Morgunblaðið - 19.06.2003, Síða 10
FRÉTTIR
10 FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
um sem fatlaðir vilja ræða um fötl-
un, fyrst og fremst út frá hinum fé-
lagslegu þáttum. Fatlaðir vilja ekki
endilega allir tala um læknisfræði-
legar uppgötvanir og það sem hrjá-
ir þá heldur um það sem er að í
samfélaginu og hvernig megi
breyta því. Fatlaðir vilja að litið sé
á þá sem hluta af samfélaginu og
vilja ræða um hluti sem snerta fötl-
un á ýmsum sviðum en líka um
aðra hluti.“ Hún segir of algengt
að fjölmiðlar einblíni á læknis-
fræðilega þáttinn, hvernig sá fatl-
aði varð fyrir fötlun sinni, afleið-
ingarnar og kostnaðinn sem af
hlýst.
Orðaforðinn skiptir máli
Meðal þess sem Elspeth hefur
sérstaklega leitt hugann að og bent
fjölmiðlamönnum hjá BBC og ann-
ars staðar á er notkun á orðaforða
í fréttum um fatlaða. Mikilvægt sé
að halda sig við staðreyndir í
fréttaflutningi, forðast ofnotkun
lýsingarorða, ekki nota orð eins og
„sérstakur“ sem geti virkað nei-
kvætt í slíkri umfjöllun og ekki
klassísk orðasambönd á borð við
„að vera bundinn við hjólastól“
sem mjög fer fyrir brjóstið á fötl-
uðum. Elspeth segir að einmitt af
þessum sökum gæti ákveðinnar
hræðslu hjá fjölmiðlamönnum við
að nálgast viðfangsefnið af ótta við
að umfjöllunin verði ekki rétt. Mik-
ilvægt sé í þessu sambandi að
spyrja viðmælanda sinn hvernig
hann vill vera ávarpaður. Þá hafi
sumir fjölmiðlar, m.a. BBC, þróað
með sér ákveðinn orðaforða eða
gagnabanka þegar fjallað er um
málefni fatlaðra sem nýst getur við
fréttaskrif.
Árið 2003 er alþjóðlegt Evrópuár
fatlaðra, skipulagt af framkvæmda-
stjórn Evrópusambandsins í sam-
starfi við Evrópusamtök fatlaðra,
EDF. Alls er áætlað að um 37
milljónir fatlaðra búi í ríkjum Evr-
ópusambandsins.
ELSPETH Morrison,
sem kennt hefur bresk-
um fjölmiðlamönnum að
vanda betur til verka í
fréttaflutningi af fötluð-
um, vann áður við fram-
leiðslu á sjónvarpsefni
um málefni fatlaðra hjá
breska ríkissjónvarpinu,
BBC. Hún segir að
skipta megi þeirri mynd
sem dregin sé upp af
fötluðum í fjölmiðlum í
fernt. Að sigrast á
„harmleiknum“ sem felst
í aðstæðum hins fatlaða,
sé ein nálgunin. Hinn
fatlaði reynist geta gert
hluti sem ófötluðum reyn-
ist auðvelt. Af því að
hann er fatlaður þykir
sagan hafa sérstakt fréttagildi.
Vísinda- og læknisfræðilegar
uppgötvanir sem gagnast fötluðum
eru líka vinsælt fréttaefni, að sögn
Elspethar. Hinn fatlaði er hins
vegar oftast í „gestahlutverki“ í
fréttinni og fær ekki að tjá álit sitt
nema í örstuttu máli. Algengara er
að rætt sé ítarlega í sömu frétt við
vísindamanninn sjálfan og hags-
munasamtök. Elspeth bendir
sömuleiðis á að algengt sé að frétt-
ir af fötluðum snúist um skort á
fjármunum og mikilvægi þess að
lagt sé fram aukið fjármagn til að
bæta úr brýnni þörf á tilteknu
sviði. Peningar verði í þessu tilfelli
aðalatriðið. Að lokum sé sú tegund
af fréttaflutningi
sem sífellt verði
meira áberandi í
breskum fjölmiðl-
um og um alla
Evrópu, að fatlaðir
ræði um réttinda-
málin og það rang-
læti sem þeir eru
beittir. Baráttan
fyrir réttlæti snú-
ist í þessu tilviki
einatt um barátt-
una gegn niður-
skurði hins opin-
bera og skertri
þjónustu.
„Fatlaðir eru
sér betur meðvit-
andi um hvað fjöl-
miðlarnir vilja og
hvernig á að komast í samband við
fjölmiðla. Og fatlaðir standa því
betur að vígi í dag hvað þetta varð-
ar,“ segir Elspeth. Hún segir að
málefni fatlaðra kunni hins vegar
ekki í öllum tilvikum að þykja
„fréttnæmt efni“ og af þeim sökum
úthugsi fjölmiðlar aðferðir við að
gera efnið áhugaverðara. Það sé í
sjálfu sér viðbúið en hins vegar sé
nauðsynlegt að fjölmiðlar geri efn-
ið „áhugavert“ í samráði við hina
fötluðu.
