Morgunblaðið - 01.07.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.07.2003, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 2003 25 annast drýgstan hluta kennslu við skólann í samræmi við það sem verið hefur. Þá verða Vatnamælingar áfram fjárhagslega sjálfstæður hluti Orkustofnunar. Vatnamælingarnar eiga sér langa sögu, yfir hálfrar ald- ar langa, og hefur starfsemi þeirra verið í örum vexti undanfarið. Sér- stök ráðherraskipuð nefnd er nú að vinna að athugun á fyrirkomulagi vatnafarsrannsókna hér á landi. Skipulag Orkumálasviðs stofnunar- innar er í endurskoðun með hliðsjón af hinu nýja hlutverki þess á sviði raforkumála, en til þess að sinna verkefnum á því sviði hafa þegar verið ráðnir tveir nýir starfsmenn; lögfræðingur og rafmagnsverkfræð- ingur. Íslenskar orkurannsóknir Hin nýja stofnun, Íslenskar orku- rannsóknir er reist á grundvelli Rannsóknasviðs Orkustofnunar, en hún fær aukið svigrúm til að hasla sér völl í ráðgjafarþjónustu og rann- sóknum í orkumálum og á sviði auð- linda- og náttúrufarsmála. Meg- inþungi starfseminnar mun þó fyrst um sinn verða á sviði jarðhitafræða og jarðfræðirannsókna. Stofnunin verður rekin á viðskiptalegum grundvelli og aflar sér alfarið fjár með sölu á rannsóknum og ráðgjöf og með öflun rannsóknarstyrkja. Ráðherra hefur skipað fimm manna stjórn stofnunarinnar. Formaður stjórnarinnar er Guðrún Helga Brynleifsdóttir lögfræðingur. Stjórnin hefur ráðið forstjóra fyrir stofnunina og er það dr. Ólafur G. Flóvenz jarðeðlisfræðingur, sem hefur frá upphafi veitt forstöðu Rannsóknasviði Orkustofnunar. Orkustofnun og Íslenskar orkurannsóknir eru til húsa að Grensásvegi 9 í Reykjavík í húsnæði í umsjá Fasteigna ríkissjóðs. Þar er nú í boði aukið húsnæði og eru uppi hugmyndir um að vista þar fleiri stofnanir, samtök og sprotafyrirtæki á sviði orkumála og orkurannsókna. Hefur húsinu verið gefið heitið „Orkugarður“ af því tilefni. Gera þarf gagngerar endurbætur á hús- næðinu, en undirbúningur þess verks er hafinn og fjármögnun tryggð. Orkustofnun og Íslenskar orku- rannsóknir reka útibú í húsakynnum Norðurorku á Akureyri og Vatna- mælingar Orkustofnunar eru auk þess með útibú á Egilsstöðum. Stefnt er að því að efla Akureyrar- útibú beggja stofnananna. Annars vegar er ætlunin að koma þar upp þekkingarkjarna í orku- og nátt- úrufarsrannsóknum og hins vegar sameina þar þá stjórnsýslu á sviði orkumála sem einkum lýtur að landsbyggðinni. Má þar m.a. nefna umsýslu með niðurgreiðslu á raf- orku til húshitunar, en Orkustofnun fékk það hlutverk á síðasta ári. Jafnframt mun Akureyrarútibú Orkustofnunar annast rekstur Orkusjóðs en það viðfangsefni færð- ist til stofnunarinnar með hinum nýju lögum um stofnunina. að fara fram með sama hætti og ver- ið hefur. Jafnframt felur frelsi til raforkuframleiðslu ekki í för með sér frjálsan aðgang að auðlindum í almannaeigu. Um aðgang að orku- auðlindum gilda áfram vatnalög svo og lög um rannsóknir og nýtingu auðlinda í jörðu. Hitt er annað mál að þessi ákvæði mætti skerpa og skýra, svo sem að taka á því hvern beri að velja þegar fleiri en einn vill nýta sömu auðlindina. En slíkar um- bætur eru ekki endilega háðar til- komu nýju raforkulaganna. Nýskipan Orkustofnunar Orkustofnun var sett á laggirnar árið 1967 og tók við af Raforku- málaskrifstofunni. Hlutverk Orku- stofnunar hefur frá upphafi verið að veita stjórnvöldum ráðgjöf á sviði orkumála jafnframt því