Morgunblaðið - 05.06.2003, Page 33

Morgunblaðið - 05.06.2003, Page 33
illi vandvirkni og listrænu yfir- bragði. Þau voru ófá skiptin sem við barnabörnin fórum í heimsókn á Reynivelli til ömmu og afa. Það var eins og þau hefðu allan heimsins tíma fyrir okkur. Þangað var alltaf gott að koma og andrúmsloftið á heimilinu einkenndist af mikilli frið- sæld. Elsku amma var ætíð svo áhugasöm um það sem við barna- börnin tókum okkur fyrir hendur og allt fram á síðasta dag fylgdist hún með högum fjölskyldunnar. Hún var vitur og innsæi hennar mikið. Þegar við höfðum verið í heim- sókn hjá ömmu og afa og komið var að kveðjustund, stóðu þau úti á svöl- um brosmild og falleg og veifuðu til okkar eins og konungborin heiðurs- hjón. Þannig sjáum við þau fyrir okkur og er gott að eiga þessa minn- ingu í hjartanu. Nú þegar komið er að hinstu kveðju biðjum við Guð að blessa ömmu Möggu. Hennar mjúka hönd og óendan- lega góðvild mun verða okkur barnabörnunum dýrmætur fjársjóð- ur um alla framtíð. Kveðja, barnabörnin. Elskulega amma, njóttu eilíflega Guði hjá, umbunar þess, er við hlutum ávallt þinni hendi frá; þú varst okkur ungu hjörtum, eins og þegar sólin hlý, vorblómin með vorsins geislum vefur sumarfegurð í. Hjartkær amma, far í friði, föðurlandið himneskt á, þúsundfaldar þakkir hljóttu þínum litlu vinum frá. Vertu sæl um allar aldir, alvaldshendi falin ver, inn á landið unaðsbjarta, englar Drottins fylgi þér. (Berglind Árnadóttir.) Þínar langömmustelpur, María Sigríður og Margrét Lóa. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2003 33 Elsku bróðir. Það er ótrúlega erfitt að sætta sig við það að þú sért farinn frá okkur fyrir fullt og allt. Ég hef oft kvatt þig í þeirri vissu að ég sæi þig ekki um skeið, t.d. þegar þú bjóst er- lendis um árabil – en ég vissi að sím- inn myndi hringja fljótlega og ég heyrði þig segja: ,,Hæ, elsku systir. Hvað segirðu gott?“ Símtölin voru mörg og löng um lífið og tilveruna og sérstaklega um börnin okkar. Sigga Rós og Kristófer voru sólargeislarnir í lífi þínu. Sigga Rós vaxin úr grasi og komin með fjölskyldu en eftir situr litli Kristófer, tíu ára gamall, sem saknar pabba síns sárt. Drengurinn þinn sem þú varst búinn að ala upp frá fæðingu og lifðir fyrir er nú flutt- ur til foreldra okkar og verður þar ÞÓRIR JÓNSSON ✝ Þórir Jónssonfæddist á Akur- eyri hinn 14. október 1963. Hann lést í nóvember 2002. Þór- ir var sonur hjónanna Unnar Steingrímsdóttur, f. 8.4. 1943, og Jóns Kristinssonar, f. 23.6. 1943. Systkini Þóris eru: 1) Hanna Þórunn Axelsdóttir, f. 7.5. 1961. 2) Hrafn- hildur Jónsdóttir, f. 12.7. 1965. 3) Ást- þrúður Kristín Jóns- dóttir, f. 18.2. 1967. Þórir átti tvö börn. Þau eru: 1) Sigríður Rós Þórisdóttir, f. 23.1. 1981. Móðir hennar er Regína Sig- ríður Ólafsdóttir. 2) Kristófer I. Þórisson, f. 1.10. 1992. Móðir hans er Kristína Gertrud. Þórir og Kristína giftust en slitu samvistir. Útför Þóris verður gerð frá Frí- kirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. umvafinn ást og um- hyggju. Ég veit að það gleður þig að vita af því. Ást þín á náttúru Ís- lands var mikil og ófáar ferðirnar fórstu til fjalla einn með bakpok- ann og tjaldið til þess að hvíla þig á skarkala lífs- ins. Ferðir þínar voru ávallt stuttar nema þessi síðasta sem end- aði með hörmulegu slysi. Það er huggun harmi gegn að vita að þú yfirgafst þessa jarð- vist þar sem þér leið best; til fjalla. Nú er dagur að kveldi kominn hjá þér en við hin höldum áfram í baráttu lífsins og geymum í hjarta okkar allar þær ljúfu minning- ar sem við eigum um þig. Vertu sæll að sinni, elsku bróðir. Megirðu eiga náðuga daga hjá afa, ömmu og Ingu frænku. