Morgunblaðið - 21.06.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 21.06.2003, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. – leiðandi í lausnum Skeifunni 17AcoTæknival Sími 550 4000 Fax 550 4001 Áskriftarsími 881 2060 Í FORMI „ÞAÐ frumlega hjá hverjum skáld- sagnahöfundi helgast umfram allt af nokkrum miklum þemum sem hann er með á heil- anum allt sitt líf,“ segir tékkneski rit- höfundurinn Milan Kundera í viðtali sem birtist í Les- bók í dag en í blaðinu birtast einnig nokkrir kaflar úr ritgerða- safni sem Kundera vinnur nú að og nefnist Rifnu tjöldin. Ritgerðasafnið samanstendur af stuttum frásögnum og hugleiðing- um sem fjalla um ýmsar hliðar skáldsögunnar og hugsunarinnar sem einkennir það listform. Nýjasta skáldsaga Kundera, Fá- fræðin, kom út í Frakklandi í apríl sl. eða þremur árum eftir að hún kom fyrst út á Spáni og Íslandi ár- ið 2000. Bókin hefur slegið í gegn í Frakklandi og verið í efstu sætum metsölulista en Kundera er búsett- ur í París. Nýtt ritgerða- safn eftir Kundera Milan Kundera  Minnisleikhúsið/Lesbók LANGAR biðraðir mynduðust fyrir framan bókaverslanir víða um heim í gær en eina mínútu yfir miðnætti í nótt hófst sala á fimmtu bókinni um Harry Potter: Harry Potter og Fönix-reglan. Biðraðir voru farnar að myndast um hádegi fyrir framan Eymundsson í Austurstræti og Mál og menningu á Laugavegi. Margir mættu í furðufötum sem áttu að minna á söguhetjuna Harry Potter og vini hans. Þá bauð Mál og menning þaul- setnum lestrarhestum upp á „galdradrykk“ til þess að hressa sig eftir langa bið. Morgunblaðið/Jim Smart Biðröð eftir galdrastráknum EFNAHAGSLÍFIÐ er að taka mikið við sér eft- ir samdrátt í hagvexti á síðasta ári, að sögn Birg- is Ísleifs Gunnarssonar, seðlabankastjóra. Hann segir að óhætt sé að segja þetta á grundvelli talna sem Hagstofa Ís- lands birti í gær, þar sem fram kom að landsfram- leiðsla sé talin hafa vaxið um 3,3% miðað við sama fjórðung síðasta árs. Á fjórða ársfjórðungi ársins 2002 dróst landsframleiðslan saman um 2,5% og hún dróst saman um 1,3% á þriðja ársfjórðungi. Greining Íslandsbanka telur að nýtt hagvaxt- arskeið sé hafið og reiknar með því að hagvöxtur muni halda áfram á næstu misserum. Telur bank- inn að þegar á heildina er litið sé bjart framundan í íslenskum efnahagsmálum. Greiningardeild Kaupþings Búnaðarbanka tekur undir að væntanlega sé nýtt hagvaxtar- skeið að hefjast. Birgir Ísleifur segir að hækkun landsfram- leiðslunnar á fyrsta fjórðungi þessa árs komi á óvart. Hækkunin sé meiri en gert hafi verið ráð fyrir. Þess beri þó að geta að einungis sé um árs- fjórðungstölur að ræða. Þetta séu bráðabirgða- tölur og leiðréttingar eigi eftir að koma inn. Einkaneysla vegur þyngst Einkaneysla vegur þyngst í landsframleiðsl- unni og jókst hún um 4,6% á 1. ársfjórðungi 2003 samanborið við um 1,3% vöxt á 4. ársfjórðungi 2002. Í frétt frá Hagstofunni segir að þessa miklu aukningu í útgjöldum heimila megi að stórum hluta rekja til bifreiðakaupa og útgjalda erlendis. Gylfi Magnússon, dósent við viðskipta- og hag- fræðideild Háskóla Íslands, segir að aukning landsframleiðslunnar milli ára sé mikil og ekki sé hægt að segja annað en að þetta sé góður hag- vöxtur. Með þeim fyrirvörum sem hægt sé að setja virðist mega rekja þetta til aukinnar bjart- sýni neytenda og þenslu frekar en framleiðni- aukningar. Það sé ágætt svo langt sem það nær. Aukist framleiðni hins vegar ekki í takt við þetta geti útkoman orðið viðskiptahalli og jafnvel aukin verðbólga. Erna Gísladóttir, formaður Bílgreinasam- bandsins, segir að bifreiðasala endurspegli oft væntingar fólks. Þetta sé eitt það fyrsta sem dragist saman þegar harðnar á dalnum en aukist þegar bjartsýni eykst. Aukin bifreiðasala á fyrsta ársfjórðungi þessa árs sé til vitnis um að fólk telji að hagur þess muni vænkast. Hún segir að bifreiðasala á síðasta ári hafi verið ein sú minnsta í rúma tvo áratugi og því sé ekki að vænta að aukning í bifreiðasölu á þessu ári í heild verði eins mikil og verið hefur á fyrsta ársfjórð- ungi. Efnahagslífið að taka við sér eftir samdrátt Landsframleiðslan hefur aukist meira en spár gerðu ráð fyrir 9 99 999 9, 9 99 999 9, 9      EFG:       ; ; ; 11 11 H1GIFJ: GFG:  Landsframleiðslan/14 ÞESSI 160 kílógramma ferðataska er meðal verka sem verða á sýningunni Meistarar formsins: Úr höggmyndasögu 20. aldar sem opnuð verður í Listasafninu á Akureyri á laugardag eftir rétta viku. Alls verða um 100 listaverk á sýning- unni eftir 43 listamenn, þar af 11 Íslend- inga. „Þetta er listsöguleg bomba; líklega hefur aldrei áður verið haldin sýning á höggmyndum á Íslandi sem endurspeglar á jafn hnitmiðaðan og yfirgripsmikinn hátt þróun vestrænnar nútímamyndlistar og þessi sýning í Listasafninu á Akur- eyri,“ segir Hannes Sigurðsson forstöðu- maður. Erlendu verkin eru öll nema eitt fengin að láni hjá Ríkislistasafninu í Berlín. Eina verkið sem ekki er þaðan komið er áð- urnefnd „ferðataska“ Axels Lischke, sem fengin er að láni hjá Galerie Vostell í Berl- ín. Taskan er gerð úr pólíester og inni- heldur handsprengjur, dínamít, skotvopn og drápshnífa – „öll grunnáhöld hryðju- verkamannsins nú á dögum“, eins og Hannes segir. Verkið gerði listamaðurinn laust fyrir hryðjuverkaárásirnar á Banda- ríkin 11. september 2001 og fyrr en nú hef- ur það aldrei farið út fyrir landamæri Þýskalands. Ljósmynd/Galerie Vostell „Listsögu- leg bomba“  Eins og Albert og Eiður/25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.