Morgunblaðið - 05.06.2003, Page 27

Morgunblaðið - 05.06.2003, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2003 27 2000. Á þessum tíma var nokkur spenna í sam- skiptum ríkjanna vegna flutningsmála fyrir varn- arliðið. Halldór sagði hins vegar að loknum fundi sínum með Albright að hann vonaði að þær við- ræður sem framundan væru um endurnýjun bók- unarinnar frá 1996 færu fram með jákvæðum hætti. Þrátt fyrir að þreifingar ættu sér stað um framhald mála hefur það tafist að formlegar við- ræður hæfust. Í nóvember árið 2000 sagði Daniel Hamilton, aðstoðarvarautanríkisráðherra Bandaríkjanna, að tíðinda væri að vænta innan skamms. Hamilton stýrði á þeim tíma viðræðu- hópi Bandaríkjastjórnar og hafði Morgunblaðið eftir honum 24. nóvember árið 2000 að hann gerði ekki ráð fyrir róttækri breytingu á fyrirkomulagi varna Íslands. Áherslumunur varðandi framhaldið Stjórnarskipti í Washington, hryðjuverkin í New York og stríðin í Afganistan og Írak urðu hins vegar til að athygli bandarískra yfirvalda beindist annað. Þá kom fljótlega í ljós að áherslur ríkjanna voru að sumu leyti ólíkar. Í maí árið 2001 gaf Morgunblaðið út aukablað í tilefni af því að fimmtíu ár voru liðin frá und- irritun varnarsamningsins. Þar var meðal annars viðtal við Davíð Oddsson forsætisráðherra þar sem hann lét eftirfarandi orð falla: „Hér á ekki að vera varnarstöð ef hún þjónar eingöngu eftirlits- og forvarnahlutverki fyrir Bandaríkjamenn vegna hugsanlegrar hættu á svæðinu og þjónar ekki því sem við skilgreinum sem varnir Íslands. Ef Bandaríkjamenn komast að þeirri niðurstöðu að þeir vilji ekki halda uppi stöð sem þjóni hags- munum beggja verður hún einfaldlega lögð niður. Flóknara er þetta ekki og í þessu felst engin hót- un. Bandaríkjamenn skilja þetta vel þótt til séu Íslendingar sem ekki gera það. Hér er um sam- eiginlega varnarstöð að ræða, hún ver hagsmuni beggja þjóðanna. Við munum á næstu árum þurfa að hafa svip- aðan viðbúnað og hér er nú, ákveðinn lágmarks- fjölda flugvéla. Stöðin getur ekki verið minni en hún er.“ Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra var í viðtali í sama blaði spurður hvort hann teldi að hægt væri að tryggja varnir Íslands án þess að herþotur væru staðsettar á Keflavíkurflugvelli. Hann svaraði: „Íslensk stjórnvöld hafa fyrir sitt leyti metið það svo að við núverandi aðstæður sé sá viðbúnaður sem er fyrir hendi í varnarstöðinni á Miðnesheiði, lágmarksviðbúnaður. Að öðrum kosti verði ekki talað um trúverðugar varnir fyrir Ísland og Norður-Atlantshaf. Um þetta, eins og svo margt annað, gildir að slíkt mat fer vitanlega eftir því hvort horft er frá Íslandi og Bandaríkj- unum. Að okkar mati er ekki nóg að horfa til þessa einvörðungu frá ströndum Bandaríkj- anna.