Morgunblaðið - 21.06.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 21.06.2003, Blaðsíða 42
DAGBÓK 42 LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Í dag eru væntanleg Richmond Park og Snorri Sturluson sem fer út aftur samdægurs ásamt Venusi HF. Hafnarfjarðarhöfn: Í gær komu Ludvig Andersen og S. Lapsh- enkov. Mannamót Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli Flatahrauni 3. Morg- unganga er frá Hraun- seli kl. 10:00. Rúta frá Firðinum kl. 9:50. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Skrifstofa fé- lagsins er í Faxafeni 12, sími. 588 2111. Dagsferð 1. júlí í Veiðivötn. Hringferð um vatnasvæðið. Kaffi og meðlæti í Hraun- eyjum. Leiðsögn Tómas Einarsson. Minnum á fleiri ferðir. Nánari uppl. á skrif- stofu FEB. Félag aldraðra í Mos- fellsbæ minnir á göng- una í dag kl. 11 frá Hlé- garði. Gengið verður með Leiruvogi að Úlf- arsá. Göngustjóri er Hulda. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Á mánudög- um, miðvikudögum og föstudögum kl. 9.30 sund og leikfimiæf- ingar í Breiðholtslaug. Allar upplýsingar um starfsemina á staðnum og í síma 575 7720. FEBK. Púttað á Lista- túni kl. 10.30 á laug- ardögum. Mætum öll og reynum með okkur. Gönguklúbbur Hana- nú. Morgunganga kl. 10 laugardagsmorgna frá Gjábakka. Krummakaffi kl. 9. SÍBS-félagar í Reykja- vík og nágrenni. Árleg Jónsmessuferð okkar verður farin um Reykjanes á morgun, sunnudaginn 22. júní. Lagt verður af stað stundvíslega kl. 9 frá Síðumúla 6. Komið verður við t.d. í Njarðvíkurkirkju og stekkjarkoti, kirkju Hallgríms Péturssonar á Hvalsnesi, á Reykja- nestá og farið í Gjána hjá Hitaveitu Suð- urnesja, þar sem jarð- saga Íslands er sýnd í máli og myndum. Verð kr. 2.000. Innifal- ið: Akstur, súpa í há- deginu, aðgangseyrir og leiðsögn. Nánari upplýsingar og skrán- ing í síma SÍBS, 552 2150. Stjórnin. Gigtarfélagið. Leik- fimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleik- fimi karla, vefjagigt- arhópar, jóga, vatns- þjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Stuðningsfundir fyrr- verandi reykingafólks. Fólk sem sótt hefur námskeið gegn reyk- ingum í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, fundur í Gerðubergi á þriðjud. kl. 17.30. GA-fundir spilafíkla, kl. 18.15 á mánudögum í Seltjarnarneskirkju (kjallara), kl. 20.30 á fimmtudögum í fræðsludeild SÁA, Síðumúla 3–5, og í Kirkju Óháða safn- aðarins við Háteigsveg á laugardögum kl. 10.30. Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis, fundir mánudaga kl. 20 að Sólvallagötu 12. Stuðst er við 12 spora kerfi AA-samtakanna. OA-samtökin. Átrösk- un / Matarfíkn / Ofát. Fundir alla daga. Upp- lýsingar á www.oa.is og í síma 878 1178. Ásatrúarfélagið, Grandagarði 8. Opið hús alla laugardaga frá kl. 14. Kattholt. Flóamark- aður í Kattholti, Stang- arhyl 2, er opinn þriðjud. og fimmtud. frá kl. 14–17. Leið 10 og 110 genga að Kattholti. Minningarkort KFUM og KFUK og Samband íslenskra kristniboða. Minning- arkort félaganna eru afgreidd á skrifstof- unni, Holtavegi 28, í s. 588 8899 milli kl. 10 og 17 alla virka daga. Gíró- og kred- itkortaþjónusta. Minningarkort Hjarta- verndar fást á eft- irtöldum stöðum í Reykjavík: Skrifstofu Hjartaverndar, Holta- smára 1, 201 Kópavogi, s. 535 1825. Gíró