Morgunblaðið - 05.06.2003, Side 42
DAGBÓK
42 FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM-
AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111.
Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug-
lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100
kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Kiel
kemur í dag. Þerney,
Helgafell, Venus og
Dettifoss fara í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Eridan, Obsha og
Sapphire koma í dag.
Mannamót
Árskógar 4. Kl. 9–12
bað og opin handa-
vinnustofa, kl. 9–12.30
bókband og öskju-
gerð, kl. 9.45–10
helgistund, kl. 10.15
leikfimi, kl. 11 boccia,
kl. 13–16.30 opin
smíða og handa-
vinnustofa.
Bólstaðarhlíð 43. Kl.
8–16 hárgreiðsla, kl.
8.30–14.30 bað, kl. 9–
16 handavinna, kl. 9–
17 fótaaðgerð, kl. 14–
15 dans.
Félagsstarfið Dal-
braut 27. Kl. 8–16 op-
in handavinnustofan,
kl. 9–12 íkonagerð, kl.
10–13, verslunin opin,
kl. 13–16 spilað.
Félagsstarfið Dal-
braut 18–20. Kl. 9 bað
og opin handa-
vinnustofa, kl. 14
söngstund.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Kl. 9–12
bað, kl. 9–16 opin
vinnustofa, kl. 13.30
söngtími, kl. 15.15
dans.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 9
fótaaðgerð, kl. 10 hár-
greiðsla, kl. 13 föndur
og handavinna.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraun-
seli, Flatahrauni 3.
Billjardstofan er opin
alla daga kl. 13.30 til
17, panta þarf tíma í
Hraunseli í síma
555 0142
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Brids í dag
kl. 13. Muna að skrá
sig tímanlega í ferðir.
S. 588 2111.
Gerðuberg, fé-
lagsstarf, kl. 10.30
helgistund, kl. 11 kór-
æfing, frá hádegi
spilasalur opinn og
vinnustofur opnar. S.
575 7720.
Gjábakki, Fannborg
8. Handavinnustofan
opin, kl. 9.05 og 9.50
leikfimi, kl. 10.50 leik-
fimi, kl. 9.30, klippi-
myndir, kl. 13 gler og
postulínsmálun, kl. 20
gömlu dansarnir, kl.
21 línudans. Vegna
forfalla eru nokkur
sæti laus í Austfjarð-
arferðina 23. til 27.
júní. Upplýsingar í
síma 554 3400.
Gullsmári, Gullsmára
13. Opið frá kl. 9–17,
handavinnustofan opin
frá kl. 13–16.
Hraunbær 105. Kl. 9
handavinna og perlu-
saumur, og hjúkr-
unarfræðingur á
staðnum, kl. 9.05 leik-
fimi, kl. 10 boccia, kl.
11 leikfimi, kl. 14 fé-
lagsvist.
Hvassaleiti 56–58. Kl.
9 bútasaumur, kl. 10
boccia, 13.30 fé-
lagsvist. Fótaaðgerðir,
hárgreiðsla.
Korpúlfar Grafarvogi
samtök eldri borgara,
hittast á fimmtudög-
um kl. 10, aðra hverja
viku er púttað á
Korpúlfsstöðum en
hina vikuna er keila í
Keilu í Mjódd.
Norðurbrún 1. Kl. 9–
16.45 opin vinnustofa
og tréskurður, kl. 13–
16.45 leir, kl. 10–11
ganga.
Vesturgata 7. Kl. 9–
16 fótaaðgerð og hár-
greiðsla, kl. 9.15–12
bað, kl. 9.15–15.30,
handavinna, kl. 10–11
boccia, kl. 13–14 leik-
fimi.
Vitatorg. Kl. 8.45
smíði, kl. 9 hár-
greiðsla, kl. 9.30 opin
vinnustofa og morg-
unstund, kl. 10 fótaað-
gerð og boccia-æfing,
kl. 13 handmennt og
spilað. Vorferð verður
farin 11. júní kl. 12.30,
Grindavík, Herdís-
arvík, Strandakirkja,
Þorlákshöfn að Ölfus-
árósum, þar drukkið
kaffi, síðan ekið um
Eyrarbakka, Stokks-
eyri, Selfoss og
Hveragerði á heim-
leið, uppl. og skráning
í síma 561 0300.
ITC-Melkorka Mæt-
ing í Freyjulundi kl.
19 í kvöld. Uppl. í
síma 554 3381.
Hrefna.
