Morgunblaðið - 01.07.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.07.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ 3ja daga tilboð hefst í dag Dúnsængur 20% afsláttur Mislit frotté- og jerseylök 30% afsláttur Ungbarnafatnaður 30% afsláttur Glæsibæ, sími 552 0978 www.damask.is GRÍPIÐ TÆKIFÆRIÐ! JÓHANNES Geir Jóns- son listmálari lést að- faranótt 29. júní á Land- spítalanum eftir stutta sjúkdómslegu. Jóhannes fæddist á Sauðárkróki 24. júní 1927, sjöundi í röð tíu systkina, barna þeirra hjóna Jóns Þ. Björns- sonar skólastjóra og Geirlaugar Jóhannes- dóttur húsfreyju. Jóhannes stundaði nám við Menntaskólann á Akureyri í tvo vetur og lauk síðan listnámi við Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Hann nam einnig við Konunglegu akademíuna í Kaupmannahöfn á árunum 1948 til 1949 hjá prófessor Axel Jørgensen. Jóhannes var áhrifamikill teiknari og málari um hálfrar aldar skeið og hefur á löngum ferli haldið fjölmargar einkasýn- ingar á verkum sínum og tekið þátt í fjölda samsýninga, bæði hér á landi og erlendis. Málverk eftir hann eru meðal annars í op- inberri eigu og eigu listasafna víða um land. Sagt hefur verið að svokallaðar „end- urminningarmyndir“ hans sem hann málaði á árunum 1964 til 1970 eigi sér enga hliðstæðu í íslenskri myndlist og svipað má segja um myndir hans úr Sturlungu sem hann gerði á seinni árum. Jóhannes lætur eftir sig einn son. Andlát JÓHANNES GEIR JÓNSSON FRAMKVÆMDASTJÓRN Íþrótta- og ólympíusambands Ís- lands mun skýra Alþjóðaólympíu- nefndinni og ólympíunefnd Grikk- lands frá þeim upplýsingum og fullyrðingum sem ýmis samtök hafa komið á framfæri um áform borgaryfirvalda í Aþenu um að fjölga vændishúsum og greiða fyr- ir kynlífsþjónustu í tengslum við leikana í borginni á næsta ári. Segist framkvæmdastjórn ÍSÍ ætla að leggja áherslu á andúð sína og mótmæli við þessum áformum ef rétt reynist. Femínistafélag Íslands, Kven- félagasamband Íslands, Kvenrétt- indasamband Íslands, Kvenna- kirkjan og Stígamót sendu ÍSÍ bréf í síðustu viku þar sem vakin var athygli á upplýsingum sem Mata Kaloudaki frá Grikklandi kom á framfæri um áformin. „Framkvæmdastjórn ÍSÍ hefur enga staðfestingu fyrir því að hér sé rétt greint frá, en hefur heldur enga ástæðu til að draga þessar fullyrðingar í efa. Stjórnin tekur hins vegar undir með bréfriturum og lítur það mjög alvarlegum aug- um ef þær reynast réttar enda eiga Ólympíuleikar ekki að vera skálkaskjól fyrir slíka kynlífs- starfsemi og er í rauninni í fullri mótsögn við tilgang leikanna, sem eru skilaboð um hreysti, heil- brigði, frið og jafnrétti kynjanna,“ segir í yfirlýsingu ÍSÍ. Ólympíuleikar verði ekki skálka- skjól fyrir vændi FYRIRTÆKIN Hamar ehf., Mjólkurfélag Reykjavíkur svf. og Reykjagarður hf. mótmæltu í gær, í Héraðsdómi Reykjavíkur kröfu fuglabúsins Móa ehf. um staðfest- ingu nauðasamnings frá 2. júní 2003. Fyrirtækin lýstu öll kröfum á hendur Móum við nauðasamn- ingsumleitanir. Jafnframt greiddu fyrirtækin öll atkvæði gegn nauða- samningi á fundi atkvæðismanna 2. júní. 2003, að því er fram kemur í frétt frá fyrirtækjunum. Fyrirtækin, sem hafa falið Ey- vindi G. Gunnarssyni hdl. að gæta réttar síns, telja að ýmis atriði standi í vegi fyrir staðfestingu nauðasamnings. Þannig hafi auð atkvæði og atkvæði þeirra, sem ekki mættu til fundar, ekki verið talin með, eins og rétt hefði verið. Auk þess hafi fjárhæð kröfu Kassagerðarinnar hf., sem lýsti sig samþykka nauðasamningi, verið of há. Vilja að kröfurnar verði teknar til greina að fullu Þá telja Mjólkurfélag Reykja- víkur og Reykjagarður að taka beri kröfur þeirra að fullu til greina, en á fundi með atkvæðis- mönnum 2. júní 2003 voru kröfur fyrirtækjanna lækkaðar verulega við talningu atkvæða. Þeirri nið- urstöðu fundarins vilja fyrirtækin ekki una og krefjast þess að hér- aðsdómari hafni staðfestingu nauðasamningsins. Fyrirtækin benda á í fréttinni að hefðu þessi atkvæði að fullu verið tekin til greina hefði ekki náðst tilskilið hlutfall atkvæða miðað við fjárhæð lýstra krafna. Kröfu Móa ehf. mótmælt HARALDUR Henrysson, dómari við Hæstarétt Íslands, mun láta afstörfum við rétt- inn þann 1. september næstkom- andi, og hefur emb- ættið verið auglýst laust til umsóknar. Haraldur hefur verið dómari við Hæstarétti í 15 ár, eða frá 1. september 1988. Áður var hann sakadómari í Reykjavík frá árinu 1973. Haraldur læt- ur af störfum sökum aldurs, en hann varð 65 ára í febrúar s.l. Laust emb- ætti við Hæstarétt Haraldur Henrysson AÐ MÖRGU þarf að