Morgunblaðið - 01.07.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.07.2003, Blaðsíða 7
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 2003 7 útsala debenhams 50% afsláttur af völdum vörum S M Á R A L I N D komdu og ger›u gó› kaup ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 2 15 84 7/ 20 03 allt a› Afgreiðslutími mán. - föst. kl. 11-19 lau. kl. 11-18 sun. kl. 13-18  JAKOB Már Ásmundsson varði doktorsritgerð sína 13. desember sl, í iðnaðarverkfræði á sviði aðgerða- rannsókna og framleiðslustjórn- unar, við Purdue- háskóla í Banda- ríkjunum. Ritgerðin, sem nefnist „Tract- able Nonlinear Capacity Models for Aggregate Production Planning“, fæst við þróun best- unarlíkana á sviði framleiðslustjórn- unar. Í meginatriðum felst fram- leiðsluáætlun í því að stemma af vörueftirspurn og tilheyrandi aðföng til að geta framleitt réttar vörur á réttum tíma. Í þessu sambandi er æskilegt dreifa framleiðslunni þann- ig að nýting eigna sé hámörkuð og ónauðsynlegar birgðir lágmarkaðar. Kjarni vandamálsins er sá að hvert einstakt skref í framleiðsluferlinu tekur endanlegan tíma og tekur þar með frá aðstöðu sem nýta mætti til framleiðslu á öðrum vörum. Hefð- bundnar aðferðir gera yfirleitt ráð fyrir að samband framleiðslutíma og -magns sé línulegt, þrátt fyrir að það sé oft slæm nálgun. Þetta er gert til að forðast ólínulega bestun sem er yfirleitt óviðráðanleg fyrir verkefni af þessari stærð. Rannsóknir Jakobs beinast að þróun nýrrar aðferðar til framleiðsluáætlunar sem tekst á við að bæta núverandi líkön með því að taka tillit til ólínuleikans sem lýsir raunverulegri hegðun framleiðslu- kerfa betur. Doktorsritgerðin skiptist í tvo hluta. Fyrri hlutinn lýsir aðferð sem nota má til að lýsa ólínulegri hegðun framleiðslukerfa með tilliti til fram- leiðslugetu, -magns, og -tíma. Þar sem líkön af framleiðslukerfum eru yfirleitt mjög stór eru augljósir kostir því samfara að geta beitt línu- legum aðferðum til lausna. Sérstakir eiginleikar stærðfræðilíkans, sem Jakob hefur þróað, gera þetta kleift. Purdue-háskóli hefur sótt um einka- leyfi fyrir hönd höfunda, sem vonast til að aðferðin geti leitt til framfara á þessu sviði í framtíðinni. Í síðari hluta ritgerðarinnar er að- ferðafræðin borin saman við hefð- bundar aðferðir, sem hafa verið við lýði í tugi ára og finna má í flestum hugbúnaðarlausnum á markaði í dag. Rannsóknirnar, sem byggðar voru á módeli af framleiðslu á tölvu- minni og -örgjörvum, sýndu fram á að verulegan ávinning mætti hafa af þessari aðferð umfram þær hefð- bundnu. Ávinningurinn lýsti sér í mun betri nýtingu eigna og styttri heildarframleiðslutíma. Jakob lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1995. Hann útskrifaðist með BS-próf í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands árið 1998, með MS-próf í iðn- aðarverkfræði frá Háskólanum í Ill- inois árið 2000 og doktorsgráðu í iðnaðarverkfræði frá Purdue- háskóla í Indiana árið 2003. Foreldrar Jakobs eru Ásmundur Ásmundsson verkfræðingur og Guð- björg Jóna Jakobsdóttir ritari. Jak- ob býr í Phoenix í Arizona ásamt eiginkonu sinni, dr. Guðbjörgu Hrönn Óskarsdóttur. Hann er yf- irverkfræðingur hjá Intel- fyrirtækinu og starfar við þróun á nýju framleiðsluáætlunarkerfi sem áætlað er að taka í notkun í kringum lok ársins. Doktor í iðnaðar- verkfræði Á MIÐNESHEIÐI er að finna her, sem ólíkt bandaríska varnarliðinu sem þar er einnig að finna, gerir stöðugar árásir á landann. Það er nokkuð víst að þessi her fer af landi brott í haust á suðrænar slóðir, en þangað til ver hann sitt umráðasvæði með kjafti og klóm. Herinn sem hér um ræðir er kríuher sem lét öllum illum látum þegar ljósmyndari vogaði sér með myndavélina inn á þeirra yfirráða- svæði. Kríurnar á Miðnesheiði eru mjög árásar- gjarnar þessa dagana, enda ungar að skríða úr eggjum og þeir sem hætta sér inn á þeirra svæði eru reknir á brott með háværu gargi og árásum úr lofti. Morgunblaðið/Hilmar Bragi „Loftárásir“ á Miðnesheiði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.