Morgunblaðið - 21.06.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 21.06.2003, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 2003 9 GUÐMUNDUR Kristjánsson hrl., verjandi konu og karlmanns sem ákærð eru fyrir brot gegn ákvæð- um laga um bann gegn vændi, krefst þess að réttarhöldin í mál- inu verði lokuð en meginreglan er sú að þinghöld skuli háð í heyr- anda hljóði. Þegar sérstaklega stendur á er dómara heimilt að ákveða að dóm- þing skuli haldið fyrir luktum dyr- um, m.a. til að hlífa sakborningum eða nánum vandamönnum þeirra. Fólkið neitar sök og fer aðalmeð- ferð fram í máli þeirra í sept- ember. Dómurinn verður fjölskip- aður. Ríkissaksóknari ákærir konuna, sem er hálfþrítug, fyrir að hafa stundað vændi sér og sambýlis- manni sínum til framfærslu frá júní 2002 til febrúar 2003, með því að hafa „veitt fjölda karlmanna kynlífsþjónustu“ á heimili sínu í Hafnarfirði, á gistiheimili og í bíl- skúr í sama bæjarfélagi. Hún aug- lýsti þjónustuna á vefsíðu sinni sem erótískt nudd, samfarir og munngælur sem hún veitti gegn greiðslu. Samkvæmt ákæru námu tekjur hennar a.m.k. níu milljónum króna. Tæplega fertugur sambýlismað- ur hennar er ákærður fyrir að hafa framfleytt sér á þeim tekjum sem sambýliskona hans aflaði sér með því að stunda vændi. Einnig er hann ákærður fyrir að hafa að- stoðað hana við starfsemina, s.s. með því að uppfæra vefsíðu henn- ar, taka af henni ljósmyndir og leggja fé inn á bankareikninga. Krafa gerð um lokað þinghald í vændismáli VESTURHLÍÐARSKÓLI, skóli fyrir heyrnarlausa, er um þessar mundir að flytja úr húsnæði sínu við Vesturhlíð og í Hlíðaskóla. Þegar skólinn flytur fer hluti af gögnum hans á ýmis söfn en nú hefur vakn- að sú spurning hvort eyða eigi per- sónulegum gögnum um nemendur. Að sögn Berglindar Stefánsdótt- ur, skólastjóra Vesturhlíðarskóla, segja lög Persónuverndar að eyða eigi gögnunum en Fræðslumiðstöð Reykjavíkur haldi því hins vegar fram að skjölin eigi að fara á Borg- arskjalasafn. „Ég hef verið að velta því fyrir mér hvort það sé eðlilegt að geyma þessi gögn þar sem þetta eru mjög persónuleg gögn um hegð- un barna og annað slíkt. Svo virðist sem eldgömul lög um þjóðskjalasafn stangist á við lög um persónuvernd. Þegar um er að ræða fatlaða nem- endur eru til mjög ítarleg gögn um þá,“ segir Berglind. Strangar reglur Hjá Borgarskjalasafni fengust þær upplýsingar að gögn sem þessi væru alla jafna geymd en að þau væru varðveitt sérstaklega vel og strangar reglur giltu um hver og hvernig mætti nota þau. Að sögn Svanhildar Bogadóttur borgarskjalavarðar hefur Borgar- skjalasafn óskað eftir að fá lista yfir gögnin og ákveða í framhaldi af því hvaða gögnum skuli eytt og hvað skuli geyma. „Það fengi enginn að- gang að gögnum um nemanda nema hann sjálfur eða forsjáraðilar sé hann undir 18 ára aldri,“ segir Svanhildur. Elsa S. Þorkelsdóttir, lögfræðing- ur hjá Persónuvernd, segir að sam- kvæmt lögum Persónuverndar eigi að eyða persónugreinanlegum gögnum um leið og tilgangi söfn- unar þeirra er lokið. „Hins vegar eru svo í gildi lög á Íslandi um þjóð- skjalasafn. Þau áskilja ríki og rík- isstofnunum og sveitarfélögum og stofnunum þeirra að afhenda þjóð- skjalasafni eða héraðsskjalasafni, sé það í viðkomandi sveitarfélagi, öll svona gögn. Strangt til tekið á að afhenda allt og engu henda. Við get- um sagt að þessi lög stangist á en Persónuverndarlögin víkja fyrir lögum um þjóðskjalasafn,“ segir Elsa. „Gögnin mjög persónuleg“ Togstreita um upplýsingar um gamla nemendur í Vesturhlíðarskóla HREINN Ármannsson hefur að undanförnu verið að dytta að gömlum Ferguson bensíntraktor árgerð ’52 eða ’53. Traktorinn er búinn greiðusláttuvél sem er barn síns tíma en virkar enn mjög vel. Ljósmyndari rakst á Hrein þar sem hann var að gera vinnufélaga sínum greiða með því að slá hjá honum garðinn með traktornum. Var þetta fyrsti sláttur og að sögn Hreins bjóst hann við að þurfa að „slá upp“ hjá félaganum sem er ekki þekktur fyrir mikla garð- vinnu og grasið vex honum yfir- leitt yfir höfuð. Slær garð- inn með gömlum Ferguson Morgunblaðið/Jón Sig. Vopnafirði. Morgunblaðið. Stuttir og síðir kjólar með jökkum Sparidragtir Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—16.00. Flíspeysur fyrir útileguna Verð 2.700 Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030 Opið mán.