Morgunblaðið - 06.06.2003, Blaðsíða 26
TILNEFNINGAR ársins 2003 til Grímunnar,
Íslensku leiklistarverðlaunanna, voru gerðar
heyrinkunnar við athöfn í Þjóðleikhúsinu í
gær, að viðstöddum forseta Íslands, verndara
verðlaunanna. Það er Leiklistarsamband Ís-
lands, regnhlífasamtök allrar leiklistar á Ís-
landi, sem stendur fyrir verðlaununum. Efnt
var til samkeppni um verðlaunagripinn. Tutt-
ugu og fimm tillögur bárust, en þeirra hlut-
skörpust var tillaga Sigurðar Gunnars Stein-
þórssonar gullsmíðameistara. Hann hefur
starfað við iðn sína frá 1968 og rekið verk-
stæði og verslunina Gull og silfur. „Gripurinn
er úr sérstakri blöndu af kopar og fleiri
málmum, þannig að hann sé sem líkastur
gulli á lit. Þetta er sérútbúin blanda af þessu
tilefni. Hugmyndina að verkinu vildi ég
sækja í eitthvað íslenskt, af því að þetta eru
íslensk verðlaun. Ég vildi líka sameina það
þeim krafti sem er í íslensku leiklistarlífi. Ég
valdi að búa til goshver, og eins og maður sér
oft í gufubólstrum þá myndast þar andlit. Ég
vildi sameina þetta tvennt og niðurstaðan er
þessi,“ sagði Sigurður Gunnar Steinþórsson.
Í stróknum birtast andlitsgrímurnar tvær,
tákn leiklistarinnar, hlæjandi og grátandi.
Forseti Íslands afhjúpaði gripinn við athöfn-
ina í gær. En hverjir hreppa hann kemur
ekki í ljós fyrr en 16. júní þegar endanlegt
val verður kunngjört. Þá verður Gullgríman
einnig veitt, Heiðursverðlaun Leiklistar-
sambands Íslands.
Tilnefningarnar eru fimm til sex í fjórtán
flokkum, alls sjötíu og tvær. Flestar tilnefn-
ingar fær sýning Þjóðleikhússins á Veislunni
eftir Rukov og Vinterberg, ellefu tilnefningar
í ýmsum flokkum, en næst, með sjö tilnefn-
ingar, kemur sýning Leikhópsins Á senunni á
Kvetch eftir Steven Berkoff.
Sjötíu og tvær tilnefningar til Íslensku leiklistarverðlaunanna – Grímunnar
Veislan og Kvetch standa upp úr
Morgunblaðið/Kristinn
Þórunn Lárusdóttir leikkona kynnti tilnefningarnar í Þjóðleikhúsinu.
LISTIR
26 FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Norska húsið
Byggðasafn Snæfellinga og
Hnappdæla, Norska húsið, hefur
sumarstarfsemina í dag, föstudag
og opnar nýja sýningarsali á jarð-
hæð með samsýningunni: Mynd-
rænar stemmingar – Norska húsið
og nágrenni. Á sýningunni eru
hátt í 40 verk, ný og eldri; olíu-
myndir, vatnslitamyndir, teikning-
ar, glerverk og vefnaður eftir á
annan tug listamanna sem búa eða
hafa búið í Stykkishólmi. Undir-
búningur og uppsetning sýningar-
innar var í höndum Jóns Svans
Péturssonar, Steinþórs Sigurðs-
sonar og Aldísar Sigurðardóttur.
Á jarðhæð er Krambúð hússins,
þar sem hægt er að fá handverk,
listmuni, minjagripi o.fl. Á annarri
hæðinni er sýningin: „Heldra
heimili í þéttbýli á 19. öld“. Við
uppsetninguna var stuðst við þær
heimildir sem til eru um innbú og
heimilishætti Árna og Önnu
Thorlacius er létu reisa Norska
húsið árið 1832.
Í risi er opin safngeymsla þar
sem safngestir glöggva sig á við
sem húsið er byggt úr og upplifa
stemmingu liðins tíma á annan
hátt en á neðri hæðunum.
Norska húsið er opið daglega
frá júní fram í september frá kl.
11–17.
Byggðasafn Hafnarfjarðar,
Siggubær
Efst á Kirkjuveginum í Hafn-
arfirði er Siggubær, eitt af sýn-
ingahúsum Byggðasafns Hafnar-
fjarðar og er hann er opinn
laugardaga og sunnudaga kl. 13–
17 í sumar.
