Morgunblaðið - 21.06.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.06.2003, Blaðsíða 20
AKUREYRI 20 LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ TVEIR nýir skólastjórar hafa ný- lega verið ráðnir til starfa í grunn- skólum Reykjavíkur og munu þeir hefja störf á komandi hausti. Kristín G. Guðmundsdóttir er nýr skóla- stjóri Hlíðaskóla og Inga Þórunn Halldórsdóttir hefur verið ráðinn skólastjóri Borgaskóla. Í tilkynningu frá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur segir að Kristrún hafi starfað sem aðstoðarskólastjóri Hamraskóla síðstliðin tvö ár. Áður var hún deildarstjóri í Ölduselsskóla og náms- og starfsráðgjafi í Mennta- skólanum í Reykjavík. Kristrún er með meistaragráðu í menntunar- fræðum frá University of Strath- clyde og hún hefur einnig lokið fram- haldsnámi á háskólastigi frá Háskóla Íslands, meðal annars í náms- og starfsráðgjöf. Hún tekur við skóla- stjórastöðunni af Árna Magnússyni sem lætur nú af störfum eftir farsæl- an starfsferil sem skólastjóri Hlíða- skóla um árabil. Alls sóttu 12 um stöðu skólastjóra Hlíðaskóla. Þá segir að Inga Þórunn hafi starfað sem skólastjóri í afleysingum í Flataskóla á liðnu skólaári. Áður var hún árgangsstjóri og deildar- stjóri sérkennslu í Garðaskóla og að- stoðarskólastjóri Húnavallaskóla í 10 ár. Inga Þórunn stundar nám í uppeldis- og menntunarfræðum til meistaraprófs í Kennaraháskóla Ís- lands, en áður lauk hún diplómanámi frá sama skóla bæði í sérkennslu og stjórnun. Hún tekur við skólastjóra- stöðu í Borgaskóla af Hilmari Hilm- arssyni sem ráðinn hefur verið skólastjóri Réttarholtsskóla. Alls sóttu 9 um stöðu skólastjóra Borga- skóla. Tveir nýir skólastjórar Reykjavík GARÐABÆR og hjúkrunarheimilið Eir undirrituðu í gær viljayfirlýs- ingu um að hefja viðræður um upp- byggingu og rekstur á hjúkr- unarheimili og öryggisíbúðum á Sjálandi. Ásdís Halla Bragadóttir bæjarstjóri undirritaði viljayfirlýs- inguna fyrir hönd Garðabæjar og þeir Sigurður Helgi Guðmundsson, forstjóri Eirar og Skjóls, og Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson, stjórn- arformaður Eirar, undirrituðu yf- irlýsinguna fyrir hönd Eirar. Lóðin sem ætlunin er að fyr- irhugað hjúkrunarheimili standi við er Húsagata 1 og skal Eir í samráði við skipulagsarkitekt svæðisins gera tillögu að umræddum byggingum og rekstri sem aðilar skoði frekar. Í viljayfirlýsingunni segir að um nokkurt skeið hafi verið mikill áhugi á því að fjölga hjúkrunarrýmum fyr- ir eldri borgara í Garðabæ. Eftir að hugmyndir um uppbyggingu á Sjá- landi mótuðust kom fram vilji í bæj- arstjórn Garðabæjar um að æski- legra væri að hjúkrunarheimili það sem gert var ráð fyrir efst í Ása- hverfinu yrði reist á Sjálandi. Í lok síðasta árs var sótt um leyfi til heil- brigðisráðuneytisins um rekstur hjúkrunarheimilis á þessu svæði en samþykki fékkst þá ekki. Þá segir að í samningi sem gerður var á milli Garðabæjar og Björg- unar ehf. og Bygg ehf. um uppbygg- ingu á Sjálandi hafi verið sér- staklega kveðið á um að aðilar væru sammála um að skoða þann mögu- leika að á lóðum við Húsagötu 1 verði byggt hjúkrunarheimili fyrir eldri borgara. Í framhaldi af því hafi sá kostur og rekstur slíkra heimila verið skoðaður. „Eir rekur metnaðarfulla og fjöl- breytta starfsemi sem kemur til móts við ólíkar þarfir eldri