“ Það var ljóst að Bandaríkin töldu sig skuld- bundin að standa vörð um varnir Íslands en hins vegar voru skiptar skoðanir um það milli ríkjanna hvernig það yrði best gert. Hættumat Bandaríkjanna hefur tekið stórstíg- um breytingum frá tímum kalda stríðsins, ekki síst eftir árásirnar á tvíburaturnana í New York í september 2001. Bandaríkin líta svo á að ekki blasi nein hernaðarleg ógn við í Evrópu og því sé nauðsynlegt að nýta heraflann á þeim svæðum þar sem raunveruleg ógn er til staðar. Talsmenn þessara sjónarmiða líta svo á að þar sem engin sjáanleg hernaðarleg ógn sé til staðar er ógni hagsmunum Íslands sé ekki nauðsynlegt að her- þotur hafi hér fasta viðveru til að öryggi landsins sé tryggt. Hins vegar hefur það einkennt viðræður að innan bandaríska stjórnkerfisins eru uppi mjög ólík sjónarmið. Fulltrúar flughers og varnar- málaráðuneytis hafa frá upphafi viljað draga úr viðveru í Keflavík en fulltrúar utanríkisráðuneyt- is viljað koma til móts við sjónarmið Íslendinga um túlkun varnarsamningsins út frá pólitískum sjónarmiðum. Fulltrúar íslenskra stjórnvalda leggja hins vegar áherslu á, líkt og orð forsætisráðherra og utanríkisráðherra hér að framan bera með sér, að án trúverðugra varna þjóni stöðin ekki hagsmun- um Íslands. Línur munu væntanlega skýrast á fundi ís- lenskra stjórnvalda í dag með Elizabeth Jones, aðstoðarráðherra í bandaríska utanríkisráðu- neytinu, og Ian Brzezinski, varaaðstoðarráð- herra í bandaríska varnarmálaráðuneytinu. Í kjölfar þess fundar standa vonir til að formlegar viðræður um framhald bókunarinnar frá 1996 muni hefjast. því í framtíðinni að Bandaríkjastjórn myndi end- urskilgreina túlkun hans. Svaraði Perry: „Við samþykktum í morgun að við höfum sameiginleg- an skilning á því sem felst í samningnum og við munum ekki ræða nýja eða aðra túlkun á honum, fyrr en að einhverjum árum liðnum. Hvort ástand öryggismála í heiminum breytist á þeim árum, liggur að sjálfsögðu ekki fyrir nú.“ Bókunin sem undirrituð var í janúar 1994 var til tveggja ára og var samhliða undirritun hennar ákveðið að hefja viðræður um endurskoðun sam- komulagsins, er taka skyldi gildi frá og með jan- úar 1996. Einnig var ákveðið að ræða hvort Íslendingar gætu í framtíðinni tekið yfir rekstur þyrlubjörg- unarsveitarinnar fyrir Bandaríkjamenn. Óbreyttur herafli, breyting á verktöku Ný bókun um framkvæmd varnarsamningins var kynnt í marsmánuði 1996 eftir að samninga- nefndir Íslands og Bandaríkjanna höfðu setið á fundum í nokkra mánuði. Í þeirri bókun voru skuldbindingar ríkjanna á grundvelli varnar- samningsins ítrekaðar og ákveðið að herafli Bandaríkjanna yrði óbreyttur á gildistíma bók- unarinnar, sem var fimm ár. Hins vegar var ákveðið að afnema einkarétt tveggja verktaka- fyrirtækja á framkvæmdum fyrir varnarliðið á átta ára tímabili og litið á það sem lið í að lækka kostnað Bandaríkjamanna af Keflavíkurstöðinni. Á blaðamannafundi 25. mars, þar sem hann kynnti drög að bókuninni, sagði Halldór Ás- grímsson að aldrei hefði komið til tals í viðræðun- um af hálfu Bandaríkjamanna að fækka flugvél- um varnarliðsins. Bandaríkjastjórn hefði ekki gert kröfur um að draga úr varnarviðbúnaði. Þá hefði ekki verið horfið frá því markmiði að ræða hvort Íslendingar gætu tekið við rekstri björg- unarsveitarinnar í auknum mæli. Töf á viðræðum um framhaldið Formlegar viðræður um endurnýjun bókunar- innar frá 1996 hófust hins vegar ekki strax og hafa raunar ekki hafist enn. Halldór Ásgrímsson átti fund með Madeleine Albright, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, í Washington í maí