Morgunblaðið - 06.06.2003, Page 38

Morgunblaðið - 06.06.2003, Page 38
MINNINGAR 38 FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Gróa SvavaHelgadóttir fæddist í Reykjavík 3. mars 1913. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík, þann 27. maí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Helgi Guðmundsson trésmiður, f. í Gerða- koti í Sandvíkur- hreppi 18.11. 1881, d. 10.3. 1945 og Ólafía Sigríður Hjartar- dóttir húsfreyja, f. á Kröggólfsstöðum í Ölfushreppi 7.9. 1881, d. 28.5. 1937. Alsystkini Gróu Svövu voru Loftur, f. 22. 4. 1910, d. 8.7. 1983, Sigfríður, f. 4.9. 1911, d. 19.11. 1988, Guðrún, f. 20.3. 1914, d. 15.11. 1997, og Guð- mundur Ingvi, f. 10.11. 1919, d. 10.10. 1989. Hálfbróðir sam- mæðra var Eysteinn Björnsson, f. 26.10. 1898, d. 16.8. 1978. Gróa Svava ólst upp í foreldra- húsum í Reykjavík. Hún gekk í Verslunarskóla Íslands og útskrif- aðist þaðan árið 1932. Gróa Svava giftist 27.6. 1936 Karli Helga Vigfússyni skrifstofu- manni, f. á Geirlandi á Síðu 3.10. 1905, d. 11.7. 1969. Foreldrar hans voru Vigfús Jónsson bóndi á Geirlandi, f. 20.9. 1867, d. 28.1. 1935, og Halla Helgadóttir húsfreyja, f. 29.11. 1874, d. 27.4. 1950. Gróa Svava og Karl eignuðust þrjá syni. Þeir eru: 1) Helgi Vigfús, f. 22.5. 1943, kvæntur Katrínu Ei- ríksdóttur. Þau skildu. Þeirra synir Karl, f. 2.9. 1968, og Haukur, f. 2.7. 1974. 2) Lárus Jón, f. 31.3. 1948. Sonur hans og Kristínar Að- alsteinsdóttur er Daði, f. 19.6. 1973. Sonur hans og Kristjönu Sigurharðardóttur er Hörður Vil- berg, f. 10.11. 1973, barnabarn Unnur Ásta, f. 23.12. 1999. Dóttir hans og Helgu Jónasdóttur er Hrafnhildur, f. 25.2. 1977. 3) Hall- ur Ólafur, f. 28.8. 1950, í sambúð með Gyðu Þorgeirsdóttur. Þeirra börn Ragnheiður, f. 11.8. 1983, og Jóhann Karl, f. 12.1. 1994. Auk þess eignuðust Gróa og Karl tvö börn sem ekki lifðu. Útför Gróu Svövu verður gerð frá Áskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Á dögum þess fólks sem fluttist til Reykjavíkur á fyrri hluta tuttugustu aldar og ól þar aldur sinn hafa orðið miklar breytingar á umhverfi og aldarhætti. Margt var það sem á dagana dreif. Yfir dundi heimsstyrj- öldin fyrri, Spánska veikin og Kötlu- gos. Þröngt hefur sjálfsagt verið í búi hjá mörgum á tímum atvinnu- leysis, vöruskorts og verkalýðs- átaka, heimilin misvel búin undir áföll af þessu tagi. Svava Helgadótt- ir og systkini hennar munu hafa ver- ið í hópi þeirra lánsömu að þessu leyti, Helgi faðir hennar var tré- smiður og verkstjóri á sínum vinnu- stað, fjölskyldan bjó í eigin húsnæði og húsmóðirin annaðist heimilið á þann hátt sem góðar húsfreyjur á þessum tíma gerðu. Mun bæði hafa þurft reglusemi og fyrirhyggju til að hafa nóg til alls sem þurfti. Og þetta var sá góði tími fyrir börn og ung- menni að þau komu aldrei að tómu húsi að loknum skóladegi. Svava lauk prófi frá Verslunar- skólanum. Sá stóri hópur dætra og sona Reykjavíkur, skólasystkina hennar, var alinn við lík skilyrði og aðstæður. Þau munu hafa haldið hópinn lengi með gleði og skemmtan meðan entist líf og heilsa. Reykjavík þessara æskuára var ekki stór borg, náði varla nema upp eftir Skólavörðuholtinu og vestur um Landakotstúnið. Ekki var mikið um skemmtistaði, það þekktust flestir í bænum. Nýja bíó tók til starfa 1920, útvarpið kom ekki fyrr en um 1930, en þetta er samt borgin í ljóðum Tómasar, þar sem sólskinið á gangstéttunum ljómar. Ekki voru þá dansstaðir og búllur á hverju horni, en árið 1930 kom Hótel Borg, þessi glæsti staður, þar sem æskan dansaði við næstum klassíska músík. Í júnímánuði árið 1936 gengu þau í hjónaband Svava Helgadóttir og Karl Vigfússon frá Geirlandi á Síðu, þá orðinn skrifstofumaður og síðar fulltrúi hjá Sláturfélagi Suðurlands. Þá var enn sú tíð að fólk vildi heldur hafa lífsstíl sinn í hófi en steypa sér í skuldafen. Þess vegna voru það margir sem ekki réðust í íbúðakaup fyrr en þeir höfðu nokkurt eigið fé og þannig lán að ekki yrðu íþyngj- andi ævilangt. Ekki voru þau Svava og Karl þó í hópi þeirra sem alltaf voru að flytja. Þau bjuggu sér fagurt heimili á einum eða tveim stöðum áð- ur en þau keyptu sér eigin íbúð í Hlíðunum. Tvær systur Svövu, þær Guðrún (Dúna) og Sigfríður fluttust til Dan- merkur og giftust þarlendum mönn- um. Bjuggu þær síðan alla ævi í Kaupmannahöfn. Aldrei slitnaði þó samband þeirra við landið og ættfólk og vini. Fóru fjölskyldurnar til skipt- is milli landa á sumrin, þá með Gull- fossi meðan flugferðir voru ekki hafnar. Hópurinn sem frá Danmörku kom og heimafólkið sem tók á móti þeim, fór margar ferðir um landið, síðari árin stundum hálendisleiðir. Einnig fóru þau hjónin austur á æskustöðvar Karls. Ég minnist ferða á hestum inn á grasi vafin heiðalönd- in, þar sem í fjarska sér til blárra fjalla og hvítra jökla. Landnámsjörð- in átti sterk ítök í huga hans, enda liggja ræturnar djúpt. Í manntali ár- ið 1703 sést að þar, á Geirlandi, býr Þorlákur bóndi Runólfsson, fæddur árið 1638. Tvö hundruð árum síðar, árið 1838, fæðist þar afkomandi hans, Þórunn, amma Karls Vigfússonar í föðurætt og þar deyr hún árið 1901 í skjóli sonar síns, Vigfúsar og konu hans, Höllu Helgadóttur frá Fossi á Síðu, sem þá voru tekin við búi. Vera má að það hafi verið arfur frá þess- um góðu bændum að Karl var rækt- unarmaður mikill og hef ég aldrei séð svo fallega uppskeru af rauðum ís- lenzkum kartöflum, gulrótum og grænmeti af ýmsu tagi sem skrif- stofumaðurinn uppskar fyrir fjöl- skyldu sína. En á lífsbrautum flestra leynast erfiðleikar og þrautir sem enginn sér fyrir. Karl Vigfússon lézt langt fyrir aldur fram og Svava stóð ein uppi með sonum þeirra ungum og voru tveir þeir yngri enn í kostn- aðarsömu námi. Þeir tímar voru erf- iðari ekkjum en nú, þótt ekki sé nú allt fullkomið. En þá sýndi hún hvað í henni bjó. Aldrei þurfti hún að leita til annarra, hvorki stofnana né nefnda. Hún tók óhikað að sér erfið störf þótt aldrei hefði hún unnið ut- an heimilis áður. Henni tókst að halda íbúðinni og heimilinu fyrir sig og syni sína. Brátt fékk hún líka það starf sem henni hentaði sérlega vel, en það var á gæzluvöllum borgar- innar. Lengst starfaði hún á gæzlu- velli nálægt Miklatúni. Hafði hún yf- irumsjón með þeim velli, sem var ekki langt frá heimili hennar í Hlíð- unum. Vel gengu samskipti hennar við þær ungu sálir sem þarna áttu athvarf. Órabelgir urðu spakari í ná- vist hennar þótt aldrei beitti hún hörku og hjá henni áttu þeir skjól þegar þeim fannst tilveran erfið, enda kölluðu þeir hana ömmu. Um sjötugsaldur lauk hún þessu starfi og bjó áfram í íbúð sinni í Hlíðunum. Systir hennar, Dúna, sem þá hafði einnig misst mann sinn, dvaldi oft þar hjá henni á sumrin. Fyrir um það bil fimm ár- um, þegar henni var orðið þyngra um að ganga stigana upp í íbúð sína, sem var á þriðju hæð, brá hún á það ráð að selja hana og flutti að Dal- braut 27. Það er skammt frá Brúna- veginum, en þar hafði hún oft átt leið um á yngri árum og sporlétt gengið upp brekkuna þegar þau hjón bjuggu við Vesturbrún, þar sem útsýn er fríð yfir Laugardalinn. Á Dalbrautinni undi hún sér vel, en síðustu árin fóru erfiðir sjúkdómar að gera vart við sig. Tók hún því með jafnaðargeði og kvartaði ekki. Var hún furðulega fljót að jafna sig eftir áföll veikindanna. Það minnti mann á trén í skóginum, þau sem svigna í storminum en brotna ekki en rétta sig upp í hvert sinn og storminn lægir. Skýrri hugsun hélt hún til æviloka. Ég er nokkuð viss um að mágkona mín hafi verið trúuð kona í hjarta sínu þótt aldrei ræddum við slík mál. Hitt veit ég að hugur hennar eins og margra Íslendinga um aldir var op- inn fyrir dulrænum áhrifum og hún var í hópi þess fólks sem dreymir fyrir daglátum og skynjar með dul- arfullum hætti óorðna hluti þótt ekki gefi það kost á sér til að spá. Ekki hef ég heyrt fullkomna skýringu spekinga á þessu fyrirbæri. En á þessum dögum minnist ég draums sem hún sagði mér eitt sinn og var með þeim hætti að hún þóttist stödd í dal einum fögrum og grænum. Og sem hún er þar í hlíðinni sér hún mann sinn koma gangandi móti sér. Verði henni að sinni björtu trú. Ragnheiður H. Vigfúsdóttir. Við fráfall Gróu vinkonu minnar er söknuðurinn mikill. Við kynnt- umst fyrir rúmum 30 árum þegar ég tengdist inn í fjölskylduna. Gróa var boðin og búin að passa Daða, barna- barnið sitt, hvenær sem var, enda mikil barnagæla. Samskipti okkar voru góð, við náðum vel saman, bjuggum í nágrenni við hvor aðra í mörg ár og hittumst nær daglega. Hún var með skemmtilegri mann- eskjum sem ég hef hitt, alltaf í góðu skapi, hafði gaman að spjalla um menn og málefni, enda var oft mikið hlegið. Gróa bakaði bestu tertur í bænum enda alltaf tilhlökkunarefni þegar afmæli eða aðrar veislur voru framundan hjá henni. Þegar hún fór að draga úr bakstri, enda útivinn- andi kona, keypti hún oft sandkökur og bakaríisbrauð og bað okkur í guð- anna bænum að borða þetta því bakkelsið lægi undir skemmdum!! Einn daginn þegar við vorum í miðri skemmtilegri sögu, stóð þurr sand- kakan í Gróu og ég hljóp eftir henni milli herbergja og barði fast í bakið á henni til að fá hana til að anda. Einhverjir í fjölskyldunni hentu gaman að þessu og sögðu að ég hefði fengið útrás á henni við þetta. Hún var Reykjavíkurmær, talaði oft með dönskuslettum, sem ég átti oft erfitt með að skilja. Hún notaði dönskuna sem krydd inn í sínar skemmtilegu frásagnir á þann hátt sem aðeins þeir geta er hafa gott vald á íslensku máli. Gróa rifjaði oft upp skemmtilegar sögur frá því hún var ung. T.d. þeg- ar hún fór með vinkonum sínum til Köben með Gullfossi. Það var við- koma í Leeds og þar átti að eyða pundunum sem þeim hafði áskotnast í að versla. Þær gleymdu stund og stað enda beið Gullfoss í 2-3 klst með pirrandi farþega um borð sem sögðust vera að flýta sér, en til Köb- en komust þær heilu og höldnu. Á þeim þrjátíu árum sem ég þekkti Gróu var húmorinn og skerp- an eins fram á síðasta dag. Heyrnin var farin að gefa sig en sjónin var ágæt. Einn daginn þegar ég var inn á Dalbraut hjá henni, settist ég í stól nálægt henni svo við þyrftum ekki að kallast á. Þá sagði hún: „Hvað er þetta manneskja ertu farin að heyra illa“. Gróa náði að halda upp á níræð- isafmæli sitt með glæsibrag í mars síðastliðinn, ég veit að það skipti hana miklu máli. Eftir að ég kynnt- ist núverandi manni mínum kölluðu stelpurnar mínar tvær Gróu alltaf „ömmu Gógó“ eins og hin barna- börnin og þeim þótti mjög vænt um hana. Hún var áhugasöm um velferð þeirra, spurði alltaf um þær og auð- vitað Daða. Þau sakna hennar mjög. Mig langar til að þakka starfs- fólkinu á Dalbraut fyrir frábæra umönnum. Helga, Lárusi, Halli, og barnabörnum ásamt öðrum að- standendum votta ég mína dýpstu samúð. Kristín Aðalsteinsdóttir. Mér er enn minnisstætt er kynni okkar hófust fyrir þrjátíu og sex ár- um síðan, þegar þú tókst á móti mér opnum örmum á heimili þínu, sem tilvonandi tengdadóttur og urðum við bestu vinkonur alla tíð, þrátt fyr- ir að okkar fjölskyldutengsl breytt- ust. Það var alltaf svo gott að koma til þín í Stigahlíðina og síðan á Dal- brautina, þar sem þú varst seinustu ár ævi þinnar. Þú varst svo hress í anda og fannst mér að þú hlytir að verða eilíf. En níutíu ára afmælið tókst þér að halda upp á í mars síð- astliðnum og varst þú mikið búin að hlakka til og hafðir mjög gaman af að ræða undirbúning þess, en þá varst þú orðin mikið veik en alltaf varst þú með skýrt minni alveg fram í andlátið. Þá má ekki gleyma öllum sumarbústaðaferðunum sem þú fórst með mér og fjölskyldu minni og varst hrókur alls fagnaðar, alltaf hress og kát. Danmerkurferðirnar ógleyman- legu þegar við heimsóttum Dúnu systur þína en þið voruð alveg sér- staklega samrýndar þrátt fyrir að þið byggjuð hvor í sínu landi, en Dúna lést fyrir nokkrum árum og var það mikill missir fyrir þig. Gógó missti sinn yndislega eigin- mann, Karl Vigfússon, langt fyrir aldur fram. Með honum átti hún þrjá syni, Helga sem var elstur, þá Lárus og Hall. Þá var ekki um annað að ræða en að fara út á vinnumarkaðinn, þú þá komin hátt á sextugsaldurinn. Gógó vann á gæsluvöllum Reykjavíkur- borgar, þar til hún hætti vegna ald- urs. Stuttu fyrir andlát þitt vorum við að rifja þetta upp og ég var að hrósa þér fyrir hvað þú varst dugleg, því þetta hlaut að hafa verið heilmikil breyting frá því að vera alltaf heima- vinnandi húsmóðir allan þinn bú- skap, en þú sagðir bara að Lárus og Hallur, synir þínir hefðu verið í menntaskóla og enn í heimahúsum og ekkert annað að gera. Gógó lagði mikið upp úr því að fólk menntaði sig, sjálf var hún með verslunar- skólapróf. Elsku Gógó, mig langar að þakka þér fyrir hvað þú varst drengjunum mínum góð amma og verður þín sárt saknað. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð hjartans þakkir fyrir liðna tíð lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiðir sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Ættingjum þínum sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur. Katrín Eiríksdóttir. Það er sárt að þurfa að kveðja þig amma mín en það er hinsvegar ljúft að eiga það hjá sér í minningunni að á okkar síðustu stund saman hafir þú getað hvatt mig með bros á vör þrátt fyrir veikindin, og það eitt er bara lýsandi dæmi um það hversu jákvæð manneskja þú varst á öllum tímum sama hvað á bjátaði. Minningarnar úr Stigahlíðinni eru mér sérstaklega kærar, þetta hlýja og elskulega viðmót sem maður átti alltaf von á þegar ég heimsótti þig, spilamennskan og löngu samræð- urnar sem við áttum um heima og geima eru mér þá ofarlega í huga og ekki er hægt að láta ógetið kræsing- anna sem ávallt voru í boði enda var gestkvæmt hjá þér nánast upp á hvern dag. Félagslynd, umhyggjusöm og elskuleg kona er mín minning um þig og vil ég þakka þér fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman, elsku amma mín. Þinn Daði. Elsku amma mín, það var erfitt að heyra að þú værir farin þótt að ég viti að dauðinn hafi komið sem vinur. Ég veit að þér líður vel núna og ég veit að Karl afi hefur tekið vel á móti þér. Síðustu mánuðir eru búnir að vera erfiðir fyrir þig en þú barst þig vel, og kvartaðir ekki þrátt fyrir kvalir enda hörð af þér. Þegar ég lít til baka eru þrjú orð sem lýsa þér best: góðmennska, gestrisni og húmor. Ég sagði ósjaldan frá þér í vinkonuhópnum og ég vil meina að ég hafi erft eitthvað af þessum húm- or frá þér og er stolt af því. Það kom ósjaldan fyrir, hvort sem það var í matarboðum eða í heimsóknum að þú hvíslaðir að mér einhverju sem fékk mig til að hlæja. En skrítið hvað litlir hlutir verða stærri með tímanum. Kökurnar þínar, sítrónu- frómasinn, kjólarnir þínir, húmorinn og hláturinn þinn eru allt stórar minningar fyrir mér núna en ég á bara góðar minningar um þig og ég á eftir að varðveita þær alla mína ævi og bera áfram. En ég ætla að kveðja núna, takk fyrir allt, elsku amma mín. Ragnheiður Hallsdóttir. Amma Svava, eða amma Gógó eins og Unnur Ásta, barnabarna- barn hennar, kallaði hana gjarnan, hefur kvatt. Eftir lifa þó tindrandi minningar um Svövu, en hún var gædd þeim eiginleika að gefa af sér – og það í ríkum mæli. Gleði og kátína voru hennar að- alsmerki og hún var einstakur húm- oristi. Svava var alltaf fljót að sjá hið spaugilega – jafnvel á alvarlegustu málum – og á hennar efri árum var ekki að sjá að þar færi gömul kona – hugsunin skýr eins og hjá unglingi. Svava bar sig alltaf tígulega og GRÓA SVAVA HELGADÓTTIR Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang- afi, STEFÁN GUÐMUNDSSON, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, Kópavogi, þriðjudaginn 3. júní. Guðrún Stefánsdóttir, Einar Ólafsson, Jóhanna Stefánsdóttir, Magnús H. Valgeirsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og systir, HELGA HULDA GUÐMUNDSDÓTTIR, Snorrabraut 56, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans Landakoti miðvikudaginn 4. júní. Gísli Magnússon, Ásdís Gísladóttir, Finnbogi Steinarsson, Magnús Gíslason, barnabörn og systkini.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.