Morgunblaðið - 21.06.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.06.2003, Blaðsíða 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 14 LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ LANDSFRAMLEIÐSLA er talin hafa vaxið um 3,3% að raungildi á 1. ársfjórðungi 2003 miðað við sama fjórðung fyrra árs. Þetta er mikil breyting frá síðari hluta ársins 2002, en þá dróst landsfram- leiðslan saman um 1,3% á 3. ársfjórðungi og um 2,5% á 4. ársfjórðungi. Einkaneysla vegur þyngst í landsframleiðslunni og jókst hún um 4,6 % á 1. árs- fjórðungi 2003 samanborið við um 1,3% vöxt á 4. ársfjórðungi 2002, hvort tveggja borið saman við sömu fjórðunga áranna á undan. Þessa miklu aukn- ingu í útgjöldum heimila má að stórum hluta rekja til bifreiðakaupa og útgjalda erlendis, að því er fram kemur í frétt frá Hagstofu Íslands. Í hálf fimm fréttum Kaupþings Búnaðarbanka kemur fram að stóraukinn innflutningur bifreiða ætti ekki að koma á óvart þar sem innflutningur fólksbifreiða á fyrsta ársfjórðungi í fyrra nam að- eins helming af því sem hann hefur gert að með- altali undanfarin ár. „Einkaneyslan er þó vafalítið í vexti og er hagvöxtur að taka við sér á ný eftir sam- drátt á seinasta ári. Auk vaxtar í einkaneyslu virðist lítið lát vera á vexti í samneyslu sem vex um 3,8% en mikill vöxtur hefur verið í samneyslu undanfarin misseri,“ að því er segir í hálf fimm fréttum. Kemur á óvart Birgir Ísleifur Gunnarsson, seðlabankastjóri, segir að tölur um að landsframleiðsla hafi aukist um 3,3% á fyrsta ársfjórðungi komi á óvart þar sem hækkunin er meiri en gert var ráð fyrir. Samkvæmt spá Seðlabankans var gert ráð fyrir því að hagvöxt- urinn myndi aukast um 2,5% á árinu en þess beri að gæta að hér er einungis um ársfjórðungstölur að ræða, segir Birgir Ísleifur. „Þetta eru bráðabirgða- tölur og leiðréttingar eiga eftir að koma inn og reynsla fyrri ára sýnir að tölur fyrir einstaka árs- fjórðunga hafa breyst eftir á. Það er hins vegar óhætt að segja að þetta ber vott um að efnahagslífið sé að taka mikið við sér, úr þeim litla mínus sem hagvöxturinn var í á síðasta ári. Einkaneyslan er að aukast, “segir Birgir Ísleifur. Aðspurður segir Birgir Ísleifur að ekki verði um nein viðbrögð að ræða hjá Seðlabanknum að ræða nú enda einungis ársfjórðungstölur að ræða. Áfram samdráttur í fjárfestingu Samneysla jókst um 3,8% á 1. ársfjórðungi 2003. Það er heldur meiri aukning en á 1. ársfjórðungi 2002 en vöxturinn er þó sambærilegur og verið hef- ur undanfarin ár. Áfram gætti samdráttar í fjár- festingu, nú um 9,4% samanborið við nær 18% sam- drátt á 1. ársfjórðungi 2002. Stöðugt hefur dregið úr fjárfestingu frá því á 1. ársfjórðungi 2001. Þjóð- arútgjöldin, sem eru samtala neyslu og fjárfestinga, jukust um 1,2% á 1. ársfjórðungi. Þau jukust eilítið á 4. ársfjórðungi 2002 en höfðu áður farið minnk- andi allt frá því á 1. ársfjórðungi 2001. Hætta á halla af vöruskiptum Í hálf fimm fréttum kemur fram að athygli veki samdráttur í fjárfestingu, níunda ársfjórðunginn í röð. „Þessi þróun á þó eftir að snúast við er áhrif stór- iðjuframkvæmda munu koma fram í fjárfestingu. Að mati Greiningardeildar mun þó aukning í fjár- festingu að langmestu leiti einskorðast við stóriðju- framkvæmdir á þessu ári. Þjóðarútgjöld sem er samtala einka- og samneyslu auk fjárfestingar óx þó aðeins um 1,2% á fyrsta ársfjórðungi en mikill af- gangur af vöruskiptum dregur hagvöxt upp í 3,3%. Hætta er þó á að vöruskipti landsmanna fari hratt versnandi á næstunni enda sterkt gengi krónunnar farið að segja verulega til