Morgunblaðið - 06.06.2003, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
HJÁ bandaríska varnarliðinu og verk-tökum sem vinna verk á vegumþess starfa um 1.700 Íslendingar,auk þess sem fjöldi tengdra starfa
er háður áframhaldandi starfsemi þess. Þyrlu-
sveitin sem starfrækt er í tengslum við veru
bandarísku herflugvélanna er auk þess mikil-
vægur hlekkur í öryggismálum fyrir íslensk og
erlend skip. Sólveig Pétursdóttir, formaður ut-
anríkismálanefndar Alþingis, segir að þessi mál
verði að taka til sérstakrar athugunar í
tengslum við hugsanlegar viðræður um varn-
arsamning Íslands og Bandaríkjanna. „Það er
ljóst að þetta er alvarlegt mál og á viðkvæmu
stigi,“ segir Sólveig. Hún telur mikilvægt að
benda á að formlegar samningaviðræður séu
ekki hafnar, fyrsta skrefið í þeim ferli verði svar
forsætisráðherra við bréfi Bandaríkjaforseta.
Sólveig segir að viðræður um framhald á
starfsemi varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli
muni fyrst og fremst snúast um að tryggja
varnir landsins og öryggishagsmuni. „Þetta er
auðvitað gagnkvæmur samningur og eðlilegt að
tekið sé tillit til öryggishagsmuna Íslands. Því
má heldur ekki gleyma að björgunarþátturinn
er afar mikilvægur. Þann þátt þarf að skoða
mjög vandlega, sérstaklega þar sem líklegt er
að siglingar stórra skipa, eins og olíuskipa, muni
færast í vöxt á Norður-Atlantshafi á næstu ár-
um.“
Miklir hagsmunir á Suðurnesjum
„Hér er um mikið alvörumál að ræða því auk
þeirra sautján hundruð starfa sem tengjast
vellinum beint eru fjölmörg störf á svæðinu ná-
tengd þeirri starfsemi,“ segir Drífa Hjartar-
dóttir, þingmaður Suðurkjördæmis og vara-
maður í utanríkismálanefnd.
Hún segist ganga út frá því að staðan verði
nánast óbreytt þótt þróunin hafi verið sú að
Bandaríkjamenn hafi á undanförnum árum
virst vilja draga úr viðbúnaði á Íslandi. „Ég
held að það sem mestu skiptir sé að flugvél-
arnar verði áfram. Hins vegar geta Íslending-
ar leyst ýmis önnur þjónustustörf af hendi fyr-
ir herinn. Þetta hefur verið gert í æ ríkari
mæli. En grundvallaratriðið er vitaskuld að
hér verði áfram tryggar varnir og það er vert
að benda á að öflugar loftvarnir á Keflavík-
urflugvelli gagnast ekki aðeins okkur Íslend-
ingum heldur einnig þeim sem fljúga yfir
Norður-Atlantshafið,“ segir Drífa.
Verðum að takast á
við breytingar
„Mér finnst þetta vera í samræmi við það
sem við var að búast, að Bandaríkjamenn vilji
draga saman umsvif sín hér og jafnvel í aðal-
atriðum fara með fastan viðbúnað,“ segir
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-
hreyfin
varnars
finning
óþarfa
viðbúna
að Ísla
má að
mönnu
svifum
stöðvar
ingar h
viðræð
það hve
reyna a
eru í sjá
Varð
tengslu
ekki æ
eingöng
hverjum
skilja b
það er
um viðr
atvinnu
þarf að
og fleir
ræðurn
gætu n
byggt u
saman
„Alvarlegt mál og á
ELIZABETH Jones, aðstoðarráð-herra í bandaríska utanríkismála-ráðuneytinu, lagði fram bréf til ís-lenskra stjórnvalda frá George W.
Bush, Bandaríkjaforseta, á fundi með Davíð
Oddssyni, forsætisráðherra, og Halldóri Ás-
grímssyni, utanríkisráðherra, í Ráðherrabú-
staðnum í gærmorgun, en auk þess sátu Ian
Brzezinski, varaaðstoðarráðherra í banda-
ríska varnarmálaráðuneytinu, og James Irvin
Gadsden, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi,
fundinn. Ekkert fékkst uppgefið um efni
bréfsins en Davíð sagði málið á mjög við-
kvæmu stigi.
Elizabeth Jones var stutt í spuna eftir fund-
inn. „Við áttum góðar viðræður og ég er viss
um að ríkisstjórnin getur greint ykkur frá
þeim um leið og ráðherrarnir hafa fengið tíma
til umhugsunar,“ sagði hún.
