Morgunblaðið - 19.06.2003, Qupperneq 34
MINNINGAR
34 FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
✝ GuðmundurKristjánsson
fæddist á Minna-Núpi
í Vestmannaeyjum
11. maí 1914. Hann
lést á Landspítalan-
um í Fossvogi 5. júní
síðastliðinn. Guð-
mundur var elsta
barn hjónanna Krist-
jáns Jónssonar skó-
smiðs frá Dölum í
Vestmannaeyjum, f.
17.4. 1888, d. í mars
1922, og Guðnýjar
Guðmundsdóttur frá
Skálakoti undir Eyja-
fjöllum, f. 29.3. 1890, d 25.12. 1985.
Guðmundur átti fjórar systur og er
ein þeirra á lífi, Guðlaug Alda.
Árið 1941 kvæntist Guðmundur
Rósu Ágústsdóttur frá Reykjavík,
f. 25. júní 1915, d. 3. maí 1964, dótt-
ur Ágústs Fr. Guðmundssonar skó-
smiðs og Maiendinu G. Kristjáns-
dóttur. Guðmundi og Rósu varð
þriggja barna auðið. Þau eru: l)
Ragnar Kristján, f. 1942, býr í
Hafnarfirði, kvæntur Báru Sigurð-
ardóttur, þau eiga þrjú börn; 2)
Kolbrún, f. 1944, býr í Mosfellsbæ,
gift Gunnlaugi K. Hreiðarssyni,
þau eiga þrjú börn; 3)
Guðný Helga, f. 1953,
býr í Reykjavík, mað-
ur hennar er Finnur
P. Fróðason. Guðný
Helga var gift Gunn-
ari Jóhannessyni og
eiga þau tvær dætur.
Guðmundur og Rósa
slitu samvistum. Árið
1976 kvæntist Guð-
mundur Hansínu
Mettu Kristleifsdótt-
ur frá Efri-Hrísum í
Fróðárhreppi, f. 25.
maí 1918, d. l. maí
1997. Hansína átti sjö
börn með fyrri manni sínum, Guð-
birni Halldórssyni, sem lést árið
1960.
Guðmundur ólst upp í Vest-
mannaeyjum og á sínum yngri ár-
um stundaði hann þar ýmis störf,
bæði til sjós og lands. Um tvítugt
fluttist hann til Reykjavíkur og
vann sem bílstjóri við Mjólkursam-
söluna í Reykjavík til margra ára.
Einnig vann hann sem vélamaður
á millilandaskipum.
Útför Guðmundar fer fram frá
Háteigskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Standið ekki við gröf mína og fellið tár.
Ég er þar ekki.
Ég sef ekki.
Ég er vindurinn sem blæs.
Ég er demanturinn sem glitrar á fönn.
Ég er sólskin á frjósaman akur.
Ég er hin milda vorrigning.
Þegar þú vaknar í morgunkyrrð er ég
væringjaþytur fuglanna.
Ég er stjarnan sem lýsir á nóttu.
Standið ekki við gröf mína og fellið tár.
Ég er þar ekki, ég lifi.
Elsku pabbi, er við fórum þriðju-
daginn 3. júní sl. í kaffisamsæti í
Mjólkursamsölunni, þar sem eldra
starfsfólki sem hætt er að vinna
vegna aldurs er boðið á ári hverju,
hvað þú varst ánægður og sæll að
fara. Þar tók forstjóri Mjólkursam-
sölunnar á móti okkur og bauð okkur
velkomna. Þarna hittir þú gamla
starfsfélaga sem enn eru að vinna.
Þeir sögðu þér allar breytingar sem
gerðar hafa verið síðan þú varst að
vinna þar. Þú varst ánægður og glað-
ur er þú fórst þaðan í síðasta sinn.
