Morgunblaðið - 06.06.2003, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 06.06.2003, Qupperneq 6
FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í NORÐUR-DAKÓTA eru 8 kirkjur sem voru byggðar af ís- lenskum innflytjendum í kringum aldamótin 1900. Kirkjan Thing- valla var byggð í tengslum við trúardeilur milli íhaldssamra bókstafstrúarmanna og þeirra sem voru frjálslyndari. Ólafur Skúlason flutti, ásamt eiginkonu sinni Ebbu Sigurð- ardóttur, til Norður-Dakóta árið 1955 og þjónaði við Thingvalla- kirkju og sex aðrar kirkjur í ná- grenninu. Fyrst um sinn messaði hann á íslensku en unga fólkið skildi málið ekki nógu vel svo að hann skipti yfir í ensku. „Messurnar á elliheimilinu voru þó alltaf á ís- lensku fyrstu árin og fólk sem vildi heyra íslenskuna kom þang- að. Við jarðarfarir voru bænirnar á íslensku þó að ræðan væri á ensku. Ég sagði alltaf að íslenska væri tungmálið í himnaríki,“ seg- ir Ólafur. Tekið fagnandi Ólafur var mjög ánægður með árin í Norður-Dakóta en þar eignuðust hann og kona hans tvær dætur. Um minningar tengdar verunni þar segir hann: „Það er allt bjart í minningunni. Okkur var tekið svo fagnandi þegar við komum. Þarna eign- uðumst við okkar bestu vini. Við ætluðum aldrei að setjast að svo að þegar næstum fimm ár voru liðin ákváðum við að fara. Það var óskaplega erfitt. Þegar ég blessaði söfnuðinn í síðasta skipti gat ég eiginlega ekki lokið við blessunarorðin vegna klökkva.“ Ólafur, Ebba og Guðrún Ebba dóttir þeirra heimsóttu Norður- Dakóta árið 1999 í fylgd með for- seta Íslands en Ólafur á ekki von á að fara þangað aftur. „Við söknuðum svo margra sem ekki voru þar. Þetta var hreinlega of erfitt. Ætli við látum ekki mynd- ir og minningar duga.“ Í dag er engin byggð í Eyford en sjálfstæðir söfnuðir halda ut- an um gömlu kirkjurnar. „Það var sjaldan messað í Thingvalla- kirkju núorðið svo að tjónið er fyrst og fremst tilfinningalegt og menningarsögulegt,“ segir Ólaf- ur. Ólafur Skúlason biskup þjónaði við kirkjuna Thingvalla í fimm ár Tjónið fyrst og fremst tilfinningalegt Íslenska lúterska kirkjan Thingvalla í Ey- ford í Norður-Dakóta í Bandaríkjunum brann til grunna á þriðjudag. Halla Gunn- arsdóttir hitti Ólaf Skúlason biskup að máli en hann þjónaði við kirkjuna í tæp 5 ár. Ólafur Skúlason í kirkjunni Thingvalla: „Amerískir prestar gengu alltaf með kross um hálsinn en á Íslandi voru það bara biskupar.“ Altarið í kirkjunni Thingvalla. hallag@mbl.is Ljósmynd/Curtis Olafson KÖRFUBOLTADRIPL hófst á Eg- ilsstöðum í gær á vegum Þórs á Ak- ureyri og Körfuknattleikssambands Íslands og á að dripla hringinn í kringum landið. Tilefnið er lands- söfnun Regnbogabarna og verður áheitum safnað í ferðinni. Tvær fylkingar lögðu upp frá Eg- ilsstöðum rúmlega fjögur í gærdag og fór annar hópurinn norður fyrir og hinn suður fyrir. Suðurhópurinn á fyrir höndum tæplega 700 km dripl, en norðurleiðin er 654 km. Ágúst Guðmundsson, Þórsari og fyrrverandi þjálfari, er í forsvari suðurhópsins. „Þetta eru tveir hóp- ar sem fara norður og suður fyrir land. Við ætlum að hlaupa allan sól- arhringinn, allt fram á mánudag. Klukkan 13 þann dag ætlum við að hittast í Vetrargarðinum í Smára- lind þar sem verður móttöku- athöfn.