Hún sagðist hingað komin til að ræða þjóð-
aröryggismál landanna tveggja. Ísland væri
„ákaflega náinn“ bandamaður Bandaríkjanna
innan NATO og staðfastur stuðningur Íslands
í gegnum árin væri afar mikils metinn. „Og við
viljum finna leiðir til að halda því áfram á upp-
byggilegan hátt,“ sagði hún.
Vilja nýjar leiðir
Davíð og Halldór sátu saman á fundi í rúm-
lega klukkustund eftir að Jones hvarf á braut.
„Við vorum að fara yfir málin og þau skýrð-
ust nokkuð,“ sagði Davíð. Hann sagði að málið
yrði rætt utanríkismálanefnd og í kjölfarið
yrði svörum íslenskra stjórnvalda komið á
framfæri. Hann vildi ekki svara spurningum
um efni bréfsins frá Bandaríkjaforseta eða
hvort fyrirhugaður væri niðurskurður á Kefla-
víkurflugvelli. „Málið er mjög viðkvæmt núna
þannig að ég ætla ekki að fara út í einstök at-
riði á þessu stigi,“ sagði hann.
Að fundinum loknum kynnti Halldór Ás-
grímsson efni bréfsins frá forseta Bandaríkj-
anna fyrir utanríkismálanefnd. Halldór vildi í
samtali við fjölmiðla ekki ræða efni bréfsins en
sagði ljóst að Bandaríkjamenn hefðu áhuga á
að finna nýjar leiðir varðandi varnir Íslands.
Forsætisráðherra mun svara bréfinu í næstu
viku og í kjölfarið munu hefjast viðræður um
framtíð varnarsamstarfsins. Utanríkismála-
nefnd hefur óskað eftir því að fá að fylgjast ná-
ið með þeim viðræðum. „Við höfum talið það
algjörlega nauðsynlegt að hafa hér loftvarnir,“
sagði Halldór eftir fundinn í gær. „Það kemur
ekkert fram í bréfi forsetans sem bendir til
þess að þeir [Bandaríkjamenn] séu á öðru
máli. Við munum svara þessu bréfi og segja frá
því hvernig við viljum fara í þær viðræður sem
eru framundan um þessi mál. Það er alveg
ljóst að málið er viðkvæmt og það er alvarlegt
og við verðum að bíða og sjá hvernig þessum
viðræðum lyktar.“
Halldór vildi ekkert segja um það hvort í
bréfinu kæmi fram vilji Bandaríkjamanna um
að draga úr herstyrknum. „En það liggur fyrir
að þeir vilja fara nýjar leiðir í þessu sambandi,
hvað þeir eiga nákvæmlega við vil ég ekki
segja um á þessu stigi.
Það hefur verið talað um það að hér yrðu t.d.
ekki loftvarnir og hefur verið vísað til þess að
slíkar loftvarnir væru í Bandaríkjunum og
Bretlandi eða annars staðar. Það er auðvitað
alveg ljóst að það gefur ekki sömu tryggingu
og ef þessar varnir væru hér á landi. Þær gefa
ekki sömu tryggingu að því er varðar almennt
öryggi á Norður-Atlantshafi.“ Halldór nefndi í
þessu sambandi þyrlur varnarliðsins sem
skiptu miklu máli, ekki aðeins fyrir Íslendinga
heldur gegndu þýðingarmiklu hlutverki varð-
andi alla þá umferð sem fer um Norður-
Atlantshaf.
Samleið í fimmtíu ár
Halldór sagði enga ástæðu til að blanda af-
stöðu Íslendinga til Íraksstríðsins saman við
framtíð varnarsamstarfsins. „Íslendingar og
Bandaríkjamenn hafa átt mikla samleið í ör-
yggis- og varnarmálum alveg síðan í heims-
styrjöldinni síðari. Við vonumst til þess að við
eigum samleið áfram og það fylgir því þegar
menn eiga samvinnu að það sé gagnkvæmur
skilningur. Við höfum oft og tíðum sýnt
Bandaríkjamönnum skilning og það er eitt-
hvað sem við sjáum ekkert eftir. Það er að
sjálfsögðu mikilvægt að Bandaríkjamenn sýni
okkur líka skilning en ég vil á engan hátt
blanda þessu saman.“
Halldór vildi ekki segja til um hvort til nið-
urskurðar myndi koma. „Það er alveg ljóst að
einhverjar breytingar eru yfirvofandi en það
þarf ekki að þýða niðurskurð. Stundum kosta
breytin
en það
eru bre
Halld
næstun
lagðar v
Hann
bréfinu
einhver
hvernig
ur mun
ríkjama
inn er
skuldbi
vera ga
ingu fy
sagði a
samski
anríkis
skipti s
forseta
það er h
Stjór
Halld
ræða b
Varnarsamstarfið við Bandaríkin rætt
Viðræður verði á for
Loftvarnir nauðsynlegar,
segir utanríkisráðherra
Elizabet
Gadsden
bandarí
Fulltrúar Bandaríkjastjórnar áttu fund um varn-
armálin með forsætisráðherra og utanríkisráð-
herra í Ráðherrabústaðnum í gærmorgun, en í
kjölfarið var varnarsamstarfið við Bandaríkin
rætt í utanríkismálanefnd Alþingis.
