Morgunblaðið - 01.07.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 01.07.2003, Blaðsíða 39
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 2003 39 Stuðningsmenn FH og Þróttar! Fjölmennum á völlinn og náum upp alvöru bikarstemningu. Heiðar og Halli úr hljómsveitinni Botnleðju leika órafmagnað FH-lagið og mörg fleiri Bikarkeppni í 16 liða úrslitum í VISA-bikar karla þriðjudaginn 1. júlí kl. 19.15 á Kaplakrikavelli FH Þróttur JÓNI Arnóri Stefánssyni körfuknattleiks- manni hefur verið boðið að leika með NBA- liði Dallas Mavericks í sumardeildinni svoköll- uðu, en hún hefst í Boston 15. júlí. Ekki er þó alveg víst að Jón Arnór geti sýnt sig á því móti þar sem hann er ekki orðinn góður af meiðslum þeim sem hafa hrjáð hann undan- farnar vikur. „Það er allt satt og rétt, forráðamenn Dall- as hafa boðið mér að vera með liðinu í sumar- deildinni,“ sagði Jón Arnór í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, en hann er í Bandaríkjunum þar sem hann fylgdist með nýliðavalinu fyrir NBA, en þar var hann með- al þeirra sem voru á skrá. „Ég hef ekkert spilað núna í nokkurn tíma og þeir gera sér grein fyrir því. Samt vilja þeir endilega sjá mig með liðinu, hafa reyndar inu í sumardeildinni. Hins vegar er líka alveg ljóst að það koma tímar og koma ráð þó svo ég nái ekki að vera með. Það verður samskon- ar sumarmót að ári liðnu og vonandi get ég sýnt mig þar ef ég næ ekki að spila með að þessu sinni,“ sagði Jón Arnór. Friðrik Ragnarsson, þjálfari Njarðvíkinga, fylgdist í gær með æfingu hjá Dallas en þar voru 17 leikmenn sem reyndu að komast í þau þrjú sæti sem eru laus hjá félaginu fyrir keppnina í sumardeildinni. Haft er eftir Frið- riki á heimasíðu KKÍ að þetta hafi allt verið bráðefnilegir leikmenn og taldi Friðik nokkuð ljóst að alla hefði mátt nota í Njarðvíkurliðið. Jón Arnór þurfti ekki að taka þátt í þessum æfingum Dallas til að komast í liðið fyrir sumardeildina þar sem félagið bauð honum beint í liðið. séð myndbandsspólur af mér í leik, en vilja endilega sjá mig í eigin persónu. Ég fer í fyrramálið [í dag] til lækna liðsins og þeir ætla að skoða mig og þá kemur í ljós hvort ég get verið með í sumardeildinni. Ég er ekki orðinn góður ennþá eftir að hnéð á mér var speglað fyrir fimm eða sex vikum, en ætti að vera það. Ég er skárri en ég var í fyrstu en alls ekki nógu góður. Því mið- ur finn ég alltaf einhvern sting í hnénu og það verður að athuga það og vonandi kemur í ljós í læknisskoðunninni hjá Dallas hvað er að angra mig,“ sagði Jón Arnór. Hann sagði það vissulega slæmt ef hann gæti ekki sýnt sig að þessu sinni. „Það er auð- vitað slæmt fyrir mig ef ég get ekki tekið þessu góða boði frá Dallas og alveg ljóst að ég mun gera allt sem ég get til að spila með lið- Jóni Arnóri boðið að leika með Dallas Mavericks í sumardeildinni  HELGI Sigurðsson lék allan tím- ann í fremstu víglínu Lyn þegar liðið gerði jafntefli við Vålerenga, 1:1, í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi. Helgi fékk tvö góð marktækifæri en hon- um lánaðist ekki að skora.  JÓHANN B. Guðmundsson kom inn á sem varamaður hjá Lyn á 71. mínútu. Þetta var síðasti leikurinn að sinni í norsku úrvalsdeildinni því nú tekur við hefðbundið þriggja vikna hlé vegna sumar- leyfa.  GRETA Mjöll Samúelsdóttir skoraði bæði mörk íslenska lands- liðsins í knattspyrnu skipað leik- mönnum 17 ára og yngri sem tap- aði 4:2 fyrir Frökkum á Opna Norðurlandamótinu sem hófst í Svíþjóð í gær.  ANDRE Agassi féll óvænt úr leik á Wimbledon mótinu í tennis í gær. Agassi tapaði fyrir Mark Philippoussis, 6-3, 2-6, 6-7, 6-3 og 6-4 í fjórðu umferðinni.  SAMKVÆMT umboðsmanni Harry Kewells, leikmanns Leeds United, hefur Kewell rætt við for- ráðamenn Liverpool um hugsanleg félagskipti hans til liðsins. Arsen- al, Barcelona og Manchester Unit- ed eru einnig talin hafa áhuga á að fá Kewell til liðs við sig. FÓLK Guðjón segist vera spenntur fyrirþví að hefja störf hjá Barnsley og kveðst ánægður með aðstæðurnar hjá félaginu. Guðjón telur að ekki sé hægt að bera saman aðstæðurnar hjá Barnsley og Stoke City en Guðjón var við stjórnvölinn hjá Stoke frá nóvem- ber 1999 til loka keppnistímavorið 2002. „Því sem viðkemur æfingaaðstöðu Barnsley og minni aðstöðu sem knattspyrnustjóri er ekki hægt að líkja saman við hvernig málum var háttað hjá Stoke. Æfingaaðstaðan er í miklu betri hjá Barnsley en hjá Stoke og öll aðstaða hjá Barnsley er til fyr- irmyndar og fyrsta flokks. Leik- mannahópurinn