Morgunblaðið - 05.06.2003, Qupperneq 18
AKUREYRI
18 FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
VIKUFERÐ TIL PRAG Í ÁGÚST
Borgartúni 34
sími 511 1515
www.gjtravel.is
Þann 1. ágúst býður Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar beint leiguflug með Flugleiðum til hinnar
fornfrægu og fögru borgar Prag, höfuðborgar Tékklands. Heimflug til Íslands er síðan þann 9. ágúst.
Verð á mann er krónur 73.700 ef gist er á Hotel Pyramida
Verð á mann er krónur 82.200 ef gist er á Hotel Bellagio
Innifalið í verði er flug, flugvallarskattar, akstur frá og að flugvelli, gisting í tveggja manna herbergi,
morgunverður, yfirgripsmikil skoðunarferð um Prag og íslensk fararstjórn. Meðan á dvöl stendur verður
boðið upp á ýmsar dagsferðir með íslenskri leiðsögn sem bókast og greiðast hjá fararstjórum.
Hotel Pyramida er vel staðsett og vel útbúið fjögurra stjörnu hótel skammt frá kastalahæðinni.
Hotel Bellagio er nýtt fjögurra stjörnu hótel skammt frá gyðingahverfinu og gamla bænum.
Fararstjórar: Emil Örn Kristjánsson og Pétur Gauti Valgeirsson.
Leitið nánari upplýsinga hjá utanlandsdeild okkar.
Um hvítasunnuhelgina verða Vil-
helmína Lever og Jón Sveinsson í
aðalhlutverkum á innbæjarsöfnum á
Akureyri.
Föstudaginn 6. júní kl. 13.30 er
sögugangan Frá kirkju til kirkju
ætluð erlendum ferðamönnum, en
gengið er frá Akureyrarkirkju að
Minjasafnskirkjunni og fer skráning
fram hjá Ferðaskrifstofu Akureyr-
ar.
Laugardaginn 7. júní kl. 15.00 verð-
ur leiðsögn um sýningu Minjasafns-
ins, Akureyri – bærinn við pollinn,
en þar verður kynnt til sögunnar
atorkukonan Vilhelmína Lever sem
lét til sín taka á Akureyri á 19. öld.
Á Hvítasunnudag kl. 10.00 hefst við
Minjasafnskirkjuna söguganga á
Nonnaslóð á vegum Minjasafnsins
og Nonnahúss. Nánari upplýsingar
eru veittar á Minjasafninu. Þar er
opið alla daga frá kl. 11 - 17.
Á NÆSTUNNI
EGGJUM var stolið úr um 40mávahreiðrum í friðlandinuí Krossanesborgum nýlega,
aðallega frá hettumávi og storm-
mávi. Hreiðrin, sem eru við tjörnina
nyrst í borgunum, voru hreinsuð en í
hverju þeirra voru að jafnaði þrjú
egg, að sögn Þorsteins Þorsteins-
sonar fuglaáhugamanns. Hann sagði
að eggin hefðu verið vel stropuð og
því óæt. Þorsteinn sagði þetta mjög
bagalegt, því hann og Sverrir Thor-
stensen eru að vinna að fuglarann-
sóknum á þessu svæði, sem hefur
verið friðlýst og er á náttúruminja-
skrá.
„Við gerðum hér rannsóknir fyrir
fimm árum á vegum umhverf-
isdeildar Akureyrarbæjar. Nú heyr-
ir svæðið undir náttúruvernd-
arnefnd og við Sverrir vorum beðnir
um að endurtaka rannsóknirnar. Við
tökum þá fyrir allar fuglategundir,
hvað mikið er af hverri fuglategund
og leitum uppi nánast hvert einasta
hreiður á svæðinu.“
Fyrir fimm árum voru um 30
fuglategundir á svæðinu en Þor-
steinn sagði að tegundum hefði ekki
fækkað þrátt fyrir að töluvert hefði
fjölgað af stórum mávi í borgunum.