að sinna orkurannsóknum, einkum í jarðhita- málum og við nýtingu vatnsafls. Með nýju raforkulögunum fær Orku- stofnun stóraukið stjórnsýslu- hlutverk. Stofnuninni er þar falið að hafa heildareftirlit með framkvæmd raforkulaganna, en einkum þó með sérleyfisþáttum raforkugeirans, flutningi og dreifingu; en í tilskipun Evrópusambandsins er gerð krafa um slíkt eftirlit. Stjórnsýsluhlutverk Orkustofn- unar hefur einnig aukist á seinustu árum með ýmissi annarri löggjöf á sviði orkumála svo sem með fyrr- greindum lögum um rannsóknir og nýtingu auðlinda í jörðu og með lög- um um niðurgreiðslu húshitunar- kostnaðar. Fyrir tæpum sjö árum var gerð gagnger breyting á skipu- lagi Orkustofnunar með það að markmiði að skilja hið opinbera stjórnsýsluhlutverk stofnunarinnar frá sölu á þjónusturannsóknum og ráðgjöf. Með þessu fyrirkomulagi voru uppfyllt sjónarmið um opinber- an rekstur á samkeppnismarkaði en jafnframt komið á markvissum kaupum hins opinbera á rannsókn- arverkefnum. Ráðherraskipuð nefnd komst að þeirri niðurstöðu á síðasta ári að hið aukna stjórnsýslu- hlutverk Orkustofnunar, sem felst í raforkulögunum, gerði fullan og formlegan aðskilnað Rann- sóknasviðs Orkustofnunar frá stjórnsýsluhluta hennar óhjákvæmi- legan. Tekið var á þessu með laga- setningu á síðasta löggjafarþingi. Þar er kveðið á um tilurð nýrrar ríkisstofnunar, Íslenskra orkurann- sókna, sem tekur alfarið við hlut- verki Rannsóknasviðsins. Við þessa nýskipan verður grund- vallarbreyting á Orkustofnun enda hefur tæpur helmingur starfsliðs og veltu Orkustofnunar verið á Rann- sóknasviðinu, en starfsemi þess flyst til Íslenskra orkurannsókna. Auk stjórnsýsluhlutans, svonefnds Orkumálasviðs, verða áfram tvær sjálfstæðar rekstrareiningar á Orkustofnun. Annars vegar er það Jarðhitaskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna, en hann hefur á aldar- fjórðungi veitt um þrjú hundruð ungum vísindamönnum frá þróun- arlöndum sérstaka þjálfun í rann- sóknum á sviði jarðhita. Starfsmenn Íslenskra orkurannsókna munu þó fjölluðu um málið, að markaðs- fyrirkomulagið hefði í öllum meg- inatriðum staðist þessa prófraun og virkað eins og við var að búast. Verð á raforku á skyndimarkaði fór að vísu í miklar hæðir, en það snerti ekki almenning nema að hluta þar eð heimilin eru yfirleitt með samninga um e.k. jafnaðarverð. Hátt markaðs- verð leiddi þó til þess eftirspurn dróst saman og tryggði það með öðru jafnvægi á markaðnum þannig að ekki kom til þess neyðarúrræðis að skammta þyrfti raforku. Vissu- lega var rætt um hnökra sem þarf að lagfæra, eins og að styrkja flutn- ingskerfið á stöku stað og bæta upp- lýsingastreymi um ástand mark- aðarins, svo að neytendur bregðist enn frekar við með aðhaldi í notkun í slíkum þrengingum. Mikilvægasta lærdóminn töldu fundarmenn þó vera þann að orkuframleiðendur hefðu fengið hæfileg skilaboð um að auka þyrfti framboð á raforku og tryggja þannig eðlilegt jafnvægi við sanngjörnu verði. Hvaða breytinga er að vænta? Með hinum nýju raforkulögum er verið að skapa skilyrði fyrir sam- keppni. Lögin mæla að sjálfsögðu ekki fyrir um að henni skuli komið á; það er hlutverk aðila á markaði. Örð- ugt er að spá um hvað gerast muni. Nærtækast er þó að horfa til fjar- skiptamarkaðarins þar sem hliðstæð kerfisbreyting hefur þegar verið gerð og þar hefur samkeppnin vissu- lega hafið innreið sína. Í fyrstu verð- ur það atvinnureksturinn sem mun ná