árið ríkjanna, til Íslands til viðræðna við íslensk stjórnvöld. Undirritaði hann ásamt Jóni Baldvin Hannibalssyni bókun við varnarsamninginn. Í þeirri bókun fólst að orrustuþotum yrði á tólf mánuðum fækkað úr tólf í fjórar en að starfsemin yrði að öðru leyti að mestu óbreytt. Þó var ákveð- ið að hlustunarstöðin SOS-US, þar sem 140 her- menn störfuðu, hætti starfsemi sem og fjar- skipta- og miðunarstöðin í Rockville. Alls nam fækkun varnarliðsmanna vegna þessara aðgerða um 380 mönnum. Á sameiginlegum blaðamannafundi Jóns Bald- vins og Perrys var Perry spurður um skoðana- mun innan bandaríska stjórnkerfisins á því hvernig loftvörnum Íslands skyldi háttað. Hann svaraði: „Í fyrsta lagi vil ég leggja áherslu á það sem við allir erum sammála um, þ.e. ríkisstjórnir beggja landanna og bandarísk hernaðaryfirvöld, bæði flugher og sjóher, að mikilvægt er að standa við ábyrgð þá sem Bandaríkin hafa axlað, sam- kvæmt tvíhliða varnarsamningi ríkjanna, að standa við það ákvæði að halda uppi loftvörnum í íslenskri lofthelgi. Það eina sem ágreiningur hef- ur verið um undanfarna mánuði, er með hvaða hætti tryggjum við best að því markmiði verði náð að axla ábyrgð og halda uppi loftvörnum. Það er rétt að þau sjónarmið hafa verið reifuð meðal hernaðaryfirvalda í Bandaríkjunum að hægt væri að halda uppi trúverðugum loftvörnum í íslenskri lofthelgi, án þess að nokkur F-15 orrustuþotn- anna væri staðsett á Íslandi, heldur væru þær staðsettar í Bandaríkjunum, en gætu brugðist til loftvarna í íslenskri lofthelgi með skömmum fyr- irvara. Aðrir hafa haldið því fram að F-15 vél- arnar ættu áfram að vera staðsettar á Íslandi. Niðurstaða þessa fundar okkar í morgun er því sú að við förum bil beggja og ákveðum mála- miðlun, sem talsmenn beggja sjónarmiða geta sætt sig við, þ.e. að vélunum hér fækki, en allur viðbúnaður og viðhald miðist ávallt við að hingað geti komið fleiri vélar, jafnframt því sem her- æfingar og flugæfingar verði stundaðar héðan með reglubundnum hætti.“ Ráðherrann var einnig spurður um það, hvort báðir aðilar væru nú sammála um túlkun varn- arsamningins frá 1951 eða hvort búast mætti við því fælist að herþotur yrðu ekki færri en 4–6 þótt þær tölur hafi ekki verið settar fram í viðræðun- um. Þrír kostir kynntir Viðræður Íslendinga og Bandaríkjamanna héldu áfram í Washington 2.,3. og 5. október 1993. Hinn 16. október 1993 birti Morgunblaðið frétt á baksíðu þar sem fram kom að þrír mismunandi kostir hefðu verið lagðir fram af Bandaríkja- mönnum í viðræðum ríkjanna. Í fyrsta lagi að varnarliðið færi úr landi ásamt öllum tækjum og flugvélakosti. Í öðru lagi var lögð fram tillaga er gerði ráð fyrir ákveðnum hreyfanleika og breyti- legum umsvifum. Í því fælist m.a. að herþotur yrðu sendar til Íslands eftir þörfum. Í þriðja lagi að hér yrði varanlegt varnarlið en umsvif þess yrðu dregin saman og flugvélum fækkað. Fyrsti kosturinn var sagður byggjast á hugmyndum bandaríska flughersins en annar kosturinn hefði verið mótaður innan varnarmálaráðuneytisins. Utanríkisráðuneytið sendi í kjölfarið frá sér fréttatilkynningu hinn 18. október þar sem sagði: „Síðastliðið rúmt ár hafa farið fram samráð