Morgunblaðið - 06.06.2003, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 06.06.2003, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 2003 29 ngarinnar – græns framboðs, um stöðu samstarfsins. „Ég hef lengi haft þá til- gu að þeir [Bandaríkjamenn] teldu að vera hér með umtalsverðan fastan að, vildu auðvitað halda hér aðstöðu og and héldist á þeirra áhrifasvæði, ef svo orði komast. En það á ekkert að koma um á óvart að þeir vilji draga hér úr um- sínum og draga úr kostnaði við rekstur rinnar. Mér finnst sjálfgefið að Íslend- horfist í augu við það og gangi til þessara na með því hugarfari að þetta snúist um ernig þessar breytingar verða en ekki að að koma í veg fyrir þær. Breytingarnar álfu sér jákvæðar.“ ðandi atvinnumál á Suðurnesjum í um við varnarliðið sagði Steingrímur að ætti að biðja um erlendan her í landinu gu til þess að halda uppi atvinnu á ein- m svæðum. „Að sjálfsögðu á ekki að byggðarlögin eftir án alls stuðnings. En eðlilegt að það sé uppi á borðum í þess- ræðum hvernig þetta gerist með tilliti til uhagsmuna einstakra byggðarlaga. Þá ð muna að fara eftir umhverfismálunum ru.“ Þá sagði Steingrímur að inn í við- nar ætti að koma hvernig Íslendingar nýtt sér þá aðstöðu sem herinn hefði upp á Suðurnesjum þegar herinn drægi seglin. „Þá opnast væntanlega aðgang- ur að margvíslegri aðstöðu sem gæti komið til greina að reyna að nýta.“ Viðræður gætu leitt til breytinga Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður utanrík- ismálanefndar, sagði að málefni varnarsam- starfsins væri klárlega á viðkvæmu stigi. Hann sagði margt hanga á spýtunni. Stjórnarand- staðan hafi gagnrýnt að bókun um framkvæmd varnarsamsamstarfsins hafi löngu runnið út. „Það er mikilvægt að festa málið strax,“ sagði Guðmundur Árni. „Viðræðurnar gætu leitt til breytinga en menn renna dálítið blint í sjóinn. Afstaða Bandaríkjamanna um að gera hér breytingar hefur legið fyrir árum saman. Samfylkingin styður ríkisstjórnina í því að litlar breytingar verði gerðar á varnarviðbún- aði Keflavíkurvallar. Afstaða Samfylkingar- innar til þessa máls er klár og skýr, við viljum koma að þessum viðræðum, með þeim hætti að okkur verði haldið upplýstum um gang þeirra og það verði tiltölulega pólitískt breiður bak- grunnur sem standi að baki íslenskum hags- munum í þessum efnum.“ Guðmundur Árni sagði það myndi hafa mjög mikil áhrif á atvinnulíf á Suðurnesjum ef nið- urskurður á varnarstarfinu gerðist mjög hratt en vildi ekki tjá sig um efni bréfs forsetans þar sem það væri trúnaðarmál á þessu stigi. viðkvæmu stigi“ Bókun við varnarsamninginn frá 1994 MEÐ tilliti til breytinga sem orðið höfðu á sviði öryggismála í Evrópu og á Norður-Atlantshafi vegna loka kalda stríðsins áttu ríkisstjórnir Bandaríkjanna og Íslands viðræður um hvaða varnarstyrkur í Keflavík væri hæfilegur til varnar Íslandi. Komist var að eft- irfarandi samkomulagi árið 1994: „1. Bandaríkin staðfesta á ný skuldbindingar sínar samkvæmt tvíhliða varnarsamningnum frá 1951. 2. Ísland staðfestir að bandarískt herlið og herlið bandamanna skuli áfram vera í Keflavíkurstöðinni. 3. Fyrir hönd Atlantshafsbandalagsins og í samræmi við það sem þau hafa tekist á hendur samkvæmt Norð- ur-Atlantshafssamningnum, árétta Bandaríkin skuld- bindingar sínar um að gera ráðstafanir til varnar Ís- landi með þeim skilmálum sem kveðið er á um í Norður-Atlantshafssamningnum og í tvíhliða varn- arsamningnum frá 1951. 