hagstæðari raforkuviðskiptum. Nokkur hætta kann því að vera á því að heimilin mæti afgangi, enda hefur reynslan annars staðar sýnt að verð til þeirra hefur að jafnaði lækkað minna en til atvinnurekstrarins og í einstaka tilvikum hækkað. Eins og ljóst má vera mun þróun- in verða hæg, enda er því stýrt með bráðabirgðaákvæðum laganna að ekki verði neinar kollsteypur. Einn ávinningur á þó mjög fljótt að koma í ljós en það er aukið gagnsæi. Nú er það svo að kostnaður við hina ýmsu þætti raforkugeirans er lítt eða ekki aðgreindur. Kostnaður við fram- leiðslu og flutning er ekki sundur- greindur og að lokum sér neytand- inn aðeins eina tölu, sem felur í sér þetta tvennt auk kostnaðar við dreif- ingu og sölu. Framvegis verður unnt að sjá kostnað við sérleyfisþættina, flutning og dreifingu, aðskilda frá greiðslu fyrir samkeppnisþættina, framleiðslu og sölu. Enda þótt op- inber verðgæsla verði með sérleyf- isþáttunum er þó enn betra að neyt- endur veiti þetta aðhald. Spurt hefur verið hvort markaðs- væðingin muni breyta einhverju um stjórn á nýtingu náttúrurauðlinda og umhverfismál. Svo er ekki. Mat á umhverfisáhrifum vegna orku- framkvæmda verður að sjálfsögðu minnst 100 ynd tekur rtækj- við sem a afl en m flest á árs- endur val- yr- omið á ví verður pska n neyt- orkukaup við- ur? aðs- ð gera n ella og ninnar. tekning- ð hefur ðingu kið að t að um, þar ama tíma verðs. Þá ækkun vera var hafi mann- ar einok- ni að of- an hjá vrópu- t um það mulagið lætluðum fyrri tíð“ f glímu num vetri en vegna gar ginlega nda. Ný- aráðið og afleið- vaða lær- að var a sem mála Höfundur er orkumálastjóri. ngafyr- VERULEGAR umræður hafa verið um, að Bandaríkjastjórn hafi tilkynnt hinni íslensku skömmu fyrir alþingiskosning- arnar hinn 10. maí síðastliðinn, að bandarískar herþotur og björgunarþyrlur yrðu horfnar af landi brott í byrjun júní 2003. Telja stjórnarandstöðuþingmenn frétt- ina sýna, að um trúnaðarbrest sé að ræða af hálfu ríkisstjórnar gagnvart utanríkismálanefnd, málið eigi að ræða þar. Hafi Bandaríkjastjórn tikynnt einhliða rétt fyrir alþingiskosn- ingar, að fáeinum vikum eftir kosningarnar yrði gjörbreyting á fyrirkomulagi varna landsins og tvíhliða varnarsamningi þjóðanna, er það til marks um litla pólitíska dómgreind. Töldu Bandaríkjamenn, að úr- slit kosninganna yrðu önnur en varð? Ræddu fulltrúar bandaríska sendiráðsins við talsmenn stjórn- arandstöðunnar fyrir kosningar um þetta mál? Tvíhliða viðræður Tíminn einn dugar til að sanna, að einhliða áform Bandaríkja- stjórnar um aðgerðir í júní hafa ekki náð fram að ganga. Júnímán- uður er liðinn og bandarísku orr- ustuþoturnar eru hér enn. For- sætisráðherra og utanríkisráðherra hittu sendimenn Bandaríkjastjórnar hinn 5. júní. Tók forsætisráðherra þá við bréfi frá Bandaríkjaforseta. Enginn ábyrgur aðili hefur túlkað bréfið á þann veg, að í því felist úr- slitakostir. Sendiherra Íslands í Wash- ington afhenti hinn 11. júní Daniel Fried, sem fer með málefni Evr- ópu í þjóðaröryggisráði Banda- ríkjaforseta, svar forsætisráð- herra við forsetabréfinu. Bæði þessi bréf hafa verið kynnt utanríkismálanefnd alþing- is. Þau eru nú lögð til grundvallar í viðræðum embættismanna þjóð- anna. Fyrsta lota þeirra var í Reykjavík mánudaginn 23. júní. Var þar ákveðið, að viðræðunum yrði haldið áfram. Forysta Davíðs Oddssonar og eindregin viðleitni hans til að beina viðræðum um varnarmálin frá tæknilegum