Morgunblaðið - 06.06.2003, Page 36
✝ Hilmar ÓlafurSigurðsson fædd-
ist í Reykjavík 26.
nóvember 1924. Hann
andaðist á Landspít-
alanum við Hring-
braut hinn 30. maí
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru Gústaf
Sigurbjarnarson, f.
28. júlí 1901, d. 25.
okt. 1971, og Klara
Ólafía Benediktsdótt-
ir, f. 31. júlí 1905, d.
23. júní 1934. Kjörfor-
eldrar Hilmars voru
Sigurður Guðmunds-
son bóndi á Kambi í Holtum f. 11.
mars 1902, d. 27. mars 1967, og El-
ísabet Guðnadóttir húsfreyja, f. 7.
ágúst 1902, d. 21. jan. 1995. Systk-
ini Hilmars eru Hulda Gústafsdótt-
ir Sæland, f. 24. des. 1926, og Hans
Stefán Gústafsson, f. 16. des. 1930.
Kjörsystir Hilmars er Erla Sigurð-
ardóttir húsmóðir, f. 1. nóv. 1930.
Hinn 12. júní 1948 kvæntist
Hilmar eftirlifandi konu sinni Val-
gerði Bjarnadóttur, f. 4. jan. 1926.
Foreldrar hennar voru Bjarni Guð-
mundsson bóndi frá Efra-Seli í
Hrunamannahreppi,
f. 17. nóv. 1875, d. 4.
febr. 1955, og Bryn-
dís Guðjónsdóttir
húsfreyja, f. 18. sept.
1892, d. 15. apríl
1965. Dætur Hilmars
og Valgerðar eru: 1)
Klara, f. 5. nóv. 1948,
maki Róbert Trausti
Árnason. Klara á
synina Hilmar og
Kristján Þórðarsyni
frá fyrra hjónabandi.
2) Bryndís, f. 9. mars
1951, maki Árni Óm-
ar Bentsson, synir
þeirra eru Bjarni og Hilmar Frið-
rik. 3) Elísabet, f. 26. jan. 1954,
maki Vilhjálmur Kjartansson, syn-
ir þeirra eru Kjartan og Vilhjálm-
ur. 4) Rósa, f. 15. jan. 1959, maki Bo
Nico Ingvarsen, sonur þeirra er Al-
exander. Rósa á soninn Trausta
Hannesson frá fyrra hjónabandi. 5)
Valgerður, f. 9. febr. 1963, maki
Jeppe Gram, börn þeirra eru Hjalti
og Freyja.
Útför Hilmars fer fram frá Dóm-
kirkjunni í dag og hefst athöfnin
klukkan 10.30.
Í dag kveðjum við svilarnir
tengdaföður okkar, Hilmar Ólaf Sig-
urðsson. Við eigum því láni að fagna
að eiga um hann góðar minningar og
munum því ávallt minnast hans með
mikilli hlýju. Hilmar Ólafur reyndist
okkur hjálparhella hvenær sem við
leituðum til hans en það bar æði oft
við því við höfðum allir í mörgu að
sýsla, sérstaklega meðan við sem
ungir heimilisfeður vorum að fóta
okkur í lífinu. Öll þau störf sem hann
tók sér fyrir hendur stundaði hann
af skyldurækni sem aldrei skeikaði
og hann gerði hvert það verk sem
hann vann virðulegt. Lagði hann þá
stundum harðar að sér en heilsa
hans virtist mundu þola. Hilmar
Ólafur leiðbeindi, hjálpaði og leysti
vanda hvers okkar um sig af stillingu
og festu og lét þá oftar en ekki fylgja
með föðurlegar ábendingar um hvað
fylgdi því að við værum orðnir eig-
inmenn og feður, hefðum fyrir öðr-
um að sjá og bærum einir ábyrgð á
verkum okkar og gerðum. Hann
sagði aldrei styggðaryrði við neinn
okkar enda var þess aldrei þörf.
Hilmar Ólafur kom því til skila sem
hann vildi sagt hafa við hvern okkar
á þann máta að okkur var léttir í því
að hann vildi yfirhöfuð sinna okkur.
Það gerði hann af eðlislægri um-
hyggju fyrir okkur tengdasonum
sínum og fjölskyldum okkar.