Fatlaðir vilja ræða meira um
það sem er að í samfélaginu
„Við verðum að sjá meira af
fréttum um fötlun á þeim forsend-
Fatlaðir eru
ekki „sérstakir“
kristjan@mbl.is
Elspeth Morrison er
breskur sérfræðingur á
sviði málefna fatlaðra
en hún er sjálf fötluð.
Fjölmiðlamenn verða að hlusta eftir því
hvernig fatlaðir vilja að fjallað sé um fötlun í
fjölmiðlum. Kristján Geir Pétursson ræddi
við Elspeth Morrison, sérfræðing í mál-
efnum fatlaðra, um hvað ber að varast í
fréttaflutningi, á ráðstefnu um fjölmiðla og
fatlaða sem haldin var í Aþenu á dögunum.
BANDARÍSKA rannsóknarskipið
Ronald H. Brown, sem hefur legið
við Reykjavíkurhöfn síðan á laug-
ardaginn, leggur upp í leiðangur
sinn um Atlantshafið í dag. Mich-
eal Hoshlyk, einn yfirmanna skips-
ins, sagði í samtali við blaðið að
leiðangur skipsins sé hluti af stóru
fjölþjóðlegu verkefni um hitastigs-
breytingar í heiminum en skipið
sér um mælingar á Atlantshafinu.
Mælingar munu fara fram á hverri
hálfri breiddargráðu sem skipið
siglir suður en ferðinni lýkur fyrir
sunnan miðbaug og alls verða um
150 mælingar framkvæmdar.
Hringrás hafsins rannsökuð
Rannsóknirnar fara þannig
fram að sýni verða tekin úr sjón-
um í leiðangrinum og eiga þau að
sýna hlutfall ákveðinna efna-
sambanda í sjónum á mismunandi
dýpt á hverjum stað en skipið er
sérstaklega útbúið til að geta
haldið sér stöðugu á útihafinu
meðan á mælingum stendur. Úr
efnasamböndunum og upplýs-
ingum um hitastig og seltu sjáv-
arins má meðal annars lesa hve
djúpt ákveðin efni í andrúmsloft-
inu eru komin ofan í hafið og í
framhaldi af því má sjá hvort
hringrás hafsins sé að hraða eða
hægja á sér. Þannig eru efna-
samböndin sem tekin eru úr sjón-
um í raun notuð sem mælitæki á
hraða hafstrauma. Sambærilegar
mælingar fóru fram fyrir tíu árum
þannig að hægt verður að meta
þær breytingar sem orðið hafa
síðan þá.
Fjölþjóðlegur hópur á
fullkomnu skipi
Skipið, sem var smíðað árið
1997, þykir mjög fullkomið og er
eitt fjögurra skipa sinnar teg-
undar í heiminum. Unnt er að
stunda ýmiss konar rannsóknir um
borð en fimm rannsóknarstofur
eru í skipinu auk þess sem pláss
er á þilfarinu fyrir níu færanlegar
rannsóknarstofur. Í áhöfn skipsins
eru 26 menn en 32 vísindamenn
vinna að rannsóknum í þessum
leiðangri svo að alls eru 58 manns
um borð að þessu sinni. Vís-
indamennirnir koma frá níu mis-
munandi löndum; Chile, Noregi,
Úkraínu, Bretlandi, Mexíkó, Sviss,
Kína, Frakklandi og Bandaríkj-
unum. Hver og einn þeirra hefur
ólíka nálgun að viðfangsefninu og
fæst við mismunandi mælingar á
efnasamböndum. Leiðangur skips-
ins á Atlantshafinu mun standa yf-
ir í um tvo mánuði en þá skilar
skipið vísindamönnunum af sér í
Brasilíu og tekur upp annan hóp.
Bandarískt rannsóknarskip við Reykjavíkurhöfn
Hringrás hafsins könnuð
Morgunblaðið/Arnaldur
Rannsóknarskipið Ronald H. Brown hefur legið við Reykjavíkurhöfn undanfarna daga.
FRAMKVÆMDASTJÓRI
Malik Supply AS í Danmörku,
Steen Møller, segir misskiln-
ings gæta í frétt í Morgun-
blaðinu sl. laugardag, 14. júní,
af olíuleka við lögsögumörkin
suðvestur af landinu 5. júní sl.
Samkvæmt frétt Morgun-
blaðsins vísaði flugvél Land-
helgisgæslunnar (LHG) rúss-
neskum togara og kýpversku
olíuskipi út úr efnahagslögsög-
unni þegar í ljós kom þriggja
sjómílna löng olíubrák í kjölfar
skipanna.
