Morgunblaðið - 01.07.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.07.2003, Blaðsíða 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 2003 15 BANDARÍSKA leik- konan Katharine Hepb- urn lést á heimili sínu í Connecticut-ríki á sunnu- dag, 96 ára að aldri. Heilsu leikkonunnar hafði hrakað nokkuð undan- farin ár en að sögn vin- konu hennar var dánar- orsökin elli. Í dag verða ljósin á Broadway- breiðgötu í New York deyfð til heiðurs leikkon- unni. Á 60 ára leikferli var Hepburn 12 sinnum til- nefnd til Óskarsverðlauna og vann fjórum sinnum. Verðlaunin fékk hún fyrir leik sinn í kvikmyndunum „Morning Glory“ árið 1933, „Guess Who’s Com- ing to Dinner“ 1967, „Lion in Winter“ 1968, og „On Golden Pond“ árið 1981. Hún lék í 50 kvik- myndum um ævina en varð frægust fyrir hlut- verk sitt í myndinni „The African Queen“ þar sem hún lék á móti Humphrey Bogart. Árið 1999 tilnefndi Bandaríska kvikmyndastofnunin (the Americ- an Film Institute) hana stórkost- legustu leikkonu allra tíma. Engin leikkona hefur fengið jafn mörg Óskarsverðlaun og Kath- arine Hepburn. Hún mætti þó aldrei á Óskarsverðlaunahátíð til að sækja verðlaunin. Opinská, sjálfstæð og skoðanasterk Hepburn var fædd í Hartford í Connecticut 12. maí 1907, önnur í röð sex systkina. Faðir hennar var auðugur skurðlæknir en móðir hennar barðist alla tíð fyrir kosn- ingarétti kvenna og rétti þeirra til að nota getnaðarvarnir og mótaði frjálslynt uppeldi bæði leikkonuna og manneskjuna Katharine Hepb- urn. Hún virti foreldra sína mjög mikils. „Ég hef lifað ótrúlegu lífi en í samanburði við foreldra mína er ég litlaus,“ lét hún eitt sinn hafa eftir sér. Hepburn var alla tíð afar op- inská, skoðanasterk og sjálfstæð sem gerði hana frábrugðna öðrum leikkonum sinnar samtíðar. Hún klæddist fötum sem henni fannst þægileg og átti stóran þátt í að innleiða buxnatískuna meðal kvenna enda fundust henni pils hinn óhentugasti klæðnaður. Þrátt fyrir velgengnina fannst Hepburn hún alltaf geta gert bet- ur. „Ég hefði getað áorkað þrefalt meira en ég hef gert,“ sagði hún einhverju sinni. „Ég hef ekki gert mér grein fyrir hæfileikum mín- um.“ Jafnframt sagði hún: „Lífið er það sem mestu skiptir. Göngu- ferðir, hús, fjölskylda. Fæðing , sorg og gleði og síðan dauðinn,“ sagði hún og bætti við að leiklistin væri bara til að stytta sér stund- irnar. „Það er allt og sumt.“ Taldi hjónabandið „óhentugt“ Hepburn lærði leiklist í Bryn Mawr-háskólanum í Pennsylvaníu og útskrifaðist þaðan 1928. Sama ár þreytti hún frumraun sína á leiksviði auk þess sem hún giftist verðbréfamiðlaranum Ludlow Ogen. Hjónabandið entist ekki lengi en þau skildu árið 1934. Seinna lét Hepburn hafa eftir sér að hún hefði enga trú á hjónaband- inu. „Það er svo andskoti óhentugt að elska, virða og gegna,“ sagði hún. Leikkonan átti í nokkrum ást- arsamböndum um ævina þar á meðal við milljónamæringinn How- ard Hughes en leikarinn Spencer Tracy var stóra ástin í lífi hennar. Þau áttu í ástarsambandi í 27 ár en þrátt fyrir það var Tracy giftur annarri konu, Lousie Treadwell, allt til dauðadags árið 1967. Hann var kaþólskrar trúar og því kom skilnaður ekki til greina. Hepburn sagði samband sitt og Tracys hafa verið ólíkt öllum öðr- um samböndum hennar. „Ég elsk- aði Spencer Tracy,“ sagði hún. „Hann og hans hagsmunir og kröf- ur komu alltaf fyrstar. Það var mér samt ekki auðvelt af því að ég er afdráttalaus ég, ég, ég- manneskja.“ Saman gerðu Hepburn og Tracy níu kvikmyndir og að því er fram kemur í The New York Times smullu þau saman á hvíta tjaldinu að mati gagnrýnenda. En þrátt fyrir að samband þeirra væri á allra vitorði í Hollywood virtu fjöl- miðlar einkalíf þeirra og sam- bandið varð í raun ekki opinbert fyrr en að eiginkonu Tracys látinni árið 1983. Þá fyrst fannst Hepburn sér vera frjálst að ræða samband sitt og Tracy. Leikkonur óskuðu þess að vera eins og hún Fjöldi fólks minntist Katharine Hepburn með fögrum orðum í gær. Þeirra á meðal var George Bush Bandaríkjaforseti en hann sagði leikkonuna hafa glatt áhorf- endur með einstökum hæfileikum í meira en sex áratugi. „Hún var þekkt fyrir að vera greind og orð- heppin og hennar mun verða minnst sem eins af listrænum fjár- sjóðum þessarar þjóðar,“ sagði forsetinn. Þá vottaði Elizabeth Taylor, sem lék með Hepburn í kvikmyndinni „Suddenly, Last Summer“ árið 1959, henni einnig virðingu sína. „Ég held að allar leikkonur hafi verið fullar lotn- ingar gagnvart henni og óskað þess að þær gætu verið eins og hún,“ sagði Taylor. Ýmis líkamleg vandkvæði tóku að hrjá Hepburn eftir að aldurinn færðist yfir. Hún þurfti á mjaðma- skiptaaðgerð að halda og fór í skurðaðgerðir á báðum öxlum sem hún var þó fljót að jafna sig á. Og þrátt fyrir að í seinni tíð hafi höfuð hennar skolfið sjáanlega í sjón- varpsviðtölum neitaði hún því ávallt staðfastlega að hún þjáðist af Parkinson’s-sjúkdómnum en hélt því fram að hún hefði erft höf- uðskjálftann frá föðurafa sínum. Í samræmi við óskir leikkon- unnar verður engin minningar- athöfn haldin henni til heiðurs heldur verður jarðarförin haldin í kyrrþey. AP Hepburn við tökur á kvikmyndinni „On Gol- den Pond“ frá 1982, þá 75 ára gömul. Óskarsverðlauna- hafinn Katharine Hepburn látin New York, Connecticut. AFP, AP. Auglýsendur! Sérstakt blað um miðborgina fylgir Morgunblaðinu laugardaginn 5. júlí. Pöntunarfrestur auglýsinga er til kl. 16 þriðjudaginn 1. júlí. Skilafrestur er til kl. 12 miðvikudaginn 2. júlí. Hafið samband við auglýsingadeild Morgunblaðsins í síma 569 1111 eða á augl@mbl.is Blaðið á að endurspegla sérstöðu miðborgar Reykjavíkur og hið fjölskrúðuga mannlíf sem í henni er alla daga. Verslun - kaffihús - heilsurækt - veitingar - listmunir - þjónusta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.