Morgunblaðið - 21.06.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 21.06.2003, Blaðsíða 45
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 2003 45 JÓNAS Baldursson, þjálfari knatt- spyrnuliðs Þórs frá Akureyri, mun ekki stjórna liðinu á næsta ári eins og til stóð. Jónas hefur verið ráð- inn til starfa hjá Seagold í Hull í Englandi og heldur þangað í haust. Jónas vinnur hjá Samherja sem á Seagold, en þar stjórnar gamall KA-maður, Gústaf Baldvinsson. „Ég held þetta sé nú bara bjarn- argreiði hjá honum, hann vill bara lokka mig frá Þór. Að öllu gamni slepptu er hálf gremjulegt að þetta skuli enda svona því það var vilji hjá mér og stjórninni að ég yrði næstu árin hjá Þór. En það kemur einhver góður í minn stað og tekur vonandi við liðinu í góðri stöðu,“ sagði Jónas. Jónas hættir með Þórsara PYUNIK Yerevan, mótherji KR í forkeppni Meistaradeildar Evrópu, hefur verið sterkasta lið Armeníu síðustu tvö árin og orðið armenskur meistari á sannfærandi hátt, bæði 2001 og 2002. Þegar liðið hefur leik- ið sex leiki á yfirstandandi tímabili er það taplaust, í öðru sæti, og með markatöluna 19:2, en er tveimur stigum á eftir efsta liðinu, Shirak. Í fyrra vann Pyunik 19 af 22 leikjum sínum í úrvalsdeildinni og hlaut átta stigum meira en Shirak. Pyunik stóð sig mjög vel í for- keppni Meistaradeildarinnar í fyrra. Þá vann liðið sannfærandi sigra á finnsku meisturunum Tampere, 4:0 á útivelli og 2:0 á heimavelli, og gerði síðan jafntefli á heimavelli, 2:2, við stórlið Dynamo Kiev í 2. um- ferð, en tapaði í Kiev, 4:0. Pyunik varð armenskur meistari árin 1996 og 1997 en féll skömmu seinna úr efstu deild og skipti þá um nafn, hét um skeið Armenikum. Lið- ið vann sig aftur upp árið 2000 og tók upp fyrra nafn, sem það hafði þá aðeins borið í nokkur ár en til ársins 1996 hét félagið AOSS Yerevan. Pyunik átti þrjá leikmenn í arm- enska landsliðinu sem tapaði naum- lega fyrir Úkraínu á útivelli, 4:3, í Evrópukeppninni í vor. Þeir voru sóknarmaðurinn Arman Karamyan, miðjumaðurinn Artavazd Karam- yan og varnarmaðurinn Bilibio. Sterkasta lið Arm- eníu síðustu tvö árKR-INGAR voru ekki heppnirþegar dregið var í fyrstu umferð forkeppninnar fyrir Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í gær. KR mætir Pyunik Yerevan frá Arm- eníu og verður fyrri leikur liðanna spilaður í Armeníu þann 16. júlí og síðari leikurinn verður 23. júlí. KR á langt ferðalag fyrir hönd- um því Armenía er í suðaust- urhorni Evrópu og á landamæri að Íran, Tyrklandi, Aserbaídsjan og Georgíu. Íslenskt félagslið hefur aldrei farið þangað en landsliðið lék þar við heimamenn árið 1998 og gerði markalaust jafntefli. Ef KR sigrar Pyunik mun liðið mæta CSKA Sofia frá Búlgaríu í annarri umferð sem er leikin 30. júlí og og 6. ágúst. Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, hefði gjarnan viljað fá aðra mótherja en Pyunik. „Það er ljóst að Pyunik var ekki óskamótherji okkar og við hefðum gjarnan vilj- að dragast á móti öðru liði. Pyunik er með hörkulið en þeir sigruðu finnsku meistarana örugglega í fyrra og náðu jafntefli gegn Dín- amó Kiev. Það sem er nú líka mjög slæmt er að þetta verður langt og erfitt ferðalag og hætta er á að þetta komi niður á okkur á Íslands- mótinu. Það þýðir hins vegar ekki að