Morgunblaðið - 21.06.2003, Side 21

Morgunblaðið - 21.06.2003, Side 21
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 2003 21 AKUREYRI Viðræður við ÍAV um rannsókna- og nýsköpunarhús við HA Eitt stærsta verk- efni sem ráðist hef- ur verið í á Akureyri RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi í gær heimild til að gengið verði til samninga við Íslenska að- alverktaka hf., ÍAV, um rannsókna- og nýsköpunarhús við Háskólann á Akureyri. ÍAV og samstarfsaðilar hlutu hæstu heildareinkunn í útboði Ríkiskaupa fyrir hönd menntamála- ráðuneytisins um byggingu og rekst- ur hússins. Tilboðið hljóðaði upp á 1,5 milljarða króna að núvirði fyrir 25 ára afnot af húsinu og allan dag- legan rekstur þess. Um svokallaða einkaframkvæmd er að ræða og bár- ust alls fjögur tilboð. Tómas Ingi Olrich menntamála- ráðherra sagðist gera sér vonir um að viðræður við ÍAV gangi fljótt og vel og að hægt verði að hefja fram- kvæmdir sem fyrst. Menntamála- ráðherra sagði að hér væri um að ræða eitt allra stærsta verkefni sem ráðist hafi verið í á Akureyri og einn allra stærsti áfanginn í uppbyggingu Háskólans á Akureyri. Hann sagði húsið mjög sérhæft og myndi hýsa á annan tug rannsóknastofnana, auk þess sem HA fengi þar inni. Ráðgert er að húsið verði tekið í notkun hinn 1. október á næsta ári. Arkitektar hússins sem ÍAV bauð fram eru Páll Gunnlaugsson og Gunnar Borgarson hjá ASK-arki- tektum og gerir tillaga þeirra ráð fyrir að húsið verði reist í tveimur áföngum. Fyrsti áfangi er um 5.500 fermetrar og 2. áfangi um 2.000 fer- metrar. Fullbyggt verður húsið um 7.500 fermetrar og fjórar til sjö hæð- ir. Flughelgi á Akureyrar- flugvelli FLUGSAFNIÐ á Akureyri stendur fyrir árlegri flughelgi nú um helgina á Akureyrarflug- velli. Dagskráin hefst með ávarpi Tómasar Inga Olrich menntamálaráðherra kl. 9.30 í dag og ávarpi Arngríms Jó- hannssonar, forseta Flugmála- félags Íslands, en sýningin verð- ur opin í dag og á morgun, sunnudag, frá kl. 10–18. Boðið verður upp á lifandi flugsýningar báða dagana, út- sýnisflug á einkaflugvélum og fallhlífarstökkvari mun svífa til jarðar. Þá fer Íslandsmótið í list- flugi fram í dag frá kl. 13–15. Flugsafnið verður opið um helgina og þar verða á boðstól- um vöfflur og kaffi. Þetta er í fjórða sinn sem Flugsafnið á Ak- ureyri stendur fyrir flughelgi. Nánari upplýsingar gefur Fasteigna- og skipasala Norðurlands á Akureyri, símar 461 1500 og 896 9437. Höfum til sölu einbýlishúsið í Kotárgerði 23 á Akureyri. Stærð m. bílskúr er 256.7 fm. Mikil endurnýjun. Vandað hús. Unnt að hafa tvær íbúðir. Húsið er laust. Einbýlishús til sölu Kotárgerði 23 - Ak. Júní-hraðskákmót Skákfélags Ak- ureyrar verður háð sunnudags- kvöldið 22. júní og hefst kl. 20 í Íþróttahöllinni. Á NÆSTUNNI SIGURLAUG Anna Gunn- arsdóttir hefur verið ráðin að- stoðarskóla- meistari við Menntaskólann á Akureyri. Sig- urlaug Anna hefur verið ís- lenskukennari við skólann síð- an 1993 og gegndi starfi áfanga- stjóra við skólann árin 2000– 2002, skv. frétt á heimasíðu MA. Hún tekur við starfi Jóns Más Héðinssonar, sem verður skóla- meistari MA 1. ágúst. Á heimasíðu MA kemur einnig fram að Laufey Petrea Magn- úsdóttir áfangastjóri, sem var einn umsækjenda um stöðu skóla- meistara, hefur sagt starfi sínu lausu og mun hefja störf við Há- skólann á Akureyri í haust. Lauf- ey Petrea hefur starfað við MA frá 1988, sem félagsfræðikennari, námsráðgjafi og síðast áfanga- stjóri. Sigurlaug Anna að- stoðarskóla- meistari MA Sigurlaug Anna Gunnarsdóttir FIMM keppendur fara frá Íþrótta- félaginu Nesi ásamt tveimur þjálf- urum og tveimur öðrum starfsmönn- um á Alþjóðaleika Special Olympics sem haldnir verða síðar í mánuðinum á Írlandi. Þá fara þrír keppendur frá félaginu á Norræna barna- og ung- lingamótið sem haldið verður í Fær- eyjum í næsta mánuði. Íþróttafélagið Nes hefur leitað eftir styrkjum vegna þessara verk- efna í sumar og nýlega bauð Mat- arlyst þátttakendum, foreldrum og fulltrúum þeirra fyrirtækja sem styrkja þátttöku Ness til kaffisam- sætis á veitingastað fyrirtækisins. Íþróttasamband fatlaðra sendir 48 keppendur á Alþjóðaleika Special Olympics sem haldnir verða á Ír- landi 21. til 29. júní. Í tilkynningu frá Nesi kemur fram að frá félaginu fari Sigurður Benediktsson og Arnar Már Ingibjörnsson til að keppa í knattspyrnu og knattleikjum, Sigríð- ur Ásgeirsdóttir í frjálsum íþróttum, Ásmundur Þórhallsson í lyftingum og Ragnar Ólafsson í golfi. Guð- mundur Sigurðsson og Anna Lea Björnsdóttir fara sem þjálfarar og Gísli H. Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson dæma í handknattleik sem starfsmenn á vegum Alþjóða- leikanna. Norræna barna- og unglingamótið er fyrir börn og unglinga á aldrinum tólf til sextán ára. Keppt er í nokkr- um íþróttagreinum en félagslegi þátturinn ekki síður hafður að leið- arljósi. Samkvæmt upplýsingum félagsins hefur Íþróttasamband fatlaðra valið þrjá keppendur frá Nesi. Arnar Ingi Halldórsson og Gestur Þorsteinsson keppa í sundi, boccia og frjálsum íþróttum og Einar Þór Björgvinsson keppir í boccia. Þátttakendur frá íþróttafélaginu Nesi og fulltrúar styrktarfyrirtækja komu saman í Matarlyst. Keppendur frá Nesi til Írlands og Færeyja Suðurnes KEFLVÍSKA listakonan Þorbjörg Magnea Óskarsdóttir, einnig þekkt sem Tobba, opnar sýningu í Lóuhreiðri, Laugavegi 59, í dag. Þetta er tíunda sýning Tobbu, en hún hefur áður haldið sýningar í Keflavík og í Galleríi Geysi. Á sýningunni verða 13 stórar olíu- myndir. Viðfangsefni Tobbu eru óhlut- bundnar fantasíur, sem endurspegla hughræringar og tilfinningar listakon- unnar. Sýningin á Lóuhreiðri stendur til júlíloka og er opin frá 10 til 18 alla daga nema sunnudaga. Tobba opnar sýningu í Lóuhreiðri

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.