Morgunblaðið - 06.06.2003, Síða 41

Morgunblaðið - 06.06.2003, Síða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 2003 41 Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRIR BJÖRGVINSSON, Langanesvegi 23, Þórshöfn, sem lést á hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi föstudaginn 30. maí, verður jarðsunginn frá Svalbarðskirkju í Þistilfirði laugardaginn 7. júní kl. 14.00 Rósa Lilja Jóhannesdóttir, Reynir Þórisson, Gréta Guðmundsdóttir, Björn Þórisson, Guðmundur Gestur Þórisson, Katrín Ósk Þorgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug vegna andláts og útfarar okkar ástkæra sonar, bróður, mágs og frænda, THEODÓRS LAXDAL, Túnsbergi, Svalbarðsströnd. Guð blessi ykkur öll. Guðrún Fjóla Helgadóttir, Sveinberg Laxdal, Helgi Laxdal, Líney Laxdal, Steinar Bragi Norðfjörð og frændsystkini. Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, BRYNJU HERMANNSDÓTTUR, Klapparstíg 1, Akureyri. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki lyflækn- ingadeildar 1 á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri, fyrir einstaka umönnun og hlýhug. Haraldur Ólafsson, Hermann Haraldson, Elín Guðmundsdóttir, Ólafur Örn Haraldsson, Sigríður Björnsdóttir, Guðrún María Haraldsdóttir, Ólafur Sigurðsson og ömmubörn. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, sonar, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, AÐALSTEINS BIRGIS INGÓLFSSONAR. Sigurlaug Sturlaugsdóttir, Aðalheiður Þorsteinsdóttir, Aðalheiður Aðalsteinsdóttir, Ragnar Konráðsson, Ingólfur Aðalsteinsson, Ólöf Sveinsdóttir, Matthildur Aðalsteinsdóttir, Ágúst Þór Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabarn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, HILMARS GYLFA GUÐJÓNSSONAR múrarameistara, Hlíðarhjalla 6. Þórunn Kristjánsdóttir, Kristján Hilmarsson, Sesselja M. Matthíasdóttir, Guðjón Hilmarsson, Hafdís Svavarsdóttir, Birgir Hilmarsson, Guðrún Hilmarsdóttir, Hans G. Alfreðsson og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar systur minnar, mág- konu og frænku, HELGU TRYGGVADÓTTUR, Smiðjustíg 4. Agnar Tryggvason, Lára Þorsteinsdóttir, Sverrir Agnarsson, Edda Helga Agnarsdóttir, Jón Magnússon, Tryggvi Þór Agnarsson, Erla Valtýsdóttir, Lára Guðrún Agnarsdóttir, Kristján Sigurðsson og fjölskyldur. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, VALTÝS JÚLÍUSSONAR, Hítarneskoti, Kolbeinsstaðarhreppi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Akra- ness fyrir góða umönnun. Reynir Valtýsson, Berglind Gestsdóttir, Bjarni Valur Valtýsson, Margrét Þorsteinsdóttir, Ingibjörg Nancy Morgan, Kenneth Morgan, barnabörn og barnabarnabörn. Hvenær sem ég heyri góðs manns getið þá kemur mér Jón Finnur í hug. Við kynntumst á Suð- ureyri við Súgandafjörð sumarið 1972. Ég var þá 16 ára og hann var fjórum árum eldri en ég. Ég leit mikið upp til hans, ekki bara af því að hann var tveir metrar á hæð heldur var hann stúd- ent og ofsalega klár. Þegar við kynntumst betur komst ég að því að hann var fyrst og fremst góður drengur og ótrúlega orðhepp- inn og skemmtilegur. Með fáum vin- um mínum hef ég hlegið jafn mikið og með Jóni. Þarna vorum við ung og áhyggjulaus, unnum í frystihúsinu frá morgni til kvölds og skemmtum okkur um helgar. Í rauninni datt okk- ur ekki í hug að lífið yrði nokkurn tímann öðruvísi. Eftir dálítinn tíma voru hinar stelpurnar búnar að fatta að hann var eitthvað til að sækjast eftir. Þær rif- ust næstum því um hann og ég varð JÓN FINNUR JÓHANNESSON ✝ Jón Finnur Jó-hannesson fædd- ist á Siglufirði 24. september 1951. Hann lést á heimili sínu 28. maí síðast- liðinn og var útför hans gerð frá Kópa- vogskirkju 4. júní. hálf-afbrýðissöm, hann hafði ekki alltaf tíma til að kjafta við mig heldur var að sinna öðru kven- fólki. Ég er ekki frá því að einhvern tímann hafi kannski eitthvert ung- meyjarhjarta