“ Ágúst segir hópana eiga eftir að dripla boltum sínum í gegnum bæj- arfélög þar sem forkólfar viðkom- andi sveitarfélaga taka á móti hóp- unum og árita bolta, auk annarra óvæntra viðburða. „Hópurinn suður fyrir land er fámennur, það eru tólf þar, en milli fimmtíu og sextíu í norðurliðinu, þar sem Akureyri er á leiðinni og auðvelt að ná í mann- skap. Þetta er tekið á átta tíma vökt- um og hver maður hleypur um 18 km á sólarhring, þannig að þetta tekur svolítið í. Sex menn hlaupa þessa átta tíma, tíu til fimmtán mín- útur hver maður, og þannig rúllar þetta áfram. Við erum með bíla og nægar vistir og það er vel að okkur búið.“ Aðspurður segir hann að Þór hafi átt hugmyndina að samstarfi Þórs- ara, Körfuknattleikssambandsins og Regnbogabarna og þeim þyki mál- staður Regnbogabarna mjög góður. „Við nýtum þetta náttúrlega sem fjáröflun líka og okkur sýnist þetta geta farið vel saman. Það er allt útlit fyrir að samstarfið gangi vel upp.“ Ekki hefur verið uppreiknað hversu mörg driplin verða alls á kílómetrunum 1.350. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Fyrsta dripltvennan af sex sem fer suður fyrir landið. Ágúst Guðmundsson, fyrrverandi þjálfari Þórs, t.v., og unglingalandsliðsmaðurinn Ólafur Torfa- son, 16 ára. Þórsararnir settu stefnuna þarna inn Skriðdal og yfir Öxi. Körfuboltum dripl- að kringum landið Egilsstöðum. Morgunblaðið. FYRIRTÆKIÐ Móar, sem fram- leiðir kjúklinga, keypti hlut í fyr- irtækinu Holdastofni á Kjalarnesi um mánaðamótin febrúar-mars, á meðan á greiðslustöðvun stóð. Greiðslustöðvunartímabil hafði þá staðið yfir síðan í lok desember, en nauðasamningar Móa voru samþykktir á mánudaginn. Friðrik Mar Guðmundsson, sem aðstoðað hefur fyrirtækið við endurskipulagningu rekstrar, segir að kaupin á Holdastofni hafi verið heimiluð af aðstoðarmanni fyrirtækisins vegna greiðslu- stöðvunarinnar. „Þeir sem að þessu stóðu gerðu sér vel grein fyrir því að ef illa færi væri samningurinn riftanlegur,“ segir hann. Krafa vegna vangoldinna vörsluskatta er forgangskrafa í nauðasamningum fyrirtækisins. Friðrik segir að vörsluskattar hafi verið greiddir á greiðslu- stöðvunartímabilinu og rúmlega það, en þær greiðslur hafi sam- kvæmt venju gengið upp í eldri ógoldna vörsluskatta. Spurður segir Friðrik að Móar hafi ekki greitt upp kröfur lánardrottna á meðan á greiðslustöðvun hafi staðið, enda sé það með öllu óheimilt „Forsendur nauðasamn- inga og meginmarkmið þeirra er að allir almennir kröfuhafar sitji við sama borð.