Morgunblaðið - 06.06.2003, Side 34
MINNINGAR
34 FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Halldór GunnarJónsson síma-
verkstjóri fæddist í
Bolungarvík 9. des-
ember 1932. Hann
lést á Hjúkrunar-
heimilinu Sunnuhlíð
hinn 29. maí síðast-
liðinn. Foreldrar
Halldórs voru Jón
Þórarinn Halldórs-
son, f. 27.8. 1905, d.
22.3. 1985, og Mar-
grét Sigurbjörns-
dóttir, f. 28.4. 1906,
d. 6.5. 1964. Bróðir
Halldórs var Óli
Björn, f. 19.11. 1934, d. 2.3.
1937.
Halldór kvæntist 7.5. 1955 eft-
irlifandi eiginkonu sinni Svövu
Svavarsdóttur, f. 21.7. 1935.
Börn þeirra eru: 1) Jón Grétar,
f. 25.7. 1955, d. 25.4. 1966. 2)
Svavar, f. 10.8.
1956, kvæntur Sig-
ríði Dóru Sverris-
dóttur, f. 20.3.
1959, börn þeirra
eru Svava Dóra, f.
1980, og Símon, f.
1989. 3) Ásdís
Gígja, f. 21.8. 1957,
gift Sigurgeiri Arn-
þórssyni, f. 14.10.
1957, börn þeirra
eru Jón Grétar, f.
1978, unnusta hans
er Bára Kolbrún
Gylfadóttir, f. 1979,
og Ásgeir, f. 1985.
Halldór hóf stöf hjá Pósti og
Síma árið 1948 og starfaði þar
til ársins 1990 er hann lét af
störfum vegna veikinda.
Útför Halldórs verður gerð
frá Digraneskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.
Elsku pabbi, ein af fyrstu minn-
ingunum mínum um þig er þegar
þú komst heim á nýja rauða Volv-
ónum sem skein eins og jólaepli.
Þú varst svo stoltur af því að hafa
eignast bíl. Þegar mamma var úti
með Jón Grétar bróðir um jólin
1964 settist þú niður með okkur
Svavari og útskýrðir fyrir okkur
hvað mikið var til af peningum og
að þeir ættu að duga fyrir mat og
jólagjöfum. Þannig hafðir þú okk-
ur með í ráðum þótt ung værum.
Þetta var þín leið til að kenna okk-
ur hvernig ráðstafa ætti pening-
unum sem til voru og hvernig fara
ætti með þá (hvernig sem það nú
tókst).
Þegar þú varst að gera við bíl-
inn, mála eða hvað sem var þá
fannst þér ekkert óeðlilegt að
stelpan væri með þér. Viðkvæðið
var „Þú getur alveg gert þetta
sjálf“. Og ég reyndi. Stundum þeg-
ar ég var að lakka húsgögn þurfti
að gera það nokkuð oft áður en þú
varst ánægður með árangurinn.
En ég lærði. Þú skildir alltaf at-
hafnaþrána í mér á unglingsárun-
um þegar ég var aldrei heima
vegna þess að ég „þurfti“ alltaf að
vera í félagsmálum, útilegum á
sumrin, skálaferðum á veturna.
Alltaf studdirðu mig og hvattir
mig áfram. Þegar þú varst búinn
að vinna allan daginn á mælaborð-
inu hjá Símanum og síminn stopp-
aði ekki heima þegar var verið að
hringja í mig varstu svolítið
þreyttur á því og svaraðir stund-
um í símann „Bilanir“. Þegar þú
fórst með mig í bíltúr eftir erf-
iðleikatímabil hjá mér og spurðir
hvort það væri nú ekki heillaráð að
ég færi að vinna úti eins og hálfan
daginn „mamma þín passar
strákana“ sagðirðu. Og ég fór að
vinna. Ef við þurftum að eiga al-
varlegt spjall fórum við í bíltúr. Þú
sýndir ekki endilega væntumþykju
með faðmlögum og kossum en
studdir alltaf við bakið á mér og
sýndir áhuga, sama hvað ég var að
gera.