Það er einróma vitnisburður allra
þeirra manna sem kunnastir voru
tengdaföður okkar, lífsstarfi hans og
háttum að hann var óvenju vel gef-
inn maður og gerður. Hann var
prúðmenni í framgöngu og í öllu við-
móti hans var ljúfmennska og þokki
svo að einstakt mátti heita. Hann var
manna skemmtilegastur í viðræðum,
hann var gleðimaður, orðheppinn og
gamansamur en jafnframt því lá að
baki djúp alvara í hugsun, fastlyndi
og samviskusemi. Hilmar Ólafur var
fríður sýnum og glæsilegur á velli,
háttvís og jafnlyndur og höfðingi
heim að sækja. Tengdafaðir okkar
naut þeirrar blessunar að halda öll-
um sínum hæfileikum óskertum til
dauðadags þótt hann kæmist nær
áttræðu. Endurminningar um Hilm-
ar Ólaf verða hugstæðar öllum þeim
sem áttu því láni að fagna að kynnast
honum og þeim dýrmætastar sem
þekktu hann best og réttast. Blessuð
sé minning hans.
Árni Ómar Bentsson,
Vilhjálmur Kjartansson og
Róbert Trausti Árnason.
Fréttin um andlát tengdaföður
míns olli mér djúpri sorg. Við höfum
öll misst lífsglaðan og atorkusaman
vin sem bjó yfir þeim góða eiginleika
að hafa ávallt áhuga á að hlusta á
meðbræður sína og systur.
Hann var alltaf sérstaklega um-
hyggjusamur um fjölskyldu sína og
hef ég borið djúpa virðingu fyrir
hæfni hans til þess að láta sér þykja
vænt um okkur tengdasynina og
barnabörnin.
Þegar ég kom til Íslands í fyrsta
sinn sýndi hann mér stoltur landið
sitt og hef ég á mörgum ferðum mín-
um með Hilmari um landið öðlast ást
á landinu sem hann unni svo mjög.
Við höfum öll notið og lært af gest-
risni hans og mannkærleika og vil ég
með þessum fáu orðum þakka fyrir
þann tíma sem ég átti með honum.
Hann stóð ávallt bjargfastur með
Völlu sér við hlið. Í félagsskap þeirra
var sem að vera í öruggri höfn. Ég
hugsa til allra góðu stundanna með
þeim og allri fjölskyldunni sem hefur
reynst mér svo vel.
Hilmar var hvatamaður. Sem ung-
ur maður hóf hann störf hjá Flug-
félagi Íslands sem hann starfaði hjá í
tuttugu ár og fylgdist alla daga síðan
af stolti með framgangi íslenskra
flugmála. Síðar gerðist hann sjálf-
stæður atvinnurekandi og var virkur
fram á hinsta dag. Framlag hans í
atvinnulífinu var sem á öðrum svið-
um reitt fram af heilum hug, heið-
arleika og tryggð.
Hans annað líf var Oddfellowregl-
an, en innan hennar gegndi hann
æðstu trúnaðarstörfum og var hann
elskaður og virtur. Hann var sérlega
virkur innan reglunnar og ferðaðist
víða innanlands sem utan og kom
fram sem fulltrúi íslenskra Odd-
fellowa. Hann trúði einlæglega á
boðskap reglunnar og gerði mikið
fyrir bræður sína og systur innan
hennar.
Sú vinsemd og kærleikur sem
hann sýndi mér frá okkar fyrstu
fundum er mér mikils virði.
Þú ert elskaður og þín verður sárt
saknað.
Blessuð sé minning þín.
Bo Nico.
Hjartkær afi minn hefur kvatt
þetta líf, en minning hans mun lifa
HILMAR ÓLAFUR
SIGURÐSSON
með mér um ókomna tíð. Þegar ég
frétti af þessu komst ég ekki til þín,
afi minn, ekki að ég hefði getað
breytt einhverju, heldur til að segja
allt það sem ég átti ósagt við þig.
Annars voru síðustu samskipti okkar
alveg frábær eins og þau voru reynd-
ar alltaf. Þú stappaðir í mig stálinu
og sagðir að það sem ég væri að fara
aðgera væri mér í blóð borið. Þetta
var mjög líkt þér, það var aldrei
spurning um hvort verkefnið væri of
stórt. Þær eru margar stundirnar
sem ég fékk að vera með þér, feng-
um okkur sunnudagsbíltúr á þriðju-
degi, og við nafnarnir gátum talað
um allt milli himins og jarðar. Þú
komst alltaf fram við okkur frænd-
urna eins og menn, alveg frá því að
við vorum smá pjakkar og kenndir
okkur það góða og sýndir það í verki.
Þú tókst á móti mér með opnum
örmum bæði þegar ég þurfti styrk
og einnig þegar ég þurfti ráðningar
við. Þú dæmdir ekki, heldur lagðir
þig allan fram við að skilja og er það
einn af mörgum mannkostum sem
mig langar að erfa frá þér. Það var
svo margt í þínu fari sem veitti mér
innblástur. Þú varst bjargið trausta í
tilveru minni.
