Morgunblaðið - 01.07.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.07.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Ný útvarpsstöð hefur útsendingar Sígild tónlist fyrir alla hópa HITT húsið, menn-ingar- og upplýs-ingamiðstöð ungs fólk, stóð í vor fyrir um- sóknum til skapandi sum- arstarfs. Hugmynd að útvarps- stöð með sígildri tónlist varð fyrir valinu og mun útvarpsstöðin Mandólín hefja útsendingar í dag á bylgjulengdinni FM 98,3. Það eru fjórar stúlkur sem munu standa að rás- inni og leika listir sínar á Mandólín. Útvarpskon- urnar, þær Ása Helga Hjörleifsdóttir, Áslaug Einarsdóttir, Bylgja Rún Svansdóttir og Sigríður Sunna Reynisdóttir, eru allar á nítjánda ári og stíga með þessu framtaki sín fyrstu skref í útvarpi. Ás- laug er nemandi við nátt- úrufræði- og málabraut MH, Bylgja Rún er nemandi á fé- lagsfræðibraut MH og Sigríður Sunna er útskrifuð af málabraut MH. Áslaug Helga varð fyrir svörum um nýju stöðina. Hvernig útvarpsstöð er Mandó- lín? Mandólín er sígild tónlistarstöð sem leggur áherslu á að sígild tónlist sé fyrir alla. Hvernig setja þrjár stelpur á fót útvarpsstöð? Við fengum hugmynd að sí- gildri tónlistarútvarpsstöð í vetur. Þrjár okkar eru í sígildu tónlist- arnámi og okkur fannst vanta slíka útvarpsstöð. Tækifærið kom svo þegar við sáum auglýsingu Hins hússins um umsóknir fyrir skapandi sumarstörf, við slógum til, sóttum um og vorum valdar úr hópi umsækjenda. Þetta er mikil vinna og kostn- aðarsöm en við erum svo lánsam- ar að hafa góða styrktaraðila á bak við okkur. Fyrirtækið 12 Tón- ar var t.d. mjög höfðinglegt og styrkti okkur um 100.000 kr. til geisladiskakaupa. Við viljum nota tækifærið og koma á framfæri kærum þökkum til styrktaraðila okkar. Hvernig verður dagskráin upp- byggð? Á hverjum degi verðum við með dagskrárliðinn Tónskáld dagsins þar sem tónskáldið verð- ur kynnt og sérstakri athygli beint að verkum þess þann dag- inn.Við verðum einnig með pistla, greinar og fróðleiksmola. Þá verð- um við með fasta liði; á mánudög- um verður t.d. óperuþáttur. Viðtöl verða á dagskránni, t.d.við Bar- okkhópinn sem leikur franska barokktónlist og hefur verið starfandi í nokkur ár. Hópurinn gaf út geisladisk um síðustu jól sem heitir Bon Appetit. Við verðum líka með öflugt safn tónlistar en það getur verið erf- iðara en fólk heldur að nálgast sí- gilda tónlist hér á landi. Við ætlum að hafa efnisvalið sem fjölbreytilegast og vera með kynningar á sígildri tónlist frá löndum sem eru ekki hvað þekktust fyrir hana, t.d. Japan, S-Ameríku og Norður- löndunum. Dagskráin verður birt á vefslóð rásarinnar, http://www.mandol- in.is. Sjá fleiri en þið um dagskrána? Við hvetjum alla til að senda okkur pistla, greinar eða ábend- ingar á mandolin@mandolin.is. Fólk ræður síðan hvort það les sjálft í útvarpið eða fær okkur til að gera það. Fjöldi fólks er nú þegar búinn að hafa samband og vill koma efni í þáttinn. Hversu lengi verður Mandólín starfrækt? Stöðin verður starfrækt út júlí og verður sent út allan daginn, frá klukkan 7:30 á morgnana. Vefsíð- unni okkar vonumst við hins veg- ar til að halda úti dálítið lengur. Vonist þið eftir að Mandólín komi einhverju sérstöku áleiðis? Við vonumst til að með Mandól- ín skapist umræða um sígilda tón- list og að augu fólks opnist fyrir því að klassík er fyrir alla ! Hvaðan kemur nafnið Mandól- ín? Það er nú bara sumarlegt og skemmtilegt nafn sem auðvelt er að muna. Átt þú þér uppáhaldstónskáld? Já, Dvorak, Mahler, Lizst og Beethoven, svo ég nefni örfá, ann- ars er næstum ómögulegt að ætla að gera upp á milli allra þeirra stórkostlegu listamanna sem hafa fengist við tónlistarsköpun frá upphafi! Hlustar þú á aðra tegund tón- listar? Já, ég hlusta á alls kyns tónlist, t.d. jass. Klassík er alls ekki það eina sem ég hlusta á og ég held það eigi við okkur allar, við erum ekki einangraðar í klassíkinni. Það er líka erfitt að skilgreina hvað er sígild tónlist. Er eitthvað að gerast hér á landi í sumar í tengslum við sí- gilda tónlist? Já, það verða haldnir sumartónleikar í Skál- holti og Reykholtshá- tíðin verður í lok júlí. Í haust munu síðan Kiri te Kanawa og Maxim Veng- arov halda tónleika hér, svo það er alltaf eitthvað spennandi að gerast. Mandólín kemur þó til með að fara vítt og breitt í tíma og rúmi í leit