Morgunblaðið - 06.06.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 06.06.2003, Blaðsíða 43
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 2003 43 ALLS voru 149 stúdentar braut- skráðir frá Menntaskólanum við Sund í síðustu viku. Hópurinn samanstóð af 63 piltum og 86 stúlkum. Voru brautskráðir 60 nemendur af félagsfræðabraut, 30 nemendur af málabraut og 58 nemendur af náttúrufræðibraut. Einn nemandi brautskráðist af tónlistarbraut. Hæstu einkunn á stúdentsprófi fékk Þórey Stein- arsdóttir, 9,4, og er hún dúx skól- ans að þessu sinni en athygli vakti að bróðir hennar, Sigurður Rík- harð Steinarsson, var annar dúxa skólans á síðasta ári. Að þessu sinni fengu 7 nemendur ágæt- iseinkunn (9 eða hærra) í aðal- einkunn sem er mjög góður árang- ur. Við útskriftina fengu fjölmargir nemendur verðlaun fyrir góðan námsárangur bæði frá skólanum, sendiráðum erlendra ríkja og öðr- um stuðningsaðilum skólans. Þá færði rektor Steinunni Ingólfs- dóttur nýstúdent blóm af því til- efni að hún var 5.000. stúdentinn frá skólanum. Fulltrúar þeirra sem áttu 20 ára, 25 ára og 30 ára stúdents- afmæli ávörpuðu samkomuna og færðu skólanum gjafir. Fulltrúar 30 ára stúdenta, þau Eiríkur Guð- mundsson, fyrrum rektor skólans og Arnfríður Ólafsdóttir, færðu skólanum til varðveislu skipulags- skrá að minningarsjóði um Björn Bjarnason, fyrsta rektor skólans. Sjóðurinn hefur tvíþætt hlutverk; að verðlauna góðan árangur við brautskráningu frá Menntaskól- anum við Sund og hins vegar að styrkja til framhaldsnáms nem- anda frá skólanum. Brautskráning og skólaslit frá MS Körfuboltadripl hring- inn í kringum Ísland sem Þór Akureyri og Körfuknattleikssam- band Íslands standa fyrir í tilefni landssöfn- unar Regnbogabarna hófst í gær á Egilsstöð- um og fóru tvær fylk- ingar þaðan hvor sína leiðina áleiðis til Reykjavíkur Helstu viðkomustaðir hópanna verða sem hér segir: Norðurleið: hópurinn sem fernorðurleiðina verður í Reykjahlíð í dag, föstudaginn kl. 8 og kemur inn til Eyjafjarðar og Akureyrar kl. 19.30. Á morgun, laugardag 7. júní, kl. 11 koma þau til Varmahlíðar og til Blönduóss kl. 17. Sunnudaginn 8. júní kl.14 koma þau til Borgarness og mánudaginn 9. júní kl. 9 í Mos- fellsbær og um kl. 11 verður hóp- urinn við borgarmörkin og í Smára- lind kl. 13. Suðurleið: Hópurinn sem fer suð- urleiðina verður í dag föstudag, kl. 20 við afleggjarinn að Höfn. Sunnu- daginn 8. júní kl. 4 koma þau til Vík- ur í Mýrdal, til Hvolsvallar kl. 14, á Selfossi verða þau kl. 20 og í Hvera- gerði kl. 21.30. Mánudag 9. júní um kl.11 verður hópurinn við borgar- mörkin og í Smáralind kl. 13, þar sem körfuboltahátíð KKÍ verður. F.v. Ólafur Ólafsson, formaður Aspar, Páll Bragason, forstjóri Fálkans, og Arndís Frederik- sen, formaður starfsmannafélags Fálkans. Með bolta gegn einelti Morgunblaðið/Sverrir HARPA Sjöfn veitir nú málning- arstyrki sjötta árið í röð. Í frétta- tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að heildarverðmæti styrkj- anna er um tvær milljónir króna en 25 verkefni hljóta styrk að þessu sinni. Á þeim sex árum sem Harpa hefur veitt styrkina hafa alls 107 aðilar hlotið styrk og nemur heild- arverðmæti þeirra alls um átta milljónum króna eða 16.000 máln- ingarlítrum. Fyrirtækið hefur leit- ast við að styrkja sögufræg hús og mannvirki og þannig gert þeim kleift að halda fallegu útliti eða öðl- ast nýtt en góðgerðarfélög, þjón- ustuklúbbar og íþróttaklúbbar hafa einnig fengið slíka styrki. Mikill fjöldi umsókna barst í ár og ekki var unnt að verða við þeim öllum en þeir sem ekki hlutu styrk að þessu sinni njóta sérstakra vildarkjara hjá fyrirtækinu. Meðal þeirra sem hljóta styrki í ár eru Listasafn Ein- ars Jónssonar, Miklabæjarkirkja í Skagafirði, Wathnehús á Akureyri og Tækniminjasafn Austurlands á Seyðisfirði. Styrkþegar samankomnir í einni af verslunum Hörpu Sjafnar. Harpa Sjöfn veitir máln- ingarstyrki Stofnhátíð Sjónarhóls verður