sín hjá útflutningsfyr- irtækjum,“ að því er segir í hálf fimm fréttum. Útflutningur jókst um 4,8% en innflutningur dróst saman um 0,5% á 1. fjórðungi þessa árs. Þess- ar breytingar leggjast á eitt og valda því að lands- framleiðslan vex um 3,3% þrátt fyrir lítinn vöxt þjóðarútgjaldanna. Nýtt hagvaxtarskeið Greining Íslandsbanka telur að nýtt hagvaxtar- skeið sé hafið og reiknar með því að hagvöxtur muni halda áfram á næstu misserum. „Fjárfesting er nú að taka kröftuglega við sér samhliða því að stóriðju- fjárfestingar eru hafnar. Búast má við því að strax nú á öðrum ársfjórðungi sjáist vöxtur í fjárfestingu. Einkaneysla mun að mati Greiningar ÍSB vaxa áfram bæði á þessu og næsta ári. Hátt gengi krón- unnar mun hins vegar draga úr vexti útflutnings á næstunni og reiknar Greining ÍSB með því að sá vöxtur verði hægur bæði í ár og á næsta ári. Á heild- ina litið virðist hins vegar vera bjart framundan í ís- lenskum efnhagsmálum,“ segir í Morgunkorni Ís- landsbanka. Greiningardeild Kaupþings Búnaðarbanka tekur undir að væntanlega sé nýtt hagvaxtarskeið að hefj- ast en segir að hafa verði í huga að miklar sveiflur eru í ársfjórðungslegum þjóðhagsreikningum „og því ekki gott að draga of sterkar ályktanir af árs- fjórðungslegum gögnum. Það vekur þó upp spurn- ingar um framtíðar hagvöxt hversu lítil fjárfesting einkaaðila er og hvað hagvöxturinn er að miklu leyti drifinn áfram af samneyslu,“ að því er segir í hálf fimm fréttum Kaupþings Búnaðarbanka. Landsframleiðsla eykst um 3,3% Efnahagslífið að rétta úr kútnum á ný SÍÐASTI aðalfundur Baugs Group hf. áður en sótt verður um af- skráningu félagsins úr Kauphöll Íslands var haldinn í gær, en hon- um hafði verið frestað um einn mánuð vegna yfirtökutilboðs Mundar ehf. í hlutabréf félagsins. Boðað var til fundarins klukkan eitt eftir hádegi; hann gekk greið- lega fyrir sig og stóð í um hálf- tíma. Að þessu leyti bar hann þess nokkur merki að Mundur hefur eignast meira en 9⁄10 hlutabréfa fé- lagsins og að stefnt er að afskrán- ingu. Sautján hluthafar voru mætt- ir, samtals fyrir rúmlega 99% hlutafjár. Í ræðu sinni á fundinum stiklaði Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, á helstu atriðum úr skýrslu stjórnar. Rekstrarár Baugs er frá 1. mars til 28. febrúar og sagði Hreinn að síðasta ár hefði verið um margt viðburðaríkt og vel- gengnin, bæði á síðasta ári og allt frá stofnun félagsins fyrir fimm ár- um, hafi verið eins og í ævintýri. Fyrirtækið hefði margeflst á þess- um tíma og hagnaður þess á liðnu starfsári verið meiri en nokkurt ís- lenskt fyrirtæki hefði skilað eig- endum sínum á einu ári, eða 7,4 milljarða króna eftir skatta. Hreinn skýrði frá því að í árslok 2002 hefði verið greiddur sérstak- ur 15% arður til hluthafa vegna rekstrarársins og þegar litið hefði verið til útgáfu jöfnunarhlutabréfa hefði verð hlutabréfanna hækkað um rúm 20% frá upphafi til loka rekstrarársins. Síðar á fundinum var samþykkt tillaga stjórnar um að ekki verði greiddur arður vegna síðasta rekstrarárs, umfram þann sem þegar hefði verið greiddur. Skuggi af lögreglurannsókn Hreinn gerði grein fyrir skipu- lagsbreytingum hjá félaginu á síð- asta ári, sem meðal annars felast í því að félaginu var skipt í þrjár rekstrareiningar; Baug Ísland, Baug USA og Baug-ID. „Ljóst er að vegna þessarar sterku stöðu Baugs Group hf. hér innanlands,“ sagði Hreinn, „þá hef- ur fyrirtækið ekki farið varhluta af mikilli umræðu um starfsemina, einkum hér á innanlandsmarkaði. Það verður að teljast eðlilegt, þó að umræðan hafi verið sérstaklega neikvæð á