Morgunblaðið - 21.06.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 21.06.2003, Blaðsíða 46
ÍÞRÓTTIR 46 LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT BIRGIR Leifur Haf- þórsson, kylfingur úr GKG, lék mjög vel á öðrum degi á Opna Lúxemborgarmótinu, sem er á Áskor- endamótaröðinni, kom inn í gær á 67 högg- um, eða fimm undir pari vallarins. Fyrsta hringinn lék hann á einu undir pari þannig að hann er samtals á sex höggum undir pari og meðal efstu manna þegar kepp- endum var fækkað í gærkvöld. Birgir Leifur byrjaði mjög vel í gær, fékk fugl á fyrstu tveimur hol- unum og síðan par það sem eftir var fyrri helming vallarins. Næsti fugl kom á tí- undu, síðan tvö pör, þá örn en skolli í kjölfarið og fugl strax þar á eft- ir. Síðustu þrjár hol- urnar lék hann síðan á pari. Þórður Emil Ólafs- son er einnig meðal keppenda, hann lék fyrsta daginn á fjórum höggum yfir pari en í gær var hann á tíu höggum yfir pari og komst ekki áfram en keppendum var fækkað í gærkvöld eftir tvo hringi. Góður hringur hjá Birgi Leifi í Lúxemborg Birgir Leifur Fyrirfram mátti búast við að Kefl-víkingar yrðu sterkari á heima- velli. Gestirnir mættu hins vegar ákveðnir til leiks og virtist það koma heimamönnum á óvart. Á fyrstu 30 mínútum leiksins börðust liðin um að ná yfirtökum á miðjunni. Keflvíkingar náðu yfir- höndinni undir lok fyrri hálfleiks og sóttu mjög stíft að marki gestanna án þess að það bæri árangur. Í heild- ina einkenndist fyrri hálfleikur af baráttu og kom það töluvert niður á gæðum knattspyrnunnar. Það var ekki fyrr en tólf mínútur voru liðnar af síðari hálfleik sem Hólmari Rún- arssyni tókst að skora eina mark leiksins og tryggja Keflavík sigur. Í seinni hálfleik gerðu Keflvíking- ar eina breytingu á liði sínu. Scott Ramsay kom inn á fyrir Adólf Sveinsson. Sýndi hann ágæta takta í leiknum en á hins vegar eftir að ná fyrri styrk. Keflvíkingar sóttu mun meira í seinni hálfleik og bar sókn- arleikur þeirra árangur á 57. mínútu þegar Ramsay sendi fasta sendingu fyrir mark Leifturs/Dalvíkur. Þar kom Þórarinn Kristjánsson á fullri ferð en rétt missti af boltanum, Hólmar var á fjærstönginni og lagði boltann í fjærhornið. Eftir markið lifnaði yfir leiknum og áttu Keflvíkingar hættulegri færi. Þórarinn átti skot í stöng og Hörður skalla í þverslána fyrir Keflavík. Í liði gestanna bar mikið á þeim Heiðari Gunnólfssyni fyrirliða og Árna Thor Guðmundssyni í vörninni. Hjá heimamönnum voru Stefán Gíslason og Guðjón Antoníusson fremstir meðal jafningja. Maður leiksins: Stefán Gíslason Keflavík Óðinn til Noregs ÓÐINN Ásgeirsson, körfu- knattleiksmaður frá Akur- eyri sem lék með KR í vetur, verður í Noregi á næsta tíma- bili og spilar þar í úrvals- deildinni. Óðinn mun stunda nám í Bergen í eitt ár og sagði við Morgunblaðið í gær að hann ætti eftir að gera upp við sig með hvoru úrvals- deildarliðinu í borginni hann myndi spila. „En það er ákveðið mál að síðan kem ég aftur heim og þá fer ég á ný í raðir Þórsara, sama hvort þeir verða komnir upp í úr- valsdeildina eða ekki,“ sagði Óðinn Ásgeirsson. FÓLK  ÍSLENDINGALIÐIÐ Lokeren frá Belgíu þarf að fara til Albaníu í for- keppni UEFA-bikarsins í knatt- spyrnu í ágúst. Lokeren, með Arnar Grétarsson, Arnar Þór Viðarsson, Marel Baldvinsson og Rúnar Krist- insson innanborðs, leikur við Din- amo Tirana og verður fyrri leik- urinn í Tirana.  