Morgunblaðið - 01.07.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.07.2003, Blaðsíða 16
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 16 ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í NÝJUM tillögum um nýtingu lands Lundar í Kópavogi, sem skipulagsnefnd Kópavogs sam- þykkti á fundi sínum 23. júní síð- astliðinn og bæjarráð 26. júní, hef- ur íbúðabyggð komið í staðinn fyrir fyrri hugmyndir um þekking- armiðstöð. Björn Gunnlaugsson, þátttakandi í þróunarhópi Lund- arsvæðisins, segir að nýju tillög- urnar hafi það að markmiði að bjóða sem flestum möguleika á að njóta þessa einstaka staðar. Þetta sé gert með því að byggja hag- kvæmar íbúðir, en jafnframt að bjóða yfir helming svæðisins til útivistar og tómstundaiðkunar, tengt útivistarsvæði Fossvogsdals. Bæjarráð Kópavogs samþykkti jafnframt á fundi sínum 26. júní breytingu á aðalskipulagi vegna lands Lundar við Fossvog og verð- ur ný skipulagstillaga send Skipu- lagsstofnun. Að lokinni umfjöllun hennar verður nýja skipulagstil- lagan auglýst. Af hálfu skipulags- yfirvalda í Kópavogi er gert ráð fyrir að kynningartími verði lengd- ur miðað við það sem venja er vegna sumarleyfa og efnt til al- menns kynningarfundar nokkrum vikum áður en tími til þess að skila inn athugasemdum við skipulagið rennur út. Fallið frá hugmyndum um þekkingargarð Geir Gunnlaugsson, áður bóndi í Eskihlíð, hóf búskap á Lundi 1946 og stundaði búskap þar óslitið fram á níræðisaldur. Eftir andlát hans var þar lítilsháttar búskapur fram til ársloka 1999. Síðustu árin hefur svæðið hýst svokallaða lita- boltastarfsemi. Að sögn Björns leituðust afkomendur Geirs eftir því, nokkru áður en búskapur lagðist af, að svæðinu yrði um- breytt í íbúðabyggð. Voru á þeim tíma uppi hugmyndir að nýta lóð- irnar í anda einbýlishúsahverfis í Birkigrund. „Þessi tillaga hefði þýtt að landinu hefði verið skipt upp í takmarkaðan fjölda einbýlis- húsalóða og eignirnar hefðu kom- ist á fárra hendur,“ bætir hann við. Á árinu 2001 voru kynntar hug- myndir um uppbyggingu þekking- argarðs í Lundi. Björn bendir á að á þeim tíma hafi miklar væntingar verið til vaxtar í upplýsingatækni- iðnaði og öðrum þekkingartengd- um iðnaði og þörf talin fyrir bygg- ingu nýrra fasteigna sem hentuðu sérstaklega slíkri starfsemi. Hann segir forsendur hafa gjörbreyst eins og kunnugt sé og því hafi ver- ið fallið frá áætlun um þessa fram- kvæmd. Áætlaður íbúafjöldi hverfisins um 1.300 manns Björn segir markmið nýju skipulagstillagnanna afar einfalt. „Þeim er ætlað að gefa venjulegu fólki kost á hagkvæmum íbúðum í grænu hverfi í miðju höfuðborgar- svæðisins, þaðan sem stutt er í frábær útivistarsvæði og alla þjón- ustu,“ segir hann. Hann telur það mikilvægt að undirstrika það að hið tiltölulega mikla byggingar- magn geri mögulegt að halda verð- lagningu íbúðanna í hófi, þannig að venjulegt launafólk eigi möguleika á að eignast heimili í Lundi, en ekki bara fámennur hópur há- tekju- og eignafólks. Tillagan að hverfinu í Lundi gerir ráð fyrir 481 íbúð á svæðinu í 8 fjölbýlishúsum sem yrðu 9–13 hæðir auk þakhæðar og kjallara. Reiknað er með að áherslan verði lögð á 3–4 herbergja íbúðir og er áætlaður íbúafjöldi hverfisins um 1.300 manns. Sé þetta borið saman við ný framtíðarbyggingarsvæði Reykjavíkurborgar er til dæmis talað um 3.000 manna byggð að Norðingaholti, 12.000 manns í Vatnsmýrinni og 25.000 manns við Úlfarsfell. Björn segir að hæð