í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum á morgun, laugardaginn 7. júní, kl. 14. Boðið verður upp á skemmtiatriði og veitingar fyrir alla fjölskylduna. Sjón- arhóli er ætlað að vera þjónustu- miðstöð fyrir fjölskyldur barna með sérþarfir. Markmið Sjónarhóls er að veita foreldrum stuðning til að fóta sig í hinu nýja og erfiða hlutverki sínu þegar eðlilegar væntingar foreldra um framtíð barnsins breytast í áhyggjur. Skyndilega fá þeir ný og ófyrirséð verkefni. Við tekur grein- ing, rannsóknir, meðferð, upplýs- ingaleit, útvegun hjálpartækja, fund- ir, viðtöl og vinnutap vegna umönnunar með tilheyrandi fjárhags- vanda. Þau félög og samtök sem standa að sjálfseignarstofnuninni vinna öll að réttindamálum fjölskyldna barna með sérþarfir hvert á sínu sviði. Þau eru: Foreldrafélag barna með AD/ HD (áður Foreldrafélag misþroska barna), Landssamtökin Þroskahjálp, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra og Umhyggja, félag til stuðnings lang- veikum börnum. Gamla Borg í Grímsnesi opnuð á morgun, laugardaginn 7. júní, en Gamla Borg er nýuppgert þinghús Grímsnesinga. Þar er starfrækt kaffi- hús og krá. Opið er virka daga kl. 14– 22, laugardaga k1. 14–2 og sunnu- daga kl. 14–22. Á laugardagskvöldið opnar Hilmir Guðmundsson frá Hömrum í Grímsnesi yfirlitssýningu á ljósmyndum og stendur hún til 28. júní. Einnig mun Guðni Einarsson syngja og spila á gítar til kl. 2. Hestagerði og tjaldstæði eru í göngu- færi. Á föstudagskvöldum í sumar verða spilakvöld og á laugardags- kvöldum lifandi tónlist. Ráðstefna í tilefni af flugi Balbos frá Ítalíu til Íslands árið 1933 verð- ur haldin á vegum heimspekideildar Háskóla Íslands og Ítölsku menning- armálastofnunarinnar í Osló laug- ardaginn 7. júní kl. 14, í herbergi 101 í Lögbergi, húsi lagadeildar Háskóla Íslands. Flug flughetjunnar Balbo frá Ítalíu Á MORGUN til Íslands sumarið 1933 hefur í gegn- um tíðina vakið upp margar spurn- ingar á ýmsum sviðum. Hver var þessi Balbo og hvers vegna hefur ver- ið talað um að atburðinn megi stað- setja mitt á milli goðsagnar og veru- leika? Hvernig má tengja framtak Balbos þróun samskipta á milli Ítalíu og Íslands. Þessar og fleiri hugleið- ingar eru efni ráðstefnunnar. Í lok ráðstefnunnar verður sýndur heim- ildarþáttur á ítölsku um flug Balbos. Flugklúbbur Mosfellsbæjar mun standa fyrir lendingarkeppni fyrir einkaflugvélar á Tungubakkaflugvelli í Mosfellsbæ á morgun, laugardag 7. júní. Um er að ræða fyrri hluta „Silf- ur-Jodel“ lendingakeppninnar sem haldin er ár hvert á Tungubakka- flugvelli. Keppnin hefst kl. 13 og er öllum flugmönnum frjálst að taka þátt í henni. Skráning er á staðnum og er skráningargjald 1.000 krónur. Tilgangurinn með keppni af þessu tagi er tvíþættur. Annars vegar að efla öryggi í einkaflugi og hins vegar að auka fjölbreytni í þessari grein flugsins. Ef ekki verður nægjanlega gott flugveður laugardaginn 7. júní frestast keppnin fram á sunnudaginn 8. júní eða þá á mánudaginn 9. júní, segir í frétt frá Flugklúbbi Mosfells- bæjar. UMSÓKNARFRESTUR um emb- ætti sóknarprests í Ingjaldshóls- prestakalli á Snæfellsnesi rann út hinn 30. maí sl. Átta umsækjendur sóttu um embættið. Þeir eru: Aðalsteinn Þorvaldsson guðfræðingur, Arndís Ósk Hauks- dóttir guðfræðingur, Elínborg Sturludóttir guðfræðingur, Ragn- heiður Karítas Pétursdóttir guð- fræðingur, Sólveig Jónsdóttir guð- fræðingur, séra Torfi K. Stefánsson Hjaltalín, Þóra R. Björnsdóttir guð- fræðingur og Þórður Guðmundsson guðfræðingur. Embætti sóknarprests í Ingjalds- hólsprestakalli er veitt frá 1. sept- ember 2003. Það er vígslubiskup Skálholtsumdæmis sem boðar val- nefnd prestakallsins saman en í henni sitja fimm fulltrúar úr prestakallinu, auk vígslubiskups. Kirkjumálaráðherra skipar í emb- ættið til fimm ára samkvæmt nið- urstöðu valnefndar, sé hún ein- róma. Átta sækja um Ingj- aldshólsprestakall
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.