og greiðslukort. Dval- arheimili aldraðra Lönguhlíð, Garðs Apó- teki, Sogavegi 108, Ár- bæjar Apóteki, Hraunbæ 102a, Bókbæ í Glæsibæ, Álfheimum 74, Kirkjuhúsinu, Laugavegi 31, Bóka- búðinni Grímsbæ v/ Bústaðaveg, Bókabúð- inni Emblu, Völvufelli 21, Bókabúð Graf- arvogs, Hverafold 1–3. Minningarkort Stóra- Laugardalssóknar, Tálknafirði til styrktar kirkjubyggingarsjóði nýrrar kirkju í Tálkna- firði eru afgreidd í síma 456 2700. Minningarspjöld Frí- kirkjunnar í Hafn- arfirði fást í Bókabúð Böðvars, Pennanum í Hafnarfirði og Blóma- búðinni Burkna. Í dag er laugardagur 21. júní, 172. dagur ársins 2003. Orð dags- ins: Nemið líkingu af fíkjutrénu. Þegar greinar þess fara að mýkj- ast og laufið að springa út, þá vit- ið þér, að sumar er í nánd. (Mark. 13, 28.) Vefritið Tíkin fagnareins árs afmæli um þessar mundir. Þar má nú meðal annars finna grein eftir Guðrúnu Ingu Ing- ólfsdóttur um jafnrétt- ismál.     Guðrún Inga segir þarm.a.: „Í Bandaríkj- unum eru kynjahlutverkin enn að mörgu leyti með hefðbundnum hætti, karl- inn er fyrirvinnan og kon- an ber að mestu leyti ábyrgð á búi og börnum jafnvel þótt hún vinni úti. Dagvistun er mjög dýr og er jafnvel erfitt að fá góða og trausta dagvistun, sem leiðir til þess að konur fara út af vinnumark- aðinum og inn á heimilin þegar börn bætast í fjöl- skylduna. Undanfarin ár hefur þessi hefðubundna hlutverkaskipan verið að snúast við í mörgum til- fellum en það er ekki bara komið til af góðu.     Eins og flestir vita þávar mikið uppgangs- tímabil hjá hátækni- og tölvufyrirtækjum fyrir nokkrum árum. Eft- irspurn eftir vinnuafli í þessum atvinnugeira rauk upp úr öllu valdi og launin sömuleiðis. Karlmenn voru í miklum meirihluta í þessum störfum og nutu góðs af. Nú er öldin hins vegar önnur, uppsagnir í tæknigeiranum hafa verið miklar frá árinu 2000 og erfitt að fá aðra vinnu. Það hefur vakið athygli í Bandaríkjunum að þetta ástand hefur leitt til þess að á fleiri bandarískum heimilum en nokkru sinni fyrr er konan eina fyrir- vinnan eða sú sem aflar meirihluta heimilistekna.     Áætlað er að á um 24%heimila hafi konan hærri tekjur en karlinn og að á um 6% heimila sé karlinn atvinnulaus á meðan konan vinnur. Samtals er því konan aðal- fyrirvinnan á um 30% bandarískra heimila. Bandarískir eiginmenn (hátæknimenntaðir í mörgum tilfellum) þurfa því að finna sig í nýjum hlutverkum þar sem hefð- bundin karlmennskutákn um fyrirvinnuhlutverkið eru ekki lengur til stað- ar.“     Síðar segir: „Það ervissulega ánægulegt að fleiri konur í Banda- ríkjunum njóti fjárhags- legs sjálfstæðis og að sam- dráttur í efnahagslífi hafi ekki eingöngu leitt til þess að konur snúi inn á heim- ilin svo karlarnir hafi vinnu eins og oft hefur gerst áður í sögunni. Hins vegar varpar það vissu- lega skugga á að staða kynjanna í Bandaríkj- unum verði ekki jafnari vegna þess að tekjur kvenna aukist eða staða þeirra styrkist heldur vegna þess að karlar missa vinnu, verða fyrir tekjumissi og neyðast af þeim sökum til þess að taka ábyrgð á búi og börn- um. Þá knýs ég nú frekar að staða kynjanna jafnist sem afleiðing laga um fæðinga- og foreldra- orlof.