ís- lenskra og bandarískra stjórnvalda um fyrir- komulag öryggis- og varnarmála landsins í tengslum við þær breytingar sem orðið hafa í um- heiminum. Viðræður þessar hafa farið fram á grundvelli varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna. Hafa stjórnvöld beggja ríkja áréttað mikilvægi samn- ingsins. Á engu stigi málsins hefur komið til tals í viðræðunum að varnarsamningnum yrði sagt upp eða að varnarliðið hverfi úr landi. Viðræður aðilar hafa verið sammála um að engar breytingar verði gerðar á vörnum landsins nema í fullu samráði beggja aðila. Hvergi hefur komið fram að íslensk stjórnvöld myndu sam- þykkja að hernaðarlegt mat á viðbúnaði varn- arstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli yrði alfarið í höndum Bandaríkjahers.“ Þotum fækkað úr 12 í 4 Viðræðunum lauk í janúar 1994 en þá kom William J. Perry, varnarmálaráðherra Banda- viðræðna um túlkun og md varnarsamningsins Ljósmynd/Baldur Sveinsson Orrustuþota varnarliðsins á flugi yfir landinu. Árið 1996 var ákveðið að fækka þotum varnarliðsins úr tólf í fjórar. sts@mbl.is TÖLUVERÐ fækkun varð í föstum liðsafla varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli á áratugnum sem leið. Hermönnum og flugvélum hefur fækkað um rúman helming, en þó hefur ekki fækkað í björgunarsveitum varnarliðsins. Í varnarliðinu eru alls um 1.900 hermenn af báðum kynjum. Af þeim starfa um 650 manns í flughernum. Lágmarksviðbúnaður varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli er nú eftirfarandi: 932. ratsjársveit bandaríska flughersins:  Styður við starfsemi aðgerðasveitarinnar við loftvarnir landsins.  Rúmlega 200 manns starfa við sveitina.  Rekur ratsjármiðstöð sem tekur við boðum frá fjórum ratsjár- stöðvum sem staðsettar eru á landsbyggðinni. Aðgerðasveit flughersins:  Rekur starfsemina fyrir flugsveitirnar sem hingað koma til loft- varna.  Sveitin er fámenn og starfa við hana færri en 100 manns. Aðgerðasveitin þjónustar á hverjum tíma:  Fjórar orrustuþotur af gerðinni F-15 eða F-16.  Eina eldsneytisvél af gerðinni KC-135. Flugdeild flotans:  Hlutverk flugdeildarinnar er að hafa eftirlit með ferðum skipa og kafbáta.  Tæplega 200 manns starfa við flugdeild flotans.  Fjórar P-3C Orion skipa- og kafbátaeftirlitsvélar eru á vegum flug- deildarinnar. 56. björgunarsveit flughersins:  Hlutverk björgunarsveitarinnar er að halda utan um björgunar- starf á vegum flugsveitanna. Hún veitir íslenskum aðilum einnig þjónustu á friðartímum.  Rúmlega 100 manns starfa við björgunarsveitina.  Fimm Sikorsky HH-60G björgunarþyrlur.  Ein HC-130 Herkúles björgunarflugvél sem leiðbeinir þyrlunum og gefur þeim eldsneyti á flugi.  Björgunarsveitin hefur hlotið viðurkenningu fyrir björgun um 300 mannslífa frá því að hún kom til landsins árið 1971. Flotastöð varnarliðsins Flotastöðin er stærsta eining varnarliðsins. Hlutverk hennar er að veita aðgerðarsveitum varnarliðsins alla þá þjónustu sem þær þurfa til að geta starfað, allt frá rekstri flugvallarins og húsnæðis upp í veitu- kerfi, birgðir og fleira. Þar starfa í kringum 450 manns. 1.900 hermenn eru í varnarliðinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.