hyggja þegar sjómennskan er annars vegar. Þessi maður spúlaði bátinn sinn enda er aldrei verra að hafa hreint og fínt þegar haldið er til móts við undur hafsins. Góða veðrið er líka tilvalinn tími til að lappa upp á bátana við höfnina í Reykjavík. Morgunblaðið/Arnaldur Báturinn spúlaður ÞRJÁR konur sáu til manns á miðjum aldri í Kringlunni sl. fimmtu- dag fara út með sýningarstól Péturs B. Lúthers- sonar hús- gagnahönn- uðar í inn- kaupakörfu. Þær létu Pét- ur vita eftir að hafa lesið frétt Morgun- blaðsins sl. sunnudag af hvarfi stólsins, sem var á sýningu á neðri hæð Kringlunnar ásamt fleiri munum úr húsgagnasýningu í Kaup- mannahöfn nýlega. „Þær sögðust ekki hafa kveikt á perunni fyrr en að lesa um hvarf stólsins. Þær slógu því einhvern veg- inn föstu að þetta hefði verið starfs- maður Kringlunnar og reiknuðu ekki með að maðurinn væri að taka stólinn ófrjálsri hendi og trilla bara með hann út í Hagkaupskörfunni. Þær sáu hann þó sniglast í kringum pallana þar sem stólarnir hafa verið til sýnis. Honum var lýst sem miðaldra, á bilinu 50–60 ára, og líklegur til að vera iðnaðar- maður,“ hafði Pétur eftir vitnunum sem gáfu sig fram, en hann saknar enn stólsins. Hann á þó teikningar af honum sem ættu að duga Á. Guð- mundssyni hf. í Kópavogi, sem senn hefur framleiðslu á stólnum. Trillaði út með stólinn í innkaupa- körfu KOMIÐ var í veg fyrir stór- slys á Djúpavogi í síðustu viku, þegar 136 kg TNT sprengju- hleðslu úr bresku seguldufli var naumlega forðað undan brotajárnspressun. Að undan- förnu hefur staðið yfir hreins- unarátak á svæðinu, þar sem öllu brotajárni hefur verið safnað á haug og það síðan pressað. Hefði sprengjuhleðsl- an lent í pressunni eru yfir- gnæfandi líkur á að hún hefði sprungið, með ófyrirsjáanleg- um afleiðingum. Hleðslan samsvarar um ¼ tonni af dýnamíti og auk þess að ógna lífi þeirra þriggja manna sem unnu við pressuna og annarra nærstaddra, er talið líklegt að allir gluggar á Djúpavogi hefðu brotnað í hvellinum og málmbrot þeyst hátt í tveggja km vegalengd. Sigurður Gíslason, bílstjóri og kranamaður á Djúpavogi, átti leið hjá brotajárnshaug við loðnubræðsluna og sá þá glitta í hlut í haugnum sem hann kannaðist við frá því að hann vann fyrir 15 árum í löggæslu. Þá hafði hann farið með sprengjusér- fræðingum Landhelgisgæslunnar til að eyða tundurdufli sem togari hafði fengið í troll og sá strax að um sam- bærilega sprengju var að ræða. „Það veit enginn hvað hefði gerst ef þetta hefði sprungið,“ segir Sigurður. „Það er gífurlegur eyðingarmáttur í þessu. Það er búið að keyra hér fleiri hundruð tonnum af brotajárni í haug og sprengjuhleðslan var út af pláss- leysi sett niður við hliðina á Loðnu- bræðslunni, þar sem mennirnir voru við að pressa þetta. Ég átti leið þarna um, ætlaði að hitta þessa þrjá sem voru að vinna þarna, en þeir voru ekki að pressa í augnablikinu heldur voru að keyra brotajárni niður á höfn, þar sem því er skipað út. Ég labbaði af rælni inn á svæðið, rak augun í þetta og varð illt við.“ Sigurður lét lögreglu umsvifalaust vita og var svæðið girt af og vaktað. Mynd var send af sprengjuhleðslunni til Landhelgisgæslunnar og fékk lög- regla leiðbeiningar frá sprengjusér- fræðingum um hvernig bæri að geyma hana uns þeir kæmu á staðinn til að gera hana óvirka. Var henni sökkt í vatn í fiskikari. Krakkar hafa leikið sér við sprengjuna í sextíu ár Þegar sprengjusérfræðingarnir komu á Djúpavog staðfestu þeir að um 136 kg TNT sprengjuhleðslu úr bresku seguldufli væri að ræða, en það er dufl sem springur við röskun á segulsviði, t.d. þegar skip siglir framhjá því. Var gripurinn fluttur inn á Starmýrarfjörur og sprengdur. Há- vaðinn af sprengingunni heyrðist í allt að 10 km fjarlægt og myndaðist stór gígur í fjörunni. Nú er ljóst að sprengjuhleðslan hefur legið í sextíu ár við býlið Star- mýri í nágrenni Djúpavogs. Hafa krakkar leikið sér í kringum hana í fleiri áratugi, án þess að nokkrum dytti í hug að þarna væri um skað- ræðisgrip að ræða. Hún var fyrir nokkru hífð á vörubílspall með krabba og kom þá gat á hana og henni síðan sturtað niður í brotajárnshaug hjá Loðnubræðslunni. Sprengju- hleðslan hefði því hvenær sem er get- að valdið miklu slysi og má teljast mildi að Sigurður Gíslason skyldi veita henni athygli. Litlu munaði að 136 kg TNT sprengjuhleðsla lenti í pressu Árverkni kom í veg fyrir að stórslys yrði Djúpavogi. Morgunblaðið. Ljósmynd/Landhelgisgæslan Sprengjuhleðslan á Djúpavogi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.