“ STAKSTEINAR Tekjur, orlof, jafnrétti Víkverji skrifar... VÍKVERJA þykir ákaflega gamanað sitja á kaffihúsi. Margir skilja ekki hvað það er sem dregur Vík- verja á kaffihús, segja hann allt eins geta lagað kaffi heima hjá sér. Þetta þykir Víkverja undarlegt því eins og flestir vita er einstaklega leiðinlegt að hella upp á kaffi. Víkverji reynir í lengstu lög að komast hjá þeirri óþarfa fyrirhöfn, drekkur þá bara minna kaffi í staðinn til að halda kostnaði í hófi. x x x ÞJÓNUSTAN á kaffihúsinu er lyk-ilatriði í huga Víkverja. Að geta sest niður í rólegheitum yfir léttu spjalli og láta færa sér gott kaffi á vinalegu kaffihúsi er æðislegt. Þetta er lífið, hugsar Víkverji með sér þeg- ar hann kemst í slíkar aðstæður. Oft- ar og oftar rekur Víkverji sig á það að málið er ekki svona einfalt. Einu sinni sem oftar situr Víkverji á kaffi- húsi og bíður eftir þjónustu. En hvað gerist þá? … Þjóninn gengur framhjá án þess að líta til hliðar. Næst þegar sami þjónn gengur hjá brosir Víkverji sætt til hans í þeirri von að brosið lokki hann að borðinu til að taka niður pöntunina. NEI, eitthvað tekst þjóninum aðmisskilja brosið. Í stað þess að halda rakleiðis í átt að borðinu geng- ur þjónninn hjá og brosir blíðlega á móti, augljóslega upp með sér af þessari athygli sem Víkverji sýnir honum. „Ég var ekki að reyna við þig … heldur að reyna að fá kaffibolla á borðið,“ segir Víkverji innra með sér, en heldur ró sinni. Eftir langa bið virðist þjónninn loks átta sig á algeru kaffileysi Vík- verja og stefnir í átt að borðinu. Það angrar Víkverja hversu öruggur þjónninn er með sig. Raunar ber fas þjónsins þess merki að hann sé sann- færður um að Víkverji hafi verið að gefa sér auga og vilji eitthvað allt annað og mikið meira en kaffi í sínar hendur. x x x VÍKVERJA er ekki vel við sjálf-umglaðan þjóninn. Ákveður að vera kurteis engu að síður og benda þjóninum bara stuttlega á að hann hafi beðið í heilar tuttugu mínútur og sé orðinn nokkuð óþreyjufullur eftir kaffisopa. Allt á rólegum og kurt- eisum nótum. Þá kemur bomban. Til að ergja Víkverja enn frekar virðist þjónninn engan veginn skilja alvar- leika málsins. „Hei kommon, það er mikið að gera,“ lætur hann út úr sér og glottir í ofanálag. „Hvað má bjóða þér annars?“ Í aumingjaskap sínum pantar Vík- verji kaffibolla. Hefði vitanlega átt að ganga á dyr. Það versta er að þjón- inum hefði eflaust verið alveg ná- kvæmlega sama. Ofuröryggi þjónsins með sjálfan sig dró svo úr öryggi Vík- verja að hann sat bara kyrr, sötraði kaffið og naut sín alls ekki neitt á þessu kaffihúsi. Stundum er bara betra að hella upp á kaffi. Kaffihús á að vera griðastaður. ÉG BÝ í Garðabæ, þó ekki í Silfurtúninu. Mér hrýs hugur við að sjá þetta moldarfjall, sem sett hefur verið upp milli Hafnarfjarðarvegarins og neðri hluta Silfurtúns. Ég ek oft um þessar götur og útsýnið þaðan var ein- staklega fallegt út á Arn- arnesvoginn. Nú er búið að byrgja gjörsamlega fyrir útsýnið og kominn þarna hár moldarveggur. Ég trúi því ekki að það finnist ekki betri lausn til þess að verjast hávaða frá umferðinni og ég vil held- ur ekki trúa því að þarna birtist smekkur bæjar- stjórnar Garðabæjar. Vonandi sjá þeir sig um hönd og fjarlægja þessi ósköp. Er ekki líka eitthvað sem nefnist sjónmengun, og hvar er nú „bær í blóma“? Garðbæingur. Fossvogs- kirkjugarður UNDANFARNA daga hefur farið fram