Morgunblaðið - 05.06.2003, Blaðsíða 24
MENNTUN
24 FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
KONUNGLEGI danski ballettinn
sýndi fimm balletta á stóra sviði
Þjóðleikhússins þriðjudag og mið-
vikudag. Dansflokkurinn heimsótti
Ísland síðast fyrir fjórum árum og er
honum ávallt vel tekið af áhorfend-
um eða eins og einn áhorfandi sagði
við mig á sýningunni: „Þetta er allt
orðið svo mikið nútíma nú til dags,
en maður má til með að sjá smáklas-
sík inni á milli.“
Dagskrá kvöldsins var fjölbreytt
og góð blanda af klassískum ballett
og nútímaballett. Kvöldið hófst með
verkinu Appolon eftir danshöfund-
inn George Balanchine við tónlist
eftir Igor Stravinsky. Balanchine,
sem lést árið 1983, kom klassískum
ballett í Bandaríkjunum aftur til
vegs og virðingar og með honum er
sagt að hið nýklassíska tímabil í sögu
ballettsins hafi hafist. Balanchine
starfaði lengst af með New York
City Ballet og samdi 425 verk sem í
dag eru dönsuð reglulega af 200
dansflokkum um heim allan. Mörg
verka hans eru fyrir löngu orðin
klassík í verkefnaskrám leikhúsa um
allan heim. Appolon er þar á meðal
en það var eitt af fyrstu verkum Bal-
anchine, samið á þriðja áratug 20.
aldar. Verk Balanchine eru mjög
tæknilega krefjandi og reyna til hins
ýtrasta á liðleika og styrk dansar-
anna. Þau hafa engan boðskap, er
einkum ætlað að gleðja augað með
fallegum og áhugaverðum hreyfing-
um.
Þótt verkið Appolon beri merki
tíðarandandans eins og til dæmis
með látbragði og leikmunum ber það
aldurinn furðu vel. Verkið fer frem-
ur hægt af stað en þegar kemur að
sólóum dansaranna lifnar heldur yfir
því. Svo koma tvídansar og fjórdans-
ar sem eru hver öðrum betri.
Allir dansarar stóðu sig mjög vel.
Kenneth Greve var stoð og stytta
kvendansaranna og átti auk þess
góða spretti þegar hann fékk tæki-
færi til að láta ljós sitt skína. Að öðr-
um ólöstuðum geislaði af hinni íslen-
skættuðu Silju Schandorff. Segja má
að hún sé hin týpíska „Balanchine-
ballerína“ – tággrönn, liðug og með
langa útlimi. Nákvæmni hennar,
léttleiki og glaðlyndi skilaði sér sér-
staklega vel í verkinu og yljaði um
hjartarætur í annars alvörugefnu
verki. Balanchine samdi verk til þess
að áhorfendur gætu „horft á tónlist-
ina og hlustað á dansinn“ og það átti
svo sannarlega við hér.
Nútímadansverkið Nomade eftir
danshöfundinn Tim Rushton við tón-
list Arvo Pärt var næst á dag-
skránni. Tim Rushton er ungur
breskur dansari og danshöfundur,
menntaður í Bretlandi undir stjórn
meistara eins og Frederic Ashton og
Eric Bruhn. Hann hætti að dansa ár-
ið 1991 og hóf að semja fyrir bæði
nútímadansflokk og klassíska
flokka, og starfar nú einkum í Dan-
mörku hvar hann stýrir Nyt Dansk
Danseteater.
Verkið Nomade er samið árið 2000
og er alger andstæða Appolon. Í stað
þess að berjast við þyngdarlögmálið
og vopnast táskóm líkt og í Appolon
er jörðin uppspretta hreyfinga.
Hreyfingar dansaranna í Nomade
eru mjúkar og flæðandi eins og hvín-
andi vindur eða sjór í flæðarmáli.
Búningarnir undirstrika þessa til-
finningu, eru léttir og mjúkir. Verkið
er dansað af pari, þeim Marie-Pierre
Greve og Phillip Schmidt auk ónafn-
greindra dansara sem birtast stutt-
lega í upphafi og enda verksins.
Greve og Schmidt eru nokkurs
konar andstæður, hún mjúk og fis-
létt eins og fjöður, hann sterkur og
kröftugur. Hún eins og yfirnáttúrleg
lítil vera, hann jarðtengdur raun-
veruleikinn. Það er í raun ótrúlegt að
þeim skyldi hafa tekist að vera svona
ólík þar sem þau dönsuðu nánast
sömu hreyfingarnar, en þarna kem-
ur túlkunin til sögunnar og sýnir
hvað hún getur haft mikil áhrif.
