Morgunblaðið - 06.06.2003, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 06.06.2003, Qupperneq 27
MENNTUN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 2003 27 NÚNA í vor hafa stórirhópar útskrifast úr fram-haldsskólum og framúr-skarandi nemendur dúx- að. Verzlunarskóli Íslands brautskráði nýlega 232 nýstúdenta, en það er stærsti útskriftarárgangur skólans í sögu hans. Í fréttum kom m.a. fram að Pétur Gordon Her- mannsson var með eina af hæstu einkunnum sem gefin hefur verið í skólanum. Bráðlega verða tímamót í sögu Verzl- unarskólans því haust- ið 2005 verður öld liðin frá því að hann hóf starfsemi sína, og má sjá nokkur merki um það. Nú standa t.d. yfir framkvæmdir við byggingu 20 kennslu- stofa og tveggja fyrir- lestrasala. Blaðamaður heimsótti skólann í vikunni og gekk m.a. um skólann með Þorvarði Elíassyni skólastjóra. „Þakinu yfir bókasafninu verður lyft og með efri hæð þess stækkar safnið um 350 fermetra,“ segir hann og að vinnuaðstaða kennara verði einnig bætt með framkvæmdunum sem nú standa yfir. Stækkun skólans mun einnig hafa faglegar afleiðingar, því kennarar eru byrjaðir að vinna að samþætt- ingu námsgreina og ræða aukið vægi raunhæfra verkefna. Forsendan fyr- ir slíkri þróunarvinnu er einmitt góð vinnuaðstaða kennara. Öflugar ólíkar deildir Ég hitti einnig Inga Ólafsson að- stoðarskólastjóra, Steinunni Stef- ánsdóttur bókasafnsfræðing og Klöru Hjálmtýsdóttur námsráð- gjafa. Steinunn segir að bókasafnið verði þannig skipulagt að á neðri hæðinni verði les- og vinnuaðstaða fyrir nemendur en á efri hæð bóka- kosturinn. „Nemendur kjósa gjarnan að vinna á bókasafninu sem opið er til tíu á kvöldin alla kennsludaga og til fimm á laugardögum,“ segir hún. Allir þekkja Verzlunarskólann af verslunarprófinu sem nemendur ljúka eftir fyrstu tvö árin. En það gera sér ekki allir grein fyrir hvað tekur við eftir það. Nemendur byrja í skólanum í þriðja bekk sem er sameiginleg námsbraut, þá velja þeir í fjórða bekk að taka verslunarpróf í við- skipta-, stærðfræði-, eða tölvu- og upplýs- ingadeild. Ingi segir að skólinn hafi notið mik- illa vinsælda og að á næsta skólaári verði á tólfta hundrað nemend- ur í skólanum. Í fimmta og sjötta bekk standa sex öflugar námsbrautir til boða: Alþjóðadeild þar sem m.a. er lögð áhersla á al- þjóðahyggju og alþjóða- stofnanir, einnig er stefnt að því að nemendur fari utan í heimsókn í skóla og taki á móti gestum a.m.k. einu sinni yfir námstímann. Tölvu- deild með áherslu á hugbúnaðarsvið, máladeild með áherslu á helstu þjóð- tungur Evrópulanda og latínu, hag- fræðideild þar sem hagfræði og stærðfræði eru í öndvegi, viðskipta- deild með áherslu á hagnýtar grein- ar, og stærðfræðideild þar sem nem- endur eru búnir undir fræðilegt nám á háskólastigi í verkfræði, raunvís- indum og örðum greinum. Klara segir að margir átti sig ekki á hversu öflug stærðfræðideild er í Verzlunarskólanum. „Hlutfallslega flestir nemendur í verkfræði og stærðfræði koma úr Verzló.“ Eðlis- fræði er mjög öflug í skólanum og á hann t.d. fulltrúa í Ólympíuliðinu í eðlisfræði, en það er Eysteinn Helga- son. „Í efnafræðikeppninni áttum við 2 af 10 efstu nemendum á landinu,“ segir Klara. Þorvarður segir að einkenni skól- ans séu að fyrstu tvö árin leggi nem- endur stund á viðskiptagreinar, en síðustu tvö árin sé áherslan á stærð- fræði og eðlisfræði. Hann nefnir að t.d. verkfræðingar með stúdentspróf úr Verzló séu eftirsóttir starfskraft- ar vegna þess að þeir kunni bók- færslu og aðra hagnýta þætti sem nýtist vel í starfinu. Verslunarprófið á Netinu Tækjakostur er góður í skólanum, þar