Morgunblaðið - 01.07.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.07.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 2003 11 HÚSDÝRAGARÐURINN er fullur af skemmtilegum dýrum, jafnt hús- dýrum sem ýmsum fuglum. Á sumr- in flykkjast börn sem fullorðnir í garðinn góða og eyða þar lunganum úr deginum. Börn á leikjanám- skeiðum ÍTR eru þar fremst í flokki. Þegar ljósmyndari Morgunblaðs- ins átti leið um garðinn í síðustu viku sá hann þennan unga mann á spjalli við gæs. Ekki er vitað hvað þeim fór á milli en kannski hefur gæsin verið að benda á að nú séu ungar að skríða úr eggjum og því best fyrir mann- fólkið að fara varlega og sýna tillits- semi. Morgunblaðið/Jim Smart Spjallað við gæsir FYRRUM grunnskólakennari í skóla á landsbyggðinni sætir nú lögreglurannsókn vegna gruns um að hafa beitt nemendur sína ofbeldi í vetur með því að hafa límt fyrir munn þeirra með lím- bandi, sérstaklega eins þeirra. Sá nemandi er 13 ára og kærði kennara sinn í vor og hófst þá rannsókn. Lögreglan hefur kennarann grunaðan um að hafa brotið gegn almennum hegningarlögum með meintu athæfi sínu. Hann hefur verið yfirheyrður en lögreglan lætur ekki uppi hvort hann játi sök. Rannsóknargögn verða að öllum líkindum send ríkissak- sóknara til ákvörðunar um op- inbera málshöfðun. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar virðist sem alllangur tími hafi liðið frá því meint brot áttu sér stað í skólastofunni þar til sagt var frá málinu, en það var kær- andi sjálfur sem rauf þagnar- gildið í vor. Málið hefur ekki komið til kasta Skólastjórafélags Ís- lands, en Hanna Hjartardóttir, formaður félagsins, segir að skipulega sé unnið að því innan grunnskólanna að uppræta hvers kyns ofbeldi. Frá því í fyrra hafi verið unnið eftir svo- kallaðri Olweus-áætlun í 50 grunnskólum, sem beinist að forvörnum gegn einelti. Grunaður um ofbeldi gegn nemendum sínum FLUGFÉLAG ÍSLANDS, í sam- starfi við Ferðaþjónustu Tanna á Eskifirði, hefur ákveðið að halda áfram að selja í dagsferðir að Kára- hnjúkavirkjun í sumar. Að sögn Jóns Karls Ólafssonar, framkvæmda- stjóra Flugfélags Íslands, var ætl- unin að gera tilraun með þessar ferð- ir í júní en vegna meiri eftirspurnar en reiknað var með var ákveðið að halda áfram a.m.k. í júlí og ágúst og jafnvel lengur. Jón Karl sagði að um 50 manns hefðu farið austur, aðallega Íslend- ingar, og þá einstaklingar og minni hópar. Nokkuð hefði verið um að fyrirtæki hefðu boðið starfsmönnum sínum í ferðirnar. Ferðum haldið áfram að Kárahnjúkum YFIR 100 ár eru síðan áhöfn skonn- ortunnar Díönu mældi dýpi Reyðar- fjarðar en vegna framkvæmda á Austfjörðum þykir nauðsynlegt að sjókort byggist á ítarlegri mælingum en hingað til hefur verið treyst á. Áhöfn Baldurs, sjómælingabáts Landhelgisgæslunnar, leggur því sérstaka áherslu á að mæla og kort- leggja fjörðinn en til stendur að gefa út nýtt kort af svæðinu frá Glettinga- nesi suður að Hlöðu. Kortið er númer 73 og er í mælikvarðanum 1:100.000. Frá því að mælingar hófust í vor hefur áhersla verið lögð á að mæla og kortleggja Reyðarfjörð og siglinga- leiðir þangað en þegar álverið verður tekið í notkun má búast við að allt að 80 þúsund tonna flutningaskip sigli um fjörðinn, samkvæmt upplýsing- um frá Landhelgisgæslunni. Áhöfn Baldurs hefur lokið við að mæla fjörðinn með fjölgeislamæli og ná mælingarnar austur fyrir Seley og Skrúð. Of snemmt er að fullyrða hve- nær mælingum út af Austfjörðum lýkur en það verður í besta falli haustið 2004. Eitt er þó víst að á þessu tímabili mun sjómælingabátur- inn Baldur vitja heimaslóða sinna á Seyðisfirði þar sem hann var smíð- aður veturinn 1990–1991. „Þangað hefur hann ekki komið síðan honum var siglt út fjörðinn á vordögum 1991,“ segir í tilkynningu frá gæsl- unni. Ljósmynd/Landhelgisgæslan Áhöfn sjómælingabátsins Baldurs við mælingar út af Austfjörðum. Dugar ekki að nota 100 ára gamlar mælingar 20-50% afsláttur Mikið úrval af handmáluðum ljósum og stittum Opið virka daga kl. 11-18, laugardag kl. 11-15. Sigurstjarnan, Suðurlandsbraut 50 (bláu húsin), sími 588 4545. Sumartilboð Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Heimsferðir bjóða þér nú síðustu sætin í sólina á ágúst á hreint ótrúlegu verði, en nú er sumarstemningin í hámarki á vinsælustu áfangastöðum Evrópu og aldrei betra að njóta vinsælustu staðanna á fegursta tíma ársins. Nú eru flestar brottfarir í ágúst seldar. Tryggðu þér síðust sætin meðan enn er laust. Munið Mastercard ferðaávísunina Síðustu sætin í sólina í ágúst frá kr. 19.950 með Heimsferðum Rimini - 19. ágúst Verð frá kr. 39.962 M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, vikuferð, stökktutilboð. Almennt verð kr. 41.960. Skattar innifaldir. Flutningur til og frá hóteli erlendis kr. 2.800. Costa del Sol - 20. ágúst Verð frá kr. 39.962 M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, vikuferð, stökktutilboð. Almennt verð kr. 41.960. Skattar innifaldir. Flutningur til og frá hóteli erlendis kr. 1.800. Prag - Verslunarmannahelgin Verð frá kr. 39.950 Flugsæti með sköttum. 29. júlí - 4. ágúst Almennt verð kr. 41.950. Verona - 20. ágúst Verð frá kr. 19.950 Flugsæti með sköttum, m.v. 2 fyrir 1, 20. ágúst. Almennt verð kr. 20.950. Mallorca - 25. ágúst Verð frá kr. 39.962 M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, vikuferð, stökktutilboð. Almennt verð kr. 41.960. Skattar innifaldir. Flutningur til og frá hóteli erlendis kr. 1.800. Benidorm - 20. ágúst Verð frá kr. 39.962 M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, Albir Garden. Almennt verð kr. 41.960. Skattar innifaldir. Flutningur til og frá hóteli erlendis kr. 1.800. ÚTSALA - ÚTSALA Dæmi um verð: Áður: Nú: Bómullarpeysa 6.900 1.900 Jakkapeysa 4.900 1.100 Bolur 2.500 700 Blúndubolur 4.100 900 Dömuskyrta 5.200 900 Sumarkjóll 4.900 1.100 Pils 5.500 900 Dömubuxur 4.900 900 Einnig úrval af fatnaði á kr. 500 70—90% afsláttur Ótrúlega lágt verð Síðumúla 13, sími 568 2870, 108 Reykjavík. Opið frá kl. 10.00-18.00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.