 14. Sr. Valgeir Ástráðsson
prédikar.
ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Frá og með
1. júní verða engar morgunguðsþjónustur,
aðeins kvöldsamkomur kl. 20. Á sam-
komunni annað kvöld predikar Friðrik
Schram og einnig verður heilög kvöldmál-
tíð. Í sjónvarpsþættinum „Um trúna og til-
veruna“ sem sýndur verður á Omega sun-
nud. kl. 13:30 og endursýndur mánud. kl.
20, ræðir Friðrik Schram við Eivind Fröen
um áhrif húmanismans á kirkjur vestur-
landa. Heimasíða kirkjunnar er:
www.kristur.is
BOÐUNARKIRKJAN, Hlíðasmári 9, Kóp.:
Samkomur alla laugardaga kl. 11:00.
Bænastund alla þriðjudaga kl. 20:00.
Biblíufræðsla allan sólarhringinn á Útvarp
Boðun FM 105,5. Allir alltaf velkomnir.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagur: Kl.
19.30 bænastund. Kl. 20 hjálpræðissam-
koma. Umsjón brigader Ingibjörg Jóns-
dóttir og kafteinn Miriam Óskarsdóttir.
FRÍKIRKJAN KEFAS, Vatnsendabletti
601: Sunnudaginn 1. júní er samkoma kl.
14.00. Helga R. Ármannsdóttir talar. Lof-
gjörð og fyrirbænir. Nú er vetrarstarfi
barnastarfs lokið en í sumar verður þó
gæsla fyrir 1-7 ára börn á samkomutíma.
Kaffi og samfélag eftir samkomu. Allir eru
hjartanlega velkomnir.
KFUM og KFUK v/Holtaveg: Sunnudag-
urinn 1. júní er húsið opnað kl. 20:00.
Seldar verða kaffiveitingar á góðu verði.
Samkoman hefst kl. 20:30. Heimsókn frá
KFUM og KFUK í Keflavík. Ath. breyttan
samkomutíma. Verið öll hjartanlega vel-
komin.
FÍLADELFÍA: Laugardagur31. maí Bæna-
stund kl.20:00. Kristnir í bata kl.21:00.
Sunnudagur1. júní Brauðsbrotning kl.
11:00 Ræðumaður Vörður Leví Trausta-
son Almenn samkoma kl.20:00. Ræðu-
maður Ester Jacobsen. Gospelkór Fíladel-
fíu sér um lofgjörðartónlistina. Allir
hjartanlega velkomnir.
VEGURINN: Kennsla um trú kl. 10:00,
Jón Gunnar Sigurjónsson kennir. Bæna-
stund kl. 16:00. Samkoma kl. 16:30,
Högni Valsson predikar, gestir frá YWAM í
Færeyjum taka til máls, lofgjörð, fyrirbæn-
ir, samfélag. Allir hjartanlega velkomnir.
KAÞÓLSKA KIRKJAN:
Reykjavík – Kristskirkja í Landakoti,
dómkirkja og basilíka: Sunnudaga: messa
kl. 10.30. Messa á ensku kl. 18.00. Alla
virka daga: Messa kl. 18.00. Alla miðviku-
daga er rósakransbænin að kvöldmessu
lokinni. Fyrsti föstudagur mánaðarins (5.
júní) er tileinkaður dýrkun heilags hjarta
Jesú. Að kvöldmessu lokinni er tilbeiðslu-
stund til kl. 19.15. Beðið er sérstaklega
um köllun til prestdóms og klausturlífs.
Reykjavík – Maríukirkja við Raufarsel:
Sunnudaga: Messa kl. 11.00. Laugar-
daga: Messa á ensku kl. 18.30. Engin
messa á rúmhelgum dögum í júní.
Riftún í Ölfusi: Sunnudaga: Messa kl.
16.00. Engin messa á miðvikudögum í
júní.
Hafnarfjörður – Jósefskirkja: Sunnudaga:
Messa kl. 10.30. Föstudaginn 5. júní:
Föstudagur Jesú hjarta. Tilbeiðsla altaris-
sakramentisins kl. 17.30 og messa kl.
18.30. Frá júní til september er engin
messa á miðvikudögum.
Karmelklaustur: Sunnudaga: Messa kl.
