Morgunblaðið - 21.06.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.06.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ „ÞAÐ sem skiptir langmestu máli í samstarfi er traust og trún- aður,“ segir Al- freð Þorsteinsson, oddviti Fram- sóknarflokksins innan Reykjavík- urlistans og for- maður borgarráðs. Hann segir að á þeim níu árum sem Reykjavíkurlist- inn hafi starfað hafi verið mikil heil- indi á milli flokkanna er mynda listann og ágreiningsmál sem upp hafi komið ávallt verið leyst innan- búðar. „Þess vegna eru svona skeyta- sendingar eins og komu frá Samfylk- ingunni á fimmtudag, annars vegar frá Guðmundi Árna Stefánssyni um hvernig framboðsmál Samfylkingar yrðu í sveitarstjórnarkosningum eft- ir þrjú ár, þess efnis að Samfylkingin ætti eindregið bjóða fram sér og hins vegar yfirlýsing Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttur um þá atburði sem áttu sér stað í Ráðhúsinu í kringum jól og áramót, þar sem hún er að vega að samstarfsflokkum Samfylk- ingarinnar, Framsóknarflokki og Vinstri grænum, afar óheppilegar að mínu mati. Þetta er stílbrot á þeim samskiptavenjum sem ríkt hafa milli þessara samstarfsaðila.“ Samstarf æskilegast Alfreð sagði að hvað Framsókn- arflokkinn varðaði hefðu verið skipt- ar skoðanir frá fyrstu tíð um hvort hann ætti að vera í Reykjavíkurlista- samstarfinu eða bjóða fram sér. „Ég hef alla tíð verið talsmaður þess að við ættum að vera í þessu samstarfi og talið það vera eina ráðið til að nýta atkvæði andstæðinga Sjálfstæð- isflokksins í borginni sameiginlega til að hafa hér meirihluta. Ég hef talið það mikilvægara en að flokkur eins og Framsóknarflokkurinn væri að bjóða fram einn og sér sem skilaði ekki öðru en því að flokkurinn hefði einn eða tvo borgarfulltrúa í minni- hluta. Við erum í stjórnmálum til að hafa áhrif. Áhrifin eru mest þegar menn eru í meirihluta. Í sjálfu sér hef ég ekki breytt um skoðun á þessu og tel að þetta sam- starf hingað til hafi gengið nokkuð vel og Reykjavíkurlistinn náð árangri á mörgum sviðum. En það blasir hins vegar við að ef Samfylk- ingin ætlar í krafti stærðar sinnar nú að bjóða fram ein og sér í næstu kosningum hlýtur að vera íhugunar- efni fyrir Framsóknarflokkinn hvort hann eigi yfirhöfuð að vera í þessu samstarfi við Samfylkinguna og vinstri græna eða búa sig undir næstu borgarstjórnarkosningar með öðrum hætti. Þetta er íhugunarefni og eftir þessar yfirlýsingar hljóta menn að skoða sín mál og átta sig á því hvort menn telji með tilliti til framtíðarinnar æskilegt að vera í samstarfinu áfram eða huga að öðr- um kostum.“ „REYKJAVÍKURLISTINN er skuldbundinn til að stjórna borginni eins og hann var kosinn til og ég hef ekki neinar hugmyndir um annað,“ sagði Stefán Jón Hafstein, borg- arfulltrúi og odd- viti Samfylking- arinnar í borgarstjórn, þegar Morg- unblaðið leitaði eftir viðbrögðum hans við yfirlýs- ingu Guðmundar Árna Stef- ánssonar á flokks- stjórnarfundi Samfylkingarinnar á fimmtudag um að flokkurinn ætti að bjóða sér fram í öllum kjördæmum í næstu sveitarstjórnarkosningum. „Guðmundur hefur sína skoðun fyrir sig og hann getur