VIÐRÆÐUR UM VARNARMÁL
Tveir sendimenn Bandaríkja-stjórnar voru hér á ferð í gær tilþess að ræða við íslenzk stjórn-
völd um fyrirkomulag varna á Kefla-
víkurflugvelli. Þau Elízabeth Jones,
háttsettur aðstoðarráðherra í utan-
ríkisráðuneytinu í Washington, og Ian
Brzezinski sem starfar í varnarmála-
ráðuneytinu.
Þau afhentu Davíð Oddssyni for-
sætisráðherra bréf frá Bush Banda-
ríkjaforseta varðandi málefni varnar-
stöðvarinnar. Það er í sjálfu sér
mikilvægt að Bandaríkjaforseti hefur
skrifað forsætisráðherra Íslands bréf
um þetta málefni. Það sýnir að fram-
tíðarmál varnarstöðvarinnar eru kom-
in til meðferðar á æðsta stigi stjórn-
valda í Washington. Þar með hafa
orðið ákveðin þáttaskil í viðræðum ís-
lenzkra og bandarískra stjórnvalda
þar sem þetta mál hefur of lengi
þvælzt á milli embættismanna í ráðu-
neytum þar vestra. Bréf Bush hlýtur
að vera sá grundvöllur sem viðræður
byggjast á af hálfu Bandaríkjanna,
hvað sem líður mismunandi sjónarmið-
um innan bandaríska stjórnkerfisins.
Í ljósi 60 ára samstarfs Íslands og
Bandaríkjanna um öryggi Íslands,
sem hefur ekki einungis verið okkur
Íslendinga til hagsbóta heldur hafði
það gríðarlega hernaðarlega þýðingu
fyrir Bandaríkin sjálf á tímum kalda
stríðsins, er varla til of mikils mælzt af
hálfu okkar Íslendinga að framtíð
varnarstöðvarinnar í Keflavík sé til
umræðu á milli æðstu manna ríkjanna
tveggja.
Mikið samband hefur verið á milli
Colins Powells, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, og Halldórs Ásgríms-
sonar, utanríkisráðherra Íslands, um
þetta mál. Nú eru komin á tengsl milli
Bush Bandaríkjaforseta og Davíðs
Oddssonar forsætisráðherra og þar
með er málið komið í réttan farveg í
bandaríska stjórnkerfinu.
Ríkisstjórnin hefur ekki upplýst um
efni bréfs Bush en ætla verður að
Bandaríkin íhugi af sinni hálfu ein-
hverjar þær breytingar í varnarstöð-
inni sem kalli á slík bréfaskrif.
Varnarsamningurinn er gagnkvæm-
ur samningur á milli tveggja sjálf-
stæðra ríkja þar sem annað ríkið tekur
að sér að tryggja öryggi hins ríkisins.
Við Íslendingar höfum alltaf metið það
við Bandaríkjamenn að þeir hafa um-
gengizt okkur sem jafningja þrátt fyr-
ir þann stærðarmun sem á þjóðunum
er. Þess vegna og vegna þess að viður-
kenning Bandaríkjanna á sjálfstæði
Íslands ruddi brautina fyrir lýðveldis-
stofnunina 1944 hafa Bandaríkin alltaf
skipað sérstakan sess í hug og hjarta
okkar Íslendinga.
Í ljósi sögulegra samskipta þessara
tveggja þjóða hljótum við að ganga út
frá því sem vísu að hugsanlegar breyt-
ingar á fyrirkomulagi varnanna á
Keflavíkurflugvelli verði gerðar með
samkomulagi þjóðanna tveggja en
ekki með einhliða yfirlýsingum af
hálfu Bandaríkjamanna.