4. Íslendingar munu til varnar landinu, og með tilliti til varna þess svæðis sem Norður-Atlantshafssamning- urinn tekur til, veita þá aðstöðu á Íslandi sem sam- komulag verður um að nauðsynleg sé samkvæmt hinum tvíhliða varnarsamningi frá 1951. 5. Bæði ríkin staðfesta nauðsyn þess að þau hafi náið samráð sín á milli um málefni er öryggi varða, bæði tví- hliða og innan Atlantshafsbandalagsins, eftir því sem Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið laga sig að nýjum aðstæðum á sviði öryggismála að kalda stríðinu loknu. 6. Ríkisstjórnir Íslands og Bandaríkjanna eru þeirr- ar skoðunar að þróun mála á alþjóðavettvangi geri þeim kleift að takast á hendur aðlögun í herafla til að sinna sameiginlegum skyldum sínum á sviði öryggis- og varnarmála. Í samræmi við skuldbindingar Bandaríkj- anna gagnvart Íslandi samkvæmt 3. lið hér að ofan hafa Ísland og Bandaríkin komist að samkomulagi um: – að fækka orrustuþotum, en viðhalda að minnsta kosti fjórum í því skyni að tryggja áfram virkar loft- varnir á Íslandi, – að í Keflavík verði áfram haft skipulag og aðstaða til að halda úti orrustuflugvélum, – að leitar- og björgunarflugsveitinni verði haldið, – að flotaflugstöðin verði starfrækt áfram, – að íslenska ratsjárkerfinu verði haldið við, – að heræfingum „Norður-Víkingur“, sem fara fram annað hvert ár, verði haldið áfram, – að tvær smærri deildir flotans hætti starfsemi, samkvæmt nánari ákvörðun beggja ríkisstjórna. 7. Báðir aðilar samþykkja að gera það sem í þeirra valdi stendur til að draga úr kostnaði við rekstur Kefla- víkurstöðvarinnar. 8. Ríkin tvö munu efna að nýju til samráðs í því skyni að endurskoða ákvæði samkomulags þessa og komast að sameiginlegri niðurstöðu um þau í lok tveggja ára tímabils frá og með 1. janúar 1994. Fyrir lok þessa tímabils munu ríkin tvö takast á hendur viðræður til að kanna möguleika á að Ísland axli aukna ábyrgð á sviði þyrlubjörgunarstarfa.“ ngar meira, ný tækni kostar heilmikið ð sem Bandaríkjamenn eru að tala um eytingar.“ dór sagði að efni bréfsins yrði rætt á nni og farið yrði yfir þær breytingar sem væru þar til. n sagði að stefnt væri að því að svara u í næstu viku. „Í framhaldi af því munu r samtöl eiga sér stað. Það fer eftir því g við svörum bréfinu. En þessar viðræð- nu fara fram bæði á forsendum Banda- anna og Íslendinga. Varnarsamningur- r tvíhliða. Í honum eru tvíhliða indingar, allar slíkar viðræður þurfa að agnkvæmar og með gagnkvæmri virð- yrir skoðunum hvors annars.“ Halldór að hann myndi örugglega eiga einhver ipti út af þessu máli við Colin Powell, ut- sráðherra Bandaríkjanna. „En þau við- sem eiga sér stað núna eru á vettvangi a Bandaríkjanna og forsætisráðherra og hann sem mun svara þessu bréfi.“ rnvöld tilbúin að ræða breytingar dór sagði íslensk stjórnvöld tilbúin að breytingar á varnarsamstarfinu. „En við teljum hins vegar að það sé nauðsynlegt að hér séu loftvarnir og þær loftvarnir sem eru hér í dag eru algjör lágmarksviðbúnaður. Verða þessar flugvélar hér eða ekki? Þær voru miklu fleiri á sínum tíma. Það tókst samkomulag um það að skera niður í þetta lágmark, þannig að næsta stig, ef einhver breyting á að verða í sambandi við flugvélarnar, er um það að ræða hvort þær verði hér eða ekki.“ Halldór sagði að málið snerist ekki um pen- inga á þessu stigi. „Þetta snýst um pólitísk samskipti landanna, um öruggar varnir fyrir Ísland og öruggar varnir á Norður-Atlantshaf- inu og í gegnum þetta þurfum við að fara.