ekki talað fyr- ir sveitastjórnarmenn á hverjum stað. Þetta er ákvörðun flokksins á hverjum stað hvernig hann býður fram. Allt frá því að Reykjavíkurlist- inn var stofnaður hafa alltaf verið ein- hverjir innan allra þessara flokka sem hafa ekki talið það rétt að vera í bandalagi. Hins vegar er yfirgnæf- andi meirihluti fyrir samstarfi bæði meðal flokkanna og eins meðal stuðn- ingsmanna okkar þannig að hug- myndin á mjög miklu meirihlutafylgi að fagna bæði inni í flokkunum og eins meðal kjósenda okkar og það eru auðvitað fyrst og fremst gagnvart þeim sem að við eigum að standa skil á okkar gjörðum,“ sagði Stefán. Viljum vinnufrið fyrir landsmálaspekúlöntum Stefán ræddi við flesta borgarfull- trúa Reykavíkurlistans í gær og sagði engan bilbug á þeim að finna. „Okkar samstarfsmenn í Reykjavík vita full- vel að við erum 100% heil í starfi.“ Aðspurður um hvort að honum fynd- ist að óánægju gætti meðal borg- arfulltrúa listans með yfirlýsingu Guðmundar sagði Stefán: „Ég get tekið undir það að við viljum fá vinnu- frið fyrir ýmsum svona lands- málaspekúlöntum og haukum sem að alltaf eru að gera því skóna að við séum að gera eitthvað annað en við erum að gera. Við erum að vinna fyrir borgarbúa og við erum ekki að hugsa um neina aðra. Þetta truflar auðvitað vinnufriðinn,“ sagði Stefán og bætti svo við: „Þetta er kannski meira í fjöl- miðlum heldur en inni í flokkunum, að það er verið að gera því skóna að eitt og annað sé að gerast.“ Mál sem á að ræða allt öðruvísi Stefán taldi að mál sem þessi ætti að ræða á annan hátt en Guðmundur gerði. „Guðmundur Árni flutti prýði- lega ræðu á fundinum um ýmis mál sem varða flokkinn og það var allt gott í þeirri ræðu nema þetta eina. Ég sagði honum það strax að ég hefði talið að þetta væri mál sem mætti ræða allt öðruvísi. Það var enginn sem ræddi þetta á þessum fundi hvorki með né á móti, menn glottu bara út í annað. Þegar Guðmundur var sveitastjórnarmaður í Hafnarfirði hefði hann ekki tekið við neinum mið- stýrðum ákvörðunum að ofan um þau mál,“ sagði Stefán. ÁRNI Þór Sig- urðsson, forseti borgarstjórnar, sagði í samtali við blaðið ekki vita hve alvarlega hann ætti að taka ummæli Guð- mundar Árna Stefánssonar á flokksstjórnarfundi Samfylking- arinnar í fyrradag þess efnis að flokkurinn ætti að bjóða fram sér í öllum sveitarfélögum. „Þau endurspegla hans sjónarmið en væntanlega er það í Samfylking- unni eins og í öðrum flokkum að það er ákveðið í hverju sveitarfélagi fyrir sig hvernig staðið er að framboðs- málum. Hitt er svo annað mál að þessar yfirlýsingar hans og Ingi- bjargar Sólrúnar eru ekki til þess fallnar að efla liðsheildina innan Reykjavíkurlistans,“ sagði Árni og vísaði þar til ræðu Ingibjargar Sól- rúnar á fundinum þar sem m.a kom fram að það hafi verið framsókn- armenn og vinstri grænir sem hafa tekið þá ákvörðun að hún yrði að standa upp úr stóli borgarstjóra og að viðbrögð flokkanna hafi verið ein- kennileg og ósanngjörn. Borgarfulltrúar Reykjavíkurlist- ans töluðu flestir saman í gær. Árni Þór sagði að þeim fyndist sem þetta væru heldur hvimleiðar sendingar sem þau væru