árinu 2001 og í árs- byrjun 2002. Markvisst hefur verið unnið að því innan félagsins að bregðast með jákvæðum hætti við gagnrýni á starfshætti fyrirtækisins og gera starfsfólki grein fyrir með hvaða hætti því beri að umgangast við- skiptavini, byrgja og samkeppnis- aðila. Haldin hafa verið námskeið og kynningarfundir með fjölmörg- um aðilum til að upplýsa um stöðu og starfshætti fyrirtækisins, eyða misskilningi og tortryggni. Ekki verður annað séð en að verulegur árangur hafi náðst í þessu efni, enda benda kannanir til þess að Bónus, Hagkaup og 10-11 séu öll í hópi vinsælustu fyrirtækja lands- ins. Það fer ekki hjá því að lög- reglurannsóknin, sem hófst með húsleit í höfuðstöðvum Baugs Group 28. ágúst síðastliðinn, hafi varpað nokkrum skugga á starf- semi fyrirtæksins undanfarna mánuði. Rannsóknin hefur reynst tímafrek og orðið umfangsmikil og kallað á mikla gagnaöflun hjá fyr- irtækinu. Á þessari stundu er ekki vitað hvenær vænta megi niður- stöðu, en væntanlega er þess ekki langt að bíða.“ Jón Ásgeir Jóhannesson, for- stjóri Baugs, gerði grein fyrir helstu lykiltölum úr reikningum fé- lagsins. Hagnaður síðasta árs nam 7.440 milljónum króna á rekstr- arárinu, en var 924 milljónir króna næstu 14 mánuði á undan. Eignir félagsins uxu úr tæpum 38 millj- örðum króna í rúma 46 milljarða króna á rekstrarárinu, skuldir hækkuðu um tæpa fjóra milljarða króna í rúma 28 milljarða króna og eigið fé óx um tæpa 6 milljarða króna í rúma 17 milljarða króna. Þá taldi Jón Ásgeir í stuttu máli upp helstu atburði félagsins á liðnu ári. Fyrst nefndi hann sölu á 20% hlut Baugs í Arcadia, en sú sala skilaði félaginu miklum hagnaði á síðasta ári og er mestur hluti 7,9 milljarða króna söluhagnaðar fé- lagsins vegna hlutabréfanna í Ar- cadia. Þá nefndi hann að félagið hefði eignast 8% í The House of Fraser, það hefði keypt 45% í Eignarhaldsfélagi Húsasmiðjunnar ehf., eignast tæplega 50% hlut í Fasteignafélaginu Stoðum hf., keypt 19% í Big Food Group en ætti nú um 23% í því félagi, keypt 3% í Somerfield og opnað 10.000 fermetra verslun Debenhams í Sví- þjóð. Að loknum ræðu stjórnarfor- manns og forstjóra voru fyrirliggj- andi tillögur samþykktar sam- hljóða og ný stjórn kjörin. Í aðalstjórn sitja nú Hans Kristian Hustad, Hreinn Loftsson, Ingi- björg S. Pálmadóttir, Jóhannes Jónsson og Kristín Jóhannesdóttir. Í varastjórn sitja Einar Þór Sverr- isson og Pétur Björnsson. Að aðal- fundi loknum var haldinn stjórn- arfundur þar sem Hreinn Loftsson var endurkjörinn formaður stjórn- ar. „Ævintýraleg velgengni“ Stjórnarformaður Baugs segir ekkert íslenskt fyrirtæki hafa skilað jafn miklum hagnaði á einu ári Morgunblaðið/Arnaldur Frá aðalfundi Baugs. Jóhannes Jónsson, Jón Ásgeir Jóhannesson, Kristín Jóhannesdóttir og Hreinn Loftsson stjórnarformaður. FIMM stærstu hluthafar í Stein- steypunni hf. munu eignast meiri- hluta í Basalti hf. á móti Loftorku Borgarnesi ehf. Steypustöðin hf. er meðal eigna Basalts. Bjarni Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Hraðflutninga ehf. og stjórn- arformaður Steinsteypunnar, segir vel hugsanlegt að fleiri bætist í þann hóp sem er að kaupa Basalt. Hann segir að markmiðið með kaupunum sé að snúa vörn í sókn á þeim mark- aði sem fyrirtækin starfa á. Í sam- einingu séu þau sterkt afl sem bjóði heildarlausnir fyrir byggingamark- aðinn. Konráð Andrésson, stjórnarfor- maður Loftorku, segir að hluthaf- arnir í Steinsteypunni hafi sýnt áhuga á að koma inn í kaup Loftorku á Basalti, eftir að tilkynnt var um þau í síðustu viku. Sparisjóður Mýrasýslu keypti