Samspil þeirra var með eindæmum
gott en það verður að segjast eins og
er að Greve skapaði oftar en einu
sinni gæsahúð á handleggjum mín-
um svo næm og tilfinningarík var
túlkun hennar. Það er ekki oft sem
dansari hrífur mann með sér líkt og
Greve gerði. Túlkun hennar, auk
flæðandi og fallegrar kóreógrafíu
gerðu Nomade að hápunkti kvölds-
ins í mínum huga.
Að loknu verkinu Nomade var
annað verk eftir Tim Rushton á dag-
skrá, að þessu sinni við tónlist eftir
Johan Sebastian Bach. Verkið Tripl-
ex er dansað af þremur dönsurum og
er sérkennileg blanda af klassískum
ballett og tilraunakenndum hreyf-
ingum. Inni á milli hefðbundinna
klassískra spora birtust hreyfingar
sem brjóta í bága við hina klassísku
hefð – mjöðmum var sveiflað, ristar
krepptar og rassar hristir. Þessi sér-
kennilega blanda gerði verkið létt og
gáskafullt og ýtti túlkun dansaranna
undir það, þeir voru brosmildir og
kátir. Litríkur bakgrunnur og rauð-
ur bolur Diönu Cuni undirstirkuðu
léttleika verksins, sem virtist falla
áhorfendum sérstaklega vel í geð,
þeir fögnuðu mikið að því loknu.
Samspil þeirra Cuni, Andrew
Bowman og Byron Mildwater var
gott en þau eru öll greinilega mjög
vel þjálfaðir og hæfileikaríkir dans-
arar.
Adagietto, tvídans eftir banda-
ríska danshöfundinn John Neumeier
var næstur á dagskrá. Neumeier er
mjög vel þekktur danshöfundur sem
stjórnað hefur Hamborgar ballettin-
um frá árinu 1979. Hann hefur lagt
mikla áherslu á að endurvekja gamla
söguballetta eins og Don Quixote og
Giselle og er fulltrúi kynslóðar klass-
ískra danshöfunda sem komu fram á
áttunda áratug síðustu aldar með
fjölmargar nýjungar í bland við
gamlar hefðir.
Verkið Adagietto er eins og nafnið
ber með sér, (Adagio er notað yfir
hæga kafla í dans- eða tónverki), ró-
legt og hugljúft verk. Dansgerðin er
klassísk en þó með persónulegu
handbragði Neumeiers. Þau Silja
Schandorff og Kenneth Greve eru
bæði sterkir klassískir dansarar og
falleg í hlutverkum sínum.
Dagskránni lauk með uppsetningu
á 3. þætti Napólí eftir Danann Aug-
ust Bournonville. Napólí er einn vin-
sælasti ballett Bournonville sem var
óskabarn dönsku þjóðarinnar á 19.
öld. Bournonville endurreisti Kon-
unglega danska ballettinn, samdi
fjölmarga balletta sem enn í dag eru
dansaðir um allan heim og kom
dansflokknum í fremstu röð á heims-
vísu.
Napólí er dæmigerður rómantísk-
ur ballett þar sem ákveðin saga er
sögð. Við berum niður í þriðja þætti
þar sem Napólíbúar dansa og
skemmta sér á torgi borgarinnar.
Karlmennirnir fá að láta ljós sitt
skína með stökkum og margföldum
hringjum og konurnar með háum
leggjum og hraðri fótavinnu. Úr
verður prýðileg sýning þar sem hver
og einn leggur sitt af mörkum.
Reynir að gera betur en sá sem á
undan var.
Af fagnaðarlátum að dæma var
greinilegt að áhorfendur kunnu vel
að meta Napólí enda er þar dæmi-
gerður klassískur ballett á ferðinni
sem er augljóslega það sem áhorf-
endur langaði mest að sjá. Það er
alltaf gaman að fá jafnframbærilega
klassíska dansflokka til landsins og
Konunglega danska ballettinn og
hann brást ekki væntingum að þessu
sinni.
Morgunblaðið/Sverrir
Af fagnaðarlátum að dæma var greinilegt að áhorfendur kunnu vel að meta Konunglega danska ballettinn.