að fá. „Menn eru ekki sáttir við að það sé verið að gefa svona yfirlýsingar,“ sagði hann. Vinstri grænir hugsa sér ekki til hreyfings Aðspurður um hvaða áhrif hug- myndir Guðmundar Árna hefðu á samstarf flokkanna sagði Árni Þór: „Ég veit ekki hvað maður á að segja um það. Það hefur verið ágætis sam- starf og samstaða innan listans og eftir að það náðist niðurstaða um áramótin að halda samstarfinu áfram og ráða nýjan borgarstjóra hefur samstarfið satt að segja geng- ið mjög vel og sjaldan betur. Ég von- ast auðvitað til þess að menn séu til- búnir að halda því samstarfi áfram á þeim grunni og séu ekki að hugsa sér til hreyfings. Við erum að minnsta kosti ekki að því í vinstri grænum.“ Alltaf einhverjar óánægjuraddir Í samtali Guðmundar Árna við blaðið kom m.a fram að í aðdraganda kosninganna hefði hann orðið var við óánægju með samstarfið meðal sam- starfsflokka Samfylkingarinnar. Árni Þór tók undir að slík óánægja fyrirfyndist: „Auðvitað hef ég orðið var við óánægju með þetta form á samstarfi bæði hjá okkur og öðrum. Þær raddir eru til og hafa verið að koma fram og það er ekkert við því að segja. En það hefur ekki verið neinn bilbugur á okkur sem starfað hafa innan Reykjavíkurlistans og heldur ekki innan þeirra stofanana sem taka ákvarðanir um svona sam- starf sem eru auðvitað félögin í Reykjavík. Þar hefur ekki verið neinn bilbugur á mönnum að halda þessu áfram. Ég hef fullan hug á að vinna að þessu með heilindum eins og við höfum gert til þessa.“ Árni Þór Sigurðsson „Heldur hvimleiðar sendingar“ Alfreð Þorsteinsson Skoðum okkar mál Stefán Jón Hafstein „Truflar auðvitað vinnu- friðinn“ BYGGÐ og mannlíf í Ögurhreppi hinum forna er yfirskrift ljós- myndasýningar sem verður opn- uð í samkomuhúsinu Ögri við Ísa- fjarðardjúp á morgun, sunnudag. Á sýningunni verða gamlar ljósmyndir af bæjum og ábúend- um í hreppnum frá seinni hluta 19. aldar og fram á miðja 20. öld. Samkomuhúsið í Ögri var reist árið 1926 og hefur þjónað ýmsum ólíkum hlutverkum í gegnum tíð- ina en Ögurhreppur var samein- aður Súðavíkurhreppi árið 1955. Að sögn Guðfinnu M. Hreið- arsdóttur, sem stendur að sýning- unni, fór söfnun ljósmynda hægt af stað en þegar nær dró sýning- unni sýndu fleiri áhuga. „Ég hef fengið í hendurnar um 5–600 ljós- myndir en við munum velja úr 90–100 myndir til þess að hafa á sýningunni. Þetta eru aðallega mannlífsmyndir og myndir af gömlum bæjum. Sumir þessara bæja standa enn en margir þeirra eru horfnir,“ segir Guðfinna. Sýningin verður opin daglega frá kl. 13–18 í allt sumar eða eft- ir nánara samkomulagi. Samkomuhúsið í Ögri á fjórða áratug síðustu aldar. Ljósmyndir af mannlífi í hinni fornu Ögursveit „ÞAÐ er út í hött að vera að bera saman tveggja kílóa línuýsu og smáýsu. Það er ekki sama varan. Fólk vill fá stóra úrvals línuýsu og hana er ekki hægt að selja á lægra verði en 995 krónur kílóið af roð- og beinlausum flökum. Vilji fólk hins vegar smáýsuna getur það fengið hana á 490 krónur kílóið með roði og beinum,“ segir Eirík- ur Auðunn Auðunsson í fiskbúð- inni Vör. Þetta segir Eiríkur í kjölfar fréttar um verð á ýsu í verzlunum