08.30. Virka daga: Messa kl. 8.00.
Keflavík – Barbörukapella: Skólavegi 38:
Sunnudaga: Messa kl. 14.00.
Stykkishólmur, Austurgötu 7: Alla virka
daga: Messa kl. 18.30 Sunnudaga:
Messa kl. 10.00
Akranes, kapella sjúkrahúss Akraness:
Sunnudaginn 1. júní: Messa kl. 15.00
Ísafjörður: Sunnudaga: Messa kl. 11.00.
Flateyri: Laugardaga: Messa kl. 18.00.
Bolungarvík:
Sunnudaga kl. 16.00.
Suðureyri: Sunnudaga: Messa kl. 19.00.
Akureyri, Kaþólska kirkjan: Péturskirkja,
Hrafnagilsstræti 2: Laugardaga: Messa
kl. 18.00. Sunnudaga: Messa kl. 11.00.
LANDAKIRKJA í Vestmannaeyjum:
Sunnudagur kl. 13.00. Guðsþjónusta á
sjómannadegi. Dætur sjómanna lesa ritn-
ingarlestra og sjómannshjón bera blóm-
sveig út að minnisvarða um drukknaða og
hrapaða á lóð Landakirkju í lok guðsþjón-
ustunnar. Þar mun Snorri Óskarsson, for-
stöðumaður, flytja bænarorð. Einsöngur
verður í kirkjunni og Kór Landakirkju syng-
ur undir stjórn Guðmundar H. Guðjóns-
sonar, organista. Allir sjómenn eru hvattir
til að sækja kirkju þennan dag með fjöl-
skyldum sínum, en allir aðrir eru hjart-
anlega velkomnir líka í þessa miklu hátíð-
arguðsþjónustu. Sr. Kristján Björnsson.
HAFNARFJARÐARKIRKJA: Hátíðarguðs-
þjónusta sjómannadagsins kl.11.00. Ein-
söngur Björgvin Halldórsson og Sigurður
Skagfjörð. Kór Hafnarfjarðarkirkju leiðir
söng undir stjórn Antoniu Hevesi. Prestur
sr. Þórhallur Heimisson.
VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði:
FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Helgihald fellur
niður sunnnudaginn 1. júní vegna ferðar
presta og kirkjukórs á vinabæjarmót í
Danmörku. Guðsþjónusta verður á hvíta-
sunnudag kl.11.
VÍDALÍNSKIRKJA:Við höldum sjómanna-
guðsþjónustu í Vídalínskirkju á sjómanna-
daginn kl. 11.00, árið sem fyllt verður upp
í höfnina. Kirkjukórinn leiðir söng undir
stjórn organistans, Jóhanns Baldvinsson-
ar. Sr. Friðrik J Hjartar þjónar. Fást sjó-
menn til að lesa? Sjómenn og aðrir sem
tengjast sjávarútvegi hvattir til að mæta.
Allir velkomnir. Prestarnir.
GRINDAVÍKURKIRKJA: SJÓMANNA-
MESSA sunnudaginn 1. júní kl. 13.
ÞORLÁKSKIRKJA: Sjómannadagur. Hátíð-
armessa kl. 11:00. Karl Valgarður Matt-
híasson fyrrverandi alþingismaður og sjó-
maður prédikar og reynir væntanlega að
svara spurningunni: Hvað segir Guð um
kvótann? Sjómenn lesa ritningartexta.
Söngfélag Þorlákshafnar syngur við mess-
una. Organisti Julian Isaacs. Sóknarprest-
ur. www.thorlakskirkja.is
NJARÐVÍKURKIRKJA
YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA:
KEFLAVÍKURKIRKJA: Sjómannadagurinn:
Hátíðarguðsþjónusta kl. 10:30 í Keflavík-
urkirkju fyrir íbúa í Reykjanesbæ. Athugið
breyttan messutíma! Prestur: sr. Ólafur
Oddur Jónsson. Kór Keflavíkurkirkju leiðir
söng. Organisti og stjórnandi: Hákon
Leifsson. Meðhjálpari: Hrafnhildur Atla-
dóttir.
Aðalfundur KGSÍ verður haldinn í safn-
aðarheimili Keflavíkurkirkju laugardaginn
31. maí. Fundurinn hefst kl. 9 og lýkur
eigi síðar en kl. 15.30. Sjá nánar í Vefriti
Keflavíkurkirkju: keflavikurkirkja.is
HVALSNESKIRKJA: Sunnudagurinn 1. júní
Sjómannadagurinn 6. sunnud. e. páska.
