Morgunblaðið - 31.05.2003, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 31.05.2003, Qupperneq 55
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2003 55 Stórviðburður í borðtennis Einvígi milli Íslandsmeistarans Guðmundar E. Stephensen og Norðurlandameistarans frá Svíþjóð Cyprian Asamoah Laugardaginn 31. maí 2003 kl. 15.00. Cyprian og Guðmundur Áhugamenn um borðtennis fjölmennið Keppnisstaður Íþróttahúsið Smárinn Dalssmára 5, Kópavogi ALEKSANDAR Linta tilkynnti fé- lagsskipti í ÍA í gær en þá rann út félagsskiptafrestur fyrir leikmenn úr erlendum liðum. Linta er ekki ókunnur á Akranesi þar sem hann lék með Skagamönnum árið 1997 er Ivan Golic stjórnaði liðinu fram eftir sumri en Linta lék alls 12 leiki með ÍA á því keppnistímabili. Árið 1999 lék Linta 13 leiki með liði Skallagríms úr Borgarnesi er liðið var í 1. deild það ár. Linta er 28 ára gamall, fæddur í fyrrum Júgóslavíu og hefur leikið í stöðu vinstri bakvarðar eða vængmanns en hann getur leikið með ÍA í næsta leik liðsins gegn Fram á útivelli hinn 3. júní nk. Linta samdi við Skaga- menn  GIUSEPPI Signori, einn mesti markaskorari í ítölsku A-deildinni um árabil, lauk í gær fimm ára ferli sínum hjá Bologna. Forráða- menn Bologna ákváðu þá að fram- lengja ekki samninginn við Sign- ori, sem er 35 ára gamall. Hann lék 120 leiki fyrir liðið og skoraði 61 mark.  ÍVAR Jónsson, knattspyrnumað- ur með Breiðabliki, er fótbrotinn. Ívar hefur verið meiddur stærstan hluta undirbúningstímabilsins en það var aðeins fyrir skömmu að upp komst að hann væri fótbrotinn. Búist er við því að hann þurfi að hvíla sig í rúmar fjórar vikur. Ívar lék 15 leiki með Breiðabliki á síð- asta tímabili og gerði þrjú mörk.  ENN fækkar þeim leikmönnum sem eru leikfærir í knattspyrnuliði KA frá Akureyri en Þorvaldur Ör- lygsson, leikmaður og þjálfari liðs- ins, er meiddur á öxl og verður ekki með liðinu gegn KR næsta þriðjudag í Landsbankadeildinni. Í fyrstu var talið að Þorvaldur væri viðbeinsbrotinn en svo reyndist ekki vera en hann verður engu að síður frá keppni í einhvern tíma. Þorvaldur Makan Sigbjörnsson er enn meiddur, líkt og þeir Ívar Bjarklind, Örn Kató Hauksson og Sigurður Skúli Eyjólfsson. KA er sem stendur í 6. sæti efstu deildar með 4 stig. FÓLK Morgunblaðið/Jim Smart Ingvar Þór Ólason reynir að ná knettinum af manni leiksins, Sinisa Kekic úr Grindavík. Leikmenn HK byrjuðu leikinn afkrafti. Þeir fengu tvö sannköll- uð dauðafæri á fyrsta stundarfjórð- ungi leiksins en inn vildi boltinn ekki. Ís- inn var brotinn á 41. mínútu þegar Eyj- ólfur Ólafsson, dóm- ari leiksins, dæmdi vítaspyrnu. Bolt- inn fór í hönd Snorra Más Jónssonar. Ekki var um viljaverk að ræða en Eyjólfur hefur talið að snerting Snorra hafi hindrað fram- gang sóknar HK-inga. Zoran Panic framkvæmdi vítaspyrnuna og skor- aði af öryggi, 1:0 í hálfleik. Eftir 13 mínútna leik í síðari hálf- leik skoraði HK annað mark sitt. Ólafur Júlíusson átti fast skot sem Sigurður B. Sigurðsson, góður markvörður Njarðvíkinga, varði en hélt ekki boltanum og Haraldur Hin- riksson var vel vakandi og átti auð- velt með að setja boltann í markið. Lokamínútur urðu hins vegar spennandi þegar Óskar Örn Hauks- son skoraði með skoti sem fór í varn- armann og framhjá Gunnleifi Gunn- leifssyni í marki HK. Eftir markið lögðu Njarðvíkingar allt kapp á sóknarleikinn. Við það opnaðist vörn Suðurnesjamanna og Gunnar Örn Helgason nýtti sér það og skoraði gott mark eftir sendingu Þorsteins Gestssonar og innsiglaði þar með 3:1-sigur. Hjá HK-ingum áttu allir leikmenn góðan dag og sigur liðsins var fyrst og fremst sigur sterkrar liðsheildar. Hjá Njarðvíkingum var Sigurður markvörður bestur ásamt hinum 18 ára gamla Óskari Erni Haukssyni. Guðbjartur Haraldsson, fyrirliði HK, var kampakátur að leik loknum. „Þetta var nauðsynlegt. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að ná í góð úr- slit á okkar heimavelli. Markmið okkar er að vera fyrir ofan miðja deild. Hér í HK talar enginn um fall- baráttu því við teljum okkur með allt of gott lið til að vera neðarlega í deildinni. Nú erum við komnir með fimm stig og ég held að við getum verið nokkuð sáttir við upphaf móts- ins ef litið er á hvaða leiki við höfum spilað til þessa,“ sagði Guðbjartur. Maður leiksins: Þórður Jensson, HK. Jafntefli í nágrannaslag Haukar og Stjarnan skildu jöfn,1:1, í hörku nágrannaslag sem fram fór á Ásvöllum í gærkvöldi. Jafnræði var með liðunum framan af og einkenndist leik- urinn af mikilli bar- áttu og virtist sem bæði lið lékju til að forðast tap í stað þess að leika til sigurs. Hvorugt lið náði að flétta margar sendingar sam- an og var fátt um marktækifæri. Á 37. mínútu dró loks til tíðinda er að því er virtist saklaus sókn Stjörnumanna endaði með því að brotið var á Benedikt Árnasyni rétt utan teigs. Vilhjálmur Vilhjálmsson tók aukaspyrnuna og skoraði með föstu skoti. Við markið lifnaði heldur betur yfir gestunum sem áttu hvert marktækifærið á fætur öðru án þess þó að ná að skora. Haukar komu mjög ákveðnir til síðari hálfleiks og skoraði Magnús Ólafsson eina mark þeirra á 3. mín- útu með skoti úr markteig eftir slæm mistök Bjarka Guðmundssonar, markvarðar Stjörnunnar. Í kjölfarið urðu bæði lið skyndi- lega hungruð í öll þrjú stigin sem í boði voru og sóttu af krafti. Haukar voru þó skeinuhættari og áttu á ann- an tug skota að marki án þess þó að koma boltanum yfir línuna. Stjörnu- menn lentu oft í nauðvörn og bjarg- aði Kristján Másson einu sinni á marklínu. Haukar voru mjög líflegir í síðari hálfleik og náðu að nýta hraða fram- herja sinna og vængmanna. Guð- mundur Magnússon lék óaðfinnan- lega í vörninni og voru Goran Lukic og Kristján Ó. Björnsson duglegir við að dreifa spilinu á miðjunni. Jón Gunnar Gunnarsson átti einnig marga góða spretti upp kantinn og náðu Haukar að nýta hraða hans ágætlega í síðari hálfleik. Vörnin hjá Stjörnunni virtist á stundum í vandræðum með fljóta framherja Hauka. Bjarki var þó betri en enginn fyrir aftan þá og bætti fyrir mistök sín með frábærri markvörslu allan síðari hálfleikinn. Þá voru aukaspyrnur Vilhjálms jafn- an hættulegar og Dragoslav Stoj- anovic var vinnusamur á miðjunni. Brynjar Sverrisson var löngum ein- mana í framlínu Stjörnunnar og fékk litla aðstoð. Maður leiksins: Guðmundur Magnússon, Haukum. Öflug liðsheild HK skilaði sigri NÝLIÐARNIR í fyrstu deild karla, HK og Njarðvík, áttust við á Kópa- vogsvelli í gærkvöldi. HK sigraði 3:1 og sigurinn hefði hæglega get- að orðið stærri en HK-ingar fóru illa að ráði sínu í upplögðum mark- tækifærum. Í Hafnarfirði gerðu Haukar og Stjarnan 1:1-jafntefli í hörku nágrannaslag sem fram fór á Ásvöllum. Hjörvar Hafliðason skrifar Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar TÓMAS Ingi Tómasson, sóknarmaður frá Vest- mannaeyjum, æfir þessa dagana með FH. Tómas Ingi er 33 ára gamall og hefur gert 65 mörk í 145 leikjum í efstu deild. „Ég hef verið að æfa með FH en það er allt opið í þessum málum ennþá. Ég er að komast í betra form svo það gæti eitthvað gerst í mínum málum fljótlega,“ sagði Tómas Ingi. Lokað verður fyrir félagaskipti frá öðrum löndum 31. maí en leikmenn hér á landi geta skipt um félag fram til 31. júlí. Tómas Ingi æfir með FH
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.