LYN frá Noregi, undir stjórn Teits Þórðarsonar og með Helga Sigurðsson og Jóhann B. Guð- mundsson í fremstu víglínu, leikur við NSÍ frá Runavík í Færeyjum í sömu keppni.  TEITUR sagði við Nettavisen í gær að það yrði ekki auðvelt að leika gegn færeyska liðinu. „Það sem skiptir mestu máli er að komast áfram. Hvernig við förum að því skiptir mig ekki máli,“ sagði Teitur.  NORÐMENN verða tíðir gestir í Færeyjum því Molde, lið Bjarna Þorsteinssonar, Ólafs Stígssonar og Andra Sigþórssonar, dróst gegn KÍ frá Klakksvík.  ÞRIÐJA færeyska félagið, HB, dróst gegn FBK Kaunas frá Lithá- en í forkeppni Meistaradeildar Evr- ópu. Takist Þórshafnarbúunum að komast áfram bíða þeirra leikir gegn Celtic frá Skotlandi.  ROSENBORG, lið Árna Gauts Arasonar, kemur til leiks í 2. um- ferð í forkeppni Meistaradeildar Evrópu og mætir þá sigurvegaran- um úr viðureign BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi og Bohemians frá Írlandi.  KEVIN Keegan, knattspyrnu- stjóri Manchester City, þarf ekki að fara langt með sitt lið í forkeppni UEFA-bikarsins. Manchester City slapp inn í keppnina sem „háttvísi- fulltrúi“ Englands og dróst gegn TNS frá velska þorpinu Llans- antffraid, en þar búa aðeins 900 manns. Til samanburðar búa 400 þúsund í Manchester.  KEEGAN leiðir lærisveina sína í vináttuleik gegn Barcelona hinn 10. ágúst, aðeins fjórum dögum fyrir fyrri leikinn gegn Walesbúunum. Ansi ólíkir andstæðingar en völlur TNS tekur 2.000 manns og verður því aðeins hálfsetinn þótt allir þorpsbúar komi á leikinn.  MIKE Harris, framkvæmdastjóri TNS, var í skýjunum eftir að í ljós kom hverjir mótherjarnir yrðu. „Við létum okkur dreyma um Manchest- er City í gærkvöld og það er mikil upplyfting fyrir okkar lágt skrifuðu deildakeppni að fá svona mótherja hingað. Sama hver úrslitin verða, þetta verður stórkostlegt kvöld,“ sagði Harris í gær.  IVAN Stanojlovic, 29 ára gamall knattspyrnumaður frá Serbíu- Svartfjallalandi, er genginn til liðs við 2. deildarlið Tindastóls á Sauð- árkróki. KNATTSPYRNA Laugardagur: Efsta deild karla, Landsbankadeild: Grindavíkurv.: Grindavík – Þróttur R......14 2. deild karla: Siglufjarðarvöllur: KS – Sindri.................14 ÍR-völlur: ÍR – Völsungur .........................16 3. deild karla: Torfnesvöllur: BÍ – Deiglan ......................16 Selfossvöllur: Árborg – Afríka..................14 Grenivíkurvöllur: Magni – Snörtur ..........14 Djúpavogsvöllur: Neisti D – Huginn........14 1. deild kvenna: Vilhjálmsvöllur: Höttur – Leiftur/Dalvík 15 Sunnudagur: Efsta deild karla, Landsbankadeild: Hásteinsvöllur: ÍBV – FH.........................14 Hlíðarendi: Valur – ÍA ...............................17 Fylkisvöllur: Fylkir – KR.....................19.15  Forsala verður á leikinn í dag í Nóatúni, Rofabæ og Nóatúni, Hringbraut. Miðaverð í forsölu 995 kr. en verður 1.200 kr. á leik- dag. Efsta deild kvenna, Landsbankadeild: Siglufjarðarvöllur: Þór/KA/KS – Valur ...16 3. deild karla: Skeiðisvöllur: Bolungarvík – Deiglan.......14 1. deild kvenna: Eskifj.v.: Fjarðabyggð – Leiftur/Dalvík..14 GOLF Íslandsmótinu í holukeppni, sem