Elsku pabbi, nú ertu loksins
laus frá þrautunum sem hafa þjak-
að þig síðustu fimmtán ár. Frá
fermingu varstu alltaf í útivist,
sannkölluð fjallageit. Það var farið
á skíði og á jökla og á sumrin í úti-
legur og gönguferðir. Ef þú fékkst
kvef, hálsbólgu eða flensu var við-
kvæðið hjá þér „Það lagast ef ég
kemst á fjöll“. Og þú fórst.
Aldrei kvartaðirðu yfir hlut-
skipti þínu. Þakklátur varstu fyrir
allt sem fyrir þig var gert, hversu
lítið sem það var. Tilveran verður
tómleg án þín, takk fyrir allt og
allt.
Þín
Ásdís.
Fyrsta minningin mín um afa
var þegar hann lá á gólfinu með
mér á Bárugötunni og setti saman
Mekkanó. Þarna lá hann þolinmóð-
ur með mér með alla mína þum-
alfingur og hjálpaði mér að búa til
krana, bíla, hús og hvað það var
sem mig langaði að smíða. Auðvit-
að var ég frekar klaufskur en afi
var þolinmóður. Það var svo afa að
þakka hvað ég hafði alltaf mikinn
áhuga á steinum. Mamma segir
örugglega að það hafi verið honum
að kenna þar sem hún var alltaf
dauðþreytt á pokum og kössum
fullum af grjóti sem tóku óþarf-
lega mikið pláss í skápunum hjá
mér. En afi skildi mig. Það var
hann sem sýndi mér að steinn sem
er ljótur að utan getur verið gull-
fallegur að innan. Ég man þegar
hann braut stóran ljótan hnullung
í einni af útilegunum sem við fór-
um í og út úr honum ultu gim-
steinar. Ég komst reyndar að því
að þetta voru ekki gimsteinar
heldur íslenskir glerhallar sem eru
ögn verðminni. Skipti engu, afi var
sko alvöru fjársjóðsleitargarpur í
mínum augum alla tíð eftir þetta.
Afi aðstoðaði mig líka við að koma
á fót íþróttakeppnum sem ég hélt í
garðinum í Selbrekkunni þar sem
keppt var í langstökki og hástökki
með og án atrennu. Reyndar var
ég eini keppandinn en það skipti
litlu.
Elsku afi minn, þú komst alltaf
fram við mig sem jafningja og
varst alltaf sami viskubrunnurinn
sem ég gat hlustað á tímunum
saman segja mér frá árunum upp í
Jósepsdal, skíðaferðunum, bjórn-
um og Bratwurstinum. Þegar ég
fékk bílprófið og síðar Gamla Grá
varstu kominn með „driver“.
Reyndar fékk driverinn stundum
að heyra hvað bíllinn væri skít-
ugur en ég held að þú sért eini far-
þeginn sem ég hef þrifið bílinn fyr-
ir áður en sest var inn. Þá fórum
við í Ellingsen, mjólkurbúðina og
síðast en ekki síst í smiðjuna til
hans Bjarna þar sem þig töluðuð
sama í lengri tíma og ég sat hjá
ykkur hlæjandi að allri vitleysunni
sem þið höfðuð brallað í gegnum
tíðina. Síðasti bíltúrinn okkar var
þegar ég náði í þig til að skoða
nýju íbúðina okkar Báru. Ekki
datt mér í hug að það yrði okkar
síðasti bíltúr.
Ég missti einn besta vin minn
þegar þú fórst, ég mun aldrei
gleyma þér og öllu því sem þú
kenndir mér.
Jón Grétar.
Kær félagi frá æskuárunum
okkar hefur kvatt sína jarðvist.
