Morgunblaðið - 05.06.2003, Side 31

Morgunblaðið - 05.06.2003, Side 31
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2003 31 ✝ Árni Ólafssonfæddist í Sigtún- um á Kljáströnd í Höfðahverfi í S- Þing. 1. október 1925. Hann lést á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri hinn 26. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Anna María Vigfús- dóttir, f. 28. nóvem- ber 1888, d. 10. júlí 1973, og Ólafur Gunnarsson, f. 27. júlí 1878, d. 15. jan. 1964. Systkini Árna eru: Anna Gunnur, f. 7. maí 1911, d. 31.nóvember 1945; Dóra, f. 6. júlí 1912; Guðríður, f. 25. apríl 1916; Gunnar, f. 1. október 1917, d. 6. september 1991; Baldvin, f. 26. desember 1919; Vigfús, f. 7. nóvember 1922; og Þóra Soffía, f. 18. apríl 1931. Eftirlifandi eiginkona Árna er Sveinfríður Kristjánsdóttir, f. 3. nóvember 1926, frá Gásum í Glæsibæjarhreppi. Börn þeirra eru: 1) Erna, f. 4. ágúst 1961, maki Geir Jóhannsson. Börn þeirra eru: Árni Heiðar, f. 31. júlí 1988; Einar Jóhann, f. 9. júní 1992, og Arnar Geir, f. 14. mars 1998. 2) Kristrún, f. 28. maí 1964, maki Lúðvík Lúðvíksson. Börn þeirra: Lúðvík Már, f. 2. apríl 1992, og Herborg, f. 1. maí 1996. 3) Ólafur, f. 8. ágúst 1966. 4) Gunnar, f. 9. apríl 1968. Unnusta hans er Alma Oddgeirs- dóttir, fyrrverandi maki Arna Ýrr Sig- urðardóttir, barn þeirra Logi, f. 7. september 1987. Árni lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1946 og stundaði há- skólanám í Englandi, Þýskalandi og í Bandaríkjunum. Hann starf- aði sem framhaldsskólakennari um árabil, lengst af á Akureyri. Einnig stundaði hann sjó- mennsku, ýmist sem aðalstarf eða samhliða kennslu. Árni starf- rækti fatahreinsun ásamt Vigfúsi bróður sínum, fyrst á Siglufirði og síðan á Akureyri um langt skeið. Útför Árna fór fram þriðjudag- inn 3. júní í kyrrþey að hans ósk. Ég kynntist fyrst tengdaföður mínum fyrrverandi þegar ég var fimmtán ára gömul og fór að venja komur mínar heim til Gunna sem síðar varð kærastinn minn og eig- inmaður. Í fyrsta skipti sem ég vog- aði mér heim að dyrum til að spyrja hvort Gunni væri heima flykktist öll fjölskyldan fram í forstofu til þess að bera mig augum og spyrja mig spjörunum úr. Þar fór Árni fremst- ur í flokki, en það var einmitt eitt af hans aðaleinkennum að spyrja fólk um hagi þess og sýna því áhuga. Ég man alltaf eftir þessari kvöldstund. Þótt sá tilvonandi væri ekki heima fór mest allt kvöldið í það að láta rekja úr mér garnirnar. Ég hafði reyndar heyrt um ,,Árna Óla“ eins og amma kallaði hann alltaf, því að hann og afi minn voru veiðifélagar og eitthvað skyld- ir. Þar að auki bjuggu systkini Árna allt í kringum mig niðri á Eyri og var ágætur kunningsskap- ur á milli fjölskyldnanna, þótt lítill væri samgangurinn. Það voru því allir nokkuð sáttir við ,,ráðahaginn“ og ég var boðin velkomin á heimili Árna og Sveinu. Árni hafði mikinn áhuga á öllu sem tengdist menntun. Hann var kennari fram í fingurgóma og þreyttist aldrei á að kanna kunn- áttu mína í íslensku og ensku, en þau fög kenndi hann áratugum saman. Hann lagði mikla áherslu á það að börnin hans menntuðu sig og leit velþóknunaraugum á þá sem sköruðu fram úr í námi. Hann var óþreytandi við að hvetja mig, og síðan son minn, Loga, til þess að leggja metnað við námið og ná langt í þeim efnum. Það sama veit ég að hann gerði við börnin sín og hin barnabörnin, sem hann var mjög stoltur af. Árni var mikið náttúrubarn. Veiðieðlið var honum í blóð borið, hann gekk á fjöll og skaut rjúpu, hann sótti sjóinn á sumrin á trill- unni sinni, Hallsteini, og hann var friðlaus á vorin þangað til hann komst út á Kljáströnd til að veiða silung. Hann var líka duglegur að færa aðra björg