Morgunblaðið - 06.06.2003, Qupperneq 21
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 2003 21
EFRI deild ítalska þingsins hefur
samþykkt lagasetningu sem felur í
sér að fimm æðstu menn landsins
verða í raun frið-
helgir. Er talið
líklegt að þessi
lög geri það að
verkum að ekki
verði hægt að
sækja Silvio Berl-
usconi, forsætis-
ráðherra Ítalíu,
til saka fyrir
meinta spillingu.
Réttarhöld
standa nú yfir í máli Berlusconis í
Mílanó en hann er sakaður um að
hafa árið 1985 borgað dómurum til
að tryggja viðskiptahagsmuni hans.
Berlusconi neitar allri sök í málinu
og segist fórnarlamb samsæris
vinstri-sinnaðra saksóknara.
Það var Berlusconi sjálfur sem lét
semja löggjöfina sem um ræðir eftir
að lögmönnum hans mistókst að fá
ákærur gegn honum felldar niður.
Löggjöfin felur í sér að ekki verði
hægt að sækja til saka forseta Ítalíu,
forsætisráðherra, forseta beggja
deilda ítalska þingsins og forseta
stjórnarskrárdómstóls landsins. Er
gert ráð fyrir því, ef marka má
fréttasíðu BBC, að friðhelgin nái síð-
ar meir til allra fulltrúa á þinginu.
Efri deild þingsins samþykkti
frumvarp ráðherrans í fyrradag með
146 atkvæðum gegn 101 og fer málið
nú til afgreiðslu í neðri deild þings-
ins; en þar hefur stjórn Berlusconis
öruggan meirihluta.
Skrefi
nær frið-
helgi
Silvio Berlusconi
Róm. AFP.
YFIRSTOFNANIR Evrópusam-
bandsins (ESB) hafa samþykkt að
senda friðargæsluliða til Lýðveldis-
ins Kongó en nýverið heimilaði ör-
yggisráð Sameinuðu þjóðanna að
þangað yrði send um 1.400 manna
fjölþjóðleg friðargæslusveit til að
kveða niður vargöld í Ituri-héraði.
Þetta er aðeins í annað skipti sem
ESB ákveður þátttöku í friðargæslu
og í fyrsta skipti sem friðargæslu-
sveitir á vegum sambandsins halda
til starfa utan Evrópu.
Öryggisráð SÞ samþykkti í síð-
ustu viku að senda um það bil fjór-
tán hundruð manna friðargæslu-
sveit til Ituri-héraðs og fór þess þá
jafnframt á leit við aðildarríki sam-
takanna að þau legðu til mannskap í
verkefnið. Ákveðið hefur verið að
Frakkar fari fyrir friðargæslusveit-
unum og leggi til um helming frið-
argæsluliðanna og hafa franskir
embættismenn sagt að fyrstu liðs-
menn sveitanna héldu til Kongó á
allra næstu dögum.
Ekki er ljóst hvað ákvörðun ESB
um að senda friðargæsluliða á sínum
vegum til Kongó felur nákvæmlega í
sér og hvort skörun verður á
mannafla hvað varðar þær sveitir
sem einstök ríki ESB senda annars
vegar og ESB sem sérstök eining
hins vegar. Sagði Javier Solana,
utanríkismálastjóri ESB, raunar á
miðvikudag að of snemmt væri að
greina frá því hversu stóra friðar-
gæslusveit ESB myndi senda og
hvaða aðildarríki sambandsins
myndu leggja til mannskap.
Embættismaður í Brussel hafði
hins vegar látið hafa eftir sér á
þriðjudag að friðargæslusveitin
myndi sennilega dvelja í Kongó í um
þrjá mánuði, enda hefði verið gert
samkomulag um að friðargæslusveit
frá Bangladesh leysti Evrópuliðið af
hólmi um miðjan ágúst.
ESB sendir friðar-
gæsluliða til Kongó
Brussel. AFP. YFIRMENN heilbrigðismála í
Noregi hafa fengið lista yfir 12
lækna, hjúkrunarfræðinga og
tannlækna sem eru á svörtum
lista í Svíþjóð, Danmörku og á
Íslandi en vinna ef til vill í Nor-
egi, að sögn vefsíðu norska
blaðsins Aftenposten.
Blaðið segir að árum saman
hafi þeir sem misst hafi lækn-
ingaleyfi í heimalandi sínu get-
að fengið vinnu í Noregi. Þessi
mál hafi hins vegar lent í
brennidepli fyrir skömmu þeg-
ar upp komst um sænskan
sjúkraliða sem vann á Ríkis-
spítalanum í Ósló og sprautaði
sjúkling með fíkniefni. Yfirvöld
hafi nú byrjað að kanna hvort
fólk sem misst hafi starfsleyfi
vinni á norskum stofnunum. Í
ljós hafi komið að 12 útlending-
ar sem ekki hafi lengur leyfi
séu í Noregi en enn er ekki vit-
að hvort þeir vinna í landinu og
þá hvar.
Fíkniefni algeng orsök
sviptingar leyfis
Norskir starfsmenn í heil-
brigðiskerfinu geta misst
starfsleyfi ef þeir misnota fíkni-
efni og mun það vera algeng-
asta ástæðan. Einnig kemur oft
fyrir að fólk er kært fyrir að
eiga í kynferðislegu sambandi
við sjúkling og sumir eru reknir
fyrir að sýna margsinnis lélega
dómgreind varðandi ástand
sjúklings.
Læknar
á svört-
um lista
BANDARÍSKA leyniþjónustan,
CIA, telur að Saddam Hussein,
fyrrverandi forseti Íraks, sé enn á
lífi og í felum í Bagdad og næsta ná-
grenni borgarinnar, að sögn UPI-
fréttastofunnar sem segist hafa
komist yfir leynileg gögn um málið.
Þar komi fram að Saddam njóti
verndar neðanjarðarhreyfingar
tryggra Baath-flokksmanna og
nokkurra ættbálkahöfðingja.
Ónafngreindir heimildarmenn
fréttastofunnar segja að Saddam
og nánustu samstarfsmenn hans
feli sig í íbúðarhúsum og skipti oft
um dvalarstað. Fjölskyldur fái
50.000 dollara, um 3,6 milljónir
króna, í þóknun fyrir að hýsa gest-
ina. Fullyrt er að skipulögð and-
ófshreyfing gegn hernámsliðinu,
sem Saddam og menn hans stjórni,
sé mun öflugri en áður hafi verið
haldið.
„Saddam er á ferli í Írak og hefur
mikinn stuðning. Mikið af því sem
fjölmiðlar segja að sé rán og þjófn-
aður er í reynd skemmdarverk sem
hópar Baath-manna standa á bak
við,“ segir einn heimildarmaðurinn.
Hann segir að starfsemi hreyfing-
arinnar sé fjármögnuð með fé sem
stolið hafi verið úr ríkissjóði Íraks.
Yfirmenn hernámsliðsins ætla að
sögn AFP-fréttastofunnar láta
rannsaka betur rústir af húsi sem
sprengt var í stríðinu en talið var
að þar væru Saddam og synir hans.
Reynt verður að ganga endanlega
úr skugga um það hvort lífsýni í
brakinu staðfesti að leiðtoginn hafi
fallið í árásinni.
Stýrir Saddam andspyrnu?
Reuters
Bandarískir sérfræðingar í réttar-
læknisfræði leita í rústum í Bagdad
að líkamsleifum Saddams.