Morgunblaðið - 05.06.2003, Side 8

Morgunblaðið - 05.06.2003, Side 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Réttaröryggi fatlaðra Skýrari reglur BRYNHILDUR G.Flóvenz, héraðs-dómslögmaður og stundakennari við Há- skóla Íslands, var meðal framsögumanna á mál- þingi sem Mannréttinda- skrifstofan, Þroskahjálp og Geðvernd stóðu fyrir í vikunni. Brynhildur hefur unnið að verkefni, sem snýr að réttarstöðu fatlaðra fyrir Mannréttindaskrifstof- una. Mannréttindaskrif- stofan tók verkefnið að sér fyrir Minningarsjóð Jó- hanns Guðmundssonar læknis. Aðrir fyrirlesarar voru Halldór Gunnarsson, for- maður Þroskahjálpar, sem sagði frá því sem er á döfinni í heimi fatlaðra hjá ýmsum stofnunum erlendis og Magnús Korntrop, fulltrúi fatl- aðra, sagði frá sinni reynslu. – Er þetta umfangsmikið verk- efni, sem þú ert að vinna að? „Þetta er mjög víðfemt verkefni en að þessu sinni tók ég fyrir þann hluta sem varðar réttarör- yggi fatlaðra og fjallaði um það út frá lagalegu sjónarhorni. Réttaröryggi felur í stuttu máli í sér annars vegar að borgararnir fái þau réttindi sem þeir eiga kröfu á lögum samkvæmt og hins vegar að óheimilt sé að leggja aðrar skyldur á borgarana en þær sem lög heimila að lagðar séu á þá. Enn fremur þarf að tryggja tilteknar málsmeðferðarreglur.“ – Búa fatlaðir við réttaröryggi að þínu mati? „Ég fjallaði um skilgreiningar á þessu hugtaki, réttaröryggi fatlaðra, og hvernig það blasir við fötluðum. Ég hef til dæmis verið að skoða fyrirkomulagið á mál- efnum fatlaðra á Íslandi. Landinu er skipt upp í svæði og yfir hverju svæði er svæðisráð og svo svæð- isskrifstofur. Svæðisskrifstofurn- ar gegna tvöföldu hlutverki. Ann- ars vegar að úthluta tilteknum gæðum og hins vegar að gæta hagsmuna ríkisvaldsins að fara ekki út fyrir fjárheimildir þannig að þessi hlutverk geta stangast á. Að mínu mati tryggir þetta fyr- irkomulag ekki nægilega mikið réttaröryggi fatlaðra. Ég fjallaði einnig um hvernig réttaröyggi er tryggt við stjórnvaldsákvarðanir því nú eiga fatlaðir eðli málsins samkvæmt mikið undir stjórn- valdsákvörðunum svo sem félags- og heilbrigðisþjónustu svo dæmi séu nefnd.“ – Hvaða reglur gilda um mat á rétti fatlaðra? „Í framsögu minni fjallaði ég um mat á þjónustuþörf fatlaðra, þar sem mat viðkomandi starfs- manns kemur inni í en þar liggja ekki alltaf fyrir skýrar reglur þegar verið er að meta rétt þess fatlaðra. Nú hefur lengi staðið fyrir dyrum þó ekki hafi orðið af því enn þá að færa málaflokka fatlaðra al- farið yfir til sveitarfé- laganna en í því gæti falist sú hætta að framkvæmdin verði mismunandi þegar um mats- kenndar reglur er að ræða, þ.e. að í Reykjavík verði réttindin ekki metin með sama hætti og á Akureyri svo dæmi sé nefnt.“ – Gæti mat verið mismunandi eftir því hver metur hvert tilvik? „Já, ef ekki eru til ákveðnar reglur eða aðrar upplýsingar sem miða á við. En það eru hins vegar til lög sem gera ráð fyrir að ákvarðanir séu matskenndar til að hægt sé að koma til móts við hinn fatlaða þannig að horft sé á hvert og eitt tilfelli út af fyrir sig og að menn lendi ekki í því að reglur séu ósveigjanlegar. Þann- ig að það er vandmeðfarið að þræða þennan mjóa veg sem er þarna á milli.“ – Hvernig er best að tryggja fötluðum þeirra rétt? „Já, ég fjallaði einnig um hvernig fatlaðir eru í stakk búnir til að sækja rétt sinn. Minnihluta- hópar í samfélaginu geta til dæm- is valið pólitískar leiðir til að vinna málefnum sínum brautar- gengi, boðið sig fram til þings eða beitt pólitískum þrýstingi saman- ber Kvennaframboðið á sínum tíma og þannig komið sínum mál- um á framfæri. Fyrir fatlaða er það miklu erfiðara að fara þessa leið. Annars vegar eru þeir ekki það margir að framboðsleiðin nýtist þeim og hins vegar til að atkvæði þeirra hafi afgerandi áhrif í kosningum. Enn fremur eiga þeir minni möguleika fötlun- ar sinnar vegna en ófatlaðir til að mynda öflugan þrýstihóp til að ná fram rétti sínum. Réttaröryggi er því sérlega mikilvægt fyrir fatlaða og nauð- synlegt að reglur séu skýrar.“ – Þarf að setja sérstök lög sem tryggja réttindi fatlaðra? „Ég ræddi einnig einmitt um hvort setja ætti sérstök lög, sem banna mismunun og tryggja að fötluðum sé ekki mismunað. Það er verið að tala um samþættingu í þessum málaflokki eins og svo mörgum öðrum. Þá er spurningin hvort sam- félag okkar sé nógu þroskað til þess að tryggja rétt fatlaðra með samþættingu. Mín skoðun er sú að það eigi að skoða vandlega mögulega lagasetningu um bann við mismunun fatlaðra.“ – Hvernig voru undirtektirn- ar? „Góðar og gagnlegar umræður fóru fram sem vonandi geta nýst okkur í baráttunni fyrir bættri stöðu fatlaðra.“ Brynhildur G. Flóvenz  Brynhildur G. Flóvenz er fædd árið 1954. Hún er stúdent frá Menntaskólanum í Hamrahlíð og lauk prófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1989. Hún er héraðs- dómslögmaður og starfar að rannsókn á réttarstöðu fatlaðra auk þess sem hún er stundakenn- ari við lagadeild Háskóla Íslands. Hún er gift Daníel Friðrikssyni skipatæknifræðingi og eiga þau fjögur börn. Hætta á mismunun fyrir hendi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.