Það er auðvitað ljóst að miklar
breytingar hafa orðið í alþjóðamálum
frá því að varnarsamningurinn var
gerður 1951. Kalda stríðinu er lokið.
Sovétríkin eru liðin undir lok. Komm-
únisminn er fallinn. Við Íslendingar
gerum okkur glögga grein fyrir þessu
ekkert síður en aðrar þjóðir. Við höf-
um aldrei talið eftirsóknarvert að hafa
erlent herlið í okkar landi. Við höfum
þvert á móti talið æskilegt að það
ástand skapaðist í heimsmálum að
bandaríska varnarliðið gæti horfið af
landi brott. Fyrstu árin eftir fall
Sovétríkjanna veltu margir því fyrir
sér hvort komið væri að þeim tímamót-
um þótt óvissa ríkti þá enn um fram-
vindu mála í Rússlandi.
Engir hafa gengið lengra í því að
sannfæra þjóðir heims um að nýjar
ógnir væru komnar til sögunnar en
einmitt Bandaríkjamenn sjálfir og þá
alveg sérstaklega núverandi stjórn-
völd í Washington. Bush Bandaríkja-
forseti og samstarfsmenn hans hafa
flutt umheiminum þann boðskap að
þessi nýja ógn væri tvíþætt. Annars
vegar væri um að ræða ógn af hálfu vel
skipulagðra hryðjuverkamanna sem
gætu látið höggið ríða hvar sem væri í
heiminum og hvenær sem væri. Hins
vegar væri um að ræða ógn frá nokkr-
um einræðisríkjum sem markvisst
ynnu að því að koma sér upp kjarn-
orkuvopnum eða öðrum gereyðingar-
vopnum í því skyni að hóta umheim-
inum með slíkri vopnaeign og væru svo
viti firrt að þeim væri trúandi til að
nota þau.
Bandaríkjastjórn hefur ekki látið í
ljósi þá skoðun að einni þjóð stafaði
meiri eða minni hætta af hryðjuverka-
mönnum og nýjum kjarnorkuveldum
en öðrum. Enda hefur reynsla sýnt að
hryðjuverkamenn láta til sín taka þar
sem þeim sýnist.
Þess vegna þarf engan að undra þótt
við Íslendingar, sem tökum mark á því
sem frá Bandaríkjamönnum kemur,
teljum að okkur stafi ekki síður hætta
af þessum nýju, illu öflum, sem Banda-
ríkjaforseti hefur kallað svo, en bæði
Bandaríkjamönnum og öðrum þjóðum.
Í þessu samhengi fer því ekki á milli
mála að á íslenzkum stjórnvöldum
hvílir sú skylda að tryggja öryggi þjóð-
arinnar hverju sinni með tiltækum
ráðum.
Samstarf okkar við Bandaríkja-
menn á sviði öryggis- og varnarmála
hefur verið óvenju farsælt. Við metum
þá mikils. Við höfum sýnt það í verki
hvað eftir annað, nú síðast í vetur.
Öruggt má telja að mikill meirihluti
Íslendinga vilji að það samstarf haldi
áfram.
Hitt er ljóst að það verður að vera á
forsendum gagnkvæmra hagsmuna og
trausts á milli þessara þjóða. Ef við Ís-
lendingar lítum svo á að þær varnir
sem Bandaríkjamenn eru tilbúnir að
sjá um fyrir okkar hönd séu ekki nægi-
legar til að tryggja öryggi lýðveldis
okkar hljótum við að horfast í augu við
þann veruleika og endurmeta stöðu
okkar.
Þetta mál snýst ekki um tæknilega
þætti í varnarkerfum nútímans. Það
snýst um pólitískt samstarf Íslands og
Bandaríkjanna sem hefur skilað báð-
um þjóðunum miklu frá því að banda-
rískt herlið kom hingað í fyrsta sinn í
heimsstyrjöldinni síðari og síðan aftur
1951 eftir að kalda stríðið var skollið á.
Bandaríkjamenn eru nú að endur-
meta stöðu sína um allan heim og hlut-
verk varnarstöðva sem þeir hafa haft í
ýmsum löndum. Sú endurskoðun nær
einnig til Íslands eins og eðlilegt er.
Í þeirri endurskoðun verður að gera
ráð fyrir að Bandaríkjamenn horfi til
langtímahagsmuna en ekki skamm-
tímasjónarmiða. Það hljótum við Ís-
lendingar líka að gera. Vonandi tekst
ríkisstjórnum þessara gömlu vina-
þjóða að ná niðurstöðu sem þjónar
hagsmunum beggja.