Guðsþjónusta kl. 11. Jórunn Guðmunds-
dóttir formaður slysavarnadeildar Sigur-
vonar prédikar. Kór Hvalsneskirkju syngur.
Organisti Steinar Guðmundsson. Sóknar-
prestur Björn Sveinn Björnsson.
ÚTSKÁLAKIRKJA Sunnudagurinn 1. júní
Sjómannadagurinn 6. sunnud. e. páska.
Guðsþjónusta kl. 13:30. Sjómenn og kon-
ur þeirra annast ritningarlestra og bænir.
Kór Útskálakirkju syngur. Organisti Stein-
ar Guðmundsson. Sóknarprestur Björn
Sveinn Björnsson.
AKRANESKIRKJA: Sjómannadagur.
Hátíðaguðsþjónusta kl. 11. Aldraðir sjó-
menn heiðraðir. Minningarstund við minn-
ismerkið í kirkjugarðinum kl. 10. Sókn-
arprestur.
BORGARKIRKJA: Fermingarguðsþjonusta
kl. 14. Prestur sr. Þorbjörn Hlynur Árna-
son.
HNÍFSDALSKAPELLA: Messa kl. 10:00.
Kór sjómanna syngur. Eftir messu verður
gengið út í Hnífsdalskirkjugarð og lagður
blómsveigur að minnismerki sjómanna.
Sóknarprestur.
ÍSAFJARÐARKIRKJA: Messa kl. 11:00.
Kór sjómanna syngur. Sjómenn heiðraðir.
Eftir messu verður lagður blómsveigur að
minnismerki sjómanna. Sóknarprestur.
AKUREYRARKIRKJA: Sjómannamessa
kl. 11. Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir.
Ræðumaður Haukur Ásgeirsson. Sjó-
menn og sjómannskonur lesa ritningar-
lestra og aðstoða í messunni. Karlakór
Akureyrar – Geysir syngur. Organisti: Ey-
þór Ingi Jónsson. Barnagæsla í Safnaðar-
heimili, vídeó og veitingar. Athöfn við
minnisvarðann um drukknaða sjómenn
eftir messuna.
GLERÁRKIRKJA: Sjómannadagsmessa
kl. 11. Sjómenn lesa ritningarlestra. Víðir
Benediktsson flytur hugleiðingu. Athöfn
verður við minnisvarðann um týnda og
drukknaða sjómenn að messu lokinni.
HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri: Sunnu-
dagur: Kl. 19.30 bænastund. Kl. 20 al-
menn samkoma. Ræðumaður Níels Jak-
ob Erlingsson. Allir velkomnir.
HVÍTASUNNUKIRKJAN á Akureyri:
Sunnudagur: Kl. 20 vakningarsamkoma.
Vitnisburðir, lofgjörðartónlist og fyrirbæna-
þjónusta. Allir velkomnir.
KFUM og K, Sunnuhlíð Akureyri. Almenn
samkoma kl. 20.30 sunnudagskvöldið 1.
júní. Ræðumaður er Skúli Svavarsson
kristniboði. Allir velkomnir.
LAUFÁSPRESTAKALL: Genivík. Guðsþjon-
usta við höfnina í dag, laugardag, kl.
11.30 og minningarstund við minnisvarða
látinna sjómanna að messu lokinni.
Sóknarprestur.
SELFOSSKIRKJA: Messa sunnudag kl.
11. Boðið er upp á léttan hádegisverð að
messu lokinni. Morguntíð sungin frá
þriðjudegi til föstudags. Kaffisopi á eftir.
Foreldrasamvera miðvikudaga kl. 11.
Sóknarprestur.
STOKKSEYRARKIRKJA: Messa 1. júní kl.
11.00. Sóknarprestur
EYRARBAKKAKIRKJA: Messa 1. júní kl.
14.00. Sóknarprestur.
Morgunblaðið/Einar Falur
Hlíðarendakirkja í Fljótshlíð.
(Jóh. 15.)
