Morgunblaðið - 01.07.2003, Page 45

Morgunblaðið - 01.07.2003, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 2003 45 HERA Hjartardóttir hefur látið lít- ið fyrir sér fara síðasta hálfa árið en í febrúar vann hún verðlaun sem söngkona ársins á Íslensku tónlist- arverðlaununum, heiður sem ein- ungis Björk og Emilíönu Torrini hafði áskotnast áður. „Ég er búin að vera að fela mig á Nýja-Sjálandi, “ segir Hera og hlær. „Ég hef verið að verja tíma með mömmu og pabba og litla bróður, semja tónlist og spila hér og þar. Þetta hefur ver- ið mjög rólegur og þægilegur tími og hálfpartinn felustaðurinn minn.“ Kenndi börnum að semja tónlist Fjölskylda Heru hefur verið bú- sett á Nýja-Sjálandi í nær áratug, eða síðan hún var um 10 ára gömul. Hera er samt dugleg að koma til Ís- lands og kom hingað í tíma fyrir há- tíðahöldin 17. júní og hyggst dvelja á landinu í sumar. Hún varð tvítug fyrir skemmstu og virðist fegin og grínist: „Loksins hættir fólk kannski að segja aðeins 19 ára.“ Hún sat ekki með hendur í skauti á Nýja-Sjálandi heldur fékkst hún meðal annars við tónlistarkennslu: „Bandalag tónlistarmanna á Nýja- Sjálandi fékk mig til að taka þátt í leiðbeinandaverkefni í tónlistar- kennslu. Ég heimsótti skóla og kenndi krökkum að semja tónlist og setti þau í hljómsveitarhópa sem spiluðu fyrir aðra í bekknum. Þetta var allt afskaplega gaman.“ Samdi þrjú lög á íslensku Auk kennslustarfa var Hera iðin við að semja. Hún syngur og semur fyrst og fremst á ensku en segir þrjú lög á íslensku hafa sprottið fram óvænt: „Það átti ekki að ger- ast, þau bara komu. Ég hafði ekki tekið sérstaka ákvörðun um að semja á íslensku þó reyndar hafi margir verið að þrýsta á mig um að gera það. Til dæmis hafa amma og afi alltaf átt erfitt með að skilja enskuna.“ Hera segir nýja og skemmtilega upplifun að semja á öðru máli en ensku: „Þetta víkkar möguleikana í tónsmíðum til muna, eins og ein- hver hafi rétt mér nýja orðabók. Það er allt öðruvísi að semja á ís- lensku en ensku og mjög skemmti- legt. Það er líka gaman að því leyti að maður syngur öðruvísi og áherslurnar eru aðrar.“ Lögin þrjú heita „Kysstu mig Gosi“, „Dimmalimm“ og „Myndin af þér“ en það síðastnefnda samdi hún til Megasar enda hafa þau verið góðir vinir um langt skeið: „Hann gaf mér útskorna sjálfsmynd af sér þegar ég var 12 ára. Ég sat inni í herbergi og var að virða fyrir mér myndina þegar lagið varð til.“ Þannig endurgeldur Hera nú söngvagjöf Megasar en hann samdi henni lag sem er á plötunni Fláa veröld. Lögin spretta fram Söngkonan segir lög sín oftast spretta fram með þessum hætti, líkt og lagið um myndina af Megasi: „Eitt sinn var ég að leika mér með plastrós og það spratt lag upp úr því. Svona finn ég innblástur í hlut- um og lífsreynslu – sérstaklega í mistökum.“ Hún bætir við glettin: „Það er mjög skemmtilegt að gera mistök.“ Síðasta sumar fór Hera með Bubba Morthens í tónleikaferðalag um landið: „Sá túr gekk æðislega vel og allir voru mér mjög góðir.“ Hún telur líklegt að þau muni end- urtaka leikinn í sumar, í það minnsta á nokkrum stöðum. Einnig er stefnan tekin á hljóðver þar sem til stendur að taka upp nokkur lög en söngkonan á mikið af lögum og textum fyrirliggjandi. Að sögn umboðsmanns hennar, Þor- steins Kragh, er von á að hún muni eitthvað ferðast til Evrópu og Bandaríkjanna til að halda tónleika en einnig standa yfir viðræður við erlend útgáfufyrirtæki. Söngkonan vonast einnig til að senda inn lag í Ljósanætur-lagakeppnina sem haldin er í tengslum við fjölskyldu- og menningarhátíð Reykjanes- bæjar. Hera Hjartardóttir er komin til Íslands með ný lög í farteskinu Samdi á íslensku án þess að ætla sér það Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Hera Hjartardóttir er komin aftur til Íslands eftir langa dvöl á Nýja Sjá- landi og vonast til að halda nokkra tónleika og jafnvel taka upp ný lög. asgeiri@mbl.is TENGLAR ..................................................... www.herasings.com  KVIKMYNDIR.COM KVIKMYNDIR.IS  ÓHT Rás 2 „Grípandi og gefandi með óborganlega bardaga“ KRINGLAN kl. 5.50, 8 og 10.10 Svalasta mynd sumarsins er komin. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4. Ísl. tal ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.45. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10.  X-IÐ 97.7  DV KEFLAVÍK kl. 8 og 10. AKUREYRI kl. 6, 8 og 10. ÁLFABAKKI Kl. 5.50, 8 og 10.15 SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5.30, 8 OG 10.30. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. KRINGLAN Sýnd kl. 6. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i. 16. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.20. KRINGLAN Sýnd kl. 8 og 10.10. B.i. 12 ára. 28.06. 2003 6 9 0 9 7 6 1 8 4 7 6 12 16 31 33 21 25.06. 2003 10 24 25 26 37 44 9 23 VÁKORT Eftirlýst kort nr. 4741-5200-0002-4854 4548-9000-0059-0291 4539-8500-0008-6066 4507-4300-0029-4578 Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA Íslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000 VISA ÍSLAND Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Sími 525 2000. Laugavegi 54, sími 552 5201 Útsalan hefst í dag 30-70% afsláttur Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is lím og fúguefni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.