úrlausnarefnum til pólitískra álitaefna hefur borið árangur. Viðræðurnar byggjast nú á því, að um tvíhliða samning sé að ræða, sem ekki verði breytt á einhliða hátt. Viðræð- urnar eru því í fari, sem er við- unandi frá sjónarhóli málsvara varnarsamningsins á innlendum stjórnmálavettvangi. Gamalkunn afstaða vinstrisinna Fá mál hafa jafnlengi verið ágreiningsefni á íslenskum stjórnmálavettvangi og varnar- samstarf okkar við Bandaríkja- menn. Stjórnmálaflokkar, aðrir en Sjálfstæðisflokkurinn, hafa einhvern tíma í áranna rás snúist gegn dvöl varnarliðsins, þótt krafa um brottflutning þess hafi ekki sett svip á stjórnarmynd- anir síðan árið 1978. Enn er grunnt á stuðningi við varnarsamstarfið hjá mörgum vinstri sinnuðum stjórn- málamönnum. Vinstri/grænir eru á móti því og einnig aðild Íslands að NATO. Forystumenn Sam- fylkingarinnar eins og Össur Skarphéðinsson, Margrét Frí- mannsdóttir, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Guðmundur Árni Stefánsson hafa öll lagt málstað herstöðvaandstæðinga lið ein- hvern tíma í stjórnmálastarfi sínu. Hverjar eru tillögur vinstri/ grænna og Samfylkingarinnar í öryggismálum þjóðarinnar? Vinstri/grænir eru andvígir sér- stökum öryggisráðstöfunum, sér- staklega þeim, sem byggjast á samvinnu við Bandaríkjamenn. Fyrir þingkosningar talaði Ingi- björg Sólrún Gísladóttir á þann veg á stjórnmálafundi í Reykja- nesbæ, að varnarsamningurinn væri ekki í gildi og innan tíðar flytti öll starfsemi frá Reykjavík- urflugvelli til Keflavíkur enda yrðu Bandaríkjamenn ekki á flugvallarsvæðinu þar. Langt viðræðuferli Eftir gjörbreytingu öryggis- mála í okkar heimshluta við upp- haf lokaáratugar 20. aldarinnar var samið um bókun við varnar- samninginn árið 1994 og að nýju árið 1996. Bókunina átti enn að endurskoða árið 2000. Var það ekki gert. Hafa stjórnvöld Ís- lands og Bandaríkjanna skipst á skoðunum um fyrirkomulag varna Íslands samhliða því sem Bandaríkjamenn hafa mótað nýja stefnu fyrir herafla sinn undir forystu þeirra George W. Bush, Dick Cheney, varaforseta hans, og Donalds Rumsfelds varnar- málaráðherra. Víða um heim ræða fulltrúar Bandaríkjastjórnar við fullrúa ríkisstjórna annarra landa um breytingar á inntaki og fram- kvæmd varnarsamstarfs. Í ná- grenni okkar hafa til dæmis Bretar, Danir og Grænlendingar samþykkt þátttöku í bandaríska eldflaugavarnakerfinu, en það er ekki lengur sama ágreiningsefni og áður. Markmið varnamála viðræðna ríkisstjórna Íslands og Banda- ríkjanna nú er ekki að rifta samningnum frá 1951 heldur laga framkvæmd hans að breytt- um aðstæðum eins og gert hefur verið hvað eftir annað. Nú eins og oft áður er til umræðu, hve mikinn viðbúnað bandaríski flug- herinn skuli hafa á Keflavík- urflugvelli. Sé hann enginn að staðaldri, kann það að draga svo úr inntaki varnarsamningsins, að hann verði ekki annað en orð á blaði. Varnarmálin: Einhliða áform verða að engu Eftir Björn Bjarnason Höfundur er dóms- og kirkju- málaráðherra. janúar 1999 til mars 2002 þegar af- slættir og virðisaukaskattur eru teknir inn í myndina. Þess má geta að 1. apríl 2002 lækkaði smásölu- álagning á dýrustu lyfin verulega. Apótekin hafa þannig tekið á sig heilmikinn skerf af aðgerðum rík- isvaldsins til að lækka hlutdeild þess í lyfjakostnaði. Er kostnaðarbyrði almennings eðlileg? Vísitala lyfjaverðs hefur hækkað um 21% frá mars 1997 til maí 2003. Þó ýmislegt megi finna að aðferðum við útreikninga þessarar vísitölu er þetta þó enn ein vísbending um þá byrði sem lögð er á heimilin í land- inu vegna lyfja. Það er umhugs- unarefni þegar lyf gera slíkt gagn sem raun ber vitni að kastljósinu skuli vera beint að þeim sem stór- felldu efnahagslegu vandamáli í heilbrigðiskerfinu. Í því sambandi er vert fyrir stjórnmálamenn að íhuga hve stór hlutur lyfjaverðs ætti með réttu að leggjast á sjúklinga. hlut sjúklinga í lyfjaverði í janúar 1997, janúar 1998, júní 2000 og jan- úar 2002. Ráðuneytið réttlætti hækkanirnar með því að þær myndu ekki hafa áhrif á sjúklinga því apótekin tækju á sig þessar hækkanir í formi afslátta til sjúk- linga. Þetta lýsir þeirri aðferð sem notuð hefur verið til að lækka hlut hins opinbera í lyfjaverði. Hún bein- ist að því að hækka greiðsluhlutfall sjúklinga, en vonast til að apótekin hækki sífellt afslætti sína til við- skiptavina á móti. Að velta kostnaði áfram virkar ekki endalaust Það hefur ekki virkað endalaust að færa kostnað yfir á apótekin. Hlutfallið sem sjúklingar greiða af lyfjaverði hefur hækkað stöðugt undanfarin ár. Samkvæmt tölum TR hefur hlutur sjúklinga í lyfja- verði hækkað frá 1992 úr 44% í 68% árið 2002. Þessar tölur frá TR sýna ekki raunverulega kostnaðarhlut- deild sjúklinga þar sem afslættir apótekanna eru ekki inni í mynd- inni. Rannsókn við lyfjafræðideild HÍ sýnir að almenningur greiddi að meðaltali um 44% af lyfjaverði frá anir sem orðið hafa á hlut sjúklinga í lyfjaverði frá 15. mars 1996 til 1. janúar í ár má sjá eftirfarandi: Hlutdeild í lyfjum sem notuð eru við langvinnum sjúkdómum (B-merkt lyf) hefur hækkað úr 16 í 65% fyrir almenna neytendur en úr 8 í 50% fyrir lífeyrisþega. Fyrir lyf sem ekki eru talin eins lífsnauðsynleg (E-merkt lyf) hefur hækkunin verið úr 30 í 80% fyrir almenna neyt- endur og úr 12,5 í 50% fyrir lífeyr- isþega. Einnig hafa lágmarks- og hámarksgreiðslur aukist verulega. Björn Ingi kennir aukinni fá- keppni á apóteksmarkaði um hækk- un lyfjaverðs en hann á þá við kostnað af lyfjum en ekki lyfjaverð eins og ég benti á áður. Hlutur hins opinbera er ekki háður afsláttum apóteka, en hins vegar geta sjúk- lingar fengið mismikla afslætti af sínum hluta lyfjaverðsins hjá apó- tekum. Þar ætti samkeppni milli apóteka að hafa áhrif. Heilbrigðisráðuneyti hefur aukið hlið jöfnunar, þ.e. kostnaðinn, en líta algjörlega fram hjá þeirri stað- reynd að lyf hafa sýnt frábæran ár- angur í að minnka þjáningu og kostnað á þjóðhagsgrundvelli. Frank R. Lichtenberg prófessor við Columbia-háskólann heimsótti Ísland nýverið. Hann hefur rann- sakað almenn heilsuhagfræðileg áhrif nýrra lyfja. Niðurstöður hans benda til þess að ný lyf hafi ákveðna kosti fram yfir þau eldri. Þar má nefna: lengra líf, minni notkun sjúkrahúsa og annarrar læknisþjón- ustu, aukna getu til að stunda vinnu og aukin lífsgæði. Samantekið má segja að ábati þjóðfélagsins af nýj- um lyfjum sé mun meiri en kostn- aður vegna þeirra. Lyfjakostnaður almennings hefur hækkað Hið opinbera hefur á undan- förnum árum fært sífellt stærri hluta lyfjaverðs yfir á sjúklinga og apótek. Ef skoðaðar eru þær hækk- að í fjakostn- og mikilli þær g eru stu kun. Er- t að aðal- er ekki æðurnar na verð- ru á ar lyfja g nýrra væm ækkar m stór- að sjálf- gsvanda eilbrigð- firvöld ð föst í s á eina r ekki Höfundur er dósent í stefnumörkun og stjórnun lyfjamála við lyfjafræðideild HÍ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.