Það var á gullaldarárum Skíða-
deildar Ármanns er leiðir okkar
lágu fyrst saman í Jósepsdal þar
sem gróskumikið félagslíf blómstr-
aði og keppnisandi við æfingar og
nægur snjór alla vetur. Engin
helgi féll úr, hvernig sem viðraði
og er skíðatímanum lauk seint að
vori tók sjálfboðavinnan við yfir
sumarið. Annað var ekki farið í
mörg ár þar til æskuárum lauk og
alvara lífsins tók völdin. Halli
stofnaði heimili með Svövu sinni.
Halli var mikill Ármenningur og
kom aftur tvíefldur til starfa er
deildin flutti athafnasvæði sitt í
Bláfjöllin. Hann tengdist nýjum
félögum t.d. við lyftuframkvæmdir
allt þar til heilsa hans brast
skyndilega á besta aldri. Það var
þungt áfall fyrir áhugasaman og
hraustan mann að vera sviptur
allri þátttöku til eðlilegs lífernis í
leik og starfi. Svafa annaðist hann
heima af mikilli eljusemi og dugn-
aði. Stóllinn og veggirnir urðu um-
hverfið, fjöllin urðu að bakhjalli í
tilveru liðinna ára.
Á fimmtíu ára afmæli hans var
Halli sæmdur heiðurmerki Skíða-
deildar Ármanns fyrir störf sín í
deildinni.
Ávallt var ánægjulegt að hitta
Halla, minnið var óbrigðult fyrir
liðnum árum og hann naut þess að
rifja upp gömlu og góðu dagana
sem við áttum saman.
Á síðustu árum hefur heilsu
hans hrakað og kom að því að
Svava gat ekki lengur sinnt hon-
um. Halli dvaldist síðustu árin í
Sunnuhlíð.
Við félagar kveðjum kæran vin,
þökkum samverustundir liðinna
áratuga.
Sendum Svövu og fjölskyldu
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Sigurður R. Guðjónsson,
Þorsteinn Þorvaldsson.
HALLDÓR GUNNAR
JÓNSSON
Frændi minn, Þráinn
Löve, er látinn og enn
birtist sá raunveruleiki
að allt er breytingum
háð. Þráinn var bróðir
Guðmundar afa míns en
árinu yngri og voru þeir
tveir af hópi sjö barna
S. Carls Löve, skipstjóra á Ísafirði,
síðar vitavarðar á Hornbjargsvita og
konu hans, Þóru Jónsdóttur.
Þráinn nam jarðvegsfræði við
Berkeley-háskólann í Kaliforníu og
kynntist þar konu sinni, Betty Mae
Mar sem nú er látin. Hún var af kín-
versku bergi brotin og nam næring-
arfræði við sama skóla. Sonur þeirra,
Arthur, er prófessor í veirufræði við
Háskóla Íslands og yfirlæknir veiru-
rannsóknardeildar Landspítalans.
Guðmundur, afi minn, hélt því
fram að spakmælið: „Þeir sem guð-
irnir elska, deyja ungir“ hefði upp-
haflega þýtt að þeir sem guðirnir
elska dæju ungir í anda. Slíkt má
segja um Þráin því að þó árin færðust
yfir var hann ungur í anda og áhugi
hans og atorka í tengslum við marg-
vísleg hugðarefni hans var aðdáun-
arverð.
Þrátt fyrir bakgrunn á sviði nátt-
úruvísinda beindist hugur Þráins hin
seinni ár að fræðimennsku á sviði
forníslenskra fræða. Þeirri fræði-
mennsku hefðu áratugum yngri
menn verið fullsæmdir af. Norræn
goðafræði var þar ofarlega á blaði en
einnig lagði Þráinn stund á rann-
ÞRÁINN
LÖVE
✝ Þráinn Lövefæddist í Reykja-
vík 10. júlí 1920.
Hann lést á Landspít-
ala – háskólasjúkra-
húsi 8. apríl síðastlið-
inn og fór útför hans
fram í kyrrþey.
sóknir á fornum kveð-
skap með hin uppruna-
legu handrit til
hliðsjónar.