Forstjóri og starfsfólk, hafið þökk
fyrir. Ekki datt mér þá í hug að þetta
væri síðasta samverustund okkar
feðga hér á jörð. Daginn eftir fórstu
svo í annað ferðalag og þá með Þorra-
seli, þar sem þú varst þrisvar í viku
og kallaðir alltaf vinnuna þína. Þar
varst þú alltaf eitthvað að gera, mála
á svuntur, kodda, herðatré, búa til
mottur, sem þú hafðir svo gaman af
að gefa svo okkur börnum þínum,
tengdabörnum, afabörnum og lang-
afabörnum. Þá fórst þú í annað kaffi-
samsæti með vinum þínum og starfs-
fólki í Þorraseli en nú til Þingvalla. Þú
vildir sko ekki missa af því þótt fæt-
urnir væru farnir að gefa sig og ég
veit að sú ferð hefur verið þér
ánægjuleg og dýrmæt, með vinum
þínum og starfsfólki í Þorraseli, sem
þér þótti svo vænt um. Viljum við
systkinin þakka starfsfólki Þorrasels
fyrir frábært samstarf og góða
umönnun við föður okkar á undan-
förnum árum. Er Guðný systir kom
til þín um kvöldið varst þú orðinn
veikur, farið var með þig á Borgar-
spítala og daginn eftir, hinn 5. júní,
sofnar þú og ferð í þína þriðju og síð-
ustu ferð á þessari jörð. Mér datt í
hug máltækið „allt er þegar þrennt
er“, því þínar þrjár síðustu ferðir
voru þér ánægjulegar.
Pabbi minn, nú veit ég að þér líður
vel og það hefur verið tekið vel á móti
þér. Þú varst ekki hár í loftinu, það
fór ekki mikið fyrir þér, en þú varst
hraustur og sterkur. Þegar Kolla og
Guðný fóru með þig í læknisskoðun
og læknir spurði hvaða meðal eða pill-
ur þú notaðir varstu fljótur að svara:
„Svoleiðis drasl nota ég ekki, fæ mér
frekar í annan fótinn og læt mér líða
vel.“ Enda áttir þú yndislega dóttur,
sem á seinni árum sá dásamlega vel
um þig, sama hvað var. Hún mætti til
þín á morgnana áður en þú fórst í
þína vinnu, var alltaf með opna arma
sína fyrir þig. Elsku Guðný mín, án
þín hefði pabbi okkar ekki getað látið
sér líða svona vel síðustu árin. Hafðu
ástarþakkir frá mér og Kollu systur
fyrir allt sem þú gafst pabba.
Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með
tárum. Hugsið ekki um dauðann með
harmi og ótta.
Ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár
snertir mig og kvelur, þótt látinn mig
haldið.
En þegar þið hlæið og syngið með glöðum
hug, sál mín lyftist upp í mót til ljóssins.
Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífíð
gefur,
Og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar,
yfir lífinu.
(Ók. höf.)
Elsku pabbi, takk fyrir allt.
Þinn sonur,
Ragnar.
GUÐMUNDUR
KRISTJÁNSSON
✝ Kristín Svafars-dóttir fæddist í
Sandgerði á Akra-
nesi 21. júní 1924.
Hún lést á Sjúkrahúsi
Akraness 11. júní síð-
astliðinn. Foreldrar
Kristínar voru Svaf-
ar Þjóðbjörnsson, f. í
Deildartungu í Reyk-
holtsdal 14. nóvem-
ber 1888, en alinn
upp í foreldrahúsum
á Neðra-Skarði í
Leirársveit í Borgar-
firði, d. 1. maí 1958,
og Guðrún Finnsdótt-
ir, f. á Sýruparti á Akranesi 30. júlí
1885, en alin upp á Geldingará í
Leirársveit í Borgarfirði, d. 25. apr-
íl 1942. Þau bjuggu allan sinn bú-
skap í Sandgerði á Akranesi. Syst-
ur Kristínar eru: Guðríður, f. 19.
september 1915, Guðfinna, f. 3. apr-
íl 1918, d. 6. september 1999, Stein-
unn, f. 27. apríl 1920, d. 3. júlí 1957,
Sesselja, f. 31. ágúst 1922, d. 4. jan-
úar 2000, Lilja, f. 30. júní 1926, og
Sigríður, f. 22. desember 1927, d. í
maí 1928.