borgara. Með þessari viljayfirlýsingu er því lýst yfir að Garðabær og Eir hafi hug á að skoða vel hvort forsendur séu fyrir samstarfi um uppbyggingu hjúkrunarheimilis á Sjálandi í næsta nágrenni við þá byggð eldri borgara sem þar verður,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni. Samstarf um uppbyggingu hjúkrunarheimilis Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, stjórnarformaður Eirar, Sigurður Helgi Guðmundsson, forstjóri Eirar og Skjóls, Arn- dís Magnúsdóttir, formaður Félags eldri borgara í Garðabæ, og Ásdís Halla Bragadóttir bæjarstjóri. Sjáland HREPPSRÁÐ Bessastaðahrepps samþykkti á fundi sínum fyrr í mán- uðinum að taka upp könnunarviðræð- ur við Ungmennafélag Bessastaða- hrepps (UMFB) um rekstur á íþróttahúsi og íþróttasvæðum, að hluta til eða að öllu leyti. Sveitarstjóra var falið að annast viðræðurnar í sam- ráði við íþrótta- og tómstundanefnd. Sigurður Magnússon, oddviti Álfta- neshreyfingarinnar, lagði fram tillög- una og segir hann það mikilvægt að efla íþróttastarf í hreppnum því mikil uppbygging hafi orðið þar á síðustu árum og fjölgað mikið af börnum og unglingum. Hann telur að tillagan gefi ungmennafélaginu kost á að koma af meiri ábyrgð að rekstri íþróttamannvirkjanna, sem félagið notar á móti Álftanesskóla. „Þá gefst því kostur á að efla sig í gegnum það og fær möguleika til standa af meiri myndarskap að ráðningu starfsfólks, svo sem þjálfara og leiðbeinanda. Það má segja að það sé nú tilgangurinn. Ég hef rætt þetta við ýmsa aðila inn- an Ungmennafélagsins og veit að það er mikill áhugi á að efla starfið og ég vona að þetta sé farvegur sem geti leitt til þess,“ segir hann. Efling æskulýðs- og íþróttastarfs Sigurður segir það ekki fráleitt þegar til lengri tíma sé litið að tilhög- unin geti orðið fjárhagslega hag- kvæm fyrir hreppinn, því þegar ung- mennafélagið eflist afli það eigin tekna líkt og íþróttafélög gera. Í dag byggist starfið að miklu leyti á áhuga- mennsku og félagið er styrkt af sveit- arfélaginu til að halda úti starfsemi. „Álftaneshreyfingin hefur lagt mikið kapp á að efla almennt æsku- lýðs- og íþróttastarf. Í tengslum við stækkun Álftanesskóla höfum við lagt á það áherslu að það verði komið upp félagsmiðstöð fyrir unglinga. Við eig- um enga félagsmiðstöð í Bessastaða- hreppi eins og er nú í flestum sveit- arfélögum í kringum okkur. Það að koma henni upp og efla íþróttastarf er nauðsynlegt núna í tengslum við vax- andi sveitarfélag og stækkandi skóla,“ bætir hann við, en nú er stefnt að því að koma upp unglingadeild í Álftanesskóla. Sigurður segist eiga á von á því að ef tillagan verði að veruleika muni það skila sér í miklu og bættu íþróttastarfi í Bessastaðahreppi. Hann telur það ekki óeðlilegt að ákvörðun verði tekin um málið í tengslum við gerð nýrrar fjárhagsáætlunar um áramót. UMFB taki að sér rekstur íþróttamannvirkja Bessastaðahreppur ÖRN Ingi Gíslason fjöllistamaður fagnar 30 ára starfsafmæli í listinni um þessar mundir og af því tilefni opnar hann yfirlitssýningu á verkum sínum í eigin húsnæði á Óseyri 6 á Akureyri í dag kl. 14. Hann hélt sína fyrstu einkasýningu í júní 1973. Þetta er hans 31. einkasýning og sýnir hann málverk, skúlptúra, nytjalist úr tré og járni og kvikmyndir og eru elstu verkin frá 1980 en þau yngstu alveg glæný og rétt þornuð. Örn Ingi