Afrakstur hluta þess-
ara fræðistarfa var bók-
in „Völuspá, Sona-
torrek og 12 lausavísur
Egils“ sem kom út fyrir
þremur árum en það
sama ár varð Þráinn
áttræður. Verður það
rit að teljast með þeim
athyglisverðari á þessu
sviði.
Fyrir rúmum 40 ár-
um festi Þráinn kaup á
landi í Hjörsey á Mýrum og dvaldi
þar oftlega ásamt fjölskyldu og vin-
um. Í eynni er fuglaveiði stunduð auk
dún- og eggjatöku. Fyrr á árum var
þar einnig talsverður reki. Hefur
eyjan án efa minnt Þráin á uppvaxt-
arárin á Hornbjargi enda minnir fátt
á nútímann er í Hjörsey er komið.
Þetta gerði ferðir þangað að ógleym-
anlegri upplifun okkar sem með
Þráni dvöldum í eynni.
Þráinn var fróðleiksfús og gaman-
samur en auk þess afar barngóður.
Hafði hann mikla unun af því að segja
frá og miðla ýmiskonar fróðleik þeg-
ar svo bar undir. Þessa nutu barna-
börn Þráins ekki síst en með þeim
varði hann miklum tíma hin síðari ár.
Með Þráni er genginn minnisstæður
maður og með söknuði vil ég heiðra
minningu frænda míns með orðum
Hávamála:
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
Karl Löve Jóhannsson.
Kær vinkona er
horfin á braut. Kynni
okkar hófust er við
byggðum hús hlið við
hlið í Heiðarási árið
1982 og myndaðist þá vinskapur
sem staðið hefur allar götur síðan.
Margs er að minnast, greiðvikni og
hjálpsemi er það sem fyrst kemur
upp í hugann. Alltaf var Krissa
tilbúin til að aðstoða, hvort heldur
það var fatasaumur, bakstur, líta
eftir börnunum og ef eitthvað vant-
ar er gott að geta farið í næsta hús.
Heimilið bar merki um myndarskap
og gestrisni og alltaf voru börnin
velkomin. Mikill samgangur var
milli heimila okkar og þá sérstak-
lega meðan börnin voru yngri enda
dætur okkar vinkonur. Oft var hist
yfir kaffibolla og rætt um lífsins
gagn og nauðsynjar, skipst á matar-
eða kökuuppskriftum. Eitt sinn er
sauma átti pils á dótturina sem var
að fara til útlanda daginn eftir var
leitað ráða hjá Krissu varðandi
saumaskapinn þegar óvænt bar
sjaldséða gesti að garði hjá okkur.
Þetta frétti Krissa, kom og bað um
efnið og ætlaði að hjálpa til við und-
irbúning en það næsta sem við viss-
um var að Krissa var mætt með
pilsið fullsaumað. Einhverju sinni
var það að fjölskyldan ætlaði í sum-
arhús við Eiðar sem var löng
keyrsla fyrir börnin. Það var leið-
indaveður og öll gisting upppöntuð
á leiðinni. Þetta þótti Krissu nú lítið
mál, hringdi í Svönu systur sína á
Höfn og það var auðsótt að hún og
Gutti hýstu alla fjölskylduna eina
KRISTRÚN
KRISTJÁNSDÓTTIR
✝ Kristrún Krist-jánsdóttir fædd-
ist í Hafnarfirði 8.
apríl 1947. Hún lést
á líknardeild Land-
spítalans í Kópa-
vogi 28. maí síðast-
liðinn og var útför
hennar gerð frá
Hafnarfjarðar-
kirkju 5. júní.
nótt. Já málin voru nú
leyst hjá henni Krissu
okkar. Við áttum þess
einu sinni kost að
ferðast með Krissu og
Viggó til útlanda og
áttum þar saman
ánægjulegar stundir.