er látin. Kristín fæddist í foreldra-
húsum í Sandgerði á Akranesi og
ólst upp í stórum systrahópi, ein sex
systra sem komust til fullorðinsára,
allt þar til hún giftist. Hún naut
ekki mikillar menntunar, sökum
sjúkleika í æsku, en lauk venju-
bundinni skólagöngu til fermingar
og unglingaprófs, en fór síðan að
vinna ýmiskonar þjónustustörf þar
til hún gerðist húsmóðir á heimili
sínu á Vitateig 5 og síðast á Skarðs-
braut 9 á Akranesi. Þegar börnin
fimm fóru að stálpast fór hún að
vinna ýmis störf. Hún vann í fiski af
og til, síðar við afgreiðslu í versl-
unum og síðustu 27 starfsárin vann
hún á Sjúkrahúsi Akraness, fyrst
við ræstingar og í um tuttugu ár við
umönnun á E-deildinni, sem er
umönnunar- og hjúkrunardeild
sjúkrahússins. Kristín starfaði mik-
ið að félagsmálum í heimabyggð
sinni. Hún var einn af stofnendum
Skíðafélags Akraness ásamt manni
sínum og starfaði fyrir það þau ár
sem það var og hét. Hún var um
nokkurra ára bil í samninganefnd
um launamál í Verkalýðsfélagi
Akraness. Einnig starfaði hún í
mörg ár í Kvenfélagi Akraness og
Slysavarnafélagi Akraness og að
öðrum velferðarmálum á Akranesi.
Útför Kristínar verður gerð frá
Akraneskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Kristín giftist, 8.
júní 1946, Jóhanni
Ólafi Péturssyni húsa-
smíðameistara, f. á
Eyjólfsstöðum í Vatns-
dal í Austur-Húna-
vatnsýslu 29. desem-
ber 1920, d. 20. ágúst
1994. Börn Kristínar
og Jóhanns eru: Guð-
rún, f. 16. júlí 1944, gift
Guðmundi Sigurði
Samúelssyni, þau eiga
þrjá syni og fjögur
barnabörn; Þuríður, f.
26. febrúar 1946, gift
Símoni Páli Aðal-
steinssyni og eiga þau fjögur börn
og tíu barnabörn; Finnur, f. 20.
október 1947, kona hans er Ragn-
heiður Sigurðardóttir, hann var áð-
ur kvæntur Hrefnu Ingólfsdóttur,
d. 29. júlí 1988, hann á þrjá syni og
þrjú barnabörn; Svafar, f. 1. júní
1952, áður kvæntur Kristínu Snæ-
björnsdóttur, þau skildu, þau eiga
þrjú börn og þrjú barnabörn; Pét-
ur, f. 28. febrúar 1954, kvæntur
Sigurveigu Kristjánsdóttur og áttu
þau þrjú börn en eldri dóttir þeirra
Kæra tengdamamma.
Þar sem leiðir okkar skiljast nú
um stundarsakir langar mig til að
rifja upp minningar frá okkar fyrstu
kynnum þegar ég fór að venja kom-
ur mínar á heimili þitt og njóta vel-
vilja og umhyggju þinnar í minn
garð.
Það var nokkrum mánuðum eftir
að við Guðrún trúlofuðum okkur að
hún fór til Reykjavíkur í Hús-
mæðraskólann og þú bauðst mér að
koma og búa á heimili þínu á meðan.
Ég varð þess fljótt áskynja að ég
hafði eignast aðra mömmu, og það
með stórum staf. Ég varð oft undr-
andi yfir þolinmæði þinni og fjöl-
skyldunnar með þessum gaur, sem
lét fara mikið fyrir sér með sífelld-
um æfingum á klarínett á kvöldin og
um helgar, og að ég tali nú ekki um
alla þjónustuna við mig, sem vann á
vélaverkstæði Sementverksmiðj-
unnar, alltaf skítugur upp fyrir
haus.
Þar sem ég var búinn að missa
föður minn, og móðir mín bjó á Ísa-
firði, var það mjög notalegt að
hreiðra um sig á heimili þínu og
njóta umhyggju þinnar.
Eftir að við Guðrún fórum að búa
var afar auðvelt að leita til þín, þeg-
ar við þurftum á að halda, hvort sem
var að passa fyrir okkur drengina
eða eitthvað annað. Ekki var það nú
þannig að þjónustulund þín væri
þinn eini kostur, því þá hafðir þú í
ríkum mæli. Ég hafði mjög gaman
af því að fylgjast með þér, þegar
eitthvert gamanmál bar á góma, þá
geislaðirðu og húmorinn sauð í
brjósti þér, alltaf tilbúin að glettast.