“ Halldór sagði málið heldur ekki snúast um atvinnumál á Suðurnesjum. „Þetta er öryggis- og varnarmál. En að sjálfsögðu hefur sá við- búnaður sem er hér á landi áhrif á mannafla- þörfina. En þetta er fyrst og fremst öryggis- og varnarmál en ekki atvinnumál. Á það vil ég leggja áherslu. Það hefur aldrei verið markmið í sjálfu sér að það væri erlendur her hér á landi. Markmiðið hefur ávallt verið að tryggja öruggar varnir Íslands og Atlantshafsbanda- lagsins, varnir á Norður-Atlantshafi en ekki að hér væri erlendur her.“ t í utanríkismálanefnd Alþingis rsendum beggja Morgunblaðið/Sverrir th Jones, aðstoðarráðherra í bandaríska utanríkismálaráðuneytinu, James Irvin n, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, og Ian Brzezinski, varaaðstoðarráðherra í íska varnarmálaráðuneytinu, ganga á fundinn í Ráðherrabústaðnum í gær. ÍSLAND og Bandaríkin undirrituðu 9. apríl 1996 nýja bókun um framkvæmd varnarsamningsins. Hún var ekki birt opinberlega á íslenzku, en helztu efnisatriði hennar eru eftirfarandi, eins og þau birtust í Morgun- blaðinu 10. apríl 1996: Bandaríkin ítreka skyldur sínar samkvæmt varn- arsamningnum frá 1951 og bæði ríkin árétta áfram- haldandi náið samráð í varnar- og öryggismálum, bæði tvíhliða og innan NATO. Þá eru bæði ríkin sammála um að fyrra samkomulag ríkjanna um framkvæmd varnarsamningsins frá 1994 hafi reynzt vel. Ísland áréttar að varnarlið frá Bandaríkjunum og öðrum að- ildarríkjum NATO skuli vera áfram í Keflavíkurstöð- inni og Bandaríkin, fyrir hönd NATO og samkvæmt varnarsamningnum, ítreka að þau muni áfram annast varnir landsins. Fram kemur að Ísland muni áfram sjá fyrir þeirri aðstöðu, sem báðir aðilar telji nauðsynlega, til varna Ís- lands og Norður-Atlantshafssvæðisins. Í bókuninni er fjallað um þann varnarviðbúnað, sem verður hér á landi næstu fimm árin. Helztu atriðin eru þessi: a. Loftvarnir verði tryggðar með því að aldrei verði færri en fjórar orrustuþotur staðsettar á Íslandi. b. Bæði ríki munu áfram gera sitt bezta til að bæta aðstöðu flugvéla varnarliðsins til æfingaflugs, bæði flugs yfir land og lágflugs. c. Aðstöðu fyrir orrustuþotur í Keflavíkurstöðinni verður viðhaldið. d. Þyrlubjörgunarsveit varnarliðsins verður starf- rækt áfram. e. Áfram verða kannaðir möguleikar á að Ísland axli aukna ábyrgð í björgunarstörfum. f. Flotaflugstöðin á Keflavíkurflugvelli verður starf- rækt áfram. g. Loftvarnakerfi Íslands verður starfrækt áfram, þar á meðal ratsjárstöðvar. h. Heræfingin Norðurvíkingur verður áfram haldin á tveggja ára fresti. Ítrekað er að ríkisstjórnir beggja ríkja muni halda áfram að reyna að lækka kostnað við rekstur varn- arstöðvarinnar. Kostnaðarlækkunarnefnd háttsettra embættismanna verður því starfrækt áfram. Samkomulagið gildir til fimm ára frá og með 9. apríl 1996. Að fjórum árum liðnum getur hvor ríkisstjórn um sig farið fram á endurskoðun þess. Ríkin munu leitast við að hefja viðræður innan fjögurra mánaða frá því að annað hvort ríkið eða bæði setja fram ósk þar um. Meginatriði bókunar frá 1996 VARNARSAMNINGUR MILLI ÍSLANDS OG BANDARÍKJANNA Á GRUNDVELLI NORÐUR- ATLANTSHAFSSAMNINGSINS HÉR fer á eftir meginmál varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna frá 5. maí 1951. „Þar sem Íslendingar geta ekki sjálfir varið land sitt, en reynslan hefur sýnt að varnarleysi lands stofnar öryggi þess sjálfs og friðsamra nágranna þess í voða, og þar sem tvísýnt er um alþjóðamál, hefur Norður-Atlantshafs- bandalagið farið þess á leit við Ísland og Bandaríkin að þau geri ráðstafanir til að látin verði í té aðstaða á Íslandi til varnar landinu og þar með einnig til varnar svæði því sem Norður-Atlantshafssamningurinn tekur til með sameigin- lega viðleitni aðila Norður-Atlantshafssamningsins til að varðveita frið og öryggi á því svæði fyrir augum. Samn- ingur sá, sem hér fer á eftir, hefur verið gerður samkvæmt þessum tilmælum. 