bygginganna sé mest 55 metrar yfir sjávarmáli, sem sé 20 metrum lægra en til dæmis Hamraborgin. Áhersla verði lögð á vandaðan frá- gang bygginga og opinna svæða svo ásýnd svæðisins verði sem best. Umferðartengsl svæðisins verða frá Nýbýlavegi um hringtorg gegnt Auðbrekku. Í tillögunni er gert ráð fyrir að Nýbýlavegur breikki og verði fjórar akreinar frá Birkigrund að Kársnesbraut. Áætlað er að umferð á tengigötu til og frá svæði verði um 4.500– 5.000 bílar á sólarhring. Jafnframt er gert ráð fyrir hringtorgi vestast á Nýbýlavegi og nýrri afrein inn á Hafnarfjarðarveg til Reykjavíkur. Eru þessar tillögur hluti af nýrri aðkomu í norðurhluta bæjarins. Að sögn Björns verður komið upp þjónustu innan hverfisins. Lítil hverfisverslun er fyrirhuguð og jafnframt verður komið upp þriggja deilda leikskóla. Eldri börn munu hins vegar sækja nám í Snælandsskóla. „Skipulagið er miðað við það að vestast í reitnum, verði háar bygg- ingar. Með þessu fyrirkomulagi skapast rými á byggingarreitnum fyrir grænt svæði og sjónlínur haldast opnar fyrir núverandi byggð vegna fjarlægðar frá bygg- ingum. Meira en helmingur svæð- isins, um 50.000 fermetrar, opnast almenningi sem nýtt útivistar- og tómstundasvæði er skapar fjöl- breytta möguleika,“ leggur hann áherslu á. Hann segir að það ráði einnig miklu að bílstæði séu að mestu neðanjarðar, eða um 2⁄3 hlut- ar af 900 bílastæðum hverfisins. Framkvæmdir geta hafist um áramót Björn bendir á að áhersla hafi verið lögð á að tengja skipulag Lundar við náttúrukosti Fossvogs- dalsins. Lundarsvæðið er í dag af- girt og lokað almenningi, enda er landið í einkaeign. „Nýja skipulag- ið gerir ráð fyrir göngum undir Hafnarfjarðarveg og opnast þá loks gönguleiðin úr Fossvogsdal og beint út í Fossvoginn, þar sem við taka göngustígar út í Öskjuhlíð og Kársnes. Með þessu verður rof- ið það haft sem hefur verið á gönguleið þeirra sem vilja njóta gönguferða og útivistar í Foss- vogsdal til fulls. Tvenn undirgöng fyrir gangandi vegfarendur verða einnig undir Nýbýlaveg, önnur á móts við Skeljabrekku og hin á móts við Auðbrekku, sem er sam- göngubót fyrir þá sem búa sunnan Nýbýlavegar og vilja leggja gönguleið sína inn í Fossvogsdal,“ bætir hann við. Stefnt er að því að framkvæmdir geti hafist um áramót og að svæðið verði að fullu uppbyggt á 3–5 ár- um. Björn segir að strax hafi kom- ið fram talsverður áhugi á íbúðum á þessu svæði og fyrirspurnir um það hvenær hægt verði að tryggja sér fasteign í Lundahverfinu. „Það er trú þeirra sem að skipulagstil- lögunum standa að með þessum tillögum verði best komið til móts við þau markmið að gera svæðið að íbúðarhverfi fyrir alla venjulega tekjuhópa og um leið að halda sem mestum hluta svæðisins opnu til frístunda og tómstundaiðkunar,“ segir hann. Loftmynd af Fossvogi, Kársnesi og Öskjuhlíð. Nýja byggðin sést vel. Ljósmynd/Tölvugrafík ONNO ehf Horft í norðaustur eftir Hafnarfjarðarvegi á Lundarsvæðið. Horft í vestur eftir Nýbýlavegi. Nýjar skipulagstillögur að landi Lundar Markmiðið að sem flestir geti notið staðarins 1.300 manna byggð er fyrirhuguð á Lund- arsvæðinu við Fossvog, en í nýjum skipulags- tillögum er gert ráð fyrir 8 háum fjölbýlis- húsum. Tillögurnar um íbúðarbyggð koma í stað fyrri hugmynda um þekkingarmiðstöð, sem ætlunin var að reisa á landinu. Skipulag Lundarsvæðisins. Myndin er unnin upp úr deiliskipulagsuppdrætti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.