hugsa meira út í hvaða aðra mótherja við hefðum getað fengið og við verðum bara að einbeita okkur að ná góðum úrslitum gegn Pyunik þegar þar að kemur,“ sagði Willum Þór í samtali við Morgunblaðið. KR-ingar óheppnir Real Betis hafnaði tilboðiChelsea í Jóhannes Karl Guð- jónsson. Manuel Ruiz de Lopera, forseti Real Betis, fannst tilboð Chelsea ekki vera nægilega hátt en Betis borgaði á sínum tíma um 350–400 milljónir íslenskra króna fyrir Jóhannes Karl. „Chelsea hef- ur áhuga á að fá Jóhannes Karl en forráðamenn liðsins verða að bjóða hærri fjárhæðir ef þeir ætla að krækja í hann. Ég þekki Claudio Ranieri, knattspyrnustjóra Chelsea, mjög vel og hann sagði mér hve vonsvik- inn hann var þegar hann frétti að ekki hefði náðst samkomulag um greiðsluna,“ sagði Manuel Ruiz de Lopera. Jóhannes Karl var lánaður til Aston Villa á síðustu leiktíð og lék með liðinu í fjóra mánuði. Þar stóð hann sig mjög vel, skoraði tvö mörk og varð fljótt vinsæll hjá stuðningsmönnum liðsins. Graham Taylor var knatt- spyrnustjóri Villa á síðastliðinni leiktíð og var ánægður með Jó- hannes Karl en David O’Leary hefur tekið við starfi Taylor og hann virðist ekki hafa áhuga á að kaupa leikmanninn. Chelsea bauð í Jóhannes Karl KÄRNTEN, mótherji Grindavíkur í UEFA-bikarnum í knattspyrnu, tekur nú þátt í keppninni þriðja ár- ið í röð þrátt fyrir að félagið hafi aðeins leikið tvö tímabil í efstu deild í Austurríki. Kärnten hefur aðsetur í borginni Klagenfurt í suðurhluta Austur- ríkis en er í raun lið alls héraðsins í kring, sem heitir Kärnten. Félagið var stofnað árið 1996 við samein- ingu tveggja annarra liða. Annað þeirra var Austria Klagenfurt sem var jafnan stærsta félagið á svæð- inu en var fallið niður í 2. deild. Kärnten vann austurrísku 1. deildina vorið 2001 og tryggði sér þá sæti í úrvalsdeild í fyrsta skipti. Þá gerði félagið sér lítið fyrir og vann austurrísku meistarana Tirol Innsbruck í úrslitaleik bikarkeppn- innar, 2:1. Helgi Kolviðsson gekk til liðs við Kärnten um sumarið, og í fyrsta leik hans með félaginu varð Kärnten meistari meistaranna í Austurríki með því að leggja Tirol öðru sinni. Félagið var því komið með tvo stóra titla áður en það lék sinn fyrsta leik í efstu deild. Kärnten varð í 5. sæti úrvals- deildar í fyrstu tilraun en á nýliðnu tímbili hafnaði liðið í 8. sæti af 10 í úrvalsdeildinni og var lengi í fall- hættu. Kärnten komst hinsvegar í úrslitaleik bikarkeppninnar, tapaði þar 3:0 fyrir Austria Vín, en þar sem Austria varð einnig meistari fékk Kärnten sæti í UEFA- bikarnum, þriðja árið í röð. Kärnten var slegið út af PAOK frá Grikklandi í UEFA-bikarnum haustið 2001, gerði 0:0 jafntefli heima en tapaði 4:0 í Grikklandi. Síðastliðið haust vann Kärnten lettneska liðið Metalurgs 4:2 og 2:0 í forkeppninni en var síðan slegið út af Hapoel Tel-Aviv frá Ísrael í 1. umferð, tapaði heimaleiknum 4:0 en vann útileikinn 1:0. Einn umdeildasti stjórnmála- maður Austurríkis, Jörg Haider, er forseti Kärnten og á mikinn þátt í uppgangi félagsins í austurrísku knattspyrnunni undanfarin ár. Kärnten hefur náð langt á skömmum tíma AIK frá Solna, útborg Stokkhólms, sækir Ísland heim í Evrópukeppni annað árið í röð og í þriðja sinn á sjö árum. Svíarnir mættu ÍBV í UEFA- bikarnum í fyrra og fóru með