Frekar sé að einstökum tegundum
hafi fjölgað talsvert, t.d. hrossa-
gauki. Þá sagði Þorsteinn að eftir að
landið var friðað hafi orðið mikil
breyting á gróðurfari svæðisins og
tegundum fjölgað mikið. „Þetta er
stórkostlegt útivistarsvæði og ég
tala nú ekki um þegar það hefur ver-
ið gert aðgengilegra.“
Verði náttúrulegt svæði inni í
miðri borginni eftir tugi ára
Ingimar Eydal, formaður nátt-
úruverndarnefndar, sagði að eftir
væri að ganga formlega frá samn-
ingi við Náttúruvernd ríkisins um að
Akureyrarbær taki að sér rekstur
svæðisins. Í því felst m.a. að gera
göngustíga, bílastæði, setja upp
upplýsingaskilti og gefa út fræðslu-
efni. Ingimar sagði að ekki væri gert
ráð fyrir fjármagni í þær fram-
kvæmdir á þessu ári en hann vonast
til að hægt verði að byrja á því
næsta. Ekki væri ráðgert að planta
trjám á svæðinu, heldur að það þró-
ist á náttúrlegan hátt.
„Þetta er það svæði innan bæj-
arlandsins, sem er nánast ósnortið.
Það eru þarna minni háttar stríðs-
minjar og einn vatnsveituskurður.
Svæðið er því alveg einstakt og ég
vil sjá þetta sem náttúrulegt svæði
inni í miðri borginni eftir nokkra
tugi ára, þegar við höfum sameinað
sveitarfélögin í firðinum,“ sagði
Ingimar.
Svæðið er alsett klettaborgum eða
stuttum klappaásum og í borgunum
er 5–10 milljóna ára basalt en úr því
er berggrunnur Akureyrar. Stærstu
borgirnar hafa eigin nöfn og einnig
stærstu tjarnirnar og í tjörnunum er
mikill gróður. Gróðurfar í borgunum
er mjög fjölbreytt og þar eru um 200
plöntutegundir. Mýrarnar á svæðinu
er þær einu í bæjarlandinu sem eru
óskemmdar og mýragróðurinn er
sérstaklega fjölbreyttur.
Unnið að rannsóknum á fuglalífi í Krossanesborgum, sem nýlega voru friðlýstar
Eggjum stolið úr 40 hreiðrum
Morgunblaðið/Kristján
Hrossagauksungar í lófa Þorsteins Þorsteinssonar fuglaáhugamanns.
Þessir fjallhressu menn voru á hlaupum um Krossanesborgirnar í gær og
létu sig ekki muna um að fara yfir mýrarnar á hlaupaskónum.
Eggjum hefur verið stolið úr hreiðrum í
Krossanesborgum undanfarið en svæðið var
nýlega friðlýst og er á náttúruminjaskrá. Krist-
ján Kristjánsson kynnti sér málið og fór um
þetta glæsilega útivistarsvæði framtíðarinnar.
krkr@mbl.is
Nokkrar andategundir verpa í Krossanesborgum, þ. á m. rauðhöfðaönd.
Rjúpan fellur ótrúlega vel að landslaginu og það var ekki hlaupið að því að
finna þessa á hreiðri í Krossanesborgum.
Þorsteinn Þorsteinsson: „Þetta er stórkostlegt útivistarsvæði og ég tala nú
ekki um þegar það hefur verið gert aðgengilegra.“
FYRSTA skemmtiferðaskip sum-
arsins, Discovery, kemur til Ak-
ureyrar í fyrramálið, kl. 8.30 skv.
áætlun. Alls hafa verið boðaðar
komur 44 skemmtiferðaskipa í
sumar, eða fleiri en nokkru sinni
fyrr og reiknað er með að farþegar
verði um 23.000. Stærsta skip sum-
arsins verður Adonia, sem kemur í
lok júlí, en það er um 77.000
brúttótonn og um 260 metra langt.
Ef aðstæður leyfa mun skipið
leggjast upp að Oddeyrarbryggju
og verður því langstærsta skip sem
komið hefur upp að bryggju hér á
Akureyri.
Fyrsta
skemmti-
ferðaskip
sumarsins
Undirföt
Náttföt
Frábært úrval
COS
Undirfataverslun • Glæsibæ • S: 588 5575