Brúðubíllinn
Brúðubíllinn verður í
dag, fimmtudaginn 5
júní, kl. 14 við Árbæj-
arsafn og á morgun
föstudaginn 6. júní kl.
10 við Arnarbakka og
kl. 14 við Austurbæj-
arskóla.
Minningarkort
Minningarkort Kven-
félags Neskirkju fást
hjá kirkjuverði Nes-
kirkju, í Úlfarsfelli,
Hagamel 67 og í
Kirkjuhúsinu v/
Kirkjutorg.
Minningarkort Kven-
félagsins Hringsins í
Hafnarfirði fást í
blómabúðinni Burkna,
hjá Sjöfn s. 555 0104
og hjá Ernu s. 565
0152 (gíróþjónusta).
Minningarkort ABC
hjálparstarfs eru af-
greidd á skrifstofu
ABC hjálparstarfs í
Sóltúni 3, Reykjavík í
síma 561-6117. Minn-
ingargjafir greiðast
með gíróseðli eða
greiðslukorti. Ágóðinn
fer til hjálpar nauð-
stöddum börnum.
Í dag er fimmtudagur 5. júní
156. dagur ársins 2003, fardagar.
Orð dagsins: Orð dagsins: Hver
sem ekki tekur sinn kross og
fylgir mér, er mín ekki verður.
(Matt. 10, 38)
Þorsteinn Már Bald-vinsson, forstjóri
Samherja, gagnrýndi
Seðlabankann og Má
Guðmundsson, aðal-
hagfræðing bankans, í
Fréttablaðinu í fyrra-
dag. Að vonum hefur
Þorsteinn áhyggjur af
áhrifum hás gengis
krónunnar á íslenskan
iðnað, sem fær færri
krónur fyrir tekjur í er-
lendri mynt en ef gengið
væri lægra.
Þorsteinn kallaði eftiraðgerðum Seðla-
bankans. „Ég hef ekki
trú á því að atvinnulíf í
landinu þoli þetta gengi,
annað en það sem er
óháð gjaldmiðlunum.
Þegar ég heyri í Má Guð-
mundssyni, aðal-
hagfræðingi Seðlabank-
ans, spyr ég sjálfan mig
hvort við búum í sama
landi. Ég óttast að
stjórnendur Seðlabank-
ans hafi ekki skilning á
atvinnulífinu, því þeir
hafa ekki reynslu af því
að starfa innan þess,“
sagði hann.
Þessi gagnrýni er aðmörgu leyti ómak-
leg. Ástæðan fyrir því að
gengi íslensku krón-
unnar er svo hátt sem
raun ber vitni er meðal
annars væntingar um
hinar miklu fram-
kvæmdir sem fyrirhug-
aðar eru í stóriðju á
Austurlandi.
Þessar væntingar umtekjur utan úr heimi
valda því að eftirsókn-
arvert er að eiga krónur,
frekar en ýmsa aðra
gjaldmiðla. Þess vegna
hækka þær í verði, þann-
ig að fyrir hverja krónu
fást fleiri einingar af
öðrum gjaldmiðlum.
Þetta er afleiðingfrjálsra fjármagns-
flutninga, sem er lítt um
deilt fyrirkomulag hjá
hagfræðingum heimsins
eins og frelsi á öðrum
mörkuðum. Við þessu
getur Seðlabankinn lítið
gert með stýritækjum
sínum, nema til skamms
tíma. Enda er opinbert
markmið bankans ekki
að halda genginu föstu,
heldur halda verðbólgu
lágri.
Már Guðmundssonsamdi ekki við Alc-
oa um einar mestu fram-
kvæmdir Íslandssög-
unnar. Því er ansi hæpið
að kenna honum um
ástand mála. Reyndar
mótmæltu fáir þeirra,
sem nú bölva hágenginu,
framkvæmdunum á sín-
um tíma.
Þeir sem hafa áhyggj-ur af genginu ættu
að beina tilmælum sínum
til hins opinbera, því það
sem myndi raunverulega
hjálpa íslenskum iðnaði
við þessar aðstæður væri
aðhald í fjármálum ríkis
og sveitarfélaga, með
lækkun skatta samfara
minnkandi útgjöldum.
STAKSTEINAR
Stýrir Már Guðmunds-
son gengi krónunnar?
