Morgunblaðið - 01.07.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 01.07.2003, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 2003 35 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake KRABBI Afmælisbörn dagsins: Þú býrð yfir miklum tilfinn- ingum og örlæti. Þú hefur til að bera víðsýni og átt auð- velt með að helga þig ákveðnum málefnum. Þraut- segja þín kemur þér langt. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú átt auðvelt með að tjá þig um fjölskyldumál í dag. Þrátt fyrir að þú viljir láta fólk vita hug þinn er það engin ástæða til þess að koma af stað ósætti. Naut (20. apríl - 20. maí)  Nú er heppilegur tími til þess að fást við hluti er krefjast mikillar einbeitingar af þinni hálfu. Þú getur tekist á við erfið verkefni með góðum ár- angri. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Sjálfstraustið geislar af þér í dag. Þú veist upp á hár hvað þú átt að gera í fjármálum og vinnu. Fólk hlustar á ráðlegg- ingar þínar. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Í dag er kjörið að gefa út yfir- lýsingar til þess að leggja áherslu á eigin skoðanir. Aðrir sjá að þú trúir á skoðanir þín- ar og vilja því samþykkja til- lögur þínar. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Leynileg rannsókn, sem þú framkvæmir upp á eigin spýt- ur, er heppileg í dag. Þú gætir komist að einhverri vitneskju sem gæti verið gagnleg. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Líflegar samræður við vini og ættingja eru líklegar til þess að eiga sér stað í dag. Nú er rétti tíminn til þess að beita einhvern þrýstingi ef þess þarf. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Ef þú átt skilið stöðuhækkun eða launahækkun þá væri réttast að biðja um slíkt í dag. Þú átt auðvelt með að sýna fram á mikilvægi þitt. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú nærð einstökum árangri í málum er tengjast útgáfu, listum og menntun. Þú sérð það í hendi þér hvað þarf að gera. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Það er tímabært að gæta eigin hagsmuna varðandi sameign. Þér mun reynast það auðvelt að standa fast á þínu. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Eiginleiki þinn til þess að tala aðra á þitt band er einstakur í dag. Þú skalt ekki hika við að gera skoðanir þínar opinber- ar. Allir hlusta. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú býrð yfir mikilli einbeit- ingu og ættir því að geta af- rekað margt í starfi. Hugur þinn vinnur vel í dag og þú skalt nota það þér til hags- bóta. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Í dag er kjörið að velta vöng- um yfir fjármálum. Það skipt- ir engu í hvers kyns samn- ingaviðræðum þú átt, þú munt komast að kjarna málsins. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Stúlkurnar ganga sunnan með sjá með línsvuntur langar og léreftin smá. Það mun vera stúlkan mín sem á eftir ríður, hún ber gull og festi, spennsli ofan á belti, laufaprjóna ber hún þrjá, fögur er hún framan á, með gullspöng um enni, og það sómir henni. Ókunnur höfundur. LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 75 ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 1. júlí, eiga 75 áraafmæli hjónin Ásthildur Guðmundsdóttir og Sig- valdi Jónsson. Þau eiga einnig brúðkaupsafmæli í dag. Af því tilefni munu börn þeirra og tengdabörn bjóða ættingjum og vinum í kaffi í sumarbúðunum að Hólavatni í Eyjafirði laugardaginn 5. júlí kl. 14–17. SVEITAKEPPNI opna flokksins í Menton var flókin smíð sem fram fór í mörgum lotum. Fyrst var liðunum 137 skipt í 8 sveita riðla og komust þrjár efstu sveitir hvers riðils áfram í 54 liða hóp. Í næstu lotu var sá hópur skorinn niður um helming í 27 sveitir. Á sama tíma fór fram keppni þeirra sveita sem ekki náðu inn í fyrstu lotu og 5 efstu úr þeirri baráttu komust bakdyra- megin inn í síðustu lotu keppninnar, sem var 32 sveita útsláttarkeppni. Sveit frá Ísrael vann mótið eftir að hafa lagt Paul Chemla frá Frakklandi í úrslitaleik. Í sveitinni spiluðu: Kalish, Podgur, Herbst-bræður, Ilan og Ofir, og aðrir bræður, Dor- on og Israel Yadlin. Ein ís- lensk sveit tók þátt í mótinu undir stjórn Jóns Baldurssonar. Sveitin fór vel af stað og vann sinn riðil örugglega í fyrstu lotu, en endaði síðan í 44. sæti í annarri lotu og var þar með úr leik. Austur gefur; AV á hættu. Norður ♠ 98 ♥ ÁD4 ♦ ÁK109 ♣G965 Vestur Austur ♠ 2 ♠ 1053 ♥ 1095 ♥ G76 ♦ DG762 ♦ 843 ♣D832 ♣ÁK74 Suður ♠ ÁKDG764 ♥ K832 ♦ 5 ♣10 Í undanúrslitum mætti sveit Kalish pólskum stór- meisturum undir ítalskri stjórn. Leikurinn var jafn og endaði með naumum sigri Ísralea, 56-49. Spilið að ofan var Pólverjum dýr- keypt: Vestur Norður Austur Suður Romanski I. Herbst Szymański O. Herbst – – Pass 1 spaði Pass 2 lauf Pass 3 spaðar Pass 4 tíglar Pass 4 hjörtu Pass 4 grönd Pass 5 spaðar Pass 6 spaðar Dobl Redobl Pass Pass Pass Szymanowski doblaði slemmuna til að biðja um útspil í laufi (fyrsta lit blinds), sem lýsir nokkru vantrausti á sagnir Herbst-bræðra: Norður hafði neitað fyrirstöðu í laufi með fjórum tíglum, en suður hélt samt áfram slemmuleitinni og hlaut því að sjá um laufið. Ofir not- aði tækifærið og redoblaði og uppskar 1.620 fyrir spil- ið, sem var 12 IMPa virði. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 80 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 1. júlí, er áttræð Sigurlín Ágústs- dóttir, Hringbraut 15, Hafnarfirði. Hún er að heiman í dag. 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. Bb5+ Bd7 4. Bxd7+ Dxd7 5. 0-0 Rc6 6. c3 g6 7. d4 cxd4 8. cxd4 Bg7 9. Rc3 Hd8 10. Da4 a6 11. Be3 Ha8 12. Hac1 Rf6 13. e5 dxe5 14. dxe5 Rg4 15. Hfd1 Df5 16. Rd5 0-0 Staðan kom upp á Skákþingi Hafnar- fjarðar sem lauk fyr- ir skömmu. Davíð Kjartansson (2.275) hafði hvítt gegn Svanbergi Pálssyni (1.485). 17. Hxc6! Hfe8 17. ... bxc6 gekk ekki upp vegna 18. Rxe7+ og hvítur vinnur drottninguna af svörtum. 18. Hcc1 Rxe5 19. Rd4 Dh5 20. Rc7 Rg4 21. Rf3 Be5 22. Rxa8 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Útsalan er hafin Stærðir 38-60 Fyrir flottustu fljóðin Bæjarlind 12, Kópavogi, sími 544 2222 Opið: mán.-fim. frá kl. 10-18.30 fös. frá kl. 10-19.30 - lau. frá kl. 10-16.30 Erum flutt í glæsilegt húsnæði í verslunarmiðstöðinni Glæsibæ Opnunartilboð Hver viðskiptavinur fær óvæntan glaðning Opið virka daga frá kl. 10.30-18 • Laugardaga 10-16 Glæsibæ Sími 5625110 80 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 1. júlí, er áttræður Óskar Ingi- bersson, skipstjóri, Kirkju- vegi 11, Keflavík. Eig- inkona hans er Hrönn Torfadóttir. Þau hjónin taka á móti gestum laugar- daginn 5. júlí milli kl. 16–19 í Selinu við Vallarbraut 6, Njarðvík. 60 ÁRA afmæli. Ámorgun, miðviku- daginn 2. júlí, er sextugur Gylfi Gunnarsson, endur- skoðandi, Breiðvangi 69, Hafnarfirði. Af því tilefni býður hann ásamt eigin- konu sinni, Sigurlín Sveinbjarnardóttur, öllum vinum sínum og velunn- urum að koma með sér í ferð suður með sjó að skoða fuglalíf í fjörum. Boðið er upp á sætaferðir frá bíla- stæðinu við Fjarðarkaup og verður lagt af stað stundvís- lega kl. 17.30 á afmælisdag- inn. Útivistarfatnaður er nauðsynlegur. Fótafúnir þurfa ekki að hafa áhyggjur, þeim verður ekið á leiðar- enda. KIRKJUSTARF Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurs hópa kl. 10–14 í neðri safnaðarsal kirkjunnar. Bæna- og fyrir bænastund kl. 12. Að lok- inni bænastund gefst þátttakendum kost- ur á léttum hádegisverði. Samvera for- eldra ungra barna er kl. 14 í neðri safnaðarsalnum. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Háteigs- kirkja, eldri borgarar. Pútt alla morgna ef veður leyfir frá kl. 10. Félagsvist mánu- daga kl. 13, brids miðvikudaga kl. 13. Þriðjudaga og fimmtudaga er keppni í pútti. Þátttaka tilkynnist til Þórdísar í síma 511 5405. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjónusta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefnum má koma til sóknarprests í viðtalstímum hans. Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðarstund kl. 18. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10–12 ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi, Vonarhöfn frá kl. 17–18.30. Vídalínskirkja. Í sumar verður opið hús á vegum kirkjunnar fyrir eldri borgara í safn- aðarheimilinu Kirkjuhvoli kl. 13–16. Spil- að og spjallað. Þorlákur sér um akstur fyrir þá sem óska. Grindavíkurkirkja. Foreldramorgnar alla þriðjudaga kl. 10–12. Borgarneskirkja. Helgistund í kirkjunni kl. 18.30–19. Þorlákskirkja. Fermingarfræðsla í dag kl. 13.40. Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomnir. Kefas. Brauðsbrotning og bænastund kl. 20.30. Allir velkomnir. Akureyrarkirkja. Morgunsöngur kl. 9. Safnaðarstarf Morgunblaðið/Brynjar GautiHallgrímskirkja TÓNLEIKAR bandarísks drengjakórs (Land of Lakes Choirboys – Minnesota’s Singing Boys) frá Minnesota í Bandaríkjunum verða haldnir í Grafarvogskirkju þriðjudagskvöldið 1. júlí nk. kl. 20. Drengjakórinn kemur við á Íslandi eftir glæsilegt kórferðalag um Evrópu, en kórinn fer á ári hverju í tónleikaferð. Hann hefur m.a. sungið í öllum ríkjum Bandaríkjanna og í flest öllum löndum Evrópu, Ástralíu og Kanada. Kórinn var stofnaður fyrir 25 árum. Á efnis- skránni er tónlist allt frá barokktímanum til dagsins í dag. Allir eru velkomnir í Grafarvogskirkju á þessa tónleika sem eru ókeypis. Segja má, að hér sé á ferðinni meiriháttar tónlistarviðburður sem sannir tónlistarunnendur mega ekki láta fram hjá sér fara. Tónleikar drengjakórs frá Minnesota í Bandaríkjunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.