Morgunblaðið - 05.06.2003, Qupperneq 19
SUÐURNES
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2003 19
Skeifan 8 • Sími 568 2200 • www.babysam.is
Ef þið kaupið bílstól í BabySam getið þið verið viss um
að barnið sé í öruggum stól. Við gerum miklar kröfur
til bílstóla og seljum eingöngu stóla sem standast
ströngustu kröfur. Við eigum margar gerðir af bílstólum
fyrir nýfædd börn sem eldri.
Verið velkomin í BabySam
Graco AutoBaby 0+
Ungbarnabílstóll sem hægt er að rugga, með höfuðpúða,
gripgóðu handfangi og áklæði sem má þvo. Stólnum er
komið fyrir í þriggja punkta öryggisbelti þannig að bakið snúi
fram eða í sér bílfestingu sem fylgir með. Kemur með
sólskerm. Uppfyllir ECE 44-03 staðal.
VerðÆtlaður fyrir
17.9900-13 kg
Römer Lord
Bílstóll með svefn- og setustillingum og áklæði sem má þvo. Stóllinn er með
höggþolnum púðum á fimm punkta öryggisbeltum. Stólnum er komið fyrir í
tveggja eða þriggjapunkta öryggisbelti þannig að hann snúi fram. Uppfyllir ECE
44-03 staðal. Fáanlegur með mismunandi áklæði.
VerðÆtlaður fyrir
18.9909-18 kg
Concord Lift Pro
Bílstóll með stillanlegum höfðupúða sem tryggir að öryggisbeltið sitji rétt í
kringum axlirnar. Áklæði má þvo. Stólnum er komið fyrir í þriggja punkta
öryggisbelti þannig að hann snúi fram. Hægt að taka bakhluta frá og breyta
stól í öryggispúða. Uppfyllir ECE 44-03 staðal. Fáanlegur með mismunandi
áklæði.
VerðÆtlaður fyrir
15.99015-36 kg
REYKJANESBÆR hefur gert
samning við Smithsonian-safnið í
Bandaríkjunum um að fá efni af vík-
ingasýningu stofnunarinnar til að
setja upp sýningu í sýningarhúsi vík-
ingaskipsins Íslendings sem fyrir-
hugað er að byggja í Njarðvík. Árni
Sigfússon bæjarstjóri gerði samning
þess efnis við stjórnendur Smithsoni-
an-stofnunarinnar um helgina og
kynnti á fundi bæjarstjórnar í fyrra-
kvöld.
Víkingasýning Smithsonian, Vík-
ingar; saga Norður-Atlantshafsins,
var opnuð í Náttúrusögusafni stofn-
unarinnar í Washington á árinu 2000,
í tilefni af því að þá voru 1000 ár liðin
frá landafundum norrænna manna í
Ameríku. Sýningin var síðan sett upp
á nokkrum stöðum í Bandaríkjunum
og Kanada en var tekin niður í síðasta
mánuði. Sýningin sló öll aðsóknarmet
og skoðuðu milljónir manna hana.
Eins og fram hefur komið hér í
blaðinu buðu forráðamenn Smithsoni-
an-stofnunarinnar Reykjanesbæ að
fá sýninguna til Íslands og var gengið
frá því formlega um helgina. Munirn-
ir eru komnir í tvo gáma sem bíða
flutnings til Íslands.
„Sýningin er mikilvægur efniviður
til þess að gera umgjörð Íslendings
sem skemmtilegasta. Íslendingur
verður miðpunktur hennar en með
efni frá sýningunni verður hægt að
tengja skipið við sögu siglinga, orr-
ustur, skipasmíði, verslun, sagnarit-
un, trúarbrögð og fleira. Við höfum
sjálfræði í því hvað af þessu efni við
notum,“ segir Árni. Hann segir að
samningurinn feli í sér leyfi til að nota
heiti sýningarinnar og veglega bók
sem gefin var út í tengslum við opnun
sýningarinnar vestra. Jafnframt seg-
ir Árni að sérfræðingar frá Smiths-
onian hafi lýst sig reiðubúna að að-
stoða við að setja sýninguna upp hér.
Vongóður um fjármögnun
Á vegum Reykjanesbæjar og sam-
starfsaðila hefur verið unnið að und-
irbúningi sýningarhúss í fyrirhuguð-
um víkingagarði í Njarðvík, húss sem
Árni nefnir Naust Íslendings. Hönn-
un þess er langt komin. Auk Íslend-
ings og víkingasýningarinnar er
áformað að hafa þar söguslóðakynn-
ingu fyrir allt landið.
Árni segir að unnið sé að fjármögn-
un byggingarinnar. Segist hann hafa
góðar vonir um að ríkisvaldið styðji
verkefnið enda nýtist það landinu
öllu. Þá finni hann velvilja og stuðning
víða. „Ég er vongóður um að okkur
takist að gera þetta á myndarlegan
hátt og að framkvæmdir geti hafist
með haustinu. Þetta einstæða tæki-
færi, að fá að hýsa víkingasýningu
Smithsonian varanlega hvetur okkur
til að flýta uppbyggingunni,“ segir
Árni Sigfússon.
Víkingasýning Smithsonian-stofnunarinnar á leið til landsins
Fær varanlegan sama-
stað í Nausti Íslendings
Morgunblaðið/Ásdís
Sýningargestir á leið á Víkingasýninguna í Smithsonian-safninu í Wash-
ington en milljónir gesta sóttu hana í Bandaríkjunum og Kanada.