Sumar-
sýningar í
söfnunum
KIRKJULISTAHÁTÍÐ stendur
til 9. júní. Yfirskriftin er „Ég ætla
að gefa regn á jörð“.
Hallgríms-
kirkja kl. 12:
Tónlistarandakt.
Prestur: Jón
Dalbú Hró-
bjartsson. Magn-
ea Tómasdóttir
sópran og Guð-
mundur Sigurðs-
son orgel flytja
Passíusálmalög.
Passíusálmar
kl. 21: 15 íslensk
ljóðskáld flytja
ljóð í anda Pass-
íusálma Hall-
gríms Péturs-
sonar. Skáldin
eru Andri Snær
Magnason, Bald-
ur Óskarsson,
Hjörtur Pálsson,
Ingibjörg Har-
aldsdóttir, Ísak
Harðarson, Jón Bjarman, Kristján
Þórður Hrafnsson, Kristján Valur
Ingólfsson, Margrét Lóa Jónsdótt-
ir, Matthías Johannessen, Sigurð-
ur Pálsson, Sigurbjörg Þrastar-
dóttir, Vilborg Dagbjartsdóttir,
Þóra Jónsdóttir og Þórarinn Eld-
járn.
Tónlist: Matthías M. D. Hem-
stock. Umsjón: Sigurður Árni
Þórðarson.
Matthías
Johannessen
Sigurður
Pálsson
Óðinshús á Eyrarbakka
Nú um helgina eru síðustu for-
vöð að sjá sýninguna „Þrjár í lit-
um“.
Gallerí Skuggi
Sunnudaginn 8. júní lýkur sam-
sýningu þriggja breskra myndlist-
armanna sem ber yfirskriftina
„Friday Night, Saturday Told“.
Sýningum lýkur
♦ ♦ ♦
Sýning ársins
And Björk, of course … eftir Þorvald Þor-
steinsson í sviðsetningu Leikfélags Reykja-
víkur.
Kvetch eftir Steven Berkoff í sviðsetningu Leik-
hópsins Á senunni.
Rómeó og Júlía eftir William Shakespeare í
sviðsetningu Íslenska dansflokksins, Leik-
félags Reykjavíkur og Vesturports.
Sölumaður deyr eftir Arthur Miller í sviðsetn-
ingu Leikfélags Reykjavíkur.
Veislan eftir Mogens Rukov og Thomas Vinter-
berg í sviðsetningu Þjóðleikhússins.
Leikstjórn ársins
Benedikt Erlingsson fyrir And Björk, of
course …
Peter Engkvist fyrir Manninn sem hélt að kon-
an hans væri hattur.
Stefán Baldursson fyrir Veisluna.
Stefán Jónsson fyrir Kvetch.
Þórhildur Þorleifsdóttir fyrir Sölumaður deyr.
Leikari ársins í aðalhlutverki
Arnar Jónsson fyrir Veisluna.
Hilmir Snær Guðnason fyrir Veisluna.
Ívar Örn Sverrisson fyrir Hamlet.
Pétur Einarsson fyrir Sölumaður deyr.
Theodór Júlíusson fyrir Púntila bónda og Matta
vinnumann.
Leikkona ársins í aðalhlutverki
Charlotte Bøving fyrir Hina smyrjandi jómfrú.
Edda Heiðrún Backman fyrir Hægan, Elektra
og Kvetch.
Halldóra Geirharðsdóttir fyrir Sumarævintýri.
Harpa Arnardóttir fyrir And Björk, of
course …
Kristbjörg Kjeld fyrir Halta Billa.
Leikari ársins í aukahlutverki
Björn Hlynur Haraldsson fyrir Púntila bónda
og Matta vinnumann og Rómeó og Júlíu.
Ólafur Darri Ólafsson fyrir Kvetch og Rómeó
og Júlíu.
Rúnar Freyr Gíslason fyrir Veisluna.
Stefán Jónsson fyrir Veisluna.
Þröstur Leó Gunnarsson fyrir Allir á svið!
Leikkona ársins í aukahlutverki
Edda Björg Eyjólfsdóttir fyrir Boðorðin 9.
Edda Heiðrún Backman fyrir Kryddlegin hjörtu.
Elva Ósk Ólafsdóttir fyrir Veisluna.
Nanna Kristín Magnúsdóttir fyrir Rauða spjaldið.
Tinna Gunnlaugsdóttir fyrir Veisluna.
Þórunn Erna Clausen fyrir Dýrlingagengið.
Leikmynd ársins
Finnur Arnar Arnarson fyrir Kryddlegin
hjörtu.
Gretar Reynisson fyrir Halta Billa.