sem ég hafði hjá Stoke var betri en sá sem er hjá Barnsley en ég þekki þó ekki leik- mannahópinn hjá Barnsley mjög mikið. Leikvöllurinn hjá Barnsley er með áhorfendaaðstöðu fyrir 25.000 manns og það á eftir að byggja langhliðina á stúkunni. Ef hún verður byggð rúm- ast á milli 35.000 til 38.000 áhorfendur þar. Ef allt gengur að óskum verður Barnsley öflugur 1. deildar klúbbur og jafnvel félag sem á að geta komist í úrvalsdeildina,“ sagði Guðjón í sam- tali við Morgunblaðið. Guðjón telur að allar aðstæður séu fyrir hendi hjá Barnsley til þess að liðið geti náð ágætum árangri. „Á góðu ári gæti Barnsley unnið sér sæti í ensku 1. deildinni en 2. deildin er erfið og það verður alls ekk- ert auðvelt að ná góðum árangri en það er vel hægt. Það þarf að styrkja leikmannahópinn töluvert en það eru nokkrir leikmenn sem eru efnilegir en eru ekki endilega tilbúnir til að draga vagninn á næsta tímabili.“ Ertu ánægður með að hafa Ronnie Glavin sem aðstoðarmann? „Já, ég er það. Hann þekkir leik- mennina og aðstæðurnar hjá Barnsl- ey. Hann er virtur á svæðinu og mun hjálpa mér á næstu leiktíð.“ Ertu með einhverja íslenska leik- menn í huga sem þig langar að fá til Barnsley? „Ekkert frekar. Ég skoða alla leik- menn út frá faglegum sjónarmiðum og hvort það verða enskir, íslenskir eða afrískir leikmenn sem ég mun vilja fá til félagsins mun bara koma í ljós. Ég stjórna minni fyrstu æfingu hjá félaginu á miðvikudaginn en þá hefst undirbúningstímabilið á fullu og það verður æft tvisvar á dag. Þegar lengra líður á sumarið mun ég sjá hve marga leikmenn ég þarf að fá til fé- lagsins.“ Nú hefur Barnsley verið í tölu- verðu basli undanfarin ár, hefur þú trú á því að liðið geti sloppið við það á næsta tímabili? „Það vantaði skipulag og ákveðinn aga hjá leikmönnum á síðasta tímabili og ég mun laga það atriði. Ég ætla mér ekki að vera í fallbaráttu á næstu leiktíð og þótt það verði ekki létt verk hef ég trú á því að Barnsley verði ekki í basli á næsta tímabili,“ segir Guðjón Þórðarson, nýráðinn knattspyrnu- stjóri Barnsley. Guðjón Þórðarson stjórnar Barnsley „ÞAÐ verður mjög gaman að takast á við þetta verkefni og ég hlakka til að byrja að þjálfa aftur,“ sagði Guðjón Þórðarson í samtali við Morgunblaðið í gær en hann hefur verið ráðinn knattspyrnu- stjóri Barnsley sem leikur í ensku 2. deildinni. Ráðning Guðjóns kemur í kjölfar yfirtöku á félaginu undir stjórn Bretans Sean Lewis. Guðjón staðfesti við Morgunblaðið að Baldur Sigurðsson væri ekki einn af kaupendum félagsins, en í síðustu viku leit út fyrir að hópur undir hans stjórn keypti meirihluta í Barnsley. Guðjón vildi annars ekkert ræða um Baldur Sigurðsson nema að hann staðfesti að Baldur væri ekki einn af kaupendunum. Guðjón Þórðarson tók í gær við enska liðinu Barnsley. Viktor semur við TOP Oss í Hollandi VIKTOR Bjarki Arnarsson, leikmaður með 21-árs landsliðinu í knattspyrnu, hefur komist að samkomulagi við hollenska 1. deild- arfélagið TOP Oss um eins árs samning. Gengið verður frá samn- ingnum formlega á næstu dögum, en í honum eru ákvæði um fram- lengingu ef vel gengur. Viktor Bjarki, sem er tvítugur, hefur verið í röðum hollenska úr- valsdeildarliðsins Utrecht í hálft þriðja ár. Þar lék hann með ung- lingaliðinu fyrstu tvö árin og síðan með varaliðinu, en í janúar sl. var hann leigður til TOP Oss. Þar lék hann út tímabilið og átti fast sæti á miðjunni hjá liðinu, sem var um miðja 1. deildina. Þjálfari TOP Oss lýsti í vor yfir miklum áhuga á að félagið semdi við Viktor en samningur hans við Utrecht er útrunninn. Lengi vel virtist sem fjárhagsvandræði félagsins kæmu í veg fyrir það, en á dögunum rættist úr þeim og þá var Viktori boðinn samningur. ÞÝSKA handknattleiksfélagið Magdeburg, sem Alfreð Gíslason þjálfar og Sigfús Sigurðsson leikur með, verður meðal liða á Opna Reykjavíkurmótinu í handknattleik sem fram fer í lok ágúst. Magdeburg óskaði eftir þátttöku í mótinu, eftir því sem kemur fram í tilkynningu frá handknattleiksráði Reykjavíkur. Þar segir enn fremur að fleiri erlend félagslið hafi sýnt því áhuga að koma á mótið í ágúst en of snemmt sé að fjalla um þær fyrirspurnir enn sem komið er. Magdeburg varð í þriðja sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í vetur en meistari árið þar á undan og Evr- ópumeistari einnig. Ólafur Stefáns- son varð markahæstur í liðinu í fyrra, en er nú farinn til Spánar. Magdeburg til landsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.