Morgunblaðið - 06.06.2003, Side 20

Morgunblaðið - 06.06.2003, Side 20
ERLENT 20 FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ GEORGE W. Bush Bandaríkja- forseti nuddar höfuð bandarísks herforingja eftir að hafa ávarpað um þúsund bandaríska hermenn í Doha í Katar í gær. Bush varði innrásina í Írak í ávarpinu og sagði að Bandaríkjamenn myndu „komast að sannleikanum“ um meint gereyðingarvopn Íraka. Hann lofaði þó ekki beinlínis að slík vopn myndu finnast. „Við höfum tryggt að Írak verður ekki vopnabúr fyrir hryðjuverkahreyfingar,“ sagði Bush og þakkaði hermönnunum fyrir að binda enda á harðstjórn Saddams Hussein. Sjö daga ferð Bush til Evrópu og Mið-Austur- landa lauk í gær. Flugvél hans var flogið yfir Bagdad áður en hún hélt til Washington og forset- inn fékk þá tækifæri til þess að virða írösku höfuðborgina fyrir sér. Reuters „Munum komast að sannleikanum“ ENN var sótt að Tony Blair, for- sætisráðherra Bretlands, í gær vegna ásakana um að breska stjórnin hefði gert of mikið úr gereyðingarvopna- eign Íraka eða misnotað upplýsingar bresku leyniþjónustunnar þar að lút- andi í aðdraganda Íraksstríðsins. Þá greindi dagblaðið The Washington Post frá því að sumir starfsmanna bandarísku leyniþjónustunnar teldu sig hafa orðið fyrir þrýstingi af hálfu háttsettra ráðamanna um að skila mati varðandi gereyðingarvopn Íraka sem rímaði við það markmið stjórn- valda að ráðast á landið. Blair vísaði í fyrradag á bug ásök- unum um að stjórn hans hefði á ein- hvern hátt átt við skýrslu breskra leyniþjónustumanna um gereyðing- arvopnaeign Íraka. Sagði fréttaskýr- andi BBC, Andrew Marr, í gær að svo virtist nú sem forsætisráðherrann myndi standa af sér þann storm, sem orðið hefur um þetta mál. Denis Healey lávarður, sem á sín- um tíma var fjármálaráðherra í rík- isstjórn Verkamannaflokksins, segir hins vegar í grein í dagblaðinu The Independent í gær að þrátt fyrir stað- hæfingar forsætisráðherrans sé hann enn ekki sannfærður um að nokkurn tíma hafi legið fyrir sannanir fyrir því að Írakar ættu gereyðingarvopn. „Ef í ljós kemur að hann hafði rangt fyrir sér varðandi þessi vopn – eða, sem er enn verra, ef hann greindi viljandi rangt frá – tel ég að skipta eigi um leiðtoga [Verkamannaflokks- ins],“ sagði Healey um Blair. Cheney oft í heimsókn Greint var frá því í The Wash- ington Post í gær að Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, og helsti ráðgjafi hans, I. Lewis Libby, hefðu ítrekað heimsótt höfuðstöðvar banda- rísku leyniþjónustunnar (CIA) mán- uðina fyrir stríðið í Írak til að krefja sérfræðinga CIA svara um skýrslur þeirra varðandi vopnaáætlanir Íraka. Fannst sumum leyniþjónstumann- anna að með þessum ítrekuðu heim- sóknum – sem þykja nokkuð óvenju- legar – væri verið að þrýsta á þá um að leggja fram skýrslur um málið þar sem komist væri að niðurstöðum er væru í samræmi við stefnumið banda- rískra stjórnvalda. Enn sótt að Blair vegna ger- eyðingarvopna Bandarískir leyniþjónustumenn segja að Cheney varaforseti hafi þrýst