Að sögn Steen Møller kom
olían alls ekki úr olíuskipinu,
sem var þarna á vegum Malik
Supply AS, heldur hafi verið
um að ræða olíu sem lekið hafi
úr rússneska togaranum. Ekki
hafi verið um að ræða olíuna
sem verið var að dæla á milli
skipanna. LHG hafi beðið
togarann um að yfirgefa lög-
söguna og olíuskipið hafi fylgt í
kjölfar hans þar sem ekki hafi
verið búið að dæla allri olíunni á
milli skipanna.
Steen Möller vildi koma á
framfæri að olían sem þeirra
skip var að afgreiða væri svo-
kölluð skipaolía sem gufaði upp
á tuttugu og fjórum til sjötíu og
tveimur klukkustundum, allt
eftir veðráttu.
Lekinn
ekki úr ol-
íuskipinu
HVALASKOÐUNARSAMTÖK Ís-
lands mótmæla harðlega áætlun ís-
lenskra stjórnvalda um að hefja hval-
veiðar í vísindaskyni. Telja samtökin
sig hafa vitneskju fyrir því að sam-
kvæmt áætluninni verði hvalir skotn-
ir í „vísindaskyni“ inni á hvalaskoð-
unarsvæðum víðsvegar við landið,
það muni aldrei ganga upp að sýna
hvali og skjóta þá á sama svæði. Eru
stjórnvöld hvött til að hverfa frá þess-
um áformum.
„Góðkunningjar“ hvalaskoðara
Í tilkynningu frá samtökunum seg-
ir að hvalaskoðunarfyrirtæki hafi
undanfarin ár stundað myndatökur
og skráningar á þeim hvölum sem
verið sé að sýna víða við landið, m.a. í
samvinnu við Hafrannsóknastofnun.
Samkvæmt þeim athugunum virðist í
mörgum tilvikum sömu dýrin koma
ár eftir ár inn á sömu svæðin í fæðu-
leit.
„Hvalaskoðun byggist því á stað-
bundnum dýrum sem í mörgum til-
fellum eru orðin „góðkunningjar“
hvalaskoðara, það er því stórkostleg
hætta á að veiðar á þessum dýrum
komi til með að skaða hvalaskoðun
með beinum hætti, því gæfustu dýrin
yrðu líklega skotin fyrst. Að mati
stjórnar Hvalaskoðunarsamtakanna
gengur alls ekki upp að sýna hvali og
skjóta þá á sama svæðinu,“ segir m.a.
í tilkynningu samtakanna.
Einnig hefur borist tilkynning frá
fulltrúa alþjóðlegu dýraverndunar-
samtakanna IFAW þar sem segir
m.a. að því fari fjarri að andstaða við
fyrirhugaðar vísindaveiðar Íslend-
ingar fari minnkandi. Fjölmörg ríki
hafi gert athugasemdir við inngöngu
Íslands í Alþjóðahvalveiðiráðið á ný.
Það hafi ekki verið gert á vísindaleg-
um forsendum, heldur fyrst og
fremst viðskiptalegum. Er m.a. vitn-
að til orða Árna M. Mathiesen sjáv-
arútvegsráðherra um að vísindaáætl-
uninin fari aðeins í gang ef markaðir
verði fyrir hvalaafurðir í Japan.
Fulltrúi IFAW segir að ef vísinda-
veiðarnar verði að veruleika muni það
skaða orðspor Íslands á heimsvísu.
Þær muni einnig hafa neikvæð áhrif á
ört vaxandi hvalaskoðun á Íslandi.
Hvalaskoðunarsamtök Íslands
mótmæla vísindaáætluninni
Hætta á að veiðar
skaði hvalaskoðun
TAMMY Axelsson er nýr
ræðismaður Íslands í Gimli í
Manitoba í Kanada, en
Hjálmar W. Hannesson,
sendiherra Íslands í Kanada,
færði henni skipunarbréf frá
Halldóri Ásgrímssyni utan-
ríkisráðherra og skilríki frá
kanadíska utanríkisráðu-
neytinu í Gimli á mánudag.
Neil Ófeigur Bardal lét af
störfum sem aðalræðismað-
ur í Gimli um nýliðin mán-
aðamót eftir um tíu ára starf
fyrir utanríkisþjónustuna og
færði Hjálmar honum þakkarbréf frá
Halldóri Ásgrímssyni.
Tammy er framkvæmdastjóri
Safns íslenskrar menningararfleifðar
í Nýja Íslandi, The New Iceland Her-
itage Museum, og fór athöfnin fram í
safninu að viðstöddu fjölmenni.
Tammy er frá Gimli og hefur verið
mjög virk í starfi „íslenska“ sam-
félagsins á staðnum.
Nýr ræðismaður í Gimli
Ljósmynd/Davíð Gíslason
Neil Ófeigur Bardal, Tammy Axelsson og
Hjálmar W. Hannesson eftir athöfnina.