Hér þökkum við fyrir
áralöng og góð kynni
og allt sem Krissa hef-
ur gefið okkur með
nærveru sinni. Við
biðjum góðan Guð að
veita Viggó, Möggu,
Lindu, Sæunni og fjöl-
skyldum þeirra styrk í
sorginni. Minningin lifir að eilífu.
Fjölskyldan
Heiðarási 6.
Elskuleg vinkona Kristrún Krist-
jánsdóttir er fallin frá, langt fyrir
aldur fram. Við urðum dofin, þegar
við fengum þær fréttir að þú værir
látin. Það blundaði enn vonin um að
þú fengir lengri tíma hjá okkur. Þó
vissum við hvað þú varst orðin veik
en þinn tími var kominn. Sjúkdóm-
urinn sigraði þig að lokum. Þú barð-
ist hetjulegri baráttu eins og þín
var von og vísa.
Það var ekki stíll Krissu að gefast
upp fyrr en í fulla hnefana. Kristrún
greindist með krabbamein fyrir um
það bil tíu árum. En hún hélt ótrauð
sínu striki og talaði lítið um veikindi
sín og hlífði sér ekki. Við vissum
ekki um veikindi hennar fyrr en
nokkrum árum seinna. Á þessum
árum fórum við margar skemmti-
legar útilegu- og sumarbústaðaferð-
ir. Þá var gjarnan farið í langar
gönguferðir. Þið Viggó voruð dug-
leg að ganga. Eftirminnilegust er
ferðin í Bæjarstaðaskóg, einnig
gangan frá Horni í Hornafirði að
Firði í Lóni, svo og gönguferðir í
nágrenni Laugarvatns. Í fyrra urðu
þið Viggó nánast nágrannar okkar í
Grímsnesinu, þegar þið festuð kaup
á litlum sumarbústað þar. Því miður
dundu þá veikindi Möggu dóttur
þinnar yfir svo þér auðnaðist ekki
að njóta þess sem skyldi. Fyrir um
hálfum mánuði komst þú í heimsókn
austur. Fyrst fórstu í þinn bústað
og svo komstu til okkar. Okkur
þótti svo vænt um það, við mundum
meira að segja eftir gestabókinni.
Við gerðum okkur innst inni grein
fyrir að þetta væri þín síðasta heim-
sókn, en vildum ekki hugsa um það
að svo stöddu. Það var eins og þú
hresstist eftir þetta og vonin lifnaði
en hún varð skammlíf.
Kvöldið sem þú kvaddir var fal-
legt í Grímsnesinu. Daginn eftir var
óskaveðrið þitt, sólskin og blíða,
nánast logn. Náttúran skartaði sínu
fegursta og kyrrðin var mikil. Við
sátum á veröndinni og horfðum á öll
trén frá þér og Viggó. Okkur fannst
allt umhverfið senda þér hinstu
kveðju. Við biðjum Guð að styrkja
Viggó, Möggu, Lindu, Sæunni og
fjölskyldur þeirra. Einnig mömmu
þína og systkini. Við kveðjum þig
með söknuði kæra vinkona. Hafðu
þökk fyrir allt.
Jórunn og Hjálmar.
Elsku amma. Það er gott að þú
ert komin á betri stað, þá þarftu
ekki að kveljast lengur. Það var
alltaf gaman að koma til þín og við
eigum eftir að sakna þín mikið. Við
munum alltaf elska þig og hugsa
til þín.
Viggó Emil, Ingvi Hrafn
og Kristófer Daði.
HINSTA KVEÐJA
Elsku amma mín, mér finnst
leiðinlegt að þú hafir þurft að fara
og mér þótti mjög vænt um þig.
Þú varst mjög góð og það er
leiðinlegt að missa þig.
Það þótti öllum mjög vænt um
þig, amma mín.
En vonandi stundaðir þú stund-
irnar sem þú lifðir.
Vonandi líður þér vel þarna
uppi.
Kveðja
Nanna Margrét.
HINSTA KVEÐJA
Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er
sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út-
prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu-
síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda
þótt þær berist innan hins tiltekna frests.