Guðspjall dagsins:
Þegar huggarinn
kemur. SJÓMANNADAGURINN verður
haldinn hátíðlegur í Landakirkju
með sjómannamessu á sunnudaginn
kl. 13. Þar lesa dætur sjómanna úr
Ritningunni og sjómannshjón bera
blómsveig úr kirkjunni að minn-
isvarða um drukknaða og hrapaða á
kirkjulóðinni í lok guðsþjónustunnar.
Það er gamall siður að sjómenn
fjölmenna til kirkju á sjómannadag
með fjölskyldum sínum.
Sjómannadagur hefur lengi verið á
þessum tíma sem er fyrsti sunnudag-
ur í júní, nema það sé hvítasunna. Það
er oft tveimur til þremur vikum eftir
lok vetrarvertíðar og nálægt hinum
gömlu fardögum að vori. Rík ástæða
er til þess að efla samstöðu sjómanna
og fjölskyldna þeirra. Samverustund
í kirkjunni getur verið bæði ljúf og
gefandi, auk þess sem fyrirbænin er
nauðsynleg meðal manna sem rata
þurfa um haf og mið í misjöfnum
veðrum.
Guðsþjónustan er liður í dagskrá
Sjómannadagsráðs.
Sr. Kristján Björnsson.
Sjómannamessa
í Bústaðakirkju
Á SJÓMANNADAGINN verður sjó-
mannamessa í Bústaðakirkju kl. 11
árdegis.
Þorvaldur Halldórsson, hinn lands-
kunni söngvari, syngur sjómannalög
og þar á meðal hið vinsæla sjó-
mannalag Á sjó.
Kirkjukór Bústaðakirkju syngur
undir stjórn Guðmundar Sigurðs-
sonar.
Á undanförnum árum hefur mikill
fjöldi fólks sótt sjómannamessur í Bú-
staðakirkju og sjómenn og aðrir í
störfum tengdum sjómennsku tekið
þátt í messunni.
Bústaðakirkja og söfnuður hennar
árna íslenskum sjómönnum og fjöl-
skyldum þeirra heilla og blessunar
Guðs og bjóða þau velkomin til sjó-
mannamessunnar.
Pálmi Matthíasson,
sóknarprestur.
Sjómannamessa í
Grindavíkurkirkju
SJÓMANNAMESSA verður í Grinda-
víkurkirkju sunnudaginn 1. júní kl.
13.
Sjómenn taka virkan þátt í athöfn-
inni. Þeir flytja samtalspredikun og
skipstjóri les sjóferðabænir. Börn
borin til skírnar.
Hljómsveit skipuð Erni Falkner,
Birni Erlingssyni og Fróða Oddssyni
leikur sjómannalög á undan mess-
unni. Hljómsveitin spilar einnig við
athöfnina og Kór Grindavíkurkirkju
syngur sjómannalög og sjó-
mannasálma. Einsöngvari er Gunnar
Kristmannsson.
Á sunnudagskvöldið verða stór-
tónleikar í kirkjunni kl. 20–22. Létt
söngskrá fyrir alla fjölskylduna. Þar
kemur m.a. fram tónlistarfólkið
Bergþór Pálsson, Valgerður Guðrún,
Rósalind Gísladóttir og Stúlknakór
Grindavíkur. Aðgangseyrir 1000 kr.
sem rennur óskiptur í ferðasjóð
stúlknakórsins.
Hvetjum alla Grindvíkinga og gesti
þeirra til að fjölmenna við skemmti-
legar stundir í kirkjunni á hátíðisdegi
sjómanna.
Sóknarnefnd og sóknarprestur.
Börn og trú, list
og leikur í
Hallgrímskirkju
NÚ stendur yfir í Hallgrímskirkju
Kirkjulistahátíð 2003.
Á þessari listahátíð fær listsköpun
og listtjáning barna og unglinga
óvenju mikla athygli.
Í kvöld, laugardagskvöld, hefst
Listavaka unga fólksins kl. 24 með
tónlist, danasi og leiklist. Umsjón
hennar er í höndum Guðjóns Davíðs
Karlssonar, Guðmundar Vignis
Karlssonar og Margrétar Rósar
Harðardóttur.
Í fyrramálið, sunnudag, kl. 11 er
messa og barnastarf þar sem fram
koma barna- og unglingakórar Hall-
grímskirkju, Grafarvogskirkju og
Hafnarfjarðarkirkju. Stjórnendur
Sjómenn í
Landakirkju
MESSUR KIRKJUSTARF