eru 4 tölvustofur og 230 tölvur. Í hverri skólastofu er skjávarpi sem kennarar nota. Næsta skólaár fæst meira rými en áður undir verklega kennslu í eðlisfræði og verður þar, að mati Þorvarðs, trúlega best búna raungreinastofa íslenskra fram- haldsskóla. Fjarkennsla er þáttur sem verður einnig efldur, því fyrirhugað er að bjóða á Netinu nám til verslunar- prófs, sem einnig verður selt sem námskeið á almennum markaði, bæði sem námskeið á Netinu og sem stað- bundið nám í kennslustofum og fyr- irlestrasölum. Þorvarður segir að margir af kennurum skólans hafi náð góðum tökum á fjarkennslutækninni sem beitt hafi verið í nokkur ár sem við- bót við hefðbundna kennslu. Í útskriftarræðu Þorvarðs kom fram að markmið skólans með auk- inni áherslu á Netið, upplýsingakerfi og fjarkennslu er tvíþætt. „Í fyrsta lagi er það ætlun skólastjórnar að bæta menntun og hæfni fólks sem starfar í atvinnulífinu ... skólinn [er] að búa sig undir að taka aukinn þátt í menntun verslunar- og skrifstofu- fólks í landinu. Í öðru lagi er mark- miðið það að leggja nemendum skól- ans til ný tæki sem þeir geta notað til þess að búa sig undir hið hefðbundna stúdentspróf,“ sagði hann. Axel V. Gunnlaugsson hefur und- irbúið fjarkennsluna og segir að til- raunakennsla hefjist í haust og boðið verði upp á alla almenna möguleika í fjarnáminu eins og hljóð, textaæfing- ar, myndir, grafík og spjallrás. Allar venjulegar nútímatölvur eiga að ráða við þetta efni. Axel býst við að hægt verði að setja námskeiðin á almennan markað til sölu á Netinu á vorönn 2004. Opið hús Þorvarður segir að lokum þegar hann fylgir mér út að eitt af einkenn- um skólans sé gott félagslíf nem- enda. Nefna má að svokallaður Marmari er samkomutorg skólans. Marmarinn er í miðju skólans og mætast þar allar leiðir. Líf og fjör og skemmtileg stemning myndast þar reglulega enda stendur nemenda- félagið iðulega að ýmsum atburðum og uppákomum. Öllum almenningi er boðið á marmarann 10. júní nk. þegar skól- inn verður með opið hús. Verzlunarskóli Íslands/ Skólinn hefur notið mikilla vinsælda í næstum heila öld. Á næsta skólaári verður á tólfta hundrað nemenda í skólanum í sex deildum. Gunnar Hersveinn heimsótti skólann í Ofanleiti í Reykjavík en þar standa nú yfir framkvæmdir sem auka olnbogarými nemenda og kennara. Í Verzló er hefðbundið bekkjarkerfi. Svigrúm gef- ur ný færi  Samþætting námsgreina og raun- hæf verkefni í brennidepli  Allir áfangar til verslunarprófs verða seldir og kenndir á Netinu Morgunblaðið/Arnaldur Tuttugu stofur og tveir fyrirlestrasalir bætast við Verzlunarskólann í haust og rými losnar einnig í eldra húsnæði. Þorvarður Elíasson TENGLAR .............................................. www.verslo.is guhe@mbl.is Félagslíf nemenda í Verzl- unarskólanum er líflegt. Í fjórða bekk er t.d. hinn landsþekkti peysufatadagur. Hátindur fé- lagslífsins er nemendamótið í febr- úar ár hvert. Þar hafa viðamiklir söngleikir og leikrit verið sett upp og vakið mikla athygli. Haldin er sérstök söngvakeppni í skólanum og stuttmyndahátíð. Keppt er einnig í ýmsum íþróttum. Mælsku- listin er stunduð og vann lið Verzló síðustu Morfís-ræðukeppni fram- haldsskólanna. Skólahljómsveitin Hanz vann Skólavision-lagakeppni framhaldsskólanna. Útgáfu- starfsemi er einnig blómleg því þrjú tímarit koma út á vegum nem- enda: Viljinn, sem er elsta skóla- blað landsins, Verzlunarskólablað- ið og Kvasi. Morgunblaðið/Golli Ræðulið Verzló sigraði í Morfískeppninni 2003: Björn Bragi, Jónas Oddur, Breki og Baldur. Félagslífið í Verzló

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.