umræða um Fossvogskirkjugarð- inn í dálkum Velvakanda. Mig langar að taka þátt í þeirri umræðu. Undanfar- in fimm ár höfum við reynt að halda einu leiði í þokkalegu ástandi og það hefur ekki verið auðvelt. Þá blöskraði okkur ástandið og tókum málið í okkar hendur. Við byrj- uðum á því að ráðast á fíflana sem voru búnir að leggja undir sig allt gras í kringum leiðið. Það dugðu engar litlar garðskóflur því rótarknippin voru 10– 15 sentímetrar í þvermál. Þar næst hófst markviss eyðing með fíflaeitri og loks keyptum við nýjar þökur og settum í kring- um leiðið. Á síðasta ári vorum við loks orðin sátt við árangurinn. Við skoð- un í vor lofaði árangurinn góðu. Það urðu því mikil von- brigði þegar við lögðum leið okkar í kirkjugarðinn á laugardaginn var. Veðr- ið var gott og margir að huga að leiðum. Það hafði verið farið yfir svæðið með sláttuorfi, sennilega í vætu því grasið lá úti um allt og upp á legsteina. Ekki virtist vera búið að slá reitinn sem við kom- um á því enn voru óslegin svæði þar og ekki hafði verið gerð tilraun til að hirða slægjuna. Það er ekki hægt að skella skuldinni á unga fólkið sem ráðið hefur verið í sumarvinnu í garð- inum. Það er mikil ábyrgð að ráða ungt fólk í vinnu og vinnuveitendur og verkstjórar eiga að hafa yfirumsjón með því hvernig starfið er unnið og það má skipuleggja það þannig að garðurinn sé snyrtilegur um helgar þegar flestir leggja leið sína þangað. Það er heldur ekki hægt að kenna hlýju vori um þetta því þetta hefur verið svona í mörg ár. Ef ekki er vilji til að halda grasinu sæmilega vel hirtu þá verður að finna aðra lausn. Það er ekki sjálfgefið að kirkjugarðar séu grasi vaxnir en ef sú leið er valin þá þarf að tryggja að það fari ekki í órækt. Vonsvikinn aðstandandi. Tapað/fundið Lyklakippa tapaðist UM ÞAÐ leyti sem aus- andi rigning skall á þann 18. júní sl. týndi ég lykla- kippu, með u.þ.b. 10–15 lyklum, úr vasa mínum. Lyklakippan, sem er mjög gömul og snjáð, er í brúnu smelltu hylki með 2 smellum. Hugsanlegir fundarstaðir eru Kringl- an, Domus Medica og Skólavörðustígur ofan- verður. Þeir sem kunna að hafa fundið lyklakipp- una eru vinsamlegast beðnir að hafa samband í síma 848 4662. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Moldarfjall byrgir sýn HVAÐA ferðakona er það, sem er með Jakobi Guð- laugssyni (f. 1917, d. 1992) í Bölta á leið um Bæjar- staðaskóg í Öræfum? Myndin er líklegast tekin fyrir seinna stríð. Vinsamlega komið upp- lýsingum til: Leifs Sveinssonar, sími 551-3224, fax: 551-3227, Tjarnargötu 36, 101 R. Hver er konan? LÁRÉTT 1 geðríka, 8 nálægt, 9 seint, 10 bekkur, 11 búa til, 13 sár, 15 karldýr, 18 elskan, 21 plöntufóst- ur, 22 bölva, 23 sund- urþykk, 24 drápsmaður. LÓÐRÉTT 2 ögn, 3 bolflík, 4 hæsta, 5 oft, 6 klettanef, 7 óþokki, 12 ágjöf, 14 þar til, 15 pestar, 16 ráfa, 17 fiskur, 18 svipað, 19 skýrðu frá, 20 brúka. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 búkur, 4 höfug, 7 tímum, 8 andar, 9 tík, 11 renn, 13 hirð, 14 Árbær, 15 svar, 17 óræk, 20 bút, 22 jeppi, 23 regns, 24 terta, 25 sunna. Lóðrétt: 1 bætir, 2 kímin, 3 rúmt, 4 hrak, 5 fæddi, 6 ger- ið, 10 ísbrú, 12 nár, 13 hró, 15 skjót, 16 aspir, 18 regin, 19 kista, 20 bifa, 21 tros. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.