Afburðadugleg varstu og sam-
viskusöm við allt sem þú tókst þér
fyrir hendur, hvort sem var á heim-
ilinu eða í félagsstörfum. Þessu er
líklega best lýst með orðum sem
Guðrún sagði mér að hún hefði oft
hugsað, þegar hún var lítil: „Mikið
vildi ég að hún mamma væri ein-
hvern tímann löt.“
Frændrækni þín var mjög mikil,
og þú stóðst ávallt í fararbroddi þeg-
ar ástæða var til að kalla saman
frændfólk þitt, var þá alltaf glatt á
hjalla. Sérstaka aðdáun hafði ég á
þeim hæfileika þínum að muna eftir
afmælisdögum í þinni stóru ætt og
sinna þeim.
Það var erfitt að horfa upp á það
hvernig sjúkdómur sá, er nú hefur
tekið þig frá okkur aðstandendum
þínum, smám saman náði yfirhönd-
inni, og geta enga rönd við reist. Að
sjá öryggisleysi þitt og minnisleysi
sífellt aukast, þar til sambandsleysið
varð algjört. Vonandi gefur Guð það,
að læknavísindin nái tökum á þess-
um illvíga sjúkdómi.
Ég vil mæla fyrir hönd allrar fjöl-
skyldunnar, er ég lofa og þakka þá
frábæru umönnun sem þú naust á
E-deild Sjúkrahúss Akraness, þín-
um gamla vinnustað, þar bar aldrei
skugga á. Hjartans þakkir til allra
er önnuðust þig.
Ég vil svo að lokum þakka þér alla
umhyggjuna og velgjörninginn í
minn garð og fjölskyldu minnar.
Ég óska þér góðrar ferðar á æðra
tilverustig. Vonandi hittumst við þar
þegar minn tími kemur. Guð geymi
þig.
Þinn tengdasonur,
Guðmundur Sigurður
Samúelsson.
KRISTÍN
SVAFARSDÓTTIR
✝ Guðríður SigrúnAnna Benedikts-
dóttir fæddist á
Drangsnesi í Kaldr-
ananeshreppi 22. júlí
1937. Hún lést á
heimili sínu á Ísa-
firði mánudaginn 9.
júní síðastliðinn.
Hún var elsta barn
foreldra sinna,
Benedikts Sigurðs-
sonar, f. 1. október
1899 á Bakka í
Kaldrananeshreppi,
d. 8. október 1965,
og Hjálmfríðar Lilju
Jóhannsdóttur, f. 22. nóvember
1913 á Gjögri í Árneshreppi í
Strandasýslu, d. 29. júlí 2000, er
var seinni kona Benedikts. Alls
voru systkini og hálfsystkini Guð-
ríðar 21. Eftirlifandi eru 16.
Guðríði varð átta barna auðið.
Þau eru: 1) Benedikt Birgir Sverr-
isson, f. 25. júní 1958, faðir Hreinn
hanns Andréssonar, f. 18. ágúst
1905 á Neðri-Brunná, Saurbæjar-
hreppi í Dalasýslu, d. 8. janúar
1973, og Guðmundu Kristveigar
Guðjónsdóttur, f. 26. maí 1907 í
Litlu-Ávík í Árneshreppi í
Strandasýslu, d. 5. mars 1988.
Börn Guðríðar og Andrésar eru:
3) Vilborg, f. 21. ágúst 1964, fv.
eiginmaður Sigurður H. Karlsson
og eiga þau tvær dætur og eitt
barnabarn, gift Kristni Þórði Elí-
assyni og eiga þau einn son. 4) Jó-
hanna Berglind, f. 12. september
1965, gift Óla Þór Jónssyni og eiga
þau tvö börn. 5) Örn Óli, f. 27.
ágúst 1967, sambýliskona Dagný
Sigurlaug Ragnarsdóttir og eiga
þau tvö börn. 6) Jórunn Lilja, f. 22.
október 1969. 7) Jóhann Sólmund-
ur, f. 6. febrúar 1972, barnsmóðir
Rakel Óladóttir og eiga þau eina
dóttur. Sambýliskona hans er Sæ-
unn Kolbrún Guðmundsdóttir og
eiga þau eina dóttur ásamt fóst-
urdóttur Jóhanns, dóttur Sæunn-
ar. 8) Fríða Birna, f. 17. mars
1974, gift Guðmundi Jóni Mark-
ússyni og eiga þau tvö börn.