En minning þín mun lifa í hjörtum
okkar allra.
Elsku amma mín, guð styrki þig á
þessari sorgarstund okkar allra.
Hilmar Friðrik Árnason.
Leiðir okkar Hilmars Ólafs Sig-
urðssonar lágu saman um nokkurt
skeið upp úr miðbiki síðustu aldar og
með þessum fáu línum vil ég þakka
honum ljúfa leiðsögn og góða sam-
vinnu, sem aldrei bar skugga á. Í
byrjun apríl 1951 sótti ég um starf í
farþegaafgreiðslu Flugfélags Ís-
lands hf. á Reykjavíkurflugvelli, en
það hafði verið auglýst í dagblöðun-
um. Skömmu síðar var ég kallaður í
viðtal og tók þá á móti mér Örn O.
Johnson, forstjóri félagsins. Hann
ræddi við mig nokkra stund og að
lokum tjáði hann mér að margar um-
sóknir hefðu borist og að ákvörðunar
væri ekki að vænta fyrr en eftir
nokkra daga. Síðan var það 21. apríl
að sendiboði frá Flugfélagi Íslands
bankaði upp á hjá mér og tjáði mér
að ég gæti fengið starfið og best væri
ef ég gæti byrjað þegar í stað. Ekk-
ert var því til fyrirstöðu og fór ég út í
bíl sendiboðans, eftir að ég hafði tjáð
konu minni hvað um væri að vera.
Ekið var út á Reykjavíkurflugvöll,
en þar tók á móti mér Hilmar Sig-
urðsson. Hilmar tók í hönd mína þétt
og hlýlega og bauð mig velkominn til
starfa. Mér leist strax vel á þennan
stóra myndarlega mann og fannst
hann drengilegur og traustur, og
fljótlega komst ég að raun um að
þær væntingar, sem ég fékk við
fyrstu sýn, voru með öllu réttar.
Hilmar var á þessum tíma yfir-
maður afgreiðslunnar á Reykjavík-
urflugvelli og innanlandsflugs Flug-
félags Íslands. Eftir að við höfðum
heilsast fór Hilmar með mig í kynn-
isferð um starfssvæðið og kynnti
mig fyrir mönnum og aðstæðum.
Næstu dögum var varið til frekari
kynningar á starfseminni og sam-
starfsmönnum, og var það undir leið-
sögn Hilmars. Hann reyndist góður
leiðbeinandi, kom aðalatriðum á
framfæri með hógværð og hæversku
en þó þannig að eftir var tekið.
Hilmar hafði verið á námskeiði í
Svíþjóð, þar sem hann fékk kennslu
og þjálfun í afgreiðslu flugvéla og
uppsetningu flugáætlana og mun
hafa verið fyrstur Íslendinga til að
sækja sér þekkingu á þessu sviði út
fyrir landsteinana. Leiðbeiningar
hans í þessum málum voru því fag-
mannlegar og vel virtar af öllu
starfsfólki.
Það var fjölbreytt flóra fólks, sem
starfaði hjá Flugfélagi Íslands á
þessum tíma. Flugmenn og tækni-
menn á ýmsum sviðum voru mjög
áberandi, síðan var afgreiðslufólk í
farþegaafgreiðslu og á flugvélahlaði.
Þetta fólk kom víða að af landinu,
ólíkt að uppruna með mismunandi
siði og venjur, en það aðlagaðist
furðu fljótt hinum ýmsu störfum í
þessari nýju atvinnugrein. Allir
unnu störf sín af alúð og samvisku-
semi, enda var andrúmsloftið þannig
að allir báru virðingu fyrir því, sem
þeim var falið að gera. Það var for-
stjóri félagsins, Örn O. Johnson, sem
kom á þessu jákvæða andrúmslofti,
hann var frábær stjórnandi, ákveð-
inn og sanngjarn, hann var einn
mesti mannkostamaður, sem ég hef
kynnst á lífsleiðinni. Næstu undir-
menn hans eins og Hilmar störfuðu
mjög í hans anda.
Ég vann hjá Hilmari til ársins
1957, og fljótt varð samstarf okkar
mjög náið og fóru ekki framhjá mér
hans góðu eiginleikar, velvild og
drengskapur. Hilmar gerði sér góða
grein fyrir þeim gífurlegu möguleik-
um, sem góðar flugsamgöngur gætu
gefið Íslendingum, þær gætu rofið
aldalanga einangrun og fært landið
nær umheiminum. Sama var hægt
að segja um afskekktar byggðir á Ís-
landi, hann lagði því mikla áherslu á
að við ræktum vel það hlutverk okk-
ar að halda uppi góðum samgöngum.