1. gr. Bandaríkin munu fyrir hönd Norður-Atlantshafsbandalagsins og samkvæmt skuldbindingum þeim, sem þau hafa tekist á hendur með Norður-Atlantshafssamningnum, gera ráðstafanir til varnar Íslandi með þeim skil- yrðum, sem greinir í samningi þessum. Í þessu skyni og með varnir á svæði því sem Norður-Atlantshafs- samningurinn tekur til fyrir augum lætur Ísland í té þá aðstöðu í landinu sem báðir aðilar eru ásáttir um að sé nauðsynleg. 2. gr. Ísland mun afla heimildar á landsvæðum og gera aðrar nauðsynlegar ráðstafanir til þess að í té verði látin aðstaða sú sem veitt er með samningi þessum og ber Bandaríkjunum eigi skylda til að greiða Íslandi, ís- lenskum þegnum eða öðrum mönnum gjald fyrir það. 3. gr. Það skal vera háð samþykki Íslands, hverrar þjóðar menn eru í varnarliðinu, svo og með hverjum hætti það tekur við og hagnýtir þá aðstöðu á Íslandi sem veitt er með samningi þessum. 4. gr. Það skal háð samþykki íslensku ríkisstjórnarinnar hversu margir menn hafa setu á Íslandi samkvæmt samn- ingi þessum. 5. gr. Bandaríkin skulu framkvæma skyldur sínar samkvæmt samningi þessum þannig að stuðlað sé svo sem frek- ast má verða að öryggi íslensku þjóðarinnar og skal ávallt haft í huga hve fámennir Íslendingar eru, svo og það að þeir hafa ekki öldum saman vanist vopnaburði. Ekkert ákvæði þessa samnings skal skýrt þannig að það raski úrslitayfirráðum Íslands yfir íslenskum málefnum. 6. gr. Samningur sá, er gerður var hinn 7. október 1946 milli Íslands og Bandaríkjanna um bráðabirgðaafnot af Keflavíkurflugvelli, fellur úr gildi við gildistöku samnings þessa og mun Ísland þá taka í sínar hendur stjórn og ábyrgð á almennri flugstarfsemi á Keflavíkurflugvelli. Ísland og Bandaríkin munu koma sér saman um viðeigandi ráðstafanir varðandi skipulag á rekstri flugvallarins til þess að samræma starfsemi þar því að hann er jafnframt notaður í þágu varnar Íslands. 7. gr. Hvor ríkisstjórnin getur, hvenær sem er, að undanfarinni tilkynningu til hinnar ríkisstjórnarinnar, farið þess á leit við ráð Norður-Atlantshafsbandalagsins að það endurskoði hvort lengur þurfi á að halda framan- greindri aðstöðu og geri tillögur til beggja ríkisstjórnanna um það hvort samningur þessi skuli gilda áfram. Ef slík málaleitan um endurskoðun leiðir ekki til þess að ríkisstjórnirnar verði ásáttar innan sex mánaða, frá því að málaleitunin var borin fram, getur hvor ríkisstjórnin hvenær sem er eftir það sagt samningnum upp og skal hann þá falla úr gildi tólf mánuðum síðar. Hvenær sem atburðir þeir verða, sem 5. og 6. gr. Norður- Atlantshafssamningsins tekur til, skal aðstaða sú, sem veitt er með samningi þessum, látin í té á sama hátt. Meðan aðstaðan er eigi notuð til hernaðarþarfa mun Ísland annaðhvort sjálft sjá um nauðsynlegt viðhald á mannvirkjum og útbúnaði eða heimila Bandaríkjunum að annast það. 8. gr. Samningur þessi er gerður á íslensku og á ensku og eru báðir textar jafngildir. Hann gengur í gildi er hann hefur verið undirritaður af réttum yfirvöldum Íslands og Bandaríkjanna og ríkisstjórn Íslands hefur afhent ríkisstjórn Bandaríkja Ameríku tilkynningu um að samningurinn hafi verið fullgiltur af Íslands hálfu.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.