Morgunblaðið - 21.06.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.06.2003, Blaðsíða 21
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 2003 21 AKUREYRI Viðræður við ÍAV um rannsókna- og nýsköpunarhús við HA Eitt stærsta verk- efni sem ráðist hef- ur verið í á Akureyri RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi í gær heimild til að gengið verði til samninga við Íslenska að- alverktaka hf., ÍAV, um rannsókna- og nýsköpunarhús við Háskólann á Akureyri. ÍAV og samstarfsaðilar hlutu hæstu heildareinkunn í útboði Ríkiskaupa fyrir hönd menntamála- ráðuneytisins um byggingu og rekst- ur hússins. Tilboðið hljóðaði upp á 1,5 milljarða króna að núvirði fyrir 25 ára afnot af húsinu og allan dag- legan rekstur þess. Um svokallaða einkaframkvæmd er að ræða og bár- ust alls fjögur tilboð. Tómas Ingi Olrich menntamála- ráðherra sagðist gera sér vonir um að viðræður við ÍAV gangi fljótt og vel og að hægt verði að hefja fram- kvæmdir sem fyrst. Menntamála- ráðherra sagði að hér væri um að ræða eitt allra stærsta verkefni sem ráðist hafi verið í á Akureyri og einn allra stærsti áfanginn í uppbyggingu Háskólans á Akureyri. Hann sagði húsið mjög sérhæft og myndi hýsa á annan tug rannsóknastofnana, auk þess sem HA fengi þar inni. Ráðgert er að húsið verði tekið í notkun hinn 1. október á næsta ári. Arkitektar hússins sem ÍAV bauð fram eru Páll Gunnlaugsson og Gunnar Borgarson hjá ASK-arki- tektum og gerir tillaga þeirra ráð fyrir að húsið verði reist í tveimur áföngum. Fyrsti áfangi er um 5.500 fermetrar og 2. áfangi um 2.000 fer- metrar. Fullbyggt verður húsið um 7.500 fermetrar og fjórar til sjö hæð- ir. Flughelgi á Akureyrar- flugvelli FLUGSAFNIÐ á Akureyri stendur fyrir árlegri flughelgi nú um helgina á Akureyrarflug- velli. Dagskráin hefst með ávarpi Tómasar Inga Olrich menntamálaráðherra kl. 9.30 í dag og ávarpi Arngríms Jó- hannssonar, forseta Flugmála- félags Íslands, en sýningin verð- ur opin í dag og á morgun, sunnudag, frá kl. 10–18. Boðið verður upp á lifandi flugsýningar báða dagana, út- sýnisflug á einkaflugvélum og fallhlífarstökkvari mun svífa til jarðar. Þá fer Íslandsmótið í list- flugi fram í dag frá kl. 13–15. Flugsafnið verður opið um helgina og þar verða á boðstól- um vöfflur og kaffi. Þetta er í fjórða sinn sem Flugsafnið á Ak- ureyri stendur fyrir flughelgi. Nánari upplýsingar gefur Fasteigna- og skipasala Norðurlands á Akureyri, símar 461 1500 og 896 9437. Höfum til sölu einbýlishúsið í Kotárgerði 23 á Akureyri. Stærð m. bílskúr er 256.7 fm. Mikil endurnýjun. Vandað hús. Unnt að hafa tvær íbúðir. Húsið er laust. Einbýlishús til sölu Kotárgerði 23 - Ak. Júní-hraðskákmót Skákfélags Ak- ureyrar verður háð sunnudags- kvöldið 22. júní og hefst kl. 20 í Íþróttahöllinni. Á NÆSTUNNI SIGURLAUG Anna Gunn- arsdóttir hefur verið ráðin að- stoðarskóla- meistari við Menntaskólann á Akureyri. Sig- urlaug Anna hefur verið ís- lenskukennari við skólann síð- an 1993 og gegndi starfi áfanga- stjóra við skólann árin 2000– 2002, skv. frétt á heimasíðu MA. Hún tekur við starfi Jóns Más Héðinssonar, sem verður skóla- meistari MA 1. ágúst. Á heimasíðu MA kemur einnig fram að Laufey Petrea Magn- úsdóttir áfangastjóri, sem var einn umsækjenda um stöðu skóla- meistara, hefur sagt starfi sínu lausu og mun hefja störf við Há- skólann á Akureyri í haust. Lauf- ey Petrea hefur starfað við MA frá 1988, sem félagsfræðikennari, námsráðgjafi og síðast áfanga- stjóri. Sigurlaug Anna að- stoðarskóla- meistari MA Sigurlaug Anna Gunnarsdóttir FIMM keppendur fara frá Íþrótta- félaginu Nesi ásamt tveimur þjálf- urum og tveimur öðrum starfsmönn- um á Alþjóðaleika Special Olympics sem haldnir verða síðar í mánuðinum á Írlandi. Þá fara þrír keppendur frá félaginu á Norræna barna- og ung- lingamótið sem haldið verður í Fær- eyjum í næsta mánuði. Íþróttafélagið Nes hefur leitað eftir styrkjum vegna þessara verk- efna í sumar og nýlega bauð Mat- arlyst þátttakendum, foreldrum og fulltrúum þeirra fyrirtækja sem styrkja þátttöku Ness til kaffisam- sætis á veitingastað fyrirtækisins. Íþróttasamband fatlaðra sendir 48 keppendur á Alþjóðaleika Special Olympics sem haldnir verða á Ír- landi 21. til 29. júní. Í tilkynningu frá Nesi kemur fram að frá félaginu fari Sigurður Benediktsson og Arnar Már Ingibjörnsson til að keppa í knattspyrnu og knattleikjum, Sigríð- ur Ásgeirsdóttir í frjálsum íþróttum, Ásmundur Þórhallsson í lyftingum og Ragnar Ólafsson í golfi. Guð- mundur Sigurðsson og Anna Lea Björnsdóttir fara sem þjálfarar og Gísli H. Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson dæma í handknattleik sem starfsmenn á vegum Alþjóða- leikanna. Norræna barna- og unglingamótið er fyrir börn og unglinga á aldrinum tólf til sextán ára. Keppt er í nokkr- um íþróttagreinum en félagslegi þátturinn ekki síður hafður að leið- arljósi. Samkvæmt upplýsingum félagsins hefur Íþróttasamband fatlaðra valið þrjá keppendur frá Nesi. Arnar Ingi Halldórsson og Gestur Þorsteinsson keppa í sundi, boccia og frjálsum íþróttum og Einar Þór Björgvinsson keppir í boccia. Þátttakendur frá íþróttafélaginu Nesi og fulltrúar styrktarfyrirtækja komu saman í Matarlyst. Keppendur frá Nesi til Írlands og Færeyja Suðurnes KEFLVÍSKA listakonan Þorbjörg Magnea Óskarsdóttir, einnig þekkt sem Tobba, opnar sýningu í Lóuhreiðri, Laugavegi 59, í dag. Þetta er tíunda sýning Tobbu, en hún hefur áður haldið sýningar í Keflavík og í Galleríi Geysi. Á sýningunni verða 13 stórar olíu- myndir. Viðfangsefni Tobbu eru óhlut- bundnar fantasíur, sem endurspegla hughræringar og tilfinningar listakon- unnar. Sýningin á Lóuhreiðri stendur til júlíloka og er opin frá 10 til 18 alla daga nema sunnudaga. Tobba opnar sýningu í Lóuhreiðri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.