Svalbarða í Morgunblaðinu í gær. Hann ítrekar að ekki hafi verið um raunhæfan samanburð að ræða. „Við skulum taka dæmi,“ segir hann. „Við kaupum tveggja kílóa línuýsu á 200 krónur á Drangsnesi, óslægða. Við það verð bætast 18% vegna slægingar og þá er verðið komið upp í 236 krónur. Ofan á það koma 15 krónur á kíló í flutn- ingskostnað. Þegar búið er að flaka ýsuna, roðfletta og bein- hreinsa er kílóverðið komið upp í 753 krónur. Þá kemur 14% virð- isaukaskattur ofan á það og þá er verðið orðið 859. Við seljum þessa ýsu á 995 krónur og lægra er ekki hægt að fara. Við fáum þá í skila- verð fyrir ýsuna 136 krónur. Sé um smáýsu að ræða, 1 til 1,4 kíló, er algengt verð á henni 80 til 110 krónur óslægðri. Þegar innvolsið er farið er hún komin í 95 krónur, miðað við 80 króna markaðsverð, 15 krónur í flutningskostnað og roð- og beinlaus er verðið orðið 330 krónur. Með virðisaukanum er hún komin í 380 krónur. Þessa ýsu seljum við á 490, reyndar með roði og beini.“ Eiríkur segir að verð á tveggja kílóa línuýsu rokki alltaf svolítið, það geti farið niður í 170 og yfir 200 krónur og þegar það hafi verið hæst hafi þeir verið að kaupa hana á 300 krónur.„Við neyddumst til að hækka verðið um tíma, því við vor- um ekkert að fá út úr þessu, en höfum lækkað það síðan og nú höldum við okkur við 995 kr. fyrir stóru línuýsuna og erum með skilaverð frá 130 til 200 krónur eða álagningu upp á 20 til 30%. Við höfum metnað til þess að bjóða góðan fisk. Þann fisk sem fólk vill helzt. Það kostar þetta í dag og séu menn að selja stóra og góða ýsu á lægra verði, fara þeir einfaldlega á hausinn,“ segir Ei- ríkur Auðunn Auðunsson. Morgunblaðið/Arnaldur Það er mikill munur á tveggja kílóa línuýsu og smáýsu, segir Eiríkur Auð- unn Auðunsson í fiskbúðinni Vör, og sýnir ljósmyndara muninn. Segir ekki hægt að bera saman línuýsu og smáýsu ÁRNI M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra og starfsbræður hans frá Kanada, Noregi, Færeyjum, Græn- landi og Rússlandi lýstu sameiginleg- um áhyggjum af óheftum veiðum úr sumum fiskistofnun í Norður-Atl- antshafi, sem stjórnun fiskveiða nær ekki til, á áttundu ráðstefnu sjávarút- vegsráðherra ríkja við Norður-Atl- antshaf (NAFMC) í Halifax 16. til 18. júní, samkvæmt fréttatilkynningu sjávarútvegsráðuneytisins. Þema ráðstefnunnar var: Framkvæmd á samkomulagi Sameinuðu þjóðanna um úthafsveiðar (UNFA) – Ramma- viðmið fyrir Norður-Atlantshaf. Ráð- herrarnir veltu fyrir sér ýmsum leið- um til að takast á við vandann, t.d. auknu eftirliti, skráningu veiðiskipa og kvóta. Fullyrtu þeir að mikilvægi vísindalegrar ráðgjafar við verndun fiskistofna undirstrikaði hve mikil þörf væri á áframhaldandi samstarfi um vísindalegar rannsóknir og auk- inni miðlun gagna. Fjölluðu þeir einn- ig um hlutverk svæðisbundinna fisk- veiðistjórnunarstofnana við verndun þessara fiskistofna. Á ráðstefnunni báru ráðherrarnir einnig saman bækur sínar um reynsl- una af því að beita ákvæðum samn- ingsins um verndun og stjórnun fiski- stofna. Áhyggjur af óheftum veiðum í Atlantshafi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.