á þá um að fá niðurstöður sem hentuðu stjórnvöldum vera birt á sama tíma og þess væri minnst að 36 ár eru liðin frá sex daga stríðinu 1967 þegar Ísraelar hertóku Vesturbakkann, Gaza-svæðið og Austur-Jerúsalem. „Palestínuríki var stofnað í Aqaba,“ sagði blaðið í fyrirsögn um fund Bush og Sharons með Mahmud Abbas, forsætisráð- herra palestínsku heimastjórnarinn- ar. „Hann kom, sá og sigraði. Bush Bandaríkjaforseti kreisti tvær sítr- ónur sem voru súrar hvor út í aðra og úr Mahmud Abbas og Ariel Shar- on kreisti hann stór loforð, fordæm- islausar skuldbindingar, orð ristuð í stein sem verður ef til vill ekki hægt að taka aftur,“ sagði Maariv. Abbas lofaði á leiðtogafundinum að gera sitt ýtrasta til að binda enda á vopnaða uppreisn Palestínumanna og Sharon hét því að fjarlægja nokkrar „ólöglegar útvarðarstöðv- ar“ gyðinga á svæðum Palestínu- manna. Yediot Aharonot hafði eftir Shim- on Peres, fyrrverandi utanríkisráð- herra sem var sæmdur friðarverð- launum Nóbels fyrir Óslóarsamn- ingana, að „einlægur sáttatónn“ væri í yfirlýsingu Abbas. Hann hrós- aði einnig Sharon fyrir að taka „óaft- FJÖLMIÐLAR í Ísrael og nokkrum arabaríkjum fögnuðu í gær niður- stöðu fundar leiðtoga Bandaríkj- anna, Ísraels og heimastjórnar Pal- estínumanna sem hugsanlegum tímamótum í áratugalöngum deilum Ísraela og Palestínumanna. Blöðin minntu þó á að margar friðaráætlanir hafa farið út um þúfur og Tishrin, málgagn sýrlensku stjórnarinnar, sagði að Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, væri enn „andvígur friði“ en þættist nú vera „maður friðarins til að vinna tíma“. Dagblaðið Al-Hayat, sem er í eigu Sádi-Araba, var hins vegar bjart- sýnt á að leiðtogafundurinn í Aqaba í Jórdaníu í fyrradag greiddi fyrir langþráðum friði í Mið-Austurlönd- um. „Gagngerar breytingar virðast vera framundan í Mið-Austurlönd- um eftir að leiðtogafundurinn í Aqaba skilaði árangri sem er mik- ilvægari en Óslóarsamningarnir árið 1993,“ sagði Al-Hayat. Nokkur arabísk dagblöð fögnuðu einnig niðurstöðu fundarins en vör- uðu við því að mörg ljón væru enn á veginum. Al-Akhbar, málgagn stjórnarinnar í Egyptalandi, sagði að leiðtogafundurinn vekti vonir en bætti við að árangurinn væri háður því hversu miklum þrýstingi Banda- ríkjastjórn væri tilbúin að beita Sharon. „Kom, sá og sigraði“ Ísraelsku dagblöðin Yediot Ah- aronot, Maariv og Haaretz gerðu mest úr yfirlýsingu George W. Bush Bandaríkjaforseta um nauðsyn þess að „skipta Landinu helga milli ríkis Palestínumanna og Ísraelsríkis“. Yediot sagði að það gæfi þessum orðum sérstakt gildi að þau skyldu urkallanlega ákvörðun um að ná þýðingarmiklu pólitísku samkomu- lagi með staðfestu sem mun koma aröbum á óvart“. „Er hann ekki eini ísraelski leiðtoginn sem hefur reynslu af því frá fyrstu hendi að fjarlægja byggðir til að koma á friði,“ sagði Peres og skírskotaði til þess að gyðingar voru fluttir úr Yamit-byggðinni þegar Egyptar fengu aftur yfirráð yfir Sínaískaga samkvæmt friðarsamkomulagi frá 1979. „Mikil hugmyndafræðileg