Morgunblaðið - 21.06.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 21.06.2003, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ BÆJARBÍÓ Danska myndin Karlsen stýrimaður (Styrmand Karlsen). Myndin naut gífur- legra vinsælda þegar hún var fyrst sýnd hér á landi, þá í Hafn- arfjarðarbíói. Myndin gekk það vel og lengi að hún náði bæði að vera jólamynd bíósins 1958 og páskamynd 1959. Þess voru dæmi að menn sáu myndina aft- ur og aftur og farnar voru heilu strætóbílaferðirnar fullar af fólki frá nærliggjandi sveitarfélögum. Leikstjóri myndarinnar var Annelise Reenberg og Frits Helmuth, Johannes Meyer og Dirch Passer léku aðal- hlutverkin. Myndin er sýnd án texta og aðgangseyrir er 500 kr. CAFE FLÓRA Sólstöðutónleikar Páls Óskars og Móniku kl. 22. Góðir gestir, m.a. Diddú. CAFE KULTURE Tónleikar með hljómsveitinni HOD. Hefjast kl. 23, aðgangur ókeypis. EGILSBÚÐ, Neskaupstað Skítamórall. GAUKUR Á STÖNG Jet Black Joe. GRAND ROKK Singapore Sling. HVÍTA HÚSIÐ, Selfossi Á móti sól. JÓMFRÚIN B3 tríó frá kl. 16–18. KRINGLAN Tónleikar vegna loka poppkortaleiks Pepsi. Fram koma Búdrýgindi, Igor, Á móti sól, Írafár og Í svörtum fötum. Tónleikarnir verða haldnir á torginu hjá Hard Rock og byrja kl. 14. KRINGLUKRÁIN Hljómsveit Rúnars Júl. MEKKA-SPORT Kung-Fú fjöl- skyldan, Henson og Mekka- Sport halda kvöldskemmtun þar sem súpergrúppan Kung-Fú, soðin saman úr Vítamín og Dead Sea Apple, sér um stuðið. PLAYERS Saga-Class. Í DAG ROKKHLJÓMSVEITIN Singapore Sling mun halda kveðjutónleika á Grand Rokk í kvöld, en á mánudag- inn leggur sveitin upp í langt tón- leikaferðalag um Bandaríkin. Þann 17. júní sl. kom plata sveit- arinnar, The Curse of Singapore Sling, út í Bandaríkjunum og Kan- ada. Útgáfufyrirtæki þeirra heitir Stinky Records og hljóðar samn- ingur þeirra við hljómsveitina upp á þrjár plötur. Þeir piltar eru nú í óða önn við að undirbúa sig undir ferðina. „Liður í undirbúningnum er akst- ur í miklum hita, því það verður mik- ið um slíkt er við höldum til Banda- ríkjanna,“ segir Henrik Björnsson, söngvari Singapore Sling. Tónleikaferðin mun standa yfir í fimm vikur og hefst hún í New York, þar sem hljómsveitin mun dvelja í viku. Aðaltónleikarnir þar og jafn- framt þeir fyrstu, verða í Central Park, en auk Singapore Sling munu koma fram íslensku hljómsveitirnar Trabant og Apparat Organ Quartet. Hljómsveitin mun á ferðalagi sínu m.a. hita upp fyrir Raveonetts og The Warlocks. „Við munum halda frá New York til Austurstrandarinnar, þaðan til Kanada og síðan Miðvesturríkjanna. Við endum að lokum í Kaliforníu þar sem við munum dvelja í viku,“ segir Henrik. „Þetta er stíft plan, við spilum á u.þ.b. 25 tónleikum á 27 dögum, jafn- vel meira. Spilum í raun allan tím- ann sem við erum þarna. Eftir síð- ustu tónleikana keyrum við frá San Diego til New York, en það er ansi löng vegalengd.“ Eins og ráða má af þessum orðum Henriks þurfa þeir félagar að eyða drjúgum tíma í rútu. Hann setur þó fram hógværar kröf- ur til farartækisins: „Vonandi verð- ur hún ekki of lítil, en sé loftkæling og kasettutæki til staðar þá erum við sáttir.“ Henrik segir viðtökur við plötunni hafa verið með ágætum, þó sé erfitt að dæma um það þar sem svo stutt er síðan hún kom út. „Við höfum séð jákvæð viðbrögð á vefmiðlum, Stinky Records virðast vera að standa sig mjög vel.“ Aðspurður segir Henrik að ætli þeir félagar sér að sigra Bandaríkin muni þeir einnig sigra Kanada, því þangað sé stutt að fara. Á tónleikunum í kvöld mun hljóm- sveitin spila eitt nýtt lag auk þriggja nýlegra laga. Þeir munu og flytja lög af plötunni The Curse of Singapore Sling. Tónleikarnir á Grandrokk hefjast kl. 23.59. Singapore Sling kveður með tónleikum Bandaríkin kalla Morgunblaðið/Árni Torfason Henrik Björnsson og félagar ætla að hita upp fyrir Bandaríkjaferðina á Grandrokk í kvöld áður en haldið er í langa og strembna tónleikaferð. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. Kvikmyndir.is Sýnd kl. 8. B.i. 12 yndislega falleg mynd...Full af lífi og ást, fegurð, fólki, sjó og jörð.... falleg, tilgerðarlaus og nánast lifir eigin lífi...Golino er fullkomlega sannfærandi.” H.L. - MBL i l ll ll lí i l i j j ll il l li i i i lí i li ll l i - Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 4.Sýnd kl. 4.  KVIKMYNDIR.COMKVIKMYNDIR.IS  ÓHT Rás 2 „Grípandi og gefandi með óborganlega bardaga“ Sýnd kl.4 og 10. B i. 12 HL MBL "Triumph!" Roger Ebert SG DV 3 vik ur á to ppnu m á Ísla ndi Frá höfundi "Training Day" kemur kyngimagnaður löggutryllir með hinum svala Kurt Russell. "Fyrsta stórmynd ársins 2003" US WEEKLY Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B. i. 16 ára. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i. 16. KVIKMYNDIR.COM ÓHT Rás 2 Bein t á to ppin n í US A! KVIKMYNDIR.IS Frá höfundi "Training Day" kemur kyngimagnaður löggutryllir með hinum svala Kurt Russell. "Fyrsta stórmynd ársins 2003" US WEEKLY KRINGLAN Sýnd kl. 4, 6 og 10. AKUREYRI Sýnd kl. 4. KEFLAVÍK Sýnd kl. 4 og 6. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.