er jafn- framt þriðja mótið í Toyota-mótaröðinni, verður framhaldið í dag á Hólmsvelli í Leiru en því lýkur síðdegis á morgun. UM HELGINA KNATTSPYRNA Efsta deild kvenna Landsbankadeild ÍBV - FH.................................................... 8:0 Margrét Lára Viðarsdóttir 9., 23., 62., 87., Íris Sæmundsdóttir 48., 50., Olga Færseth 12., Michelle Barr 82. Staðan: KR 6 5 1 0 29:3 16 ÍBV 6 5 0 1 31:7 15 Valur 6 4 1 1 17:8 13 Breiðablik 6 4 0 2 18:14 12 Stjarnan 6 2 0 4 9:13 6 Þór/KA/KS 6 1 0 5 4:19 3 FH 6 1 0 5 3:21 3 Þróttur / Haukar 6 1 0 5 6:32 3 1. deild karla Breiðablik - HK........................................ 2:1 Olgeir Sigurgeirsson 61., Kristófer Sigur- geirsson 68. - Reynir Bjarni Egilsson 84. Þór - Víkingur R. ..................................... 1:1 Jóhann Þórhallsson 70. (víti) - Stefán Örn Arnarson 17. Keflavík - Leiftur/Dalvík ....................... 1:0 Hólmar Örn Rúnarsson 57. Stjarnan - Njarðvík ................................. 1:1 Brynjar Sverrisson 4. - Snorri Már Jónsson 16. Staðan: Keflavík 5 4 0 1 12:6 12 Víkingur R. 6 3 3 0 8:3 12 Þór 6 3 2 1 13:10 11 HK 6 2 2 2 7:5 8 Njarðvík 6 2 2 2 10:9 8 Afturelding 6 2 2 2 6:9 8 Breiðablik 6 2 1 3 6:8 7 Haukar 5 1 2 2 5:8 5 Leiftur/Dalvík 6 1 1 4 5:9 4 Stjarnan 6 0 3 3 6:11 3 2. deild karla KFS - Fjölnir ............................................ 1:5 Sigurður Ingi Vilhjálmsson - Ívar Björns- son 3, Pétur Björn Jónsson, Ragnar Sverr- isson. Léttir - Tindastóll .................................... 1:1 Óskar Þór Ingólfsson - Elías Árnason. Staðan: Völsungur 5 5 0 0 23:6 15 Selfoss 6 4 1 1 15:6 13 Fjölnir 6 4 0 2 17:12 12 ÍR 5 3 0 2 11:7 9 KS 5 3 0 2 11:10 9 Víðir 6 3 0 3 8:9 9 KFS 6 2 0 4 12:22 6 Tindastóll 6 1 1 4 11:17 4 Léttir 6 1 1 4 6:18 4 Sindri 5 0 1 4 3:10 1 3. deild karla A-RIÐILL: Skallagrímur - Númi................................ 5:1 Staðan: Víkingur Ó 4 4 0 0 15:1 12 Skallagr. 5 4 0 1 16:7 12 Númi 4 2 1 1 10:10 7 Bolungarvík 4 2 0 2 4:8 6 Grótta 5 1 1 3 8:9 4 Deiglan 4 1 0 3 5:8 3 BÍ 3 1 0 2 4:9 3 Drangur 5 1 0 4 4:14 3 B-RIÐILL: Reynir S. - Leiknir R. .............................. 1:1 Hamar - Ægir ........................................... 1:1 ÍH - Freyr ................................................. 4:1 Staðan: Leiknir R. 5 4 1 0 26:4 13 Reynir S. 5 3 2 0 19:2 11 ÍH 5 3 1 1 12:9 10 Freyr 5 2 0 3 9:12 6 Árborg 4 1 2 1 8:7 5 Hamar 5 1 1 3 5:15 4 Afríka 4 1 0 3 3:11 3 Ægir 5 0 1 4 4:26 1 C-RIÐILL: Reynir Á. - Neisti H. ................................ 1:1 Hvöt - Vaskur ........................................... 1:2 Staðan: Vaskur 5 4 0 1 14:5 12 Reynir Á 5 3 2 0 8:4 11 Magni 4 1 2 1 8:6 5 Hvöt 5 1 2 2 6:7 5 Neisti H. 5 1 1 3 7:11 4 Snörtur 4 0 1 3 5:15 1 D-RIÐILL: Einherji - Höttur ...................................... 1:0 Fjarðabyggð - Leiknir F. ........................ 2:3 Staðan: Huginn 4 3 0 1 12:7 9 Höttur 4 2 1 1 6:4 7 Neisti D. 4 2 1 1 6:5 7 Fjarðabyggð 4 2 0 2 11:8 6 Einherji 5 2 0 3 7:10 6 Leiknir F. 5 1 0 4 5:13 3 Álfukeppnin A-RIÐILL: Kólumbía - Nýja-Sjáland ........................ 3:1 Jorge Lopez 59., Mario Yepes 75., Giovanni Hernandez 85. - Raf de Gregorio 27. Rautt spjald: Chris Killen (N.Sjáland) 69. Frakkland - Japan ................................... 