Sigurjón Jóhannsson fyrir Sölumaður deyr.
Snorri Freyr Hilmarsson fyrir Kvetch.
Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir fyrir Veisluna.
Búningar ársins
Filippía I. Elísdóttir fyrir Boðorðin 9.
Filippía I. Elísdóttir og Þórunn Sigríður Þor-
grímsdóttir fyrir Veisluna.
Helga I. Stefánsdóttir fyrir Púntila bónda og
Matta vinnumann.
Þórunn María Jónsdóttir fyrir Grettissögu.
Þórunn Elísabet Sveinsdóttir fyrir Rómeó og
Júlíu.
Lýsing ársins
Benedikt Axelsson og Lárus Björnsson fyrir
Stingray.
Björn Bergsteinn Guðmundsson fyrir Hægan,
Elektra, Grettissögu og Veisluna.
Kári Gíslason fyrir Rómeó og Júlíu.
Lárus Björnsson fyrir Kryddlegin hjörtu og
Sölumaður deyr.
Sigurður Kaiser fyrir Kvetch.
Tónlist ársins
Guðmundur Jónsson, Gunnar Árnason, Jón Ólafs-
son og Sálin hans Jóns míns fyrir Sól og Mána.
Hilmar Örn Hilmarsson fyrir Grettissögu.
Hjálmar H. Ragnarsson og Rússíbanar fyrir
Cyrano.
Jón Hallur Stefánsson fyrir Kvetch.
Trabant fyrir Evu.
Matti Kallio og Ólafur Örn Thoroddsen fyrir
Púntila bónda og Matta vinnumann.
Leikskáld ársins
Agnar Jón Egilsson fyrir Lykil um hálsinn.
Björk Jakobsdóttir fyrir Sellófon.
Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir fyrir
Hægan, Elektra.
Ólafur Haukur Símonarson fyrir Viktoríu og
Georg.
Þorvaldur Þorsteinsson fyrir And Björk, of
course …
Dansverðlaun ársins
Erna Ómarsdóttir fyrir Evu.
Guðmundur Helgason fyrir Frosta/Svanavatnið.
Jóhann Freyr Björgvinsson fyrir Jóa.
Katrín Hall fyrir Stingray.
Lára Stefánsdóttir fyrir Elsu.
Danssýning ársins
Black Wrap eftir Ed Wubbe í sviðsetningu Ís-
lenska dansflokksins.
Bylting hinna miðaldra eftir Ismo-Pekka Heik-
enheimo og Ólöfu Ingólfsdóttur í sviðsetningu
Ólafar danskompanís.
Elsa eftir Láru Stefánsdóttur í sviðsetningu Ís-
lenska dansflokksins og Pars Pro Toto.
Eva eftir Ernu Ómarsdóttur, Karen Maríu Jóns-
dóttur og Margréti Söru Guðjónsdóttur í svið-
setningu Dansleikhúss með ekka.
Stingray eftir Katrínu Hall í sviðsetningu Ís-
lenska dansflokksins.
Barnasýning ársins
Honk! eftir Anthony Drewe og Georges Stiles í
sviðsetningu Leikfélags Reykjavíkur.
Jón Oddur og Jón Bjarni eftir Guðrúnu Helga-
dóttur í sviðsetningu Þjóðleikhússins.
Karíus og Baktus eftir Thorbjörn Egner í svið-
setningu Þjóðleikhússins.
Rauðhetta eftir Charlotte Bøving í sviðsetningu
Hafnarfjarðarleikhússins.
Völuspá eftir Þórarin Eldjárn í sviðsetningu
Möguleikhússins.
Útvarpsverk ársins
Dauðir án grafar eftir Jean Paul Sartre í þýð-
ingu Arnar Ólafssonar og í leikstjórn Sig-
urðar Skúlasonar.
Góði guðinn á Manhattan eftir Ingeborg Bach-
mann í þýðingu Þorsteins Þorsteinssonar og í
leikstjórn Hjálmars Hjálmarssonar.
Gróið hverfi eftir Braga Ólafsson og í leikstjórn
Óskars Jónassonar.
Stoðir samfélagsins eftir Henrik Ibsen í þýðingu
Einars Braga og í leikstjórn Maríu Kristjáns-
dóttur.
Vegamót eftir Conor McPherson í þýðingu Hall-
mars Sigurðssonar og í leikstjórn Egils Heið-
ars Antons Pálssonar.
Ólafur Ragnar Grímsson forseti og Sigurður Gunnar Steinþórsson.
Morgunblaðið/Kristinn