“ Á fundi lánardrottna á mánu- daginn samþykktu eigendur 76% krafna að gengið skyldi til nauð- arsamninga og 90% af fjölda þeirra kröfuhafa sem mættu á fundinn. Til að fá nauðasamning- ana samþykkta þurfti að liggja fyrir samþykki 70% að fjárhæð og fjölda krafna. Keyptu fyrirtæki á greiðslustöðvunartíma Heimilt að sögn talsmanns Móa HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær tvo karlmenn og eina konu til fangelsisvistar fyrir rán með því að ráðast á mann á fer- tugsaldri á heimili hans í Reykjavík í október árið 2001. Var hann bund- inn á höndum og fótum og því næst höfðu ákærðu á brott með sér raf- tæki, geisladiska, peninga og aðra muni. Annar karlmaðurinn, sem er á þrítugsaldri, var dæmdur í 8 mán- aða fangelsi en hann var einnig sak- felldur fyrir fleiri afbrot. Hinn mað- urinn sem er á fimmtugsaldri, var dæmdur í 6 mánaða fangelsi. Kon- an, sem var tvítug þegar brotin voru framin, var dæmd í 9 mánaða fangelsi, þar af sex mánuði skilorðs- bundið. Fangelsi fyrir rán á heimili ÍSLENSK stjórnvöld hafa slegið slöku við þegar kemur að vernd villtra laxastofna að mati Orra Vig- fússonar, stjórnarformanns NASF – Verndarsjóðs villtra laxastofna. Lítið gert til að sporna við áreiti frá fiskeldi Eins og greint var frá í Morg- unblaðinu í gær kemur fram í nýj- asta hefti tímaritsins New Scient- ist að villtum laxastofnum stafar mikil hætta af eldislaxi sökum þess að hann verður fyrr kynþroska og nær oft að frjóvga hrogn á undan villtum keppinautum. „Það er alltaf að koma betur og betur í ljós hversu mikil hætta er á ferðum með þetta fiskeldi. Sífellt fleiri vísindamenn um allan heim staðfesta þetta. Í nýlegri skýrslu Worldwide fund for nature er Ís- land lægst á blaði vegna þess að hér er lítið sem ekkert gert til þess að sporna við áreiti frá fisk- eldi.“ Eldisstöðvar með frjálsar hendur Orri segir að stjórnvöld hafi gef- ið laxeldisstöðvum lausan tauminn hvað varðar öryggismál og fram- kvæmdir. „Hér vantar alla raunhæfa staðla, kvarða og eftirlit. Allt byggist á einhliða, huglægu mati veiðimálastjóra. Hann hefur enga aðstöðu, þekkingu, reynslu eða fjármuni til að sinna neins konar eftirliti. Ekkert samráð er haft við hagsmunaaðila. Það er farið af stað og stöðvarnar sjálfar fá nánast að hafa sjálfdæmi um framkvæmd mála og öryggissjónarmið. Stjórnvöld höfnuðu bæði um- hverfismati og vönduðum undir- búningi með þolprófunum á um- hverfisaðstæðum í Mjóafirði og Berufirði og landbúnaðarráðherra lagði niður fagráð um samskipti fiskeldis og villtra stofna þegar menn fóru að gera kröfur um að vandlega og faglega væri staðið að undirbúningi.“ Orri Vigfússon um vernd villtra laxa Hættan er alltaf að koma betur í ljós ELDSVOÐI varð á Möðrudal á Fjöllum í gærmorgun, þegar fjárhús og hlaða brunnu til grunna. Elds- upptök eru ekki ljós. Heimilisfólk í Möðrudal varð eldsins vart í morg- unsárið og hringdi þegar á slökkvi- lið. Þegar það kom um kl. 9 voru fjár- húsin og hlaða fallin og síðla dags í gær var enn verið að berjast við eld í heyi. Tíu kindur, þar af nokkrar óbornar, drápust í brunanum og seg- ir Anna Birna Snæþórsdóttir, bóndi í Möðrudal, að mikið lán sé að öðru fé hafði daginn áður verið sleppt af húsi vegna góðs tíðarfars undanfarið. Möðrudalur Fjárhús og hlaða brunnu Egilsstöðum. Morgunblaðið. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.