í bú, á haustin nýtti hann hverja lausa stund til að fara í berjamó og oft voru systkinin búin að bölva vor- og haustferðunum út á Kljáströnd í kartöfluleiðangra. Þegar veiðieðlið greip hann breytti hann algerlega um takt, það virtist renna á hann hálfgert æði og hann gat vakað sólarhringum saman og nærst á engu nema svörtu kaffi. Og pípan góða var aldrei langt undan. Dýrmætasta veganestið sem Árni veitti mér var tvímælalaust ótrúleg gestrisni hans og örlæti. Hann hafði afskaplega gaman af að umgangast útlendinga og þeir voru margir sem fengu að kynnast gestrisni þeirra hjóna á ferðum sínum um Ísland. Það fóru ófáar stundir í að halda uppi samræðum við erlenda gesti, oft var þetta fólk sem var að endur- gjalda heimsóknir Árna eða barna hans og var það svo sannarlega ekki svikið af móttökunum, ekkert til sparað hvorki í mat né drykk. Þarna fékk ég gott tækifæri til að æfa málakunnáttu mína, bæði í ensku og þýsku, og jafnvel frönsku líka. Hann hélt góðu sambandi við ýmsa erlenda vini, t.d. prófessor Leon Long, eða ,,Longa“ eins og hann var alltaf kallaður í fjölskyld- unni og var mikið og gott samband á milli fjölskyldnanna. Örlæti Árna átti sér lítil takmörk. Hann var alltaf að gauka einhverju að manni, sérstaklega eftir að við Gunni byrjuðum að búa og Logi fæddist, þá var hægt að treysta því að Árni kæmi færandi hendi. Enn þann dag í dag nýt ég góðs af ör- læti hans og Sveinu, á t.d. fullan frysti af berjum og silungi. Árni var um margt merkilegur maður. Í honum bjó hið sterka eðli Íslendingsins sem sækir sjóinn og færir heim björg í bú, lifir í sátt og samlyndi við náttúruna og nýtir hana sér og öðrum til góðs. En um leið var hann hugsuður og mennta- maður og gerði sér grein fyrir mik- ilvægi þess að menn öfluðu sér sem mestrar þekkingar og nýttu hana sér og öðrum til góðs. Ég vil þakka honum samfylgdina og allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Ég votta fjölskyldu hans samúð mína og bið Guð að veita þeim styrk í sorg sinni. Arna Ýrr Sigurðardóttir. ,,Ekki fara allir á kirkjugarðs- ballið í haust sem ætluðu sér það í vor.“ Þegar ég hugsa til baka þá er þetta eitt af því sem ég man best eftir þér, afi minn. Allar sögurnar, skrítlurnar, ljóðin og stökurnar sem þú varst alltaf með á vörunum. Ég var búinn að heyra þær milljón sinnum en samt hlustaði ég alltaf og hló að ,,punchlineunum“. Ég man eftir því þegar ég var lítill og bjó í Reykjavík, hvað það var alltaf gaman að fara norður til þín og ömmu í jóla-, sumar- og páskafríun- um. Þá var það ekki óalgengt að við röltum saman upp í Brekku (eins og hverfisbúðin var alltaf kölluð), undir því yfirskini að kaupa brauð og mjólk. En auðvitað varstu bara að kaupa handa mér sælgæti. Á kvöldin sátum við síðan við eldhús- borðið og spiluðum Ólsen Ólsen eða ,,draga-henda“. Eða þú gekkst um gólf, tottaðir pípuna og talaðir við sjálfan þig, á meðan glumdi gamla Gufan og ég sat við eldhúsborðið og teiknaði bátamyndir. Þær voru líka ófáar ferðirnar sem við fórum út á Kljáströnd til að leggja net og fara á handfæri. Ég man hvað mér fannst það alltaf skrítið í þessum veiðiferðum hversu lítið þú þurftir að sofa. Þú vaktir heilu og hálfu sól- arhringana yfir netunum. Þegar ég varð síðan eldri var algengt að við sætum saman fram á nótt við eld- húsborðið í Þórunnarstrætinu og ræddum allt milli himins og jarðar. Þó vildirðu yfirleitt aðallega tala um hvernig gengi hjá mér í skól- anum, hvað ég væri að læra og hverjir stæðu sig best. Við þessi tækifæri fannst þér nú svolítið gaman að rifja upp einkunnir sem þú fékkst í menntaskóla og monta þig svolítið. Oft varstu þrjóskur og ekki nokkur leið að fá þig ofan af því