MINNINGAR
36 FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Jónína Hallsdótt-ir fæddist í Nýja-
bæ á Fáskrúðsfirði
15. des. 1913. Hún
lést á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu í Nes-
kaupstað 28. maí síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Hallur
Pálsson, f. á Viðborði
á Mýrum 19. apríl
1877, og kona hans
Jónína Björg Jóns-
dóttir, f. á Stuðlum í
Reyðarfirði 28. apríl
1877. Þau eignuðust
fjórar dætur: Ástu
Guðríði, f. 10. janúar 1902, d. 3.
mars 1963, Guðlaugu Valgerði, f. 4.
sept. 1904, d. 6. febr. 1982, Þórunni
Helgu, f. 16. júlí 1908, d. 30. maí
2003, og Jónínu.
Jónína giftist 29. maí 1937 Guð-
laugi Sigurðssyni, f. 10. nóv. 1913,
d. 4. maí 1980. Þau eignuðust átta
börn, þau eru: 1) Baldur, f. 25. nóv.
1965, Andrea, f. 7. okt. 1966, og
Bragi Fannar, f. 5. nóv. 1976. 4)
Sigrún, f. 21. júlí 1945, gift Gísla
Jónatanssyni, f. 5. sept. 1948. Börn
a) Jónína, f. 15. apríl 1967, gift Guð-
mundi Steinari Birgissyni, f. 19.
des. 1965, börn Hrannar og Sigrún,
b) Árni, f. 15. júní 1970, kvæntur
Nönnu Þóru Jónsdóttur, f. 6. okt.
1967, börn Karen Mist og Gísli Jón,
og c) Þorgerður, f. 23. mars 1975,
sambýlismaður Sævar Freyr Ragn-
arsson, f. 15. sept. 1970. 5) Björg, f.
13. okt. 1947, gift Gunnari Björns-
syni, f. 3. apríl 1947. Börn a) Sig-
urlaug, f. 31. mars 1971, gift Jóni
Gunnari Axelssyni, f. 11. sept.
1964, dóttir Ása, b) Guðlaugur, f.
25. júní 1972, sambýliskona Mar-
grét Helga Einarsdóttir, f. 27. febr.
1972, dóttir Hafdís, c) Jón, f. 26. júlí
1979, og d) Björn, f. 27. júní 1985. 6)
Hallur, f. 31. jan. 1951, kvæntur
Adrianne Olgu Guðlaugsson, f. 22.
febr. 1956. Börn Heiða Aníta, f. 30.
sept. 1986, Herbert Clifton, f. 23.
apríl 1989, og Hannes Edvard, f. 4.
apríl 1995. 7) Páll, f. 28. júní 1955.
8) Gunnar, f. 29. júní 1955.
Útför Jónínu verður gerð frá Fá-
skrúðsfjarðarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
1937, kvæntur Ingi-
gerði Jónsdóttur, f. 5.
jan. 1945. Börn a)
Þóra Karen, f. 15.
mars 1965, sambýlis-
maður Gísli Ásgeirs-
son, f. 6. júlí 1964, son-
ur Viktor, b) Jóhann
Óskar, f. 20. mars
1966, kvæntur Pálínu
Margeirsdóttur, f. 18.
janúar 1970, börn
Tanja Rún og Daði
Þór, og c) Guðjón, f. 2.
mars 1979, sambýlis-
kona Weerawan War-
in, f. 27. sept. 1976, 2)
Kristín, f. 11. júlí 1941, gift Níels
Sigurjónssyni, f. 24. sept. 1931.
Dætur Níelsar eru Kristrún, f. 19.
ágúst 1956, og Guðný Ósk, f. 14.
janúar 1962. 3) Helgi, f. 7. ágúst
1942, kvæntur Margréti Andrés-
dóttur, f. 2. des. 1945. Börn Mar-
grétar eru Ólöf Linda, f. 1. júlí
1962, Sólveig Þórlaug, f. 27. maí
Jónína fæddist á Fáskrúðsfirði
og bjó þar alla tíð ef undan er skil-
inn sá tími er hún ung starfaði í
Vestmannaeyjum, Kristnesi í Eyja-
firði og á Siglufirði. Þá bjó hún
ásamt manni sínum Guðlaugi Sig-
urðssyni í Reykjavík árin 1937–
1941. Guðlaugur hafði numið húsa-
smíði við Iðnskólann í Reykjavík
árin 1933–1937 og eftir það starfaði
hann hjá Trésmiðjunni Völundi til
1941. Þá fluttu þau aftur austur á
æskustöðvarnar við Fáskrúðsfjörð
og höfðu búskap sinn í Odda, sem
var æskuheimili Guðlaugs. Þau
reistu íbúðarhúsið Björk og fluttu í
það árið 1943 og voru jafnan við
það kennd. Þau eignuðust átta
mannvænleg börn á árunum 1937–
1955. Það hefur því verið nóg að
starfa fyrir húsmóðurina, sem síðar
sá einnig um aldraða foreldra sína.
