Morgunblaðið - 05.06.2003, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2003 43
STJÖRNUSPÁ
Frances Drake
TVÍBURAR
Afmælisbörn dagsins:
Gáfur og framsýni eru ein-
kennandi fyrir þig. Þú hefur
góða rökhugsun og fylgir
tískunni. Fólk misskilur þig
sökum þessa. Ekki láta það á
þig fá, fólk mun átta sig.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Fjárfestingar úr hófi fram
gætu leitt til óvenjulegra
kaupa. Hvað sem því líður er
þetta þitt eðli. Þú hefur áræði
til að bera.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Daður úr óvæntri átt gæti
komið þér í opna skjöldu.
Þegar öllu er á botninn hvolft
er gott að vita að einhver dá-
ist að manni.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þér líkar ekki að taka við
skipunum og kýst sjálfstæði.
Þú verður þó að sýna var-
kárni og varast að ergja aðra
með yfirgangi.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Vinur þinn gæti komið þér í
uppnám með óvæntum upp-
lýsingum. Ef þú verður of
undrandi gætir þú misst af
upplýsingunum. Sýndu yf-
irvegun.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Eitthvað óvænt mun eiga sér
stað vegna sameignar. Gætu
verið annað hvort góðar eða
slæmar fréttir.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Bilanir af einhverju tagi gætu
valdið töfum í vinnunni.
Áhyggjur koma að engu
haldi. Það verður að takast á
við vandann.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Hjálp úr óvæntri átt, sam-
þykki eða varningur gerir
starf þitt auðveldara í dag.
Uppákomur sem tengjast eig-
um annarra eru yfirvofandi.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Vinasambönd gætu tekið
breytingum í dag. Það gæti
farið að hitna í kolunum á
óvæntum stöðum. Eitthvað
gerist sem léttir á hjarta þínu.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Ef þú kýst að taka til hend-
inni skaltu láta verða af því.
Löngun þín til skipulagningar
er aðdáunarverð. Ekki hika
við að láta undan henni.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Ást við fyrstu sýn gæti átt sér
stað í dag. Gleði og góðar
stundir með börnum geta
gert lífið ánægjulegra.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þú gætir keypt eitthvað sem
myndi fegra heimilið. Ef það
eykur hamingju þína skaltu
láta verða af því. Einnig gæti
þig langað að gleðja fjöl-
skyldumeðlim.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Heillandi hugmyndir og geisl-
andi gáfur einkenna þig í dag.
Hugur þinn er uppfullur af
hugmyndum um framtíðina.
Þú finnur leiðir til að auka
frelsi þitt.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
ÁRNAÐ HEILLA
SÁLMUR
Sjá, gröfin hefur látið laust
til lífsins aftur herfang sitt,
og grátur snýst í gleðiraust.
Ó, Guð, ég prísa nafnið þitt.
Nú yfir lífs og liðnum mér
skal ljóma sæl og eilíf von.
Þú vekur mig, þess vís ég er,
fyrst vaktir upp af gröf þinn son.
Á hann í trúnni horfi ég,
og himneskt ljós í myrkri skín,
með honum geng ég grafarveg
sem götu lífsins heim til þín.
Björn Halldórsson.
LJÓÐABROT
1. e4 d5 2. exd5 Dxd5 3.
Rc3 Da5 4. Rf3 c6 5. Bc4
Dc7 6. d3 h6 7. h3 e6 8. a3
Bc5 9. d4 Bb6 10. Re5 Rd7
11. Bf4 Dd8 12. De2 Bxd4
Staðan kom upp á Meist-
aramóti Skákskóla Íslands
sem lauk fyrir skömmu.
Hallgerður Þor-
steinsdóttir
(1270) hafði hvítt
gegn Alexander
Þórissyni. 13.
Rxf7! Bxc3+ 14.
bxc3 Da5 15.
Dxe6+ Kf8 16.
Bd6+ Re7 17.
Bxe7+ Ke8 18.
Rd6#. Hallgerður
er ein mörgum
efnilegum stúlk-
um sem hafa nýtt
sér skáktíma
Taflfélagsins
Hellis í Austur-
bæjarskóla síð-
ustu vikur og mánuði. Guð-
fríður Lilja Grétarsdóttir
og Lenka Ptácníková hafa
haft umsjón með æfing-
unum en á laugardaginn
kemur verður lokamót
námskeiðsins. Það hefst kl.
11.00 og stendur til 13.00
og fer fram í Austurbæj-
arskóla. Allar stúlkur 15
ára og yngri eru velkomnar
að taka þátt.