Gúrkutíð
VIÐ þekkjum íslenskar ag-
úrkur og við viljum borða ís-
lenskar agúrkur. En við vilj-
um þessar stóru, fallegu,
safríku agúrkur. Á þessum
tíma árs, þegar við erum
sjálfum okkur nóg með ag-
úrkuframleiðslu, þá verður
maður undrandi að finna
bara litlar, hálfþroskaðar
gúrkumjónur í stórmörkuð-
unum. Þegar ég rakst á
þessar píslir í „búðinni
minni“ í dag, varð það til
þess að ég gerði snögga
könnun. Ég fór í fimm stór-
markaði og alls staðar var
sama sagan. Stórmarkað-
irnir selja í dag gúrkur í
stykkjatali, en ekki eftir
vigt. Á umbúðunum stendur
að þær séu (a.m.k.?) 350 gr
og ég hugsaði: Er þetta sér-
stakt agúrkukyn, sem hætt-
ir að vaxa, þegar það hefur
náð 350 gr þyngd? Eru
ræktendur með vigtina á
lofti í gróðurhúsinu? Eigum
við að sætta okkur við hálf-
vaxna agúrkuunglinga? Er
kannski hagkvæmara fyrir
stórmarkaðinn að selja ag-
úrkur í stykkjatali en eftir
vigt? Hvað er með mig og
þig? Hvenær fáum við aftur
okkar stóru, góðu og ljúf-
fengu agúrkur, sem íslensk-
ir garðyrkjubændur geta
framleitt og hafa framleitt
fyrir okkur á liðnum árum?
Gunnar
Dýrahald
Kisu vantar
heimili
SANDRA óskar eftir heim-
ili vegna ofnæmis á núver-
andi heimili. Hún er þriggja
ára læða, brúnyrjótt, ósköp
góð en ekki mjög kelin.
Sandra er mikið fyrir úti-
veru og væri æskilegt að
hún fengi að vera úti góðan
part af degi á nýja heim-
ilinu. Áhugasamir geta haft
samband í síma 553 6149.
Gári týndist
LÍTILL blár gári týndist
frá Hátúni 10 sl. laugardag.
Þeir sem hafa orðið hans
varir eru vinsamlegast
beðnir um að hafa samband
í síma 557 1248.
Misty er týnd
LÆÐAN Misty hvarf frá
heimili sínu í Kópavogi fyrir
nokkrum dögum síðan.
Misty er eins árs, fremur
smágerð og feimin. Hún bar
skreytta, rauða ól með
rauðu merkisspjaldi er hún
hvarf. Misty er ekki gefin
fyrir útiveru. Þeir sem geta
veitt upplýsingar um ferðir
læðunnar eru vinsamlegast
beðnir að hafa samband í
síma 694 8225.
Flaug inn um
glugga
DÍSARPÁFAGAUKUR af
stærri gerðinni flaug inn um
glugga í Dalsbyggð í Garða-
bæ mánudaginn 2. júní sl.
Gaukurinn er grár að lit.
Nánari upplýsingar er hægt
að nálgast í síma 893 1205.
Tík í óskilum
TÍK af gerðinni írskur sett-
er er í óskilum á Hundahót-
elinu að Leirum. Tíkin er
smávaxin, u.þ.b. 10 ára göm-
ul og ber rauða ól. Eigandi
tíkurinnar er beðinn að vitja
hennar hið snarasta. Upp-
lýsingar í síma 566 8366 eða
698 4967.
Tík fannst á Geirsnefi
Smávaxin íslensk tík fannst
á Geirsnefi. Hún er ljósbrún
á lit. Eigandi er vinsamleg-
ast beðinn að vitja hennar
strax. Upplýsingar í síma
566 8366 eða 698 4967.
Hundahótelið Leirum
Tapað/fundið
Plastpoki tapaðist
í Mjóddinni
FÖSTUDAGINN 30. maí
sl. varð plastpoki með ljós-
grænum kjól, þ.e. hlýrapilsi
eða skokki og stuttum jakka
með hvítum bryddingum
viðskila við eiganda sinn í
Mjóddinni. Eigandinn kom
gangandi frá Landsbankan-
um að Garðheimum og til
baka að leið 14. Skilvís finn-
andi hafi vinsamlegast sam-
band í síma 557 1563.
Nanna
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn
Börn frá leikskólanum Brekkuborg á Arnarhóli við
styttu Ingólfs Arnarsonar.
LÁRÉTT
1 saltlög, 8 dáin, 9 vægar,
10 tölustafur, 11 arka, 13
blæs kalt, 15 ósoðið,
18 vegurinn, 21 máttur,
22 sjófugl, 23 peningar,
24 afbrotamaður.