sem þú varst búinn að bíta í þig, eins og sést kannski best á bíl- skúrnum, sem þú fylltir af drasli og ætlaðir alltaf að nota í einhverjar stórframkvæmdir. Drápuhlíðar- vaskurinn er annað dæmi. Þú hafðir líka mikið dálæti á útsölum og á þeim gerðirðu marga ótrúlega ,,díla“ (misgóða að vísu eins og þeir vita sem til þekkja). Það eru forréttindi að hafa fengið að þekkja þig, elsku afi minn, og ég mun eiga þessar minningar um þig alla ævi. Núna kveð ég í bili og fel þig hinum eilífu veiðilendum, eins og þú vildir kalla það. Mér þykir við hæfi að kveðja þig með erindi úr kvæði eftir eitt af þínum eft- irlætis skáldum: Af eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Ben.) Logi. Látinn er á Akureyri Árni Ólafs- son, kennari við Iðnskólann og síð- ar Verkmenntaskólann þar í bæ. Hann laut í lægra haldi fyrir þeim sjúkdómi sem svo mörgum ungum og öldnum verður að fjörtjóni. Fyr- ir ekki löngu kom hann í heimsókn til mín og við dreyptum á kveðju- skálinni og rifjuðum upp atvik frá sextíu ára kynnum uns talið barst að líðandi stundu. Þá var ljóst að Árni gekk þess ekki dulinn að leiðin væri senn á enda. „Ég kvíði ekki dauðanum, nema síður sé. Ég vil bara ekki þjást.“ Vonandi hefur honum orðið að ósk sinni. Það var gott og gaman að hafa Árna að sessunauti árin dýrlegu í máladeild Menntaskólans á Akur- eyri. Þau sáum við jafnan í gullnu skini fjarlægðarinnar. Árni var mikill málamaður og fús að rétta manni hjálparhönd ef í vörðurnar rak. Hann sigldi til Englands og síðar Þýskalands til framhalds- náms. Orlofsári sínu varði hann á ströndum Kaliforníu. Hann kom því margskólaður til kennslunnar. Árna var fleira hugleikið en bók- menning, verkleg iðja togaði hann til sín. Þegar á menntaskólárum hafði hann komið sér upp „pressu“, fatahreinsun og síðar fleiri en einni á nokkrum stöðum á landinu. Taka má sér í munn orð Arnar Arn- arsonar: „Hann var alinn upp við sjó/ungan dreymdi um skip og sjó.“ En ekki stundaði Árni alla ævi sjó heldur reri til fiskjar í sumarleyfum og endranær þegar færi gafst frá ýmsum verstöðum. Það má því ljóst vera að kennaranum og fiskimann- inum féll sjaldan verk úr hendi. Og honum ægði hversu núverandi fisk- veiðistjórnun hefur leikið þá sem vilja stunda handfæraveiðar. Árni Ólafsson var afar traustur og trygglyndur maður, einarður í skoðunum, víðsýnn og djúpsær og vildi brjóta mál til mergjar. Hann var gestrisinn og veitull svo af bar. Þegar við bekkjarsystkin héldum norður á afmælishátíðir hafði Árni jafnan boð inni og fagnaði endur- fundum. Þökk sé Árna fyrir löng og góð kynni og ég votta fólki hans samúð og óska honum góðrar ferðar til nýrra heimkynna. Þórhallur Guttormsson. ÁRNI ÓLAFSSON ✝ Sigríður Hall-dóra Aðalsteins- dóttir fæddist í Reykjavík 26. sept- ember 1921. Hún andaðist á Landspít- alanum í Fossvogi 27. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru þau Aðalsteinn Pálsson, skipstjóri og útgerðarmaður, frá Hnífsdal, f. 3. júlí 1891, d. 11. janúar 1956, og fyrri kona hans Sigríður Páls- dóttir húsfreyja, frá Hnífsdal, f. 28. nóvember 1889, d. 12. október 1930. Síðari kona Að- alsteins var Elísabet María Jón- asdóttir, húsfreyja og húsmæðra- kennari, frá Hnífsdal, f. 21. júlí 1893, d. 15. apríl 1978. Systkin Sigríðar eru Páll, skipstjóri og útgerðarmaður í Grimsby, f. 1916, d. 1970; Össur, járnsmiður og fyrrv. kaupmaður, f. 1919; Guðbjörg, húsfreyja og fyrrv. bankaritari, f. 1926; Elín, hús- móðir, f. 1927; og Jónas Aðal- steinn, hæstaréttarlögmaður, f. 1934. Hinn 3. nóvember 1956 giftist Sigríður Sturlu Eiríkssyni út- varpsvirkjameistara, f. 28. októ- ber 1922, d. 26. febrúar 1978, en hann var sonur Eiríks Kristófers- sonar