hafði ekki snert pensil í nokkur ár en var farið að klæja mjög í puttana. Hann endurhannaði húsnæðið með fjölnota notkun í huga og hefur unnið að endurbótum frá áramótum og fengið til liðs við sig fjölmarga iðn- aðarmenn og er verkið langt komið. „Hér hef ég eignast mitt eigið menningarhús með fjölbreyttum nýt- ingarmöguleikum,“ sagði listamað- urinn í samtali við Morgunblaðið. Húsnæðið er um 180 fermetrar að stærð og þar af er salurinn rúmir 100 fermetrar. Karlakór Akureyrar var þarna með æfingaaðstöðu í upphafi og að sögn Arnar Inga er hljóm- burður þar einstaklega góður. Hann sagði að þarna væri hægt að stunda myndlist, tónlist, dans og kvik- myndagerð svo eitthvað sé nefnt og geta áhugasamir leitað þar eftir að- stöðu. Örn Ingi hefur ekki farið hefð- bundnar leiðir við listsköpun sína og hann hefur reynt ýmislegt. Hann hefur ekki alltaf átt upp á pallborðið hjá kollegum sínum á Akureyri og hann hefur ekki haldið einkasýningu á Akureyri frá árinu 1979 en fjöl- margar á höfuðborgarsvæðinu. „Það eru þrjár ástæður fyrir því að ég hef ekki haldið sýningu á Akureyri þetta lengi. Í fyrsta lagi vegna að- stöðuleysis, því þegar maður heldur sýningu vill maður gera það af al- vöru, í öðru lagi er nauðsynlegt að fara á vígvöllinn fyrir sunnan og fá sinn dóm þar, í stað þess að byggja fílabeinsturn á heimaslóð eins og margir hafa gert um víða veröld. Og í þriðja lagi kom upp hálfgerður skíta- mórall meðal kollega minna í bænum gagnvart mér. Minn meðbyr í listinni er mótbyr og ég hef ekki viljað vera að hræra í vanmáttarkennd annarra manna. Ég hef t.d. aldrei fengið starfslaun hér á Akureyri og bærinn hefur ekki einu sinni keypt af mér mynd eftir að ferlinn hófst fyrir al- vöru um 1980. Ég hef heldur aldrei farið hefðbundnar leiðir og verið kjaftfor en hef nú verið í þagnarbind- indi í um 15 ár.“ Örn Ingi hefur fengið mjög góð viðbrögð við sýningum sínum syðra og hann setti m.a. aðsóknarmet í Hafnarborg í Hafnarfirði árið 1992, þegar um 4.000 manns sáu sýningu hans. Þá framdi hann eina gjörning- inn á haustsýningu Félags íslenskra myndlistarmanna á Kjarvalsstöðum árið 1980. Örn Ingi fór út af hinum al- menna vinnumarkaði 1977, eftir 11 ára starf í Landsbankanum. „Ég leigði mér vinnustofu í Glerárgötunni og málaði eins og brjálaður maður næstu mánuði. Níu mánuðum síðar hélt ég svo sýningu og var svo vel tekið að Akureyringar keyptu upp sýninguna. Ég hef aldrei upplifað annað eins og þessi viðbrögð snertu mig svo mikið að það hefur aldrei hvarflað að mér að flytja úr bænum.“ Örn Ingi hefur komið víða á löngum listamannsferli sínum. Hann hefur rekið myndlistarskóla nær óslitið í um 15 ár, kennt myndlist um allt land og unnið með tugþúsundum Íslendinga við skapandi störf víðs vegar um landið. Nú síðustu ár hefur kvikmyndagerð og kennsla í faginu átt hug hans allan. Fyrirtæki hans Arnarauga, sem stofnað var 1997, hefur þegar framleitt um 100 mynd- ir, tónlistarmyndbönd, myndbönd, stuttmyndir og eina bíómynd í fullri lengd. Yfirlitssýningin stendur um óákveðinn tíma – „það ræðst af áhuga og aðsókn.“ Örn Ingi opnar yfirlitssýningu í tilefni 30 ára starfsafmælis Hef eignast mitt eigið menningarhús Morgunblaðið/Kristján Örn Ingi með eitt verka sinna fyrir utan húsnæði sitt á Óseyri 6.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.