Morgunblaðið - 05.06.2003, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
Sími 588 1200
Lágmúla og Smáratorgi
opið kl. 8-24
alla daga
www.isb.is
flaki›?
rennurnar?
málninguna?
gluggana?
klæ›ninguna?
hur›irnar?
Er kominn tími á ...
MIKIÐ verðfall hefur verið á ýsu á innlendum fisk-
mörkuðum frá því um áramót. Samkvæmt yfirliti
frá Íslandsmarkaði var meðalverð á slægðri ýsu í
síðustu viku um 81 króna á hvert kíló, en hæst fór
ýsuverðið í tæpar 180 krónur í þriðju viku í janúar.
En hefur þessi lækkun skilað sér til neytenda?
Eiríkur Auðunn Auðunsson hjá Fiskbúðinni Vör
segir að þessi lækkun sé mestmegnis á smáýsu sem
vegi rúmlega kíló og fiskbúðirnar eigi afskaplega
erfitt með að bjóða upp á, því eftirspurnin sé eftir
nýrri línuýsu. „Hún hefur því miður ekki lækkað
jafnmikið. Þessi ýsa sem hefur lækkað er ekki í lík-
ingu við nýja línuýsu. Þetta er önnur stærð og
annar gæðastaðall sem um er að ræða, þar af leið-
andi er sá fiskur yfirleitt ódýrari,“ leggur hann
áherslu á. Hann segir að verðið geti verið mjög
rokkandi og til dæmis hafi það áhrif í hvernig
holdum ýsan sé. „Ýsan hefur verið mjög horuð upp
á síðkastið og þótt hún hafi verið ódýr á móti þá er
mun minni nýting í henni en verið hefur. Það mun-
ar kannski 15–20% á nýtingu,“ segir hann. Eiríkur
bendir á að vissulega hafi lækkun á mörkuðum
mátt skila sér betur til neytenda hjá þeim aðilum
sem noti þetta hráefni. Hann undirstrikar hins
vegar að það geri ekki margir fisksalar því þeir vilji
fá viðskiptavini sína aftur og þá sé ekki hægt að
bjóða upp á svona vöru.
Að hans sögn er almennt verð á ýsu 150–200
krónur í innkaupum og giskar hann á að flökin séu
á um 850 krónur til neytenda. Hann ítrekar þó að
erfitt sé að segja til um þetta því fiskurinn geti
verið svo misjafn.
Meðalverðið segir ekki allt
Helgi Helgason, einn eigenda Fiskbúðar Haf-
liða, bendir á að meðalverðið segi ekki allt. „Við
sendum til dæmis fisk í marga stórmarkaðina og
reynum að hafa besta fáanlega hráefnið því það er
ákveðin samkeppni í þessu varðandi gæði. Það
þýðir ekki að kaupa neinn smáan fisk sem kannski
ýtir verðinu niður. Það er tvennt ólíkt að kaupa ýsu
sem er 1,8 kíló á þyngd eða ýsu sem er 1,1 kíló á
þyngd,“ segir hann. Hann nefnir sem dæmi að á
einum degi geti 50 tonn af ýsu verið í boði og hlut-
fall smáýsu þar af 60–70%. Þar af leiðandi lækki
meðalverðið og svona verðtölur af fiskmörkuðum
gefi því ekki alltaf rétta mynd.
Edvard Friðjónsson, deildarstjóri í kjötdeild
Fjarðarkaupa, telur að verðlækkunin á mörkuðum
skili sér ekki til stórmarkaðanna, þar sem þeir
kaupi ýsu á sama verði í dag og í ársbyrjun. Hann
segir að útsöluverð á ferskum ýsuflökum sé 847
krónur, en kílóverðið á frosinni smáýsu sé 620
krónur. „Það sem fer svona ódýrt á fiskmörkuðum
er smáýsan og einhver blanda. Fiskurinn er mjög
horaður núna, virkilega ljótur fiskur og það er
eflaust verra fyrir fisksalann sem selur okkur fisk-
inn að nýta hann.“
Mikil verðlækkun á ýsu á mörkuðum skilar sér ekki í fiskbúðirnar
Neytandinn vill ekki smáýsu
Mikil verðlækkun/Úr verinu 1
VERIÐ er að kanna hvort ekki sé
möguleiki á að lækka veggjöld í Hval-
fjarðargöngum án þess að það bitni á
ríkissjóði, að sögn Sturlu Böðvars-
sonar samgönguráðherra.
Viðræður um hugsanlega lækkun
hafa staðið yfir milli samgönguráðu-
neytisins og forsvarsmanna Spalar
ehf., sem á og rekur Hvalfjarðargöng.
Sturla segir að vitað sé að umferð um
göngin sé miklu meiri en gert hafi
verið ráð fyrir í upphaflegum áætl-
unum og gengisþróunin hafi verið
hagstæð þeim sem hafi tekið lán í
dollurum. Talið sé að hægt sé að
lækka veggjöldin án þess að ríkis-
sjóður komi að málum en niðurstöður
liggi væntanlega fyrir innan skamms.
Lækkun
veggjalda
könnuð
Hvalfjarðargöng
ÍSLENSKA lúterska kirkjan Thing-
valla í Eyford í Norður-Dakóta í
Bandaríkjunum brann til kaldra kola
á þriðjudag, en hún var 110 ára
gömul.