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir, þá líður sem leiftur af skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.I.H.) Þín syrgjandi systir, Hanna Þórunn. Elsku bróðir. Nú ert þú farinn og eftir standa minningar og söknuður. Oft hefur verið sagt að þeir góðu fari fyrstir og á það við núna. Þegar við vorum lítil gast þú ekki sagt nafnið mitt þannig að þú gafst mér nafn sem þú einn notaðir „Habba Didda“. Allt- af varst þú svo ljúfur og góður bæði við menn og málleysingja. Ég man þegar þú komst með mýsnar heim af því að það var svo kalt úti. Ást þín á náttúrunni var einstök og ég skildi aldrei þegar þú fórst með bakpokann þinn og skálmaðir um fjöll og firnindi einn með sjálfum þér og þínum hugs- unum, en hver hefur sitt lag, elsku bróðir. Ég veit að þú verður alltaf hjá mér í hjarta mínu. Guð veri með þér. Þín systir Hrafnhildur. Ég var feginn að heyra það að Þór- ir frændi væri fundinn. Hann hafði verið týndur síðan í vetur. Leit var gerð að honum en ekkert til hans spurst. Hann hafði verið á ferðalagi og eitthvað komið fyrir. Hvað og hvar, vissi enginn. Ég hafði lítil afskipti af Þóri frænda í gegnum tíðina, fékk þó alltaf fréttir af honum. Einn daginn var hann kominn til Ameríku, annan til Grænlands, svo fór hann til Dan- merkur og þá á Austfirðina. Seinast hitti ég hann á pósthúsi í Reykjavík. Hann sagðist vera fluttur í bæinn. Ég trúði honum mátulega, grunaði að fljótlega yrði hann farinn eitthvað annað, á nýjan og framandi stað. Þór- ir var alltaf á ferðalagi. Þórir frændi fór aldrei troðnar slóðir, aldrei auðveldustu og einföld- ustu leiðina í lífinu. Mjög ungur eign- aðist hann dóttur og son nokkrum ár- um seinna. Einn í útlöndum var hann einstæður faðir, tók með ábyrgð á erfiðleikunum og mótlætinu. Hann þurfti ekki á öðrum að halda. Sinnti sínu og gerði það vel. Í vetur fór Þórir í enn eitt ferðalag- ið, fór einn og fór víða, og líkt og í líf- inu sjálfu valdi hann ekki auðveld- ustu og einföldustu leiðina, lenti í óhappi, féll, slasaðist og lést. En eng- inn vissi neitt um afdrif hans, fyrr en í síðustu viku. Það var ákveðinn léttir. Ég veit að ég tala fyrir okkur frændsystkinin, sem fylgdumst með ferðalögum Þóris frænda, þegar ég sendi syni hans, dóttur og afabarni okkar innilegustu samúðarkveðjur. Sömu kveðjur sendum við foreldrum hans, systrum og fjölskyldum þeirra. Guð geymi traustan og góðan dreng. Örn Þórðarson. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARÍA MAGNÚSDÓTTIR, Kolgröfum, Eyrarsveit, Grundarfirði, varð bráðkvödd á heimili sínu að kvöldi þriðju- dagsins 3. júní. Magnús Ingvarsson, Kristín Pálsdóttir, Jóhanna Ingvarsdóttir, Sigurður Baldursson, Gunnar Ingvarsson, Elís Ingvarsson, Bopit Kamjorn, Gróa Herdís Ingvarsdóttir, Ragnar Eyþórsson, Guðríður Arndís Ingvarsdóttir, Lúðvík Hermannsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ÞORKELL ÞORKELSSON frá Valdastöðum í Kjós, fyrrverandi framkvæmdastjóri, varð bráðkvaddur föstudaginn 23. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Jóhanna S. Guðjónsdóttir, Hallkell Þorkelsson, Vigdís Ársælsdóttir, Kristbjörn Þorkelsson, Guðríður Pálsdóttir, Kristjón Þorkelsson, Ásdís Leifsdóttir, Þorkell Þorkelsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, VALDIMAR JÓNSSON, Reykjabraut 7, Reykhólum, sem lést af slysförum föstudaginn 30. maí, verður jarðsunginn frá Reykhólakirkju laugar- daginn 7. júní kl. 14.00. Steinunn Erla Þorsteinsdóttir, Óskar Valdimarsson, Silja Guðrún Sigvaldadóttir, Hrönn Valdimarsdóttir, Arngrímur Kristjánsson, Hallfríður Valdimarsdóttir, Eggert Ólafsson, Elísabet Ingibjörg Valdimarsdóttir, Valdís Kristín Valdimarsdóttir og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, HILMAR ÓLAFUR SIGURÐSSON, andaðist föstudaginn 30. maí. Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni í Reykja- vík föstudaginn 6. júní kl. 10.30. Valgerður Bjarnadóttir, Klara Hilmarsdóttir, Róbert Trausti Árnason, Bryndís Hilmarsdóttir, Árni Ómar Bentsson, Elísabet Hilmarsdóttir, Vilhjálmur Kjartansson, Rósa Hilmarsdóttir, Bo Nico, Valgerður Hilmarsdóttir, Jeppe Gram, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, BIRGIR ANTONSSON, Ársölum 3, Kópavogi, lést á heimili sínu mánudaginn 2. júní. Jóna Fjalldal, Halldóra Birgisdóttir, Börkur Birgisson, Hrafnhildur Óladóttir, Hlynur Birgisson, Inga Huld Pálsdóttir, Kristjana Ösp Birgisdóttir, Áskell Þór Gíslason, Óli Antonsson og barnabörn. ✝ Ingibjörg Gísla-dóttir fæddist á Stokkseyri 28. desem- ber 1911. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 28. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Gísli Gíslason, f. 27. nóvember 1866 á Kotferju í Sandvíkur- hreppi í Árnessýslu, d. 29. desember 1935, og kona hans, Guðrún Sigurðardóttir, f. 5. október 1868 á Kal- stöðum á Stokkseyri, d. 30. desember 1945. Systkini Ingibjargar voru Sigur- þór, f. 11. nóvember 1896, d. 1. mars 1916, Anna Gíslína, f. 6. júlí 1898, d. 11. september 1984, Sig- urður, f. 23. apríl 1900, d. 4. mars 1966, Víglundur, f. 23. ágúst 1902, d. 28. mars 1977, Gísli, f. 6. október 1904, d. 17. júní 1992, Þóra, f. 18. nóvember 1906, d. 31. ágúst 1982, og Hinrik, f. 4. júní 1909, d. 16. mars 1986. Ingibjörg var verkakona og saumakona. Hún hélt heimili með Gísla bróður sínum þar til hann lést 1992. Þau bjuggu fyrst ásamt foreldrum sínum á Stokkseyri en þegar Ingibjörg var á sautjánda ári fluttu þau öll til Vest- mannaeyja ásamt Sigurþóri Margeirs- syni, f. 27. október 1925, d. 22. ágúst 2002, syni Önnu Gísl- ínu, systur Ingibjarg- ar, en hann ólst upp á heimili þeirra. Ingibjörg bjó ásamt Gísla bróður sínum og seinna einn- ig Þóru systur sinni í Vestmanna- eyjum fram að gosi 1973. Þau flutt- ust þá til Reykjavíkur þar sem þau bjuggu stuttan tíma en komu sér síðan fyrir á Stokkseyri þar sem þau bjuggu til 1989 er þau fluttu á Hrafnistu í Reykjavík. Útför Ingibjargar verður gerð frá Stokkseyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Þegar ég kveð Imbu í dag koma upp margar góðar minningar frá samverustundum mínum með henni. Eftir að Imba flutti frá Vestmanna- eyjum ásamt systkinum sínum þeim Gísla og Þóru var mun auðveldara fyrir mig, borgarbarnið, og fjöl- skyldu mína að kíkja til þeirra. Ég naut þess alltaf að heimsækja þau á Stokkseyri. Þegar ég hugsa til baka eru mér sérstaklega minnisstæðar ferðirnar sem voru farnar til að setja niður og taka upp kartöflur. Þau systkinin áttu stóran kartöflugarð og fór ég ásamt fjölskyldu minni til að hjálpa til. Það var sérstök stemning sem skapaðist þegar stórfjölskyldan hamaðist við að vinna í garðinum, all- ir skítugir upp fyrir haus og sæla og þægileg þreyta sem fylgdi þegar góðu dagsverki var lokið. Aldrei kom maður að tómum kofanum hjá henni Imbu því að hún passaði alltaf að eiga nóg af bakkelsi. Þegar gestir birtust var Imba á augabragði búin að dekka borð og hlaða það ýmsu heimabökuðu góðgæti. Þegar ég hugsa til allra samveru- stundanna með Imbu kemur sterkt upp í huga mér kyrrð og ró. Aldrei minnist ég þess að hafa mætt stressi og asa í heimsóknum mínum og sam- skiptum við hana, enda Imba mjög róleg og yfirveguð í fasi og var ekki fyrir að láta mikið á sér bera. Ég minnist með þakklæti og hlýju allra góðu samverustundanna. Blessuð sé minningin um góða konu. Ingibjörg Sigurþórsdóttir. INGIBJÖRG GÍSLADÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.