Njarðvík
UPPSKERUHÁTÍÐ yngri flokk-
anna í körfuknattleik hjá UMFG
var haldin nú á dögunum. Hátíðin
fór fram í félagsheimilinu Festi í
Grindavík fyrir fullu húsi þar sem
fjöldi foreldra var mættur ásamt
iðkendum.
Að lokinni verðlaunaafhendingu
var öllum boðið í kaffihlaðborð sem
sómt hefði sér í hvaða ferming-
arveislu sem er og jafnvel einhverri
af stærri gerðinni. Iðkendafjöldinn
í vetur hefur verið um 150 krakkar.
„Það eru ekki mörg sveitarfélög
sem styðja jafn vel við unglinga-
starfið og gert er í Grindavík. Einn
flokkur frá okkur varð Íslands-
meistari í vetur og síðan eigum við
níu iðkendur sem eru að æfa með
yngri landsliðum Íslands. Fram-
tíðin er því björt og við erum ákveð-
in í því að gera betur næsta vetur,“
segir Pétur Guðmundsson, umsjón-
armaður unglingastarfsins.
Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson
Margir fengu verðlaun á uppskeruhátíð yngri flokkanna í UMFG.
Vel stutt við unglingana
Grindavík
HEILSUGÆSLUSELIN í Sand-
gerði, Garði og Vogum verða opnuð
eftir helgina. Þjónusta verður svipuð
og áður en heilsugæslulæknar á Suð-
urnesjum sögðu upp störfum.
Þjónusta í heilsugæsluseljum
Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja
lagðist af þegar heimilislæknarnir
hættu störfum hjá stofnuninni 1.
nóvember á síðasta ári. Undanfarna
mánuði hafa læknar starfað á heilsu-
gæslustöðvunum í Keflavík og
Grindavík. Sigríður Snæbjörnsdótt-
ir, framkvæmdastjóri Heilbrigðis-
stofnunarinnar, segir að stöðvarnar
séu nú fullmannaðar læknum, ung-
læknum og læknanemum á lokastigi
námsins og því verði unnt að opna
selin að nýju í næstu viku.
Læknir tekur á móti sjúklingum
fyrir hádegi á þriðjudögum og
fimmtudögum í selinu í Sandgerði og
eftir hádegi sömu daga í Garði. Þá
verður opin móttaka í Vogum á mið-
vikudögum, allan daginn.
Einn læknir starfar við heilsu-
gæslustöðina í Grindavík en í sumar
verða auk þess tveir læknanemar
með honum á mánudögum og mið-
vikudögum.
Sigríður segir að reynslan af starf-
semi í seljunum verði metin í haust, í
ljósi stöðu mála hjá stofnuninni þá.
Fyrir milligöngu heilbrigðisráð-
herra var fyrir kosningar undirrituð
viljayfirlýsing um að Heilbrigðis-
stofnun Suðurnesja og Heilsugæslan
í Reykjavík gengju til samninga um
að HS keypti læknisþjónustu af HR
fyrir heilsugæsluna á Suðurnesjum.
Sigríður segir að viðræðurnar standi
nú fyrir dyrum.
Heilsugæsluselin
opnuð á nýjan leik
Sandgerði/Garður/Vogar
JÓHANN Geirdal hefur verið ráðinn
aðstoðarskólastjóri Holtaskóla í
Keflavík frá og með 1. júní. Jóhann
hefur kennt við skóla Reykjanesbæj-
ar frá árinu 1975 til ársins 1988 og frá
1998 fram til dagsins í dag, lengst af í
Holtaskóla.
Jóhann hefur BA-gráðu í uppeldis-
og félagsfræði, kennsluréttindi frá
Háskóla Íslands, lauk 15 eininga við-
skipta- og rekstrarnámi við Endur-
menntun Háskóla Íslands árið 1993
og fram kemur á
heimasíðu
Reykjanesbæjar
að hann stundar
nú stjórnunar-
nám við Endur-
menntun HÍ. Jó-
hann hefur verið
bæjarfulltrúi um
árabil.
Jóhann tekur við starfi aðstoðar-
skólastjóra af Jónínu Guðmundsdótt-
ur sem ráðin hefur verið skólastjóri
Holtaskóla.
Jóhann Geirdal ráðinn
aðstoðarskólastjóri
Keflavík
Jóhann Geirdal
STJÓRN Hitaveitu Suðurnesja hf.
hefur samþykkt að hækka gjald-
skrá fyrirtækisins almennt um 3%
frá og með 1. júní næstkomandi.
Fram kemur í pistli Júlíusar
Jónssonar forstjóra í Fréttaveit-
unni, fréttabréfi HS, að verðlags-
hækkanir eru aðalástæða hækk-
unar gjaldskrár því þrátt fyrir
5-6% hækkun í september 2001 og
3% í ágúst á síðasta ári hafi gjald-
skráin ekki náð að fylgja verðlagi.
Vekur hann athygli á því að frá
ársbyrjun 2001 hafi vísitala
neysluverðs hækkað um 12,3% og
byggingarvísitala og launavísitala
um 16,5%. Jafnframt bendir hann
á að fram að hækkuninni 2001 var
gjaldskráin óbreytt í um tíu ár.
Hitaveita Suðurnesja selur heitt
vatn og rafmagn á Suðurnesjum
og rafmagn í Hafnarfirði og ná-
grenni og rekur veitur Vest-
mannaeyinga.
Verð á hita og raf-
magni hækkar um 3%
Suðurnes