Morgunblaðið - 01.07.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 01.07.2003, Blaðsíða 33
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 2003 33 Sumarspilamennska í Gjábakka Þokkaleg mæting er í Gjábakk- anum á föstudögum og er spilað á 7–9 borðum. Það mættu 14 pör 20. júní og þá urðu úrslitin þessi í N/S: Hörður Davíðss. - Einar Einarss. 189 Vilhj. Sigurðss. - Þórður Jörundss. 180 Rafn Kristjánss. - Oliver Kristófss. 179 Í A/V varð lokastaðan þessi: Helga Helgad. - Sigrún Pálsd. 187 Elín Jónsd. - Ingibj. Stefánsd. 186 Guðjón Kristjánss. - Magnús Oddss. 183 Sl. föstudag mættu svo 18 pör og þá urðu úrslitin þessi í N/S: Lárus Hermannss. - Sigurður Karlss. 237 Eysteinn Einarss. - Magnús Halldórss.235 Helga Helgad. - Sigrún Pálsd. 233 Og í A/V urðu úrslitin eftirfar- andi: Albert Þorsteinss. - Sæmundur Björnss. 285 Eiríkur Eiríkss. - Ragnar Björnss. 250 Bragi Salomonss. - Þórður Jörundss. 244 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Suðurnesjamenn harðir í bikarnum Sveit sem kallar sig Suðurnesja- menn fékk sveit Baldurs Bjart- marssonar í heimsókn sl. föstudag og var spilað í félagsheimili brids- spilara við Sandgerðisveg hinn gamla. Sveit Baldurs byrjaði vel og vann fyrstu lotuna en sá ekki til sól- ar eftir það og gaf leikinn eftir 30 spil. Lokatölurnar í leiknum voru 112- 51 og eru Suðurnesjamenn því komnir í þriðju umferð. R A Ð A U G L Ý S I N G A R ATVINNUHÚSNÆÐI Skrifstofuherbergi/leiga Til leigu rúmgóð nýinnréttuð skrifstofu- herbergi í 104 Reykjavík. Beintengt öryggiskerfi. Sameiginleg kaffistofa. Upplýsingar í síma 896 9629. NAUÐUNGARSALA Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Hafnarbraut 24, 0102, þingl. eig. Elín Helgadóttir, gerðarbeiðendur Sparisjóður Hornafjarðar/nágr. og sýslumaðurinn á Höfn, Hornafirði, þriðjudaginn 8. júlí 2003 kl. 13.00. Hagatún 10, efri hæð, þingl. eig. Rúnar Þór Gunnarsson, gerðarbeið- endur Íbúðalánasjóður og Sparisjóður Hornafjarðar/nágr., þriðjudag- inn 8. júlí 2003 kl. 14.00. Smárabraut 2, þingl. eig. Jón Benedikt Karlsson og Herdís Ingólfsd- óttir Waage, gerðarbeiðendur Sparisjóður Hornafjarðar/nágr. og Spari- sjóður Rvíkur og nágr., útibú, miðvikudaginn 9. júlí 2003 kl. 14.00. Sýslumaðurinn á Höfn, 30. júní 2003. SMÁAUGLÝSINGAR TILKYNNINGAR Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur, Síðumúla 31, s. 588 6060. Miðlarnir, spámiðlarnir og hug- læknarnir Þórhallur Guð- mundsson, Ólafur Hraundal Thorarensen, Ingibjörg Þeng- ilsdóttir, Erla Alexanders- dóttir, Katrín Sveinbjörns- dóttir, Matthildur Sveins- dóttir, tarrot-lesari og Garðar Björgvinsson, michael-miðill, starfa hjá félaginu og bjóða félagsmönnum og öðrum upp á einkatíma. Upplýsingar um félagið, starf- semi þess, einkatíma og tíma- pantanir eru alla virka daga árs- ins frá kl. 13—18. Utan þess tíma er einnig hægt að skilja ef- tir skilaboð á símsvara félagsins. Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur starfar í nánum tengslum við Sál- arrannsóknarskólann á sama stað. SRFR. KENNSLA  www.nudd.is FÉLAGSLÍF Hvernig á að hugleiða? Indverski yoga- kennarinn Acarya Shubhatmananda heldur fyrirlestur um hvernig iðkun yoga og hugleiðslu getur bætt heilsu og vellíðan í annríki dagsins. Þriðjudag og miðvikudag, 1. og 2. júlí kl. 19.30. Ármúla 44, 3. hæð, inng. Grens- ásmegin, sími 897 8190. upplýsingar er að finna á mbl.is/upplýsingar ATVINNU- OG RAÐAUGLÝSINGAR ATVINNA mbl.is Rangt nafn Rangt var farið með nafn Jóhanns Péturssonar, fornbókasala, rithöf- undar og vitavarðar, í skissu á síðu 6 á sunnudag. Beðist er velvirðingar á því. Færeyskir dagar Færeyskir dagar verða haldnir í Ólafsvík 4. til 6. júlí, en ekki í Snæ- fellsbæ eins og misritaðist á ferða- síðum á sunnudag. Beðist er velvirð- ingar á þessu. Færeyskir dagar eru nú haldnir í sjötta sinn og verður boðið upp á skemmtun fyrir alla fjöl- skylduna. LEIÐRÉTT Háskólanemar á Skógum fyrstu helgina í júlí Félag verk- fræðinema skipuleggur ferð fyrir háskólanema helgina 4.–6. júlí á Skógum. Farið verður í fjallgöngu, keppt í ýmsum íþróttagreinum á Skógaleikum 2003, m.a. í reipitogi, stígvélakasti og tvífarakeppni. Boðið verður upp á grillaðar pyls- ur og hamborgara á laugardags- kvöldinu, einnig verður brekku- söngur. Miðaverð er 3.900 kr. fyrir há- skólanema, aðrir borga 4.500 kr. Rútuferðir fram og til baka kosta 2.000 kr. Þeir sem borga með ISIC-debetkorti frá Búnaðarbank- anum fá 500 kr. afslátt af miða- verði. Miðasala fer fram á Castró (Café Astró) dagana 1.–3. júlí kl. 19–22. 18 ára aldurstakmark er á hátíðina. Nánari upplýsingar um hátíðina er að finna á www.skog- ar.tk Á NÆSTUNNI Listræn Viðeyjarganga Í kvöld mun Kristinn E. Hrafnsson lista- maður stýra gönguferð um listaverk bandaríska myndhöggvarans Rich- ard Serra. Verkið kallast Áfangar og samanstendur það af níu stuðla- bergssúlnapörum sem hugsuð eru sem rammar um ákveðna hluta út- sýnisins. Einnig verður stiklað á stóru í sögu Viðeyjar. Ferðin hefst með siglingu frá Sundahöfn kl 19.30 og endar með kaffisölu í Viðeyj- arstofu. Í DAG SUMARHÁTÍÐ CP-félagsins var haldin um sl. helgi í annað sinn. Mikið var um gleði og skemmtun. Farið var í Friðheima, þar fóru börnin á hestbak, í sund í sundlaug- inni á Geysi og dýragarðinn í Slakka, Laugarási. CP er skammstöfun fyrir „cerebral palsy“ eða heilalömun, sem vísar til skaða sem verður á heila á meðgöngu, í fæðingu eða rétt eftir fæðingu. Í þessum hópi eru m.a. börn sem fæðast fyrir tím- ann og bera skaða af og börn sem verða fyrir súrefnisskorti í fæð- ingu. Afleiðingar eru hreyfihömlun en fleiri fatlanir fylgja oft. Félagið CP á Íslandi var stofnað í október 2001. Félagar eru rúmlega 200, fatlaðir, ættingjar þeirra, fag- fólk og aðrir sem láta sig málið varða. Félagið vinnur nú að útgáfu bæklings um hreyfihömlun sem miðla á upplýsingum um CP, efla samstarf fagfólks og aðstandenda og stuðla að faglegri umræðu um málefni, úrræði og nýjungar, segir í fréttatilkynningu. Sumargleði CP-félags- ins í Reyk- holti í Bisk- upstungum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.