Klassísk ballettheimsókn
– frábær skemmtun
LISTDANS
Þjóðleikhúsið
Appolon. Danshöfundur: George Bal-
anchine. Tónlist: Igor Stravinsky. Dans-
arar: Kenneth Greve, Silja Schandorff,
Christina Olsson og Claire Still.
Nomade. Danshöfundur: Tim Rushton.
Tónlist: Arvo Pärt. Dansarar: Marie-
Pierre Greve og Phillip Schmidt.
Triplex. Danshöfundur: Tim Rushton.
Tónlist: Johan Sebastian Bach. Dansarar:
Diana Cuni, Andrew Bowman og Byron
Mildwater.
Adagietto. Danshöfundur: John Neu-
meier. Tónlist: Gustav Mahler. Dansarar:
Silja Schandorff og Kenneth Greve.
Napólí, 3. þáttur. Danshöfundur: August
Bournonville. Tónlist: H.S. Pauli. Dans-
arar: Kenneth Greve, Silja Schandorff,
Christina Olsson, Claire Still, Maire-
Pierre Greve, Diana Cuni, Amy Watson,
Phillip Schmidt, Mads Blangstrup, Byron
Mildwater, Andrew Bowman og Morten
Eggert.
Listrænn stjórnandi: Peter Bo Bendixen.
Sýningarstjóri. Jørn Melin. Umsjón með
búningum: Hans Kofod. Kaupþing Bún-
aðarbanki og Danska sendiráðið styrktu
heimsókn Konunglega ballettsins.
Þriðjudagur 3. júní 2003.
KONUNGLEGI DANSKI BALLETTINN
Ragna Sara Jónsdóttir
Sumarnám-
skeið í söng
SKRÁNING á söngnámskeið Ing-
veldar Ýrar er hafið. M.a. verður
boðið uppá söngnámskeið fyrir byrj-
endur og lengra komna, þar sem
kennd er öndun, líkamsstaða, radd-
beiting og sönglög af ýmsu tagi.
Einnig eru kennd grunnatriði í tón-
heyrn og nótnalestri. Kennt er í hóp-
tímum og einkatímum.
Á unglinganámskeiðum er kennd
raddbeiting söngleikja og gospellög,
lög úr Disneymyndum og fleiri al-
menn sönglög. Fengnir verða gesta-
kennarar til að kenna spuna og fram-
komu auk þess sem undirleikari
kemur í tímana.
Nú hefur nýlega verið stofnaður
sönghópur fyrir fólk sem hefur verið
í einkatímum eða hefur mikla söng-
reynslu og vill halda sér við og auka
fjölbreytni í náminu. Unnið er að
raddbeitingu, nótnalestur þjálfaður,
gerðar spunaæfingar. Æfð eru söng-
leikjalög, gospel, sálmar og rödduð
einsöngslög. Sönghópurinn er eins-
konar blanda af söngnámskeiði og
kór, þar sem meðlimir fá einkatíma
með.
Í sumar verða vikulegir „master-
klassar“ fyrir fólk í einsöngsnámi.
Þar er ásamt undirleikara unnið með
tækni, túlkun, tungumál og leikræn
tilþrif.
Ingiveldur Ýr hefur heimasíðuna
www.songstudio.ehf.is.
SÝNING á verkum Jóns E. Gunn-
arssonar listmálara eru nú í Sjó-
minjasafni Íslands að Vesturgötu 8
Hafnarfirði.
Þetta eru eingöngu vatns-
litamyndir og tengjast strönd og
hafi á einn eða annan hátt. Mynd-
irnar eru frá ýmsum stöðum á land-
inu, til dæmis Bolungarvík, Borg-
arfirði eystra, Hornafirði,
Hafnarfirði, Garðskaga, Selatöng-
um og Dritvík, auk fjörumynda.
Verkin eru unnin á ýmsum tímum.
Jón E. Gunnarsson stundaði nám
í Handíða- og Myndlistarskólanum
1947-49 undir handleiðslu þeirra
Kurt Zier skólastjóra og Kjartans
Guðjónssonar myndlistarmanns.
Síðustu fjóra áratugi hefur Jón E.
Gunnarsson haldið yfir tuttugu
einkasýningar og tekið þátt í fjölda
samsýninga bæði hér heima og er-
lendis.
Sýningin verður opin til 23. júní,
alla daga frá kl. 13-17.
Ein vatnslitamynda Jóns E. Gunn-
arssonar í Sjóminjasafninu.
Vatnslita-
myndir í Sjó-
minjasafninu