skipherra og fyrri konu hans Jóhönnu Unu Eiríksdóttur. Þau Sigríður og Sturla voru barn- laus. Sigríður lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1940 og prófi í stærðfræði- greinum frá sama skóla 1942. Hún lauk exam. pharm. prófi frá Lyfjafræð- ingaskóla Íslands 1942, og stundaði verknám í Reykja- víkur Apóteki 1942- 1945. Hún stundaði framhaldsnám í Danmörku og útskrifaðist með cand. pharm. gráðu frá Dan- marks farmaceutiske Höjskole í Kaupmannahöfn 1948. Sigríður var lyfjafræðingur í Reykjavíkur Apóteki 1948-1953, er hún flutti til Akureyrar; þar starfaði hún í Stjörnu Apóteki apríl-nóv. 1953 og var forstjóri þess 1953-1956. Hún var lyfjafræðingur í Holts Apóteki í Reykjavík 1956-1960 og Kópavogs Apóteki 1960-1969; síð- an lyfsali í Apóteki Austurlands á Seyðisfirði 1969-1981. Eftir það starfaði hún tímabundið sem lyfjafræðingur í ýmsum apótek- um um nokkurra ára skeið. Sig- ríður var búsett á Seltjarnarnesi frá 1987. Útför Sigríðar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Elstu minningar okkar um Siggu frænku tengjast ævistarfi hennar, lyfjafræðinni, heimsóknum í apótekið í Kópavogi þar sem hún vann um skeið og „Siggumixtúr- unni“, blöndunni sem lyfjafræðing- urinn hafði sett saman úr ýmsum vítamínum og steinefnum þannig að við systkinin vorum alveg tilbú- in að fá okkar skammt af daglegri hollustu. Síðar tók hún við rekstri eigin apóteks á Seyðisfirði og þangað komum við öll og heimsótt- um hana um lengri eða skemmri tíma. Þegar hún flutti aftur í bæ- inn, varð hún strax óaðskiljanlegur hluti af okkar fjölskyldu, fylgdist grannt með okkar högum og barna okkar. Sigríður frænka var vel mennt- uð kona og nýtti menntun sína til að vera sjálfs sín herra og reyndist okkur öllum fyrirmynd. Hún var fróð og hafði víðtæka þekkingu og reynslu sem hún var óspör á að miðla til okkar. Það var ávallt gaman að tala við Siggu, því hún þekkti svo margt og marga. Nú þegar leiðir skiljast minn- umst við góðrar og skemmtilegrar frænku, minning hennar mun lifa með okkur. Guðrún, Aðalsteinn og Sigríður Finsen. Við kölluðu hana Siggu. Hún var skólasystir okkar í Menntaskólan- um og samstúdent árið 1940. Þá var ekki nema einn Menntaskóli og tvær deildir, stærðfræðideild og máladeild. Við vorum 51 sem settum upp hvítu kollana um vorið. Þá var menntaskólahúsið hertekið af Bretum, stríð í Evrópu og ekki vænlegt til framhaldsnáms erlend- is. En við gáfumst ekki upp, mörg okkar sigldu yfir úfið haf til Bandaríkjanna í leit að frekari menntun. Við vorum í skipalest og hafið var krökkt af óvinakafbátum. Sigga gerðist lyfjafræðingur, lærði fyrst hér heima og síðar í Dan- mörku, þegar siglingar hófust þangað á ný eftir styrjöldina. Sigga var góður félagi – alltaf jákvæð og glöð í sinni. Hún var góður námsmaður og samvisku- söm. Þessi stúdenta-árgangur 1940 stofnaði Kvikmyndasjóð Mennta- skólans í Reykjavík. Við vildum láta gera kvikmynd af sögu Menntaskólans. Sigga var virkur þátttakandi, lagði peninga í sjóð- inn eins og við hin á fimm ára fresti og gladdist með okkur ekki alls fyrir löngu, þegar takmarkinu var náð og við horfðum hrifin á myndina, sem minnti okkur á gamla daga. Það var alltaf gott að leita til Siggu. Bekkjarfélagarnir unnu í mörg ár alls konar und- irbúningsvinnu í sambandi við þessa mynd. Og Sigga tók þátt í henni. Þrátt fyrir fötlun sína hin síðari ár kom hún eins oft og hún gat í kaffidrykkju með þessum hóp, sem nú telur 26 manns. Við munum sakna hennar. Ættingjum og vin- um hennar sendum við innilegar samúðarkveðjur. Oddný E. Thorsteinsson. SIGRÍÐUR AÐALSTEINSDÓTTIR Sími 562 0200 Erfisdrykkjur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.