sigur af hólmi í báðum leikjum, 2:0 í Solna og 3:1 í Vestmannaeyjum. Þá lék AIK við KR árið 1996 og slapp naumlega áfram, vann 1:0 á Laug- ardalsvellinum en liðin gerðu jafn- tefli, 1:1, í Solna. AIK hefur lengi verið í fremstu röð í sænsku knattspyrnunni og skartaði íslenskum knattspyrnu- manni á áttunda áratugnum, Herði Hilmarssyni. AIK hefur tíu sinnum orðið sænskur meistari, síðast 1998. Þá hefur félagið unnið sænska bik- arinn 7 sinnum, síðast 1999. Þekktasti leikmaður AIK er sókn- armaðurinn Andreas Andersson, sem hefur spilað með AC Milan og Newcastle og á 41 landsleik að baki fyrir Svíþjóð. Hann sneri til AIK ár- ið 1999 frá Newcastle eftir að hafa skorað 4 mörk í 27 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Varnarmaðurinn Gary Sundgren hefur leikið 31 lands- leik og varð spænskur bikarmeistari með Zaragoza árið 2001. Hann spil- aði 111 leiki í efstu deild á Spáni. Þá hafa þeir Svante Samuelsson, Martin Åslund, Daniel Tjernström, Stefan Ishizaki, Per Nilsson, Karl Corneliusson, Jimmy Tamandi og markvörðurinn Håkan Svensson all- ir leikið með sænska A-landsliðinu. AIK er í þriðja sæti sænsku úr- valsdeildarinnar eftir tíu umferðir. Liðið hefur verið í fremstu röð und- anfarin ár, varð í þriðja sæti bæði 2001 og 2000 og í öðru sæti árið 1999. Eftir að hafa slegið ÍBV út úr UEFA-bikarnum í fyrra lék AIK við Fenerbache frá Tyrklandi. Jafntefli varð í Svíþjóð, 3:3, en Fenerbache vann sinn heimaleik, 3:1. Þriðja heimsókn- in hjá AIK Aðalsteinn Víglundsson, þjálfariFylkis, er ánægður með mót- herjana í forkeppninni. „Við Fylk- ismenn erum sáttir við að mæta AIK. Það voru engir stórir bitar í pottinum en að fá AIK er með því skásta sem hægt var að fá. Þetta er þægilegt ferðalag og það munar töluverðu þar sem leikirnir fara fram í miðju Íslandsmótinu í ágúst,“ sagði Aðalsteinn í samtali við Morgunblaðið. Spurður um möguleika liðsins gegn AIK sagði Aðalsteinn að sænska liðið væri sigurstrang- legra. „Það eru alltaf möguleikar á sigri og maður er í boltanum til að ná árangri. Ef við leikum mjög vel eigum við möguleika en vissulega er AIK sigurstranglegra liðið.“ Bjarni Jóhannsson, þjálfari Grindavíkur, var ánægður þegar Morgunblaðið tilkynnti honum að Grindavík mun leika við Helga Kolviðsson og félaga í Kärnten. „Það er frábært að fá lið frá Austurríki og þetta er það besta sem við gátum fengið. Þetta er þægilegasti ferðamátinn sem var í boði en maður vill alltaf sleppa við að þurfa að fara til Austur-Evrópu. Nú er möguleiki á að Grindavík fái peningagreiðslur fyrir sjón- varpsútsendingar frá leikjunum gegn Kärnten og það er gott mál. Einnig verður mjög gaman að fá að kljást við Helga Kolviðsson en það gerir viðureignirnar meira spennandi að íslenskur leikmaður spilar með Austurríkismönnun- um,“ sagði Bjarni í samtali við Morgunblaðið. Morgunblaðið/Ómar Lee Sharpe og Gestur Gylfason verða væntanlega í eldlínunni með Grindvíkingum þegar þeir mæta Kärnten. Fylkir til Svíþjóðar og Grinda- vík til Aust- urríkis FYLKISMENN spila gegn sænska liðinu AIK Solna frá Stokkhólmi, en Grindavík mætir Helga Kolviðssyni og félögum í austurríska lið- inu Kärnten í forkeppni UEFA-bikarsins. Leikirnir fara fram 14. og 28. ágúst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.