Morgunblaðið - 19.06.2003, Side 23

Morgunblaðið - 19.06.2003, Side 23
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 2003 23 MÝVETNINGAR héldu sína þjóðhátíð með hefðbundnu sniði og í indælisveðri í skrúðgarði sveitarinnar, Höfða. Farið var í göngu frá bílastæðinu um skóg- argöng, eftir að börnin höfðu fengið sína andlitsmálun. Samkomuna setti Sólveig Jónsdóttir, formaður undirbún- ingsnefndar, sr. Örnólfur J. Ólafsson flutti hugvekju, Fjall- konan, Inga Gerða Pétursdóttir, las ljóð en hátíðarræðu flutti Þórunn Snæbjarnardóttir. Farið var í leiki og sungin ættjarð- arlög. Börnum gafst kostur á að fara á hestbak. Samkoman tókst prýðilega. Skrúð- ganga um skógargöng Mývatnssveit Morgunblaðið/Birkir Fanndal HÁTÍÐAHÖLDIN í Borgarnesi hófust klukkan 10.30 með 17. júní- hlaupi á Skallagrímsvelli. Þar hlupu ungir sem aldnir og hlutu verðlaunapeninga fyrir. Um klukk- an ellefu svifu þrír félagar úr Fall- hlífaklúbbi Reykjavíkur niður úr loftinu við mikinn fögnuð áhorf- enda. Sá síðasti hélt á íslenska fánanum í tilefni dagsins. Annar liður í dagskrá var keppni í knatt- spyrnu milli stjórnar knattspyrnu- deildar Skallagríms og bæjar- stjórnar Borgarbyggðar. Eftir hádegi var hátíðarguðsþjónusta í Borgarneskirkju og skrúðganga frá kirkjuholtinu. Samkvæmt venju var hátíðardagskrá í Skalla- grímsgarði og dagskrá í íþrótta- húsinu síðdegis. Morgunblaðið/Guðrún Vala Sveif í fall- hlíf með íslenska fánann Borgarnes Mörkinni 6 - Sími 588 5518 Fallegar regnkápur frá kr. 4.900 Hattar og húfur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.