þá allt hlutafé í Basalti fyrir hönd Loftorku. Basalt var í eigu 19 byggingaverktaka. Hann segir að markmiðið sé að þessi fyrirtæki snúi bökum saman m.a. til að styrkja samkeppni á sements- markaði hér á landi, en fyrirtækin kaupa sement af Aalborg Portland. Að sögn Konráðs hefur samvinna milli Loftorku, Steinsteypunnar og Steypustöðvarinnar verið mikil á undanförnum árum. Hann segir að Steinsteypan hafi til að mynda selt mikið af framleiðslu Loftorku til sinna viðskiptavina og selt Loftorku ýmis bætiefni og annað í stein- steypu. Eins sé með Steypustöðina en lager Loftorku fyrir höfðuborg- arsvæðið sé hjá Steypustöðinni. Aðspurður segir Konráð að Aal- borg Portlandi komi ekki með nokkrum hætti að kaupunum á Bas- alti. Hluthafar í Stein- steypunni kaupa meirihluta í Basalti Markmiðið að styrkja samkeppni FRAMKVÆMDANEFND um einkavæðingu ákvað í gær að halda áfram viðræðum við hóp fjárfesta um kaup á Sementsverk- smiðjunni hf. á Akranesi. Í hópn- um eru Framtak fjárfestingar- banki, BM Vallá og Björgun. Þá hefur norski sementsframleiðand- inn Norcem komið inn í hópinn stað Steypustöðvarinnar, en nýir eigendur hennar hafa ákveðið að draga fyrirtækið út úr samstarf- inu. Að sögn Stefáns Jóns Friðriks- sonar, ritara einkavæðingarnefnd- ar, er stefnt að því að niðurstöður um hvort farið verður út í form- legar viðræður við hópinn liggi fyrir í lok næstu viku. Hann segir að innkoma Norcem gæti styrkt þetta mál. Þá sé það áframhald- andi forsenda að Sementsverk- smiðjan verði rekin áfram. Í síðustu viku keypti Sparisjóð- ur Mýrasýslu allt hlutafé í Basalti ehf. fyrir hönd Loftorku Borgar- nesi ehf. Steypustöðin var meðal eigna Basalts. Frá því var greint í fyrradag að nýir eigendur Steypu- stöðvarinnar hefðu ákveðið að semja við Aalborg Portland um viðskipti og þar með draga sig út úr samstarfinu um kaupin á Sem- entsverksmiðjunni. Ákvörðun um form- legar við- ræður í næstu viku Salan á Sements- verksmiðjunni ♦ ♦ ♦ MUNDUR ehf. á nú rúmlega 92% í Baugi Group hf. Mundur gerði yf- irtökutilboð í Baug 21. maí síðast- liðinn og rann það út í fyrradag. Áður en yfirtökutilboðið kom fram hafði Mundur eignast rúmlega 62% hlut í Baugi. Að Mundi ehf. standa Fjárfestingarfélagið Gaumur ehf. og tengdir aðilar, Kaupþing banki hf., Eignarhaldsfélagið Vor ehf., Eignarhaldsfélagið ISP ehf. og Ingibjörg Pálmadóttir. Fjárfesting- arfélagið Gaumur ehf. er í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, for- stjóra Baugs og fjölskyldu hans. Í fréttatilkynningu vegna loka yf- irtökutilboðsins segir að stjórn Mundar muni hlutast til um að ósk- að verði eftir afskráningu hluta- bréfa Baugs úr Kauphöll Íslands. Kristín Jóhannesdóttir, stjórn- arformaður Mundar og fram- kvæmdastjóri Gaums, segist ánægð með hvernig yfirtökutilboðið hafi gengið. Þó væru enn nokkur hundr- uð litlir hluthafar eftir og unnið yrði í því á næstunni að kaupa hluti þeirra, en Kristín sagði að ákveðið yrði á næstu dögum hvort til inn- lausnar hlutanna kæmi. Þar sem Mundur hefur eignast meira en 90% hlutafjárins hefur hann rétt til að leysa til sín bréf annarra hluthafa. Auk smærri hluthafa á Fast- eignafélagið Stoðir hf. 7% hlut í Baugi. Kristín er stjórnarformaður þess félags, sem er að 49,6% í eigu Baugs. Aðrir stórir hluthafar Stoða eru Ingibjörg Pálmadóttir og Eign- arhaldsfélagið ISP ehf. með 19,2% hlut og Eignarhaldsfélagið Lang- brók ehf. með 11,2% hlut. Kristín segir að stjórn Stoða taki ákvörðun um hlutinn í Baugi innan skamms. Mundur með 92% í Baugi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.