umskipti“ Flest ísraelsku dagblaðanna lögðu áherslu á að á fundinum í Aqaba hefði Yasser Arafat formlega verið ýtt til hliðar sem leiðtoga Pal- estínumanna á alþjóðavettvangi og Mahmud Abbas hefði tekið við af honum. Þau bentu einnig á að Ariel Sharon hefði gefið gamlan draum sinn upp á bátinn. „Ekkert hefði getað verið erfiðara fyrir Sharon að kyngja en yfirlýsing Bush um að skipta ætti Landinu helga,“ sagði Herb Keinon í frétta- skýringu í The Jerusalem Post. „Það sem forsetinn sagði við Sharon, með heimsbyggðina sem vitni, var að ballið væri búið og að hugsjónin sem Sharon hafði helgað sig síðustu 36 árin – um að halda herteknu svæð- unum sem hluta af Ísrael – væri nú gengin sér til húðar.“ Keinon benti einnig á að Sharon notaði í fyrsta sinn opinberlega í manna minnum orðið Vesturbakk- inn en ekki orðin Júdea og Samaría og það væri til marks um „mikil hug- myndafræðileg umskipti“ af hálfu forsætisráðherrans. „Vesturbakkinn og Júdea og Samaría eru gildishlað- in heiti með mikilvægar aukamerk- ingar. Fyrra heitið gefur til kynna landsvæði sem Ísrael hefur engin hlutlæg tengsl við, hið seinna dregur fram djúpstæð söguleg tengsl.“ Áður hafði Sharon notað orðið „hernám“ í fyrsta skipti í tengslum við svæði Palestínumanna. Keinon telur að orðaval Sharons bendi til þess honum sé full alvara með yf- irlýsingum sínum um að hann hygg- ist koma ákvæðum Vegvísisins til friðar í Mið-Austurlöndum í fram- kvæmd, meðal annars að fallast á stofnun sjálfstæðs Palestínuríkis. „Það er miklu auðveldara að fara frá Vesturbakkanum en Júdeu og Sam- aríu og jafnvel enn auðveldara ef um hernám er að ræða … Með því að bæta orðunum „hernám“ og „Vest- urbakkinn“ í orðaforða sinn er Shar- on að búa almenning undir það sem hann telur nú vera óhjákvæmilegt, að deila Landinu helga með Palest- ínumönnum.“ Yasser Arafat kvaðst vera efins um að Sharon stæði við orð sín og sagði að hann hefði ekkert gert enn til að stuðla að friði. „Hvaða þýðingu hefur þetta ef Sharon fjarlægir eitt hjólhýsi og segir okkur að hann hafi fjarlægt byggð?“ Marwan Moashar, utanríkisráð- herra Jórdaníu, sagði að Mahmud Abbas væri eini palestínski leiðtog- inn sem gæti þokað friðarviðræðun- um áfram. „Ef honum mistekst þetta tel ég að enginn annar Palestínu- maður geti stigið fram og reynt að gera þetta aftur.“ Aqaba-fundur talinn geta markað tímamót Arabísk dagblöð vara þó við því að mörg ljón séu enn á veginum til friðar í Mið-Austurlöndum Jerúsalem, Kaíró, Aqaba. AFP. ’ Bush kreisti útstór loforð, fordæm- islausar skuldbind- ingar og orð rist í stein sem verður ef til vill ekki hægt að taka aftur. ‘      . (     $ $  (, / $' $ $ /  / 0$' $ / / (1$   & $   , 2    #( 3 ($45$5 6   & $ /$ &$&$ $ $7 $ /   G 5 H     E )@> >7 8 G 5H :GH ,+,5. G I$5 0JG :: ,J. "=E )@> >7 8 $  &@> 7 - # K 8- 9$+:$ / 5/ : ' :  ;  /   < =2 > / F  G 5H (E )@> > # K  #L G + , " (2 ( ? 2 >)@> M N !O L-2 !! =/     "  7 $ /  ? 2 >)@>  &N! ;  " @A;39 B      $   - 

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.