Guðlaugur vann hörðum höndum á
Oddaverkstæðinu og sinnti mjög
miklum félagsmálum alla tíð. Það
kom því mikið í hlut Jónínu að
hugsa um börn og bú, en hjónin í
Björk höfðu einnig kýr og kindur í
mörg ár til að drýgja tekjurnar.
Jónína og Guðlaugur voru ein-
staklega samrýmd og samhent
hjón og reglusemi í orðsins fyllstu
merkingu var þeirra aðalsmerki.
Þau voru mjög vönduð í öllu því
sem þau tóku sér fyrir hendur og
ég man ekki eftir því að þau töluðu
illa um nokkurn mann, en reyndu
heldur að leita eftir því góða sem í
hverjum manni býr.
Það var því mikið áfall fyrir Jón-
ínu að missa Guðlaug vorið 1980,
en hann lést aðeins 66 ára gamall.
Þá voru þau einmitt nýbúin að
kaupa sinn fyrsta fólksbíl og nú
átti að fara að ferðast um landið og
heldur að minnka við sig vinnuna.
Jónína bar harm sinni í hljóði og
hélt reisn sinni. Hún bjó áfram í
Björk með góðum stuðningi barna
sinna, en mörg síðustu árin bjó hún
með Gunnari syni sínum. Í mörg ár
starfaði hún í Félagi eldra borgara
og ferðaðist með þeim um landið.
Þá fór hún í tvær utanlandsferðir
til Evrópu sem veittu henni mikla
gleði og juku á víðsýni hennar.
Jónína var glæsileg kona fram á
gamals aldur og vel látin af öllum
sem henni kynntust. Hún var alla
tíð mjög létt á fæti og ekki finnst
mér mörg ár síðan að hún var
dansandi í háhæluðum skóm. Hún
var mjög myndarleg í höndum og
stundaði útsaum allt fram á síðustu
daga þessa lífs, seinustu árin blind
á öðru auganu. Hún hafði mikið
yndi af því að spila á spil og mörg
var hildin háð á þeim vettvangi í
Björk hér á árunum, auk þess sem
hún og nokkrar vinkonur hennar
voru með spilaklúbb á vetrum í
mörg ár.
Hún var afskaplega góð amma
og langamma, en ömmubörnin
sóttu alla tíð mikið til hennar. Á
efri árum reyndi hún að fylgjast
með afkomendum sínum eins og
frekast var kostur og margur fór
pakkinn frá henni til smáfólksins.
Jónína bjó á Dvalarheimilinu
Uppsölum á Fáskrúðsfirði síðustu
þrjú árin og var mjög þakklát fyrir
góða umönnun starfsfólksins og
fyrir ánægjuleg samskipti við aðra
sem þar dvöldu. Hún var flutt á
Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaup-
stað 28. maí sl. þar sem hún and-
aðist sama dag.
Með þakklátum huga kveð ég
kæra tengdamóður minnugur alls
þess góða sem hún hefur gert fyrir
mig og fjölskyldu mína. Ég veit að
það hefur verið tekið vel á móti
henni og þar hefur einlægur fögn-
uður ríkt eftir langan aðskilnað.
Blessuð sé minning Jónínu. Hafi
hún þökk fyrir allt og allt.
Gísli Jónatansson.
Mikið finnst mér nú skrýtið að
ég skuli ekki eiga eftir að hitta
ömmu aftur. Nú síðast þegar ég
hitti hana var hún að spyrja mig
ráða í hvaða kjól hún ætti að vera
við fermingu Herberts um
páskana. Og mikið var hún fín eins
og hún var alltaf. Hún hafði ósköp
gaman af því að punta sig og ekki
má nú gleyma háhæluðum skóm
sem hún var alltaf í þegar hún
klæddi sig upp, kona að nálgast 90
árin. Mér finnst reyndar skrýtið
hversu gömul hún var orðin í árum
því ekki var það að heyra á henni
að hún væri nokkuð farin að tapa
JÓNÍNA
HALLSDÓTTIR