SKÁK
Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
70 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 5.
júní, er sjötug Jóna Guð-
mundsdóttir frá Dynjandi í
Arnarfirði, fyrrverandi
miðasölukona í Þjóðleik-
húsinu. Eigimaður hennar
er Marinó Finnbogason.
Þau eru að heiman í dag.
Þessar duglegu stúlkur söfnuðu kr. 4.000 til styrktar
Rauða krossi Íslands. Þær eru: Birgitta Björt Garð-
arsdóttir, Erla María Sigþórsdóttir, Sigurbjörg Jóhanna
Gísladóttir og Alexandra Gunnarsdóttir.
Þessar dömur söfnuðu á tombólu um daginn til styrktar
Þroskahjálp á Suðurnesjum og var ágóðinn af henni 5.033.
Þær heita Karolína Andrea Jónsdóttir og Jóhanna Ósk
Jónasdóttir.
ÞEGAR slemma er innan
seilingar má búast við því
í stóru móti að einhver pör
láti freistast af slemmubó-
nusnum og hafi að engu
heftandi punktareglur.
Punktar eru jú fyrir byrj-
endur, meistarar telja
slagi!
Suður gefur; enginn á
hættu.
Norður
♠ 752
♥ ÁD832
♦ Á32
♣G3
Vestur Austur
♠ D10 ♠ KG963
♥ 19764 ♥ G5
♦ D964 ♦ KG7
♣52 ♣1076
Suður
♠ Á84
♥ K
♦ 1085
♣ÁKD984
Þetta er enn eitt spilið
frá Norðurlandamótinu í
Færeyjum og það kom
satt að segja á óvart að
ekkert par skyldi reyna
slemmu í NS. Sagnir voru
víðast hvar á þessum nót-
um:
Vestur Norður Austur Suður
– – – 1 lauf
Pass 1 hjarta 1 spaði 3 lauf
Pass 3 spaðar * Pass 3 grönd
Pass Pass Pass
Allt rétt og hnökralaust
í sjálfu sér, en það virðist
þó ekki fráleitt fyrir norð-
ur að lyfta þremur grönd-
um í fjögur og reyna
þannig að hvetja makker í
slemmu. En það er greini-
legt að punktarnir ráða
för í meginatriðum.
En bíðum við – þetta er
engin slemma! Sagnhafi á
11 slagi, hvorki meira né
minna. Enn á ný er það
rétt athugað, ef gert er
ráð fyrir bestu vörn. Sé
hins vegar reiknað með
EÐLILEGRI vörn fást
alltaf 12 slagir. Hin eðli-
lega vörn er sú að vestur
komi út í lit makkers með
spaðadrottningu. Sagnhafi
dúkkar, og ef hann fær
aftur spaða (sem líka er
eðlilegt), þá eru tólf slagir
sjálfkrafa í húsi. Hann
byrjar á því að hirða þrjá
slagi á hjarta og rúllar svo
niður öllum laufunum.
Norður
♠ –
♥ 8
♦ Á3
♣–
Vestur Austur
♠ – ♠ K
♥ 10 ♥ –
♦ D9 ♦ KG
♣– ♣–
Suður
♠ 8
♥ –
♦ 10
♣8
Þegar síðasta laufinu er
spilað rennur upp tand-
urhrein tvöföld þvingun og
tígulþristurinn verður
tólfti slagurinn.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson
HLUTAVELTA
Ég held að þetta gangi
ekki! Ég heyrði að þau ætl-
uðu í sitt hvora brúðkaups-
ferðina!
Góður snúningur
á sumarbrids
MIÐVIKUDAGINN 28. maí var
spilaður Barómeter Howell með
þátttöku 10 para. Allir spiluðu við
alla, 3 spil á milli para og hæstir urðu
Baldur Bjartmarsson og Sveinn
Rúnar Eiríksson með +22 sem jafn-
gildir 60,2% skor. Efstu pör voru:
Baldur Bjartmarss. – Sveinn R. Eiríkss.+22
Guðlaugur Sveinsson – Erlendur Jónss. +8
Helgi Samúelsson – Stefán Garðarsson +5
5 pör tóku þátt í Verðlaunapott-
inum og rann hann allur til Guðlaugs
og Erlendar.
Fimmtudaginn 29. maí var spilað-
ur Howell tvímenningur með þátt-
töku 10 para. Meðalskor var 108 og
efstu pör voru:
María Haraldsd. – Harpa Fold Ingólfsd. 133
Sveinn R. Þorv.s. – Gísli Steingrímss. 126
Guðlaugur Sveinss. – Erlendur Jónss. 121
Skorið hjá Maríu og Hörpu var
61,6%.