2:1 Robert Pires 43. (víti), Sidney Govou 66. - Nakamura 60. Rautt spjald: Willy Sagnol (Frakklandi) 90. Staðan: Frakkland 2 2 0 0 3:1 6 Japan 2 1 0 1 4:2 3 Kólumbía 2 1 0 1 3:2 3 Nýja-Sjáland 2 0 0 2 1:6 0 Keflavík á toppinn Atli Þorsteinsson skrifar KEFLVÍKINGAR eru komnir í toppsæti 1. deildar karla í knattspyrnu eftir nauman sigur á Leiftri/Dalvík, 1:0, á heimavelli sínum í gær- kvöld. Þeir náðu Víkingi að stigum og eru með betri markatölu, og eiga auk þess leik til góða. Aðalfundur Fram Aðalfundur Knattspyrnufélagsins Fram verður haldinn í íþróttahúsi félagsins mið- vikudaginn 2. júlí kl. 17. Venjuleg aðalfund- arstörf og önnur mál verða á dagskrá. FÉLAGSLÍF Eyjastúlkur voru ekki í vandræð-um með slakar FH-stúlkur í Vestmannaeyjum í gærkvöldi og unnu yfirburðasigur, 8:0. Alveg frá fyrstu mín- útu var ljóst í hvað stefndi og þrátt fyrir að spila á móti strekkingsvindi í fyrri hálfleik hafði það lítil áhrif á yfirburði ÍBV stúlkna. Þær komust yfir á níundu mínútu þegar Margrét Lára Viðarsdóttir af- greiddi knöttinn snyrtilega í netið eft- ir glæsilega sendingu frá Karen Burke. Aðeins þremur mínútum síðar var Karen aftur á ferðinni með góða sendingu, nú á Olgu Færseth sem skoraði í autt markið eftir að hafa leikið varnarmenn FH og Sigrúnu Ingólfsdóttur markvörð sundur og saman. Margrét Lára bætti svo við öðru marki sínu þegar hún lék með- fram endalínunni inn í vítateig FH, út í teig og skoraði í nærhornið, varn- armenn FH voru algjörlega sofandi á verðinum. Eftir þetta datt leikurinn niður og fátt markvert gerðist fram að hálfleik. Eyjastúlkur mættu ákveðnar til leiks í síðari hálfleik og nú var komið að Írisi Sæmundsdótt- ur, fyrst skoraði hún þegar hún fylgdi eftir góðu skoti Karenar sem small í stöng FH á 48. mínútu og aðeins tveimur mínútum síðar skaut hún langt utan af velli, bogabolta sem fór yfir Sigrúnu í marki FH. Á 62. mínútu átti Elena Einisdóttir, sem hafði kom- ið inn á sem varamaður aðeins mínútu áður, glæsilega sendingu inn fyrir vörn FH, beint á Margréti Láru sem átti ekki í vandræðum með að skora sitt þriðja mark. Á síðustu mínútun- um bættu svo Eyjastúlkur tveimur mörkum við, fyrst Michelle Barr með glæsilegum skalla eftir góða sendingu Karenar og loks Margrét Lára aftur. Eyjastúlkur náðu öðru sætinu í deild- inni og verður sannkallaður toppslag- ur á mánudag í vesturbænum þegar efsta liðið, KR, fær ÍBV í heimsókn. Ferna Margrétar og stórsigur ÍBV Sigursveinn Þórðarson skrifar ÍSLENSKA kvennalandsliðið í handknattleik verður í riðli 2 í und- ankeppninni fyrir EM kvenna sem fram fer í Ungverjalandi í lok næsta árs. Dregið var í riðla í gær og með Íslandi í riðli eru Maked- ónía, Portúgal og Ítalía. Í lokakeppninni verða 16 lið en 29 lið hefja keppnina. Fimm hafa þegar tryggt sér rétt til keppni í Ungverjalandi; Gestgjafarnir, Dan- ir sem meistarar, Noregur, Frakk- land og Rússland. Í hinum undan- riðlinum eru Sviss, Búlgaría, Aserbaídsjan og Grikkland. Þrjú efstu lið í hvorum riðli kom- ast í forkeppnina þar sem 16 þjóðir eru þegar tilbúnar til leiks. Úr þeirri keppni koma 11 þjóðir sem fara á EM í Ungverjalandi. Dregið í riðla á EM kvenna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.