LÓÐRÉTT
2 standa gegn, 3 kaggi, 4
getnaður, 5 atvinnu-
grein, 6 rekald, 7 konur,
12 megna, 14 espa, 15 jó,
16 gróða, 17 spjald, 18
káta, 19 köku, 20 ill kona.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 alveg, 4 þytur, 7 volks, 8 eðlið, 9 tík, 11 karp,
13 fann, 14 ostur, 15 tölt,
17 ágæt, 20 kal, 22 pútan, 23 umber, 24 rænir, 25 draga.
Lórétt: 1 atvik, 2 volar, 3 gust, 4 þrek, 5 tolla, 6 rúðan,
10 ístra, 12 pot, 13 frá,
15 tæpur, 16 lotan, 18 gubba, 19 torfa, 20 knýr, 21 lund.
Krossgáta 6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Víkverji skrifar...
VÍKVERJI ætlar sér ekki að full-yrða neitt um hvers vegna hóp-
slagsmál brutust út í Hafnarstræti á
sunnudagsmorgun enda hefur hann
engar forsendur til þess. Það er þó
ástæða til að velta því fyrir sér hvort
þetta hefði gerst ef varnarliðmenn-
irnir sem tókust á við Íslendingana
hefðu ekki verið „af vellinum“, ekki
verið bandarískir og allir verið hvítir
á hörund. Augljóslega skipti kyn-
þáttur og uppruni mannanna máli
því sjónarvottar hafa m.a. sagt í fjöl-
miðlum að þegar lætin hófust hafi
ókvæðisorð um blökkumenn ómað
um Hafnarstrætið. Það er auðvitað
ekkert nýtt að erlendum hermönn-
um og Íslendingum lendi saman.
Slík átök eru þó enn andstyggilegri
þegar lágkúrulegir kynþátta-
fordómar spila þar inn í, eins og
raunin virðist vera í þessu tilfelli.
x x x
HNÍFSSTUNGUÁRÁS er aðsjálfsögðu óafsakanleg en því
má heldur ekki gleyma að það báru
fleiri vopn en árásarmaðurinn. Sjón-
arvottur sem hafði samband við
Morgunblaðið lýsti því hvernig ungu
mennirnir í Hafnarstrætinu bjuggu
sig undir átökin með því að fela gler-
flöskur fyrir aftan bak, setja lykla
inn í hnefa sína og armbandsúr um
hnúana. Víkverji verður að við-
urkenna að honum óar við þessari
lýsingu og telur greinilegt að í hópn-
um hafi verið ósvífnir slagsmála-
hundar. Hnífaburður er vissulega
ólöglegur en það er ekkert síður
bannað að beita glerflöskum eða
hnúajárnum í átökum.
x x x
EITT af því sem vakti athygli Vík-verja er að sá sem varð fyrir
árásinni er úr Keflavík. (Nú er rétt
að ítreka að Víkverji fullyrðir ekkert
um ástæður átakanna eða hver átti
upptökin.) Það er á hinn bóginn ekk-
ert leyndarmál að oft hefur andað
köldu milli varnarliðsmanna og
ungra manna á Suðurnesjum og man
Víkverji eftir mörgum fréttum af
átökum þeirra á milli. Þessari „hefð“
hefur raunar verið haldið talsvert á
lofti undanfarið í auglýsingum um
box sem hafa m.a. birst á Stöð 2. Þar
er talað við upprennandi hnefaleika-
kappa sem segir eitthvað á þessa leið
fyrir eða eftir boxkeppni við Banda-
ríkjamenn: að það sé hefð fyrir því
að Keflvíkingar berji „Kana“. Þetta
hefur hann sjálfsagt sagt í hita leiks-
ins og líklega og vonandi ekki meint
mikið með þessu. Víkverja finnst
hins vegar fráleitt hjá sjónvarps-
stöðinni að nota þessi ummæli í aug-
lýsingu. Víkverji þykist viss um að ef
einhver boxari segði frá því að í hans
fjölskyldu væri hefð fyrir því að
berja araba eða Pólverja þá þætti
Stöð 2 það hreint ekkert fyndið og
myndi örugglega ekki nota það í
auglýsingu. Á eitthvað annað við um
þá Bandaríkjamenn sem starfa fyrir
varnarliðið á Keflavíkurflugvelli?
Öllu betri en margir þeir sem voru í Hafnarstræti á sunnudagsmorgun.