—fös. frá kl. 10—18 lau. kl. 10—16 Neðst við Dunhaga, sími 562 2230 Opið í dag kl. 10-14 Léttur sumarfatnaður Auðbrekku 14, Kópavogi, símar 544 5560 og 820 5562, www.yogastudio.is með Ásmundi Gunnlaugssyni Uppbyggjandi námskeið fyrir þá, sem eiga við streitu, kvíða eða fælni að stríða og/eða eru að ganga í gegnum miklar breytingar í lífinu. Kenndar verða leiðir til þess að slaka á og öðlast aukið frelsi og lífsgleði. Ásmundur, sem m.a. byggir námskeiðið á eign reynslu af kvíða, tekur fyrir þætti eins og jógastöður, öndunaræfingar, slökun og andleg lögmál sem stuðla að velgengni, jafnvægi og heilsu. Ekki er kraf- ist reynslu af jóga. Yfirgripsmikið og traust námskeið frá árinu 1994 (www.yogastudio.is). Hefst fimmtudaginn 3. júlí – Þri. og fim. kl. 20:00. JÓGA GEGN KVÍÐA Jógatímar með Lísu B. Hjaltested hefjast 1. júlí. Kennt verður þri. og fim. kl. 17:20 – 18:15 (10 skipti). Reynsla af jóga er æskileg. Augustsilk Augustsilk Opið í dag frá kl. 12-17 í Síðumúla 35 – 3. hæð  Ný sending af 100% silkipeysum Peysusett, stuttermapeysur og v-hálsmálspeysur. Pashminur og organzadúkar. Langerma bómullarnáttföt. Kremin frá Natures Gate. Engin kort www.laxmann.com Verslunin flytur Af því tilefni verður veittur 20—50% afsláttur út júní Helgartilboð: Diva dragtir kr. 14.990 Opið virka daga frá kl. 10.30-18 • Laugardaga 10-16 MÁR Sigurðsson, hótelhaldari á Geysi, hefur undanfarna mánuði unnið að því að koma heimarafstöð fyrir í Beiná sem rennur skammt sunnan húsaþyrpingarinnar á Geysi. Gert hefur verið uppistöðulón og komið fyrir rafstöð í húsi nánast neðanjarðar en stöðin getur fram- leitt 80 kílóvött með vatnsmagni uppistöðulónsins sem nemur um 14 rúmmetrum á sekúndu. Á kynning- ardegi virkjunarinnar á dögunum rakti Örlygur Jónasson, fram- kvæmdastjóri RARIK á Suðurlandi, sögu virkjana í Beiná frá torfvirkjun í steinsteypt mannvirki, en nýja virkjunin er sú þriðja í röðinni. Virkjuninni er haganlega fyrir komið í landinu og fer hún sérlega vel í umhverfinu. Það var Eiríkur Jónsson í Árteigi í Köldukinn sem smíðaði stöðina. Gunnar Haf- steinsson sá um raflagnir í samstarfi við RARIK. Guðmundur Karl Guð- jónsson og Ágúst H. Bjarnason önn- uðust hönnum og Árni Leósson byggingameistari sá um húsbygg- inguna. Vélavinnu annaðist Þór- arinn Kristinsson og fleiri. Kynningardagurinn markaði ákveðin tímamót í byggingu virkj- unarinnar með prufukeyrslu henn- ar. Það var Hjálmar Árnason alþing- ismaður sem klippti á borða, að viðstöddu fjölmenni, til marks um það að virkjunin væri tilbúin til notkunar og í framhaldi af því var stöðin keyrð stutta stund til prufu en áformað er að taka stöðina í notkun á næstu vikum. „Með tilkomu stöðv- arinnar gefst okkur tækifæri til að bæta rekstrargrundvöllinn hér á staðnum. Raforkuþörfin er 120–130 kílóvött en við getum með þessu verkfæri framleitt 80 kílóvött,“ sagði Már Sigurðsson sem er vel vakandi fyrir þeim möguleikum sem felast í kraftmikilli náttúru um- hverfisins í nágrenni Geysis. Ný rafstöð í Beiná við Geysi Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Már Sigurðsson á Geysi „þreifar“ á orkunni í nýrri rafstöð í Beiná. Selfossi. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.