„Kirkjan var ekki aðeins þekkt
kennileiti heldur einn helsti fjár-
sjóður íslenskrar menningararf-
leifðar í Norður-Dakóta og því er
tjónið mikið fyrir samfélagið,“ segir
Curtis Olafson, formaður kirkju-
stjórnar og forseti Íslendinga-
félagsins í Norður-Dakóta, en kirkjan
stóð ein eftir þar sem áður var ís-
lenska samfélagið Eyford í Þingvalla-
sveit í Pembina-sýslu, um 5 km suður
af Mountain í Norður-Dakótaríki.
Kirkjusöfnuðurinn í Eyford var
stofnaður 1889. Íslendingar byggðu
kirkjuna 1892 og 1893 og á nýliðnum
árum voru gerðar miklar endurbætur
á henni, en eldurinn varð einmitt laus
meðan á vinnu við kirkjuna stóð.
Söfnuðurinn keypti pípuorgel 1894 og
var það enn notað en það og aðrir inn-
anstokksmunir urðu eldinum að bráð.
„Kirkjan hefur haft mikið að segja hjá
mörgum í þessu samfélagi,“ segir
Curtis Olafson. „Ég og fjölskylda mín
höfum til dæmis tengst henni alla tíð.
Ólafur Ólafsson, afi minn, flutti
hingað frá Eyjafirði á Íslandi 1883 og
tók þátt í því að byggja kirkjuna en
Lovísa Guðmundsdóttir, móðir mín,
lék á orgelið í meira en 60 ár. Þegar
ég kom að var ekki hægt að bjarga
neinu og slökkviliðið réð ekki við
neitt. Allt brann til kaldra kola.“
Minnismerki um Káin
skemmdist lítillega
Við hlið kirkjunnar er stórt minnis-
merki um skáldið Káin, Kristján
Níels Júlíus, sem var upphaflega
komið upp 1936 en endurgert 1999.
Það skemmdist lítillega, einkum
vegna reyks, en Curtis Olafson segir
að það eigi að verða eins og nýtt eftir
þrif. Hins vegar liggi ekki fyrir hvort
ráðist verði í að endurbyggja kirkj-
una, en ákvörðun um það verði tekin
fljótlega.
Upplýsingar um kirkjuna hafa
verið á ljósmynda- og sögusýningu,
sem Guðmundur Viðarsson og John
Ruthford hafa sett upp á Íslandi og
vestra, síðast í Edmonton í Kanada á
ársþingi Þjóðræknisfélags Íslendinga
í Vesturheimi í maí. Næst verður hún
sett upp í Íslenska þjóðgarðinum í
Norður-Dakóta í lok júlí í tengslum
við „Íslendingahátíðina“ í Mountain,
en í ár eru 125 ár frá landnámi Íslend-
inga í Norður-Dakóta.
Kirkjan Thingvalla
brann til kaldra kola
Ljósmynd/Larry Biri.The Walsh County Record í Grafton.
Eldurinn breiddist hratt út og allt brann til kaldra kola. Til vinstri er minnismerkið um skáldið Káin.
Ljósmynd/Curtis Olafson
Íslenska kirkjan Thingvalla í Ey-
ford í Norður-Dakóta.
Fjársjóður íslenskrar
menningararfleifðar
AGNARSMÁ gæludýr af krabbaætt
sem skyld eru saltvatnsrækjum,
svokallaðir sjávarapar, eru „of lítil
til þess að faðma að sér en geta
veitt þeim sem ekki vilja eyða
miklum tíma í umönnun mikla
gleði“. Eitthvað á þessa leið hljóðar
kynningin á lífverum sem nefnast
„Sea Monkeys“ á enskri tungu og
landbúnaðarráðuneytið hefur veitt
ungu pari leyfi til þess að flytja inn
til landsins. Dýrin falla undir skil-
greininguna „dauðir fiskar“, enda
eru þau ekki beinlínis lifandi á ferð
sinni milli landa.
Davíð Frank Jensson og Sólveig
Valerie Guðjónsdóttir eru rétt rúm-
lega tvítug og fengu þá hugdettu að
hefja innflutninginn, en meðferð
umsóknarinnar tók tvo daga hjá
ráðuneytinu, að þeirra sögn.
Vísirinn að gæludýrunum er í
formi frostþurrkaðra eggja á stærð
við sandkorn og fer „lífgun“ þeirra
fram í þremur skrefum. Fyrst er að
setja vatn í búr. Út í það fer duft
sem hreinsar vatnið og látið er bíða
í 24 tíma. Því næst er eggjum hellt
úr poka í búrið og 24 tímum síðar
taka „sjávaraparnir“ á sig mynd.
Lífverurnar, sem bæði má flokka
sem gæludýr og leikfang, munu
vera af ætt krabbadýra og skyldar
saltvatnsrækjum, artemia salina.
Eggin eru lifandi, þótt dýrin telj-
ist til dauðra fiska, og eru geymd í
kristöllum sem gera kleifa hina
skyndilegu umbreytingu um leið og
þau komast í snertingu við vatn.
Gæludýraverslanir hafa sýnt inn-
flutningi Davíðs og Sólveigar mik-
inn áhuga, en auk margvíslegra
íláta fylgir lífverunum fóður, bæði
vaxtarörvandi og ofurfóður, ban-
ananammi, sem þær kváðu vera
„brjálaðar í“, lyfjaduft gegn veik-
indum og ástarörvameðal sem
hraðar fjölgun.
Dýrin
brjáluð
í banana-
nammi
Morgunblaðið/Sverrir
Dýrið sem hér sést er þriggja vikna og getur orðið allt að 2 sentimetrar.
Diljá Anna Júlíusdóttir gefur gælu-
dýrunum nýstárlegu að borða.