Guðríður verður jarðsungin frá
Ísafjarðarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Sverrir Lárusson, f.
16. september 1937 í
Strandasýslu, d. 12.
september 1998. Fyrr-
verandi eiginkona
Benedikts er Jóhanna
Kristín Arnþórsdóttir
og eiga þau fjögur
börn og tvö barna-
börn. 2) Sigmundur
Viðar Garðarsson, f.
12. apríl 1962, faðir
Garðar Sigmundsson,
f. 13. júlí 1927 á Vögl-
um í Þelamörk í Eyja-
fjarðarsýslu, d. 21.
ágúst 1992. Barns-
móðir Sigmundar er Hansína
Jensdóttir og eiga þau eina dóttur.
Hinn 9. apríl 1965 giftist Guð-
ríður eftirlifandi eiginmanni sín-
um, Andrési Júlíusi Jóhannssyni,
f. 17. febrúar 1944 á Gíslabala í
Árneshreppi í Strandasýslu, nú
verkstæðis- og tækjamaður á Ísa-
firði. Hann er sonur hjónanna Jó-
Mamma, þú kvaddir okkur snöggt
eins og hendi væri veifað, hér sit ég
dofin og horfi á æskuheimili mitt svo
tómt, engin mamma eða amma að
snúast í kringum barnabörnin sín
eða stóru andarungana eins og þér
var svo tamt að tala um. Við erum að
safnast saman eitt af öðru, stóri hóp-
urinn þinn sem þú stjórnaðir af full-
um krafti alla tíð í uppvextinum. Á
svona stundu flýgur margt í gegnum
huga minn í smáum brotum.
Þú hafðir skoðanir á öllum hlutum,
last mikið og fylgdist mikið með
fréttum, fjölskyldan átti hug þinn
allan og fylgdist þú vel með okkur
öllum sem erum búsett á víð og dreif
um landið, hvort sem það voru stóru
börnin eða langömmubörnin, og
taldir þú það ekki eftir þér að tala við
hvert og eitt í klukkustund í senn. Ef
veikindi voru í fjölskyldunni varst þú
alltaf með hugann hjá okkur.
Þú minntir okkur á það með stolti
hvað það væri gott að vera Stranda-
maður og fórum við systkinin á
hverju sumri í sumarfrí með ykkur
pabba og voru þá Strandirnar
fremstar í flokki en þar voru æsku-
slóðir ykkar pabba.
Þú varst býsna lagin í höndunum,
hvort sem það var að sauma eða
prjóna, enda nutum við systkinin
þess að ganga í heimasaumuðum föt-
um og fallega útprjónuðum peysum
langt fram eftir aldri. Ég man svo vel
eftir þegar ég eignaðist fyrstu búð-
arbuxurnar mínar, þá var ég átta ára
gömul. Þegar ég horfi til baka þá sér
maður hörkukonu, fáir komast með
tærnar þar sem þú hafðir hælana, þú
varst mjög gestrisin og veittir vel
enda var alltaf nóg til af öllu. Við
systkinin erum enn að borða jóla-
kökurnar og kleinurnar eftir þig sem
voru í frysti enda eru þær með ein-
dæmum góðar og fást ekki betri.
Elsku mamma, takk fyrir sam-
fylgdina gegnum lífið, ég veit þú
fylgist með okkur áfram en á annan
hátt en áður. Nú er það mitt að varð-
veita minningu þína og deila með
börnum mínum, þeim Grétu og Vikt-
ori, um ókomna tíð. Einnig munum
við styðja við bakið á pabba eins vel
og hægt er á þessari erfiðu stundu.
Mamma, ég man hlýja hönd,
er hlúðir þú að mér.
Það er svo margt og mikilsvert,
er móðuraugað sér.
Þú veittir skjól og vafðir mig
með vonarblómum hljótt.
Því signi ég gröf og segi nú:
Ó, sofðu vært og rótt.
(Kristín Jóh. frá Syðra-Hvarfi.)
Þín dóttir,
Jóhanna.
GUÐRÍÐUR
BENEDIKTSDÓTTIR
Fleiri minningargreinar um
Guðmund Kristjánsson bíða birt-
ingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.
Fleiri minningargreinar um
Guðríði Benediktsdóttur bíða birt-
ingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.
Fleiri minningargreinar
um Kristínu Svafarsdóttur bíða
birtingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.