að fögrum hljómum. Útvarpskonurnar vilja þakka Hinu húsinu og Hafnarfjarðarbæ fyrir öflugt framtak sem gerði hugmynd þeirra að veruleika. Ása Helga Hjörleifsdóttir  Ása Helga Hjörleifsdóttir er fædd árið 1984 í Reykjavík. Hún útskrifaðist af málabraut Menntaskólans í Hamrahlíð um síðustu áramót. Ása Helga hefur frá átta ára aldri lært á þver- flautu. Í MH söng hún í skóla- kórnum auk þess að taka þátt í starfsemi leikfélagsins, hún hef- ur einnig æft dans. Í haust mun Ása halda til Manit- oba í Kanada þar sem hún mun nema leiklist, bókmenntir og heimspeki í Háskólanum í Manit- oba ásamt því að halda áfram þverflautunáminu. Fjölbreytileg dagskrá á hverjum degi AÐSTAÐA fyrir ferðamenn á tjald- stæðinu á Skógum undir Eyjafjöll- um hefur gjörbreyst með tilkomu þjónustuhúss, sem reist var á tjald- stæðinu fyrir þremur árum. Góð salernis- og þvottaaðstaða er fyrir hendi auk aðstöðu til að hita litla málsverði í skjóli fyrir veðri og vindum. Um 200 manns komast fyrir á tjaldstæðinu, sem rekið er af nokkr- um dugnaðarkonum í sveitinni und- ir merkjum Fossbúans, sem selur einnig gistingu í gamla grunnskóla- húsinu og mat frá morgni til kvölds. Frá Skógum halda margir af stað inn í Þórsmörk um eina allra vin- sælustu óbyggðagönguleið landsins, Fimmvörðuháls. Halldóra Auður Guðmundsdóttir, sem rekið hefur Fossbúann í samstarfi við fleiri kon- ur úr sveitinni undanfarin níu sum- ur, segist merkja mikla vakningu meðal Íslendinga hvað gönguferð- irnar áhrærir og flykkjast þeir nú í hundraðatali yfir Fimmvörðuháls- inn. „Sumir fara á eigin vegum og aðrir eru í skipulögðum ferðum,“ segir hún. „Göngufólkið gistir þó ekki í miklum mæli hér á Skógum, heldur eru flestir tjaldgestirnir á hringferð um landið eða koma hing- að gagngert á ættarmót eða aðrar samkomur. Það er mikið um er- lenda ferðamenn, enda hefur Skógafoss mikið aðdráttarafl, að ógleymdu Byggðasafninu á Skóg- um.“ Erfiðara en við héldum Meðal göngugarpa sem gengu yf- ir Fimmvörðuhálsinn á laugardag var par frá Þýskalandi, þau Friede- rike Engelbrecht og Stefan Reisch frá Karlsruhe. Þau gengu fyrst hinn fræga „Laugaveg“ frá Landmanna- laugum í Þórsmörk og síðan niður á Skóga. Létu þau vel af því sem fyrir augu bar í þessari fyrstu Íslands- heimsókn sinni. „Vinkona mín sem hafði farið í gönguferðir hér á landi sagði mér frá landinu og þaðan fengum við hugmyndina að því að koma,“ segir Friederike. Gangan frá Landmannalaugum hófst í ágæt- is veðri en í Hrafntinnuskeri lentu þau í roki og rigningu. „Vistin þar var ekki sérlega góð, því tjaldið hristist í vindinum,“ segir Stefan. „Daginn eftir var enn talsvert hvassviðri og þegar við komum á næsta áfangastað við Álftavatn gist- um við í skála. Þar fór verulega vel um okkur og svo fór veðrið að batna þannig að við notuðum tjald í næsta náttstað, Emstrum.“ Aðspurð segja þau gönguna yfir Fimmvörðuháls hafa verið aðeins erfiðari en þau héldu og munaði þar mest um veður og færð. „Það kost- aði nokkra fyrirhöfn að þramma yf- ir snjóbrekkurnar á leiðinni auk þess sem það fór talsverð orka í að berjast á móti rokinu,“ segir Stefan. „Við förum oft í Alpana og þar get- ur maður hæglega hækkað sig um 1.500 metra á einum degi. Við héld- um því að það yrði ekki mikið til- tökumál að takast á við 600 metra hækkun á Íslandi, en annað kom á daginn. Þetta var aðeins erfiðara en við héldum. En í heildina skemmt- um við okkur mjög vel hérna.“ Fjölbreytt landslag kom á óvart Friedereke segir það hafa komið mest á óvart hversu fjölbreytt landslagið var og það hafi verið mjög áhugavert að fylgjast með landslaginu breytast í sífellu þar sem samspil gróðurs og jökla í bland við eyðisanda lék stórt hlut- verk. Aðspurð segjast þau ekki hafa látið kuldann spilla fyrir sér, enda vel búin. „Í raun er hlýrra hér á Ís- landi en við héldum, þótt stundum yrði ansi napurt uppi í fjöllunum,“ segir Stefan. Frá Skógum lá leið þeirra vestur að Seljavöllum þar sem þau slógu upp tjaldi sínu. Stefnan var síðan að fara hringferð um landið og heimsækja staði á borð við Skaftafell og Mývatn. Morgunblaðið/Örlygur Steinn Sigurjónsson Friederike Engelbrecht og Stefan Reisch skoðuðu Skógafoss eftir að hafa gengið yfir Fimmvörðuháls. Lúnir en hæstánægðir göngugarpar á Skógum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.