26 pör mættu til leiks föstudaginn
30. maí og var þá í fyrsta skipti spil-
aður Snúnings-Mitchell. Spilarar
áttu ekki í neinum vandræðum með
snúninginn og höfðu flestir gaman af
þessu nýja fyrirkomulagi. Félagarn-
ir Daníel Már Sigurðsson og Sverrir
G. Kristinsson leiddu allt kvöldið og
enduðu með +83 sem jafngildir
63,3% skori. Lengi vel leit út fyrir að
þeir myndu slá út hæsta prósentu-
skor sumarsins en þeir gáfu aðeins
eftir á lokasprettinum. Meðalskor
var 312 og efstu pör voru:
Daníel M. Sig. – Sverrir G. Kristinss. +83
Helgi Bogason – Gylfi Baldursson +63
Bragi Bjarnason – Árni Hannesson +49
Stefán Garðarss. – Jón V. Jónmundss. +43
Jón Stefánsson – Magnús Sverrisson +40
Sigurður Þorgeirss. – Einar L. Péturss. +38
13 pör voru með í Verðlaunapott-
inum og fóru fyrstu verðlaunin til
Daníels og Sverris en 2. verðlaunin
runnu í hendurnar á Helga og Gylfa.
8 sveitir tóku þátt í Þeysireiðar-
sveitakeppninni sem var spiluð eftir
að tvímenningnum lauk. Sveit Öldu
Guðnadóttur var efst meðal jafn-
ingja með 57 stig úr 3 leikjum.
Alheimstvímenningur
í sumarbrids
Hinn árlegi Alheimstvímenningur
verður spilaður föstudaginn 6. júní
og laugardaginn 7. júni. Báða dag-
ana verður spilað í sumarbrids,
Mitchell fyrri daginn og Barómeter
seinni daginn. Mikill áhugi hefur
verið á þessari keppni undanfarin ár,
og til dæmis má taka að 12000 pör
spiluðu á föstudeginum í fyrra. Veitt
verða humarverðlaun fyrir efstu pör
í boði Hafliða. Tekið er við fyrir-
framskráningu í síma 587-9360 eða í
tölvupósti, bridge@bridge.is
Alheimstvímenningur
á föstudag á Akureyri
Föstudaginn 6. júní kl. 19:00 verð-
ur spilaður Alheimstvímenningur
hjá B.A. Spiluð eru sömu spil á
nokkrum stöðum á Íslandi og einnig
víðs vegar um heiminn svo gaman
verður að sjá hvernig okkur gengur
á Akureyri. Borðgjald er örlítið
hærra en venjulega eða 600 kr. og
ítrekað er að tvímenningurinn er kl.
19:00 í Hamri. Látið endilega sjá
ykkur.
Þriðjudaginn 3. júní mættu 11 pör
í Sumarbridge og höfðu Skúli Skúla-
son og Stefán Stefánsson sigur með
góðum mun þó barátta næstu para
hafi verið hörð:
Stefán Stefánss. – Skúli Skúlason 64,8%
Steinarr Guðmundss. – Víðir Jónss. 55,2%
Una Sveinsd. – Jón Sverrisson 54,8%
Frímann Stefánss. – Gissur Jónass. 51,9%
Næsta sumarbrids er þriðjudag-
inn 10. júní en við vekjum athygli á
því að ekki verður spilað 17. júní
heldur miðvikudaginn 18. júní og að
venju í Hamri kl. 19:30.
Félag eldri borgara
í Hafnarfirði
Föstudaginn 30. maí var spilaður
Mitchel tvímenningur hjá eldri borg-
urum í Hafnarfirði. Úrslit urðu þessi
Norður/suður riðill
Jón Pálmason – Sverrir Jónsson 118
Ásgeir Sölvason – Guðni Ólafsson 108
Árni Bjarnas. – Þorvarður Guðmundss. 96
Austur/vestur riðill
Jón Gunnarsson – Kristján Þorláksson 117
Hermann Valsteinss. – Jón Sævaldss. 110
Arndís Magnúsd. – Hólmfríður Guðm. 110
DAGBÓK
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Ungu strákarnir Gunnar Björn Helgason og Örvar Óskarsson eiga í höggi
við reynslumikla keppnisspilara Hjálmar S. Pálsson og Björn Árnason.
Mánaðarlegir fundir Parísar, félag þeirra sem
eru einar/einir, eru á Kringlukránni kl. 11.30.
Næsti fundur verður 7. júní. • www.paris.is
BJARNI JÓNSSON
listmálari
hefur opnað sína árlegu sýningu
í Eden Hveragerði.
Sýningunni lýkur 15. júní.
Sími 567 3718
virka daga frá kl. 10-18
laugardaga frá kl. 10-14
Opið
Tilboðsdagar
15% afsláttur af peysum og skóm