verið kramið á þessum árum en ég veit líka að Jón Finnur vildi engan særa, hlutirnir bara gerðust einhvern veg- inn. Kannski er ekki auðvelt að ráða við svona mikla athygli frá hinu kyninu. Ég kynnti hann fyrir einni af mín- um bestu vinkonum, þau trúlofuðust og eignuðust Jóhannes Má. Þau slitu sambandi áður en drengurinn fædd- ist og ég tók það næstum því jafn nærri mér og ég hefði sjálf verið að slíta trúlofun. Um tíma var langt á milli okkar, ég bjó í Noregi en við hittumst þó annað slagið og alltaf urðu jafn miklir fagn- aðarfundir. Jón Finnur var mikill vinnuhestur, lærði rafmagnsfræði og allt lék í höndunum á honum. Þegar ég flutti í Kópavoginn 1985 þá hringdi ég í hann og hann greiddi úr víraflækjunni sem ég var búin að búa til í ljósastæðun- um. Sumarið 1989 hringdi hann í mig, ég heyrði að hann langaði að tala og heimsótti hann. Þá var lífið breytt hjá honum. Hryggurinn hafði klikkað og hann var búinn að gangast undir nokkrar aðgerðir án þess að fá bata. „Bæði slit og gallar,“ sagði hann og reyndi að hlæja en nú var orðin áreynsla að hlæja og hver hlátur end- aði með sársaukagrettu. Hann fann til allan sólarhringinn. Hann lýsti fyr- ir mér hvernig væri að fara út eftir að hafa verið innan dyra í hálft ár, læra að gera einfalda hluti aftur. Minn kæri vinur var búinn að missa heils- una. En alltaf reyndi hann að sjá skoplegu hliðina. Hann fann út aðferð til að skapa verðmæti þótt hann gæti ekki unnið launavinnu. Hann keypti íbúð í nið- urníðslu, gerði hana upp og seldi og gat keypt sér hús sem hann gerði líka upp. Með þessu móti gat hann unnið þegar hann fann minnst til, óháður öðrum. Fyrir nokkrum árum kynntist hann henni Ólafíu og þegar ég talaði við hann þá heyrði ég að hann var hamingjusamur. Magga fæddist og ég hitti hann á tröppunum á leikskól- anum Urðarhóli, ég var að sækja ömmudrenginn en hann dóttur sína. Gleðin ljómaði af honum. Loksins upplifði hann að ala upp barnið sitt en drengirnir hans höfðu alist upp hjá mæðrum sínum. Nú er þessi góði drengur horfinn og við veltum fyrir okkur tilgangi lífs- ins, skiljum ekki. Við verðum að virða ákvörðun sem er tekin. Þakka fyrir að hafa fengið að kynnast honum. Innilegar samúðarkveðjur til Ólaf- íu, barnanna hans, foreldra og barna- barns. María Játvarðardóttir. Þegar ég kom í heim- sókn til Hassa og hann beið eftir mér inni í herbergi þá fór það oft- ar þannig að ég stoppaði inni í eld- ESTER HJÁLMARSDÓTTIR ✝ Ester Hjálmars-dóttir Hansen fæddist á Bjargi við Bakkafjörð 19. júní 1922. Hún lést í sjúkrahúsi Vest- mannaeyja 14. maí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Landakirkju í Vestmannaeyjum 24. maí. húsi hjá Ester og spjallaði við hana áður en ég fór niður til hans. Þar var spjallað um allt mögulegt en upp úr stendur að alltaf var talað við mann sem jafningja og ekki var verra að oft voru á boð- stólunum heimsins bestu pönnukökur. Sú gamla var mikill húm- oristi og ég kvaddi hana oft þannig að best væri að fara niður til þessa hundleiðinlega sonar hennar sem kynni ekki nema tvo takta á þetta fjandans trommusett sitt. Þá hló hún og sagði að hann væri alveg ágætur greyið. Ég var heimagangur á heimili hennar frá því að ég var sjö ára og þar til ég fluttist alfarinn til Reykja- víkur, um tvítugt. Þessi ár eru mikil mótunarár og fyrir mig tel ég það hafa verið mikil forréttindi að fá að hafa kynnst Est- er. Lífið er undarlegt og þegar ég rifja upp alla þá skemmtilegu tíma sem ég átti á heimili Esterar og Jögga þá er ekki laust við að maður gleymi sér eitt augnablik og brosi út í annað en um leið kemur upp sökn- uður og maður spyr sig af hverju ég gerði mér ekki oftar ferð til hennar þegar ég kom til Eyja en þar hallar